Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 33 MINNINGAR bljúgar og mjúkar innan í okkur við minninguna. Ég var svo rík að eiga þrjár móð- ursystur, og þegar fór að ganga verulega á krafta mína við að annast hann mynduðu þær her hjálp- arengla, Guðbjörg og Halla skiptust á um að koma annan hvern dag beint frá vinnu, og ganga með hann þar til hann sofnaði að kvöldi, og Elísabet, sem hugsaði um heimili sitt, var í baksveit, og veitti móralskan styrk. Þessar þrjár konur hafa oft verið eina kjölfesta mín í lífinu. Litli Pétur, eins og hann var kall- aður af þessari kynslóð, ólst upp við að hann gæti treyst á þær alla tíð. Eftir að við fluttum á Selfoss voru ófáar ferðirnar sem hann fór með rútunni til Reykjavíkur til að hitta þær, stundum til Guðbjargar og stundum til Höllu, og stundum meira að segja fór hann með þeim austur að Kárastöðum. Ég hafði ekki tækifæri til að veita honum svona skemmtiferðir og þess vegna voru þessar heimsóknir einstaklega dýrmætar í hans uppvexti. Og ég tala nú ekki um útilegurnar, sem voru honum hreint ævintýri. Pétur er allvel lesinn og upplýstur um kvikmyndir, það þakka ég henni. Guðbjörg hafði einstaka þekkingu og unun af mörgum málefnum, svo sem tónlist og bókmenntum, allt frá Íslendingasögum til unglinga- og barnabókmennta sem hún las sér til ánægju. Áhugasvið hennar var ein- staklega vítt, hún var meira að segja vel heima í knattspyrnuheiminum, þekkti íþróttamennina með nöfnum, í hvaða liði þeir voru og vissi hvar þeir voru staddir í deild. Því verður ekki með orðum lýst hve Guðbjörg átti mikinn þátt í upp- eldi Péturs. Það mun endast honum allt hans líf. Ástúð hennar og um- hyggja fyrir honum var með henni alla tíð. Aðdáun hennar og áhugi á lífi dóttur minnar var fölskvalaus. Allt- af fylgdist hún með öllu, af um- hyggju og ást. Yngri sonur minn fékk ekki minni alúð. Þegar hann fótbrotnaði ungur var hún fljót að koma með bókina „Dísu ljósálf“ til að lesa hana fyrir hann og þetta varð upphafið að áframhaldandi lestrarstundum þeirra sem honum fannst mikið til um og hefur samband þeirra verið gott og náið. Hún fylgdist með áhugamálum unglinga og var vel inni í Hringadróttinssögu og Harry Potter. Þau deildu þessu áhugamáli sem varð efni í umræður og sameig- inlegar kvikmyndahúsaferðir. Hún vann lengst af í Búnaðar- bankanum, stofnlánadeild. Þar kynntist hún mörgum úrvals sam- starfsmönnum, sem hún mat mikils. Og ekki vantaði nú húmorinn hjá þessari heimskonu og lífsnautna- manneskju sem hún frænka mín var. Ég mun sárt sakna þess að ekki mun hún hringja aftur til að leyfa mér að hlæja með sér að einhverjum brandara, eða limru, sem hún kunni enn frá dvöl sinni í Búnaðarbank- anum. Hún var sjúklingur alla tíð, afleið- ingar berkla sem hún fékk ung. En hún lét það ekki buga sig. Oft þegar við fórum saman í útilegur Guð- björg, Halla, Litli Pétur og ég kvart- aði ég meira undan því að liggja svona á jörðinni en hún, sem þurfti alltaf að meta hvaða áhrif það hefði á lungu hennar. Þetta lýsti ást hennar á náttúrunni og fuglalífi. Ég get ekki minnst hennar Guð- bjargar öðruvísi en að minnast á þá fágætu vináttu sem var á milli henn- ar og Einars systursonar hennar. Þeirra vináttta var henni mikils virði allt lífið. Það stafaði geislum frá þessari einstaklega fögru vináttu og kærleika sem á milli þeirra var. Guðbjörg hafði svo fíngerða og fallega sál, og mér finnst ég og börn- in mín hafa fengið svolítið englaryk af því að hafa notið nærveru hennar í fjölskyldunni. Ég er barmafull af þakklæti. Guð geymi hana. Fanney Edda Pétursdóttir. Elsku Guðbjörg frænka, okkur langar að minnast þín í örfáum orð- um. Þó samband okkar hafi ekki verið mikið nú seinni ár var alltaf ynd- islegt að hitta þig og þú