Morgunblaðið - 06.01.2005, Síða 28

Morgunblaðið - 06.01.2005, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðlaug Einars-dóttir fæddist á Hvanneyri 3. maí 1918. Hún andaðist á dvalarheimilinu Eir aðfaranótt 20. des- ember síðastliðins. Foreldrar hennar voru Lísbet Guðbjörg Kristjánsdóttir, f. 12 janúar 1887, d. 1. september 1979, bónda á Hauka- brekku í Fróðár- hreppi á Snæfellsnesi og Sigurlínar Þórð- ardóttur, Þorsteins- sonar – og Einar Jónsson, f. 21. apr- íl 1885, d. 29. júlí 1969, Einarssonar prófasts Hjörleifssonar í Vallarnesi og Guðlaugar Einarsdóttur bónda Halldórssonar í Firði í Mjóafirði. Einar var kennari á Hvanneyri og vegaverkstjóri á Austurlandi. Syst- ur Guðlaugar eru Þóra, f. 10. febr- úar 1913, d. 14. apríl 2000, Hulda, f. 18. júní 1914, d. 25. ágúst 1982, Þór- dís, f. 18. apríl 1916, d. 9. febrúar 1983, Sigurlín, f. 3. október 1919, d. eiga þrjár dætur, þær eru, Guðlaug Ósk, maki Stefán Örn Valdimars- son, Karen Rut, maki Arinbjörn Ólafsson og Guðbjörg Brá, sam- býlismaður Oddur Sigurðsson. 3) Guðlaug, f. 22. maí 1952, hún á þrjú börn, þau eru Guðmundur Þórðar- son, sambýliskona Chloe Gyða Leplar, Sveinn Óskar Þórðarson og Guðrún Steinþórsdóttir. Barna- barnabörnin eru 7. Guðlaug ólst upp á Akranesi í foreldrahúsum, en dvaldi mörg sumur með fjölskyldu sinni á Aust- urlandi og starfaði þar sem ráðs- kona í vegagerð. Hún stundaði nám við Reykholtsskóla og í Húsmæðra- skólanum á Hallormsstað, einnig hóf hún hjúkrunarnám. Guðlaug flyst með manni sínum Guðmundi að Hvanneyri þar sem hann var sóknarprestur í Hestþingum 1945 til 1956. Þau flytja að Bifröst í Borgarfirði 1955 þar sem Guð- mundur tekur við skólastjórastöðu Samvinnuskólans og hún við hús- móðurhlutverki skólans. 1974 flytj- ast Guðlaug og Guðmundur til Reykjavíkur þar sem Guðmundur verður skólameistari Fjölbrauta- skólans í Breiðholti og Guðlaug skrifstofustjóri skólans. Guðlaug verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. 12. mars 2001, Anna, f. 4. nóvember 1921, d. 11. nóvember 1998. Beta, f. 17. apríl 1923, Hildur, f. 7. október 1927, d. 25. mars 2002 og Hjördís, f. 11. júní 1930. Guðlaug giftist hinn 15. apríl 1944 Guð- mundi Sveinssyni, f. 28. apríl 1921, d. 16. febrúar 1997. Foreldr- ar hans voru Sveinn Óskar Guðmundsson múrarameistari í Reykjavík, f. 5. nóvem- ber 1895, d. 13. nóvember 1973 og Þórfríður Jónsdóttir húsmóðir 26. apríl 1895, d. 20. desember 1973. Börn Guðlaugar og Guðmundar eru 1) Guðbjörg, f. 18. febrúar 1943, gift Ólafi Péturssyni, þau eiga tvö börn, þau eru Guðlaug Rafnsdóttir, maki Baldur Viðar Baldursson og Ólafur Pétur Ólafs- son sambýliskona Heba Hilmars- dóttir. 2.) Þórfríður, f. 28. septem- ber 1944, gift Gísla Jónssyni, þau Séra Guðmundur Sveinsson skóla- meistari andaðist fyrir tæplega átta árum og Guðlaug Einarsdóttir, eig- inkona hans, varð aldrei söm eftir, þótt ekki hafi verulega dregið af henni fyrr en undanfarin nokkur misseri. Þau voru sem eitt í áratugi og þessi annars sterka kona varð að játa sig sigraða í aðdraganda jólanna. Það var mikil reisn yfir Guðlaugu Einarsdóttur. Hún var heimskona en umfram allt Íslendingur og var stolt af því. Hún var mikill skörungur, hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmál- um og fór ekki dult með þær. Hún stóð fast á sínu og gat verið hvöss í orðaskiptum, en hún var málefnaleg og sanngjörn. Hún var vel lesin og enginn kom að tómum kofunum hjá henni. Séra