Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 36
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ÉG VAR AÐ HEYRA FYNDINN BRANDARA STUNDUM ER BEST AÐ LJÚKA SVONA HLUTUM BARA AF SEM FYRST SNIFF SNIFF! ÞAÐ ER HVE- RNIG HANN SEGIR ÞAÐ SJÁÐU ÞESSA TYGGJÓ- AUGLÝSINGU PABBI AF HVERJU KEYRIR ÞÚ EKKI Á SVONA FLOTTUM SPORTBÍL EINS OG ÞESSI? ÞESSI BÍLL KOSTAR 5 MILLJÓNIR OG SJÁÐU ÞESSA GELLU SEM HANN ER MEÐ. AF HVERJU ER MAMMA ALDREI Í SVONA FÖTUM? AF HVERJU ERT ÞÚ ALDREI Í SVONA? VEGNA ÞESS AÐ HEIMSKU- LEGIR HUGAR- ÓRAR ÞARFNAST HEIMSKRA FYRIRSÆTU KANNSI AÐ ÞIÐ ÆTTUÐ AÐ BORÐA MEIRA TYGGJÓ Abrakadabra - galdraskólinn BRAVÓ! ÞAÐ ER HANN! © DARGAUD HANN VANN! OG ÞAÐ ER EINMITT STEINI SEM VANN ÞESSA BRIM- BRETTAKEPPNI ... ... Á BRETT ... E Dagbók Í dag er fimmtudagur 6. janúar, 6. dagur ársins 2005 Víkverji hitti nokkrakollega sína á gamlársdag í þeim til- gangi að horfa á Kryddsíld Stöðvar 2 og gæða sér á léttmeti. Fólk var hið hressasta áður en þátturinn byrjaði en heldur fór að dofna yfir mann- skapnum yfir lítilfjör- legum umræðum. Víkverja þóttu þáttastjórnendur heldur slakir með allt- of opnar spurningar. Körlunum var gefinn laus taumurinn og lítið fór fyrir hnitmiðuðum svörum. Ekki er heldur fjölbreyttur eða líf- legur hópur í forsvari fyrir stjórn- málaflokkana á Íslandi. Víkverji er dauðfeginn yfir að þetta úrtak endurspeglar ekki þjóðina. Víkverja þykir því ágætis hug- mynd að einhver hinna sjónvarps- stöðvanna skelli upp raunveruleika- sjónvarpi næsta gamlársdag og sýni frá einhverju Kryddsíldarpartíi. Þykist Víkverji viss um að umræð- urnar þar yrðu öllu fjörlegri og ættu meira erindi við almenning. Þykir honum a.m.k. líklegt að áhorfendur hefðu séð spaugilegu hliðarnar á því þegar tíu ára gamall sessunautur hans sagði stundar- hátt: „Hei! Halldór Ás- gríms er farinn að brosa.“ Víkverji er einn þeirra sem voru ekki sérlega hrifnir af Skaupinu í ár. Hann hefur þó tekið eftir að það hefur lagst mis- jafnlega í fólk og að sumum þótti það sér- deilis gott. Víkverji er þó feginn að Spaug- stofumenn hafi látið ógert að skella sér í konulíki eins og svo oft enda hefur hann aldrei skilið hvað sé svona ægilega fyndið við karla í kvenmannsfötum. Víkverji er kannski líka orðinn þreyttur á því að sömu karlarnir hafi gert grín að sömu körlunum frá því að Víkverji man eftir sér. Segir það ýmislegt um samfélags- gerðina. Þá þótti Víkverja athyglis- vert að í ýmsum atriðum sem vel hefðu getað fjallað um konur var heldur valið að hafa karla. Víkverja þótti svo nóg um að flest- ir statistar voru karlar, m.a. í sen- unni þar sem Davíð Oddsson var blaðamaður og í söngatriði bensín- starfsmanna. Víkverji veltir fyrir sér hvað liggur að baki þeirri ákvörðun. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is    Reykjavík | Umhleypingasamt janúarveðrið hélt áfram að stríða lands- mönnum í gær og voru Reykvíkingar ekki óhultir fyrir dyntum þess. Ýmist skiptust í gær á rjómablíða, snjóþeytingar og skafrenningar. Þetta par átti þó ekki í miklum erfiðleikum með að komast leiðar sinnar, enda hafa þau án efa kynnst hinum ýmsu hliðum íslensks veðurfars í gegnum tíðina. Morgunblaðið/Þorkell Arkað áfram í kuldanum MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Verið gyrtir um lendar, og látið ljós yðar loga, og verið líkir þjónum, er bíða þess, að húsbóndi þeirra komi úr brúðkaupi og þeir geti lokið upp fyrir honum um leið og hann kemur og knýr dyra. (Lúk. 15, 35.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.