átt stóran þátt í okkar æskuminningum. Við fjölskyldan fórum oft austur að Kárastöðum og áttum þar góðar stundir með heimafólki og þér og Höllu því oft voruð þið systur fyrir austan. Guðbjörg og Halla, við nefndum nöfnin ykkar eins og um eina per- sónu væri að ræða, svo nánar voruð þið systur. Missir Höllu er mikill sem og allra þeirra sem kynntust þér því þú varst ótrúleg persóna. Það var allt gott við þig og kostir þínir voru miklir og alveg örugglega ekki margir sem geta stært sig af þeim svona öllum í einu en það gast þú. Þú varst glaðvær, góð, glettin, hláturmild, vinur allra, gjafmild, ef þú bara vissir hvað þú gafst fólki mikið. Það var ekki annað hægt en hafa gaman þegar þú varst nálæg og öllum leið svo vel í kringum þig. Nú ertu farin elsku Guðbjörg og það hefur örugglega verið tekið vel á móti þér. Nú skaltu hvíla þig og láta þér líða vel og hafðu kæra þökk fyrir allt. Við söknum þín. Minning þín lifir. Guðrún, Þóra Björg og Steinar Bragi Stefánsbörn. Elsku Guggó mín. Nú sit ég hér ein, bein í baki og staðráðin í að skrifa eitthvað há- fleygt og gáfulegt í þína minningu. Það er mér ekkert endilega svo auð- velt, en ef þú sætir hér hjá mér myndirðu sjá að mér væri fúlasta al- vara, halla þér aftur í stólinn og segja: allt í lagi Hegga mín, ég bíð bara á meðan. Síðan myndir þú ræskja þig pent og horfa til lofts, halla síðan undir flatt og kíkja í átt til mín. Ég lít á móti og sé stríðn- isglampann í augum þínum og við skellum uppúr og þar með gáfna- stundin mín fokin fyrir bí. Ég kynntist þér þegar ég var lítill táningur að skjóta mig í Einari frænda þínum, sem var þér eins og sonur. Það tókust strax sterk vin- áttubönd með okkur sem héldust fram á síðustu stund. Þið Halla voru mér einstaklega elskulegar og góðar alla tíð og ég gleymi því aldrei. Heimsóknir ykkar til London, göngutúrar í Hyde Park og Holland Park með lítinn Daða skoppandi í kring. Tónleikaferðir, pöbbaferðir og ekki má gleyma yndislegum ferðalögunum á Íslandi, eins og þeg- ar við tjölduðum á Vestfjörðum og sungum undir hlýjum sumarhimni við stillt kertaljós. Þegar ég heyrði um fráfall þitt var mín fyrsta hugsun sú að Guð- björg fer beint til Guðs! Ég ímynd- aði mér Lykla-Pétur fyrir framan Gullna hliðið þar sem hann hefur skipt nýja hópnum í flokka, sendir helminginn niðurávið en hópnum með þig fremst í flokki veifar hann til og kallar My people, follow me! Þetta heyrðum við ferðastjóra kalla í Selfridges-versluninni í London í einni jólaösinni, þótti það óhemju fyndið og notuðum oft síðan. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér, elsku Guðbjörg. Ég á eftir að sakna þín sárt en hef þá huggun að hver einasta stund okkar saman var dýrmæt og ógleymanleg. Þín Helga. Það eru sorgarfréttir að hún Guð- björg ömmusystir mín er dáin. Það er enn erfitt að trúa því að þessi mikli persónuleiki og göfuga sál sé ekki lengur meðal okkar í þessu jarðneska lífi. Guðbjörg frænka, ásamt eftirlifandi systrum sínum Höllu og Betu, voru áhrifaríkur þáttur í fjölskyldulífinu þegar ég var að vaxa upp og sýndu ávallt áhuga og stuðning við litlu fjölskylduna okkar, mömmu, mig og bræður mína. Ég hef verið búsett erlendis síð- ustu ár í námi, en hlakkaði til að flytja heim og hafa meiri samskipti við fjölskylduna. Það veldur mér mikilli sorg að Guðbjörg verður ekki hluti af lífinu okkar framar, en end- urminningarnar eru óteljandi og ómetanlega dýrmætar að eiga. Guð blessi hana og varðveiti og styrki okkur öll í sorginni. Anna María Jónsdóttir. Fráfall góðs vinar er ætíð átak- anleg upplifun og stundum er sú til- finning óvenju sár. Svo er nú þegar Guðbjörg Einarsdóttir er öll. Ég átti því láni að fagna mörg undanfarin ár að vera gamlárs- kvöldsgestur hjónanna