Guðmundur Sveinsson hélt margar ræður um ævina og eftir að hann féll frá hélt ekkjan merkinu á lofti. Það gerði hún af miklum mynd- arskap eins og annað sem hún tók sér fyrir hendur. Guðlaug Einarsdóttir átti sína paradís og hún þreyttist aldrei á að dásama jörð sína, Jafnaskarð í Staf- holtstungum í Borgarfirði. Það var hennar unaðsreitur og þar vildi hún helst vera, jafnvel löngu eftir að hún gat það heilsunnar vegna. Þar lagði hún á ráðin, þar setti hún börnum og barnabörnum, vinum og vandamönn- um, lífsreglurnar. Þar fór hún í ótalda útreiðartúra, jafnvel eftir að hún átti erfitt með að hreyfa sig. Hún gerði það sem hún vildi og þegar hún var komin á bak hafði hún hrint öllum hindrunum úr vegi. Ég vil og ég skal voru einkunnarorðin. Það var mikið lán að kynnast Guð- laugu Einarsdóttur og fjölskyldu hennar. Við áttum um tuttugu góð ár saman og fyrir þau ber að þakka. Guðlaug Einarsdóttir var góð kona og sérstaklega var henni annt um Guðrúnu, dóttur okkar Guðlaugar Guðmundsdóttur. Sú ást og sú um- hyggja gleymist aldrei. Dæturnar þrjár, Guðbjörg, Þór- fríður og Guðlaug, studdu föður sinn vel í veikindum hans og móðir þeirra naut dyggilegrar aðstoðar þeirra þar til yfir lauk. Þeim og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur frá Manitoba í Kan- ada. Blessuð sé minning Guðlaugar Einarsdóttur. Steinþór Guðbjartsson. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku besta amma. Þegar ég rifja upp minningar um elsku ömmu mína er af mörgu að taka. Margar minningar eru um ömmu frá því að við áttum heima á Bifröst í Borgarfirði. Ég var mikið hjá ömmu og afa á þeim tíma og naut þeirra stunda sem við áttum saman. Amma var fróð kona og sagði hún mér skemmtilegar sögur bæði sem hún hafði upplifað og um það sem hún hafði lesið. Ég man að á þessum árum var ég sex ára gömul og átti að læra að lesa. Amma sýndi mér mikla þolinmæði og hvatti mig til dáða því ekki veitti af. Hún sat með mér oft á dag til þess að ég myndi æfa mig og gafst hún ekki upp fyrr en ég var orð- in læs. Með þessu sýndi hún hvað hún hafði mikla þolinmæði og það að gef- ast upp var ekki í boði. Á þessum árum fannst ömmu að ég ætti að læra að prjóna mér til gamans og dægrastyttingar. Leist mér illa á prjónanna sem amma kom með því þeir voru bæði stórir og sverir. Ég var efins um getu mína en amma hafði mikla trú á mér og sagði að æf- ingin skapaði meistarann. Upp frá þessu var ég alltaf með eitthvað á prjónunum og er óhætt að segja að þessi kennsla hafi orðið til þess að áhugi minn á hvers kyns handavinnu hafi kviknað. Amma hafði sérstakan áhuga á dýrum og átti hún í gegnum tíðina hunda, hesta og hænur sem hún hafði hjá sér á ættaróðalinu Jafnaskarði. Hún hafði þó mest gaman af hestum og naut þess að fara í reiðtúra og skoða undur náttúru á landinu sínu. Ömmu fannst það mjög mikilvægt að barnabörnin nytu þess að vera á ætt- aróðalinu Jafnaskarði og gerði allt sem í hennar valdi stóð til þess að barnabörnin hefðu gaman af hesta- mennsku. Hún gerði mikið úr því þegar við fórum í reiðtúra um ætt- aróðalið og voru þær ferðir jafnan skráðar í gestabók Jafnaskarðs við votta viðurvist. Guðlaug Rafnsdóttir. