Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 43
Nýr og betri Sýnd kl. 6. PoppTíví  kl. 5.45, 8 og 10.15 B.i. 14 ára. Jólaklúður Kranks CARYELWES DANNYGLOVER MONICA POTTER Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára Sýnd kl. 3.40,5.50, 8 og 10.15. B.i. 16 ára Sýnd kl. 10.15. Stranglega b.i. 16 ára. BLÓÐBAÐIÐ ER HAFIÐ BLÓÐBAÐIÐ ER HAFIÐ SMÁAR HETJUR STÓRT ÆVINTÝRI Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐIÍSLANDSBANKI ÍSLANDSBANKI  ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l , , ! ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l , , !    "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 .. t , í fj ... VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐII I I I Í I I "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 .. t , í fj ... www.regnboginn.is Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára. Hverfisgötu ☎ 551 9000 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4 og 6. ÍSLENSKT TAL I I I I Í I I Yfir 17.000 gestir Yfir 17.000 gestir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 43 TOM Hanks hefur endurheimt sess sinn sem eftirlætiskvikmyndastjarna landa sinna Bandaríkjamanna. Þetta eru niðurstöður ár- legrar könnunar sem The Harris Poll stendur fyrir meðal fullorðinna bíógesta. Hanks fékk flest atkvæði aðspurðra og endurheimti topp- sætið en hann hafnaði einnig í efsta sæti fyrir tveimur árum. Í fyrra var Hanks hins vegar í fjórða sæti en þá var það Mel Gibson sem var í uppáhaldi hjá flestum, en að þessu sinni er Gibson sá næstvinsælasti á heildarlistanum. Julia Roberts er í þriðja sæti listans en þessi þrjú hafa verið nálægt toppnum í umræddri könnun síðasta áratuginn, ásamt Harrison Ford, sem nú hafnaði í fimmta sæti og Tom Cruise. Það merkilega er að að Cruise náði að þessu sinni ekki einu sinni að skipa sér meðal þeirra tíu sem flest atkvæði fengu og virðast því vin- sældir hans greinilega hafa dalað mjög. Einungis ein kvikmyndastjarna kemur ný inn á lista en það er George Clooney sem hafn- aði í tíunda sæti. Johnny Depp tekur hins vegar stærsta stökkið, fer úr tíunda sæti í það fjórða, en Depp hefur leikið í nokkrum vinsælum myndum upp á síðkastið á borð við Sjóræningja Karíba- hafsins. John heitinn Wayne er greinilega sívinsæll meðal landa sinna en hann hafnaði í sjöunda sæti og hefur verið meðal tíu vinsælustu leik- ara bandarísku þjóðarinnar síðasta áratuginn eða síðan farið var að gera umrædda könnun, sem er merkilegt í ljósi þess að 25 ár eru liðin síðan Wayne féll frá. Wayne er líka eina látna kvikmyndastjarnan sem náð hefur að skipa sér hér meðal vinsælustu kvikmyndastjarnanna. Önnur gömul kúrekahetja, Clint Eastwood, á einnig fastan sess í hjörtum landa sinna. Hann hafnaði í áttunda sæti að þessu sinni. Hanks er vinsælastur bæði meðal karla og kvenna. Gibson varð annar hjá körlunum en hjá konum er Roberts ögn vinsælli en hann. Denzel Washington er sem fyrr vinsælastur meðal svertingja, Johnny Depp er meðal þeirra sem eru af rómönskum uppruna. Þegar pólitíkin er tekin með í spilið kemur út að Hanks er vinsælastur meðal demókrata en Gibson meðal repúblikana. Óháðir eru hins vegar hrifnastir af Robin Williams. Könnunin var gerð á Netinu meðal rúmlega eitt þúsund þátttakenda eldri en 18 ára af báð- um kynum, úr öllum stéttum og trúflokkum. Kvikmyndir | Eftirlætis kvikmyndastjörnur Bandaríkjamanna Hanks í hávegum hafður Jón „væni“ er ennþá á vinsældalistanum. Reuters Tom Hanks gerði það gott í myndunum The Terminal og Polar Express á síðasta ári. www.harrisinteractive.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.