Elísabetar systur hennar og Jóhannesar Ara- sonar á heimili þeirra í Þingholtun- um. Við Guðbjörg vorum oft síðust til að kveðja eftir þann góða fjöl- skyldufagnað og tókum ætíð saman leigubíl vestur í bæ. Einu sinni gerði svo mikið óveður að bílar komust ekki leiðar sinnar og þá var ekkert annað að gera en ganga. Þetta var talsverð þrekraun fyrir Guðbjörgu, en með einbeittum vilja og dæmi- gerðri kímni, sem var henni ætíð töm, komumst við heim í stórhríð- inni. Á hverju ári eftir það brást ekki að Guðbjörg impraði á því með glettnisglampa í auga að við gætum vissulega gengið heim en ættum kannski að veita okkur þann munað á nýársnóttu að hringja á bíl svo fremi sem biðin yrði ekki of löng. Guðbjörgu þótti vænt um það besta sem lífið hefur upp á að bjóða, fjölskylduna, vini, tónlist og bók- menntir. Oftar en ekki kom í ljós að við höfðum lesið sömu bækurnar og komist að svipaðri niðurstöðu um ágæti þeirra. Hún talaði kjarnmikla og fallega íslensku eins og aðrir í nánustu fjöl- skyldu, nokkuð sem ég naut að hlusta á og vissi að ég myndi seint eða aldrei ná. Húmor hafði hún í rík- um mæli, stundum dásamlega grall- aralegan, og oft flaug mér í hug að hún hlyti að koma fólki á óvart, sem ekki þekkti þessa fallegu og höfð- inglegu konu náið. Ég minnist með þökk og elsku í hjarta nærveru hennar í fimmtugs- afmæli mínu, tónleikaferða þar sem við vorum sessunautar, Þorláks- messuskötunnar heima á Þórsgötu hjá systursyni hennar, Einari Jó- hannessyni, og fjölmargra annarra samverustunda. Hennar mun verða sárt saknað, gamlársdag sem og aðra daga. Alan Rettedal.  Fleiri minningargreinar um Guðbjörgu Einarsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Guðbjörg Lilja Maríusdóttir. Atvinnuauglýsingar Starfsmaður óskast Þjónustufyrirtæki óskar að ráða starfsmann til ýmissa starfa s.s. sendiferða, aðstoðar á lag- er, ásamt öðrum tilfallandi verkum. Áreiðanleiki og stundvísi áskilin. Umsækjendur þurfa að hafa bílpróf. Umsóknir sendast auglýsingadeild Mbl. merktar: „Lager — 16506“ fyrir sunnudaginn 9. jan. nk. Starfskraftur óskast í barnafataverslun eftir hádegi frá kl. 14.00-18.00 Allar nánari upplýsingar gefur Halldóra í síma 869 2024. Saltfiskmatsmaður Fyrirtæki á landsbyggðinni óskar eftir vönum saltfiskmatsmanni. Upplýsingar sendist til augl- deildar Mbl., merktar: „Saltfiskur — 1234“. Heildverslun — Lager — Útkeyrsla Óskum eftir að ráða röska menn til útkeyrslu og vöruafgreiðslustarfa nú þegar. Æskilegt: hópvinna - vöruþekking - þekking á umhverfi og verkþekking. Nauðsynlegt: meirapróf - skilvísi og öryggi í meðferð tækja. Umsókn sendist til augldeildar Mbl. sem fyrst merkt: „Vöruafgreiðsla — 16504“ eða box@mbl.is . Kennsla R A Ð A U G L Ý S I N G A R 2ja herb. íbúð við Lækjargötu til leigu Til leigu 62 fm 2ja herb. íbúð á 4. hæð í nýlegu lyftuhúsi við Lækjargötu. Íbúðin er laus nú þegar og leigist til lengri eða skemmri tíma. Búin húsgögnum. Stæði í bílageymslu. Nánari upplýsingar: Fasteignamarkaðurinn ehf., Óðinsgötu 4, s. 570 4500. Húsnæði í boði Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Kvöldskóli FB Netinnritun á www.fb.is 130 áfangar í boði Innritun í FB Fimmtudagur 6. janúar frá 17:00 til 19:00 Kennsla hefst miðvikudaginn 12. janúar WWW.fb.is Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, VALTÝR GUÐMUNDSSON húsasmíðameistari frá Nýp, Skarðströnd, Skólastíg 14a, Stykkishólmi, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 8. janúar kl. 14.00. Ingunn Sveinsdóttir, Valgerður Valtýsdóttir, Sæbjörn Jónsson, Sveinlaug Salóme Valtýsdóttir, Rut Meldal Valtýsdóttir, Gylfi Haraldsson, Guðmundur V. Valtýsson, Steinunn Dóra Garðarsdóttir, Valtýr Friðgeir Valtýsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.