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku amma. Þá ert þú komin til afa og allra systra þinna sem farnar eru á undan þér, en amma var ein af níu systrum. Amma hafði gaman af lífinu og naut þess að fara í útreiðartúra í góðu veðri á jörðinni sinni í Borgarfirði. Henni var einnig mjög umhugað um það að hennar börn og barnabörn fengju að kynnast hrossum og land- inu. Ég minnist margra reiðtúra sem ég og aðrir tóku þátt í með henni. Amma var mikill náttúruunnandi og vildi helst engu breyta í íslenskri náttúru. Skógrækt, eða önnur inn- grip, voru henni þess vegna ekkert sérstaklega að skapi, enda hætta á að útsýnið frá Jafnaskarði yrði ekki það sama á eftir. Einnig fannst ömmu ekki sérstök þörf á ýmsum nútíma- þægindum í sveitinni. Þar vildi hún halda í andrúmsloft gamla tímans. Ekki var annað hægt en hrífast af þessari hugsjón ömmu og ég minnist þess hve gaman var að vera með henni á Jafnaskarði, þrátt fyrir að ég sé borgarbarn og alinn upp við raf- magn og nútímaþægindi. Amma var tengd skólastarfi mest- an hluta æfinnar, þar sem afi hafði verið skólastjóri bæði að Bifröst og Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hún hafði þess vegna gaman af að fylgjast með hvernig okkur krökkun- um gekk í námi og hvatti okkur óspart. Ég minnist þess einnig hve vel amma tók á móti kærustu minni, þeg- ar ég kynnti hana fyrir henni og hve hún gladdist þegar við eignuðumst okkar fyrsta barn. Far þú í friði amma mín. Óli Pétur. Elsku amma okkar, nú ert þú farin úr þessum heimi, en lifir þó ávallt í minningu okkar sem eftir erum. Þegar við minnumst ömmu þá koma strax upp í hugann samveru- stundir okkar að Jafnaskarði. Þar dvaldi amma meira og minna öll sum- ur ásamt fjölskyldu sinni og var jafn- an margt um manninn í gamla bæn- um. Oft var setið við gömlu sólóeldavélina og skrafað langt fram eftir kvöldi og hafði amma frá mörgu að segja. Hún var víðlesin og hafði upplifað margt um ævina og ljómuðu grænu augun hennar þegar hún var að segja frá því sem á daga hennar hafði drifið. Amma lét sér sjaldan verk úr hendi falla og fann sér sífellt ný viðfangsefni. Hún nostraði við gamla bæinn og ef hún var ekki með málningarpensilinn í hendinni að mála eða lakka var hún með ham- arinn á lofti að festa nagla hér og þar. Henni var mikið í mun að við stelp- urnar lærðum handverkin og var það hún sem gaf okkur fyrsta hamarinn þegar hún taldi okkur hafa aldur til. Amma hafði yndi af hestum og úti- veru og fór hvenær sem færi gafst í útreiðar- eða göngutúra um landar- eignina í hvaða veðri sem var, því allt veður var gott veður. Þessar stundir eru okkur systrum einna eftirminni- legastar, því á þessum ferðalögum var amma í essinu sínu og hafði gam- an að því að miðla til okkar fróðleik sínum af sögu og náttúru, sem hún hafði nóg af. Amma hafði gaman af lífinu og naut líðandi stundar. Lífs- kraftur hennar og gleði voru slík að erfitt var annað en að hrífast með henni. Nú er amma okkar farin og með henni sterk kona með stóra sál sem hafði mikil áhrif á líf okkar. Amma, við viljum þakka þér fyrir allar samverustundirnar og allt það sem þú gafst okkur. Ljóð skáldsins Omars Khayyám voru í miklu uppi- haldi hjá ömmu og eru lýsandi fyrir viðhorf hennar til lífsins. Við viljum því kveðja þig elsku amma með þess- um línum: Tíminn, það er fugl sem flýgur hratt, hann flýgur máski úr augsýn þér í kveld. Guðlaug Ósk, Karen Rut og Guðbjörg Brá. Við systkinin minnumst ömmu okkar sem konu sem hafði mikil áhrif á okkur og hugsum með þakklæti til þeirra stunda sem áttum við saman. Amma tók vanalega ekki á móti okk- ur með kökum, líkt og ömmurnar í barnabókunum, heldur með harðfisk, slátri og hafragraut. Alltaf var ánægjulegt að koma til hennar og afa í Breiðholtið en það var á ættaróðal- inu Jafnaskarði sem mest var gaman fyrir okkur barnabörnin að heim- sækja hana. Hún hvatti okkur til úti- veru og reiðmennsku en jafnframt lagði hún ríka áherslu á að við tækj- um til hendinni og var það oftar en ekki með málningarpensil að vopni sem við krakkarnir lögðum okkar af mörkum. Amma var mikill Íslendingur í sér og stolt af landi og þjóð. Hún var framsóknarmaddama mikil og trúði á samvinnuhugsjónina líkt og margir af hennar kynslóð. Hún var vel lesin og kunni góð skil á þjóðsögum og verkum Halldórs Laxness. Íslend- ingasögunar voru henni hugstæðar og er hún talaði um heimsbókmennt- ir þá sagði hún Biblíuna koma fyrsta en skammt á eftir kæmu Njála, Lax- dæla og Egilssaga. Jafnaskarð var afrek ömmu og hennar mesta gjöf til fjölskyldunnar. Með miklum dugnaði byggði hún blómlegt ættaróðal með glæsilegum húsum og hrossastóði. Jörðin í Borg- arfirði var og er það sem bindur fjöl- skylduna saman, öll eigum við góðar minningar þaðan og er það okkar annað heimili. Það er nú hlutverk okkar sem eftir erum að heiðra minn- ingu hennar og afa með því að halda við húsunum og bæta landgæði Jafn- askarðs með friðun og skógrækt. Ævikvöldið var ömmu erfitt en fyrir margt löngu veiktist afi, sálu- félagi hennar. Amma átti erfitt með- an á veikindum afa stóð og skömmu eftir andlát hans veiktist hún. Hún var því orðin þreytt undir það síðasta og þráði svefninn. Hún lagðist til hvílu í hinsta sinn á dimmu desem- berkvöldi í Reykjavík. Nú vaknar hún á sumarmorgni í vegavinnutjaldi fyrir austan, telur köngulærnar á tjaldhimninum og bíður eftir afa. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur Þórðarson, Sveinn Óskar Þórðarson, Guðrún Steinþórsdóttir. Mig langar í nokkrum orðum að kveðja hana mágkonu mína og frænku. Ég minnist þess svo vel þegar þessi fallega stúlka kom inn á heimili okkar og ég fékk að vita að hún væri að verða mágkona mín. Guðmundur bróðir minn og Guðlaug áttu víða heima, fyrst á Hvanneyri þar sem hann var prestur. Prestsfrúin þurfti að standa í miklu, því mikill var gestagangur. Svo tók bróðir minn við Samvinnuskólanum á Bifröst. Ekki minnkaði starf Guðlaugar þá, því þar var hún húsmóðir og er ég viss um að oft hafa nemendur sótt til hennar ef eitthvað var að. Þau Guðmundur og Guðlaug mótuðu þann skóla vel þó miklar breytingar hafi orðið á honum síðan. Oft var maður gestur þar. Svo keyptu þau jörðina Jafnaskarð og þar áttum við Guðlaug margar góðar stundir og alltaf varð maður að fara á hestbak sem ég hafði ekkert á móti. Svo fluttu þau suður og Guðmundur tók við Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Þá var Guðlaug líka hjálparhella bróður míns. Allsstaðar voru þau samhent og betri konu hefði bróðir minn ekki getað fengið. Samband okkar Guðlaugar var alltaf gott. Tvær utanlandsferðir fór- um við saman, aðra til Ítalíu en hina til Kanaríeyja. Í Ítalíuferðinni vorum við fjórar, þrjár systur og ég frænka. Það var frábær ferð. Nú eru allar þessar systur farnar og ég er hér ein eftir. Svona er lífið og því verður víst ekki breytt. Að lokum votta ég dætrum þeirra og fjölskyldum innilega samúð mína. Guðrún Sveinsdóttir. Hún Guðlaug Einarsdóttir, móður- systir mín og bakhjarl minn í lífinu, er dáin. Við kölluðum hana Gullu stóru sem var réttnefni því það geisl- aði af henni og hún hreif alla með sér. Glæsileg kona með dökkt uppsett hár, græn hlæjandi augu sem voru full af kátínu. Kona sem hafði ein- stakt auga fyrir fyrir því skemmti- lega og merkilega í lífinu og hafði lag á að miðla því með sér. Ég nefndi það í upphafi að hún hafi verið minn bakhjarl í lífinu. Hún reyndist mér frá fyrstu tíð sem önnur móðir. Heimili þeirra Guðmundar stóð mér alltaf opið og dvaldi ég hjá þeim á Bifröst í öllum fríum, mín bernsku- og unglingsár. Samveran við þau og Gullu litlu hefur mótað mig fram á þennan dag og er ég æv- inlega þakklát þeim. Heimilið á Bifröst var einstakt. Yndisleg náttúra umvafði allt. Mjög gestkvæmt var og menningarlíf blómlegt. Guðmundur var einstakt góðmenni, einn mesti frumkvöðull í menntunar- og menningarmálum á sínum tíma. Guðlaug var enginn eft- irbátur hans og lásu þau flest saman, oft á tíðum upphátt hvort fyrir annað, heimsbókmenntir, ljóð og fornsögur. Gulla tók ætíð virkan þátt í starfi Guðmundar sem skólastjóra, bæði á Bifröst og seinna í Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti. Hún var húsmóðir í Samvinnuskólanum að Bifröst og stjórnaði því stóra heimili af skör- ungsskap og reyndist hún bæði nem- endum og samstarfsfólki einstaklega vel. Þau hjónin ferðuðust víða um heim og dvöldu við nám erlendis bæði í Danmörku og Englandi. Þó var ís- lensk náttúra Gullu kærust. Hún keypti jörðina Jafnaskarð fyrir mörgum árum og þar dvaldi hún löngum með sínu fólki. Hún fór þang- að ein á vorin, þreif og lakkaði gólfin, naut bjartra nótta og gróandans. Ég kom með útlenda gesti í heimsókn að Jafnaskarði. Úti fyrir dyrum stóð Gulla og bauð gesti velkomna. Gestir mínir tala enn þann dag í dag um þessa íslensku konu sem bar sig eins og fjallkona, talaði eintaklega fallega dönsku og vitnaði í heimsbókmenntir og ræddi samfélags og trúmál sem fræðimaður. Þannig var hún Gulla frænka. Bryndís Benediktsdóttir. Hvernig er hægt að minnast móð- ursystur minnar í stuttu máli í blaða- grein? Það er erfitt því margs er að minn- ast eftir öll þessi ár. Kannski ætti ég bara að minnast á dugnaðinn, ósérhlífnina og jákvæðn- ina. Hún hafði þá ættarfylgju til að bera að hugurinn bar hana oft meir en hálfa leið. En það sem er mér efst í huga nú er ræktarsemin sem hún sýndi ekki bara fjölskyldu sinniheld- ur fjölmörgum öðrum sem hún hitti á lífsleiðinni. Þau hjónin fylltu líf hvort annars- hvort á sinn hátt þannig að saman voru þau sérstaklega yndisleg, þroskuð og heilsteypt fjölskylda. Fjölskyldan, þau hjónin Guðlaug og séra Guðmundur maður hennar og dæturnar þrjár, voru mjög sam- hent og samrýmd. Þó dæturnar væru löngu búnar að koma sé upp sínum fjölskyldum hélst samheldnin áfram. Það er mér sérstaklega minnis- stætt að þegar venjulegur ættingi eins og ég kom kannski af tilviljun í heimsókn til fjölskyldunnar, þar sem hún var saman komin, var hann um- svifalaust tekinn inn í þetta sam- heldna samfélag, nánast eins og týndur sonur. Ég fann hlýjuna, sem þar ríkti, umvefja mig og ég varð allt í einu einn af hópnum. Slíkt hef ég ekki fundið annars staðar á lífsleið- inni. Dæmi um þetta var ljúft atvik sem allt í einu bar við, þegar þau hjónin ásamt Guðbjörgu dóttur sinni tóku Jonna son minn lítinn til dvalar á heimili sínu í Bifröst og á Jafnaskarði nokkur sumur óumbeðin. Það stóð þá þannig á að slík dvöl var honum og okkur foreldrum hans mikill stuðn- ingur. Ég er viss um að hann býr að dvölinni, og þeim góðu áhrifum sem GUÐLAUG EINARSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.