Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AUSTURLAND Kárahnjúkavirkjun | Því hefur verið haldið fram af ýmsum aðilum að tilboð ítalska verk- takafyrirtækisins Impregilo S.p.A. í stíflu og gangagerð Kárahnjúkavirkjunar byggist fyrst og fremst á að nota ódýran vinnukraft. Landsvirkjun vísar þessu til föðurhúsanna. „Landsvirkjun var upplýst um hlutfall launa í tilboðinu og dró þá ályktun að það væri ekki lægra en gengur og gerist í svona verkum,“ sagði Sigurður Arnalds hjá Lands- virkjun í samtali við Morgunblaðið. Á vefnum kárahnjukar.is svarar Lands- virkjun ásökunum um meinta ætlan Impreg- ilo að borga lægri laun en ákvæði virkjunar- samnings kveða á um: „Tilboð Impregilo í stíflugerð og aðrennslisgöng Kárahnjúka- virkjunar nam 84,5% af kostnaðaráætlun hönnuða. Svo hagstæð tilboð eru fjarri því að vera einsdæmi og með engu móti er hægt að álykta að þau beri vott um að ekki sé ætlunin að fara að íslenskum kröfum um öryggi, að- búnað og launakjör. (…) Hlutfall launa af heildarkostnaði verksins samkvæmt samn- ingi Landsvirkjunar við Impregilo er síst lægra en gengur og gerist í verkum sem þess- um hérlendis. Launabreytingar vegna kjara- samninga á verktímanum eru bættar í sam- ræmi við vísitölur skv. verksamningnum.“ Verkalýðsforystan telur þó sýnt að Impregilo borgi þeim starfsmönnum sem ráðnir eru til virkjunarinnar af Evrópska efnahagssvæðinu, með milligöngu portú- galskra starfsmannaleigna, undir virkjunar- taxta, svo nemi stórum fjárhæðum. Miklar sveiflur í tilboðum Í tengslum við tilboðsupphæð Impregilo hefur jafnframt verið rætt að sú tækni sem Impregilo notar við borun og færibönd hafi gert fyrirtækinu kleift að bjóða lágt í fram- kvæmdina. „Ítalirnir nota færibönd meira en aðrir verktakar höfðu hugsað sér eða höfðu séð áð- ur og það hlýtur að vera vegna þess að þeir meta það svo að það sé ódýrara,“ segir Sig- urður Arnalds. „Hluti af þeirra tilboði er auð- vitað allt verklagið og tækjabúnaðurinn við þetta. Þeir nota færibönd til að koma efninu alla leið út á haug, án þess að það fari á bíl og með því er klárlega sparnaður. Allir verktakarnir bjóða svokallað eininga- verð, sem felst m.a. í hvað einn rúmmetri af steypu kostar, hvað kostar að bora einn rúm- metra af bergi og fylla einn rúmmetra af möl og grjóti í stífluna o.s.frv. Þetta einingaverð ber ekki endilega með sér á hverju þau byggja og mjög margt sem spilar þar inn í, s.s. launakostnaður, hver eru afköst manna, hvaða tæki menn eru með og hver afköst tækja eru, hver áhættan er og hvað menn ætla að græða mikið; hversu svangir menn eru í verkið. Það fer líka eftir verkstöðu hjá verktökum á hverjum tíma hvort menn bjóða lágt eða hátt. Allt þetta gerir að verkum að þegar við opnum tilboð, ekki bara í þessi til- teknu verk, heldur í allt mögulegt sem teng- ist virkjuninni, erum við að sjá boð sem sveifl- ast frá 50% af áætlun, sem er það lægsta sem við höfum yfir höfuð séð og upp í 80% yfir, sem er heldur mikil sveifla. Það lægsta sem við sáum var brúargerð tengd virkjuninni, þar sem verktaki bauð rúmlega 50% af áætl- un og er sá aðili þó með íslenskan mannskap. Verktakinn metur þá einfaldlega verklagið sjálft öðruvísi en þeir sem gerðu áætlunina og hinir verktakarnir sem töpuðu í því tilfelli. Nýlega gekk svo Landsvirkjun að tilboði í gerð hliðarstíflnanna við Kárahnjúka og var tilboðið vel innan við 60% af kostnaðaráætl- un.“ Leggja ekki sama mat á áhættu Þrjú tilboð bárust í tvo stærstu verkþætti Kárahnjúkavirkjunar hvorn um sig, þ.e. stífl- una og göngin, eða þrjú tilboð í hvort verk. Önnur tilboð en frá Impregilo voru yfir kostnaðaráætlun. „Það er alveg klárt að Ítalirnir hafa sett á þetta verk miklu lægri áhættustuðul heldur en stóru útlendu fyrirtækin sem voru aðilar að hinum tilboðunum,“ segir Sigurður og seg- ir mat á áhættu m.a. felast í að verktakar geti í einhverjum tilfellum átt erfitt með að meta afköst á vélum og fólki ef þeir eru að fara inn á ný svæði þar sem þeir hafa ekki unnið áður, verktaki sem fer inn á nýtt svæði viti hugs- anlega ekki hvort óróleiki sé á vinnumarkaði, verkföll tíð eða aðrar ytri aðstæður sem geti truflað verkið. „Í Kárahnjúkavirkjun er langstærsti verk- þátturinn þessi boruðu jarðgöng og kostn- aðaráætlun við þau var rúmir 20 milljarðar. Aldrei áður höfðu verið boruð jarðgöng á Ís- landi með borvélum og það er ljóst að engir tveir verktakar leggja sama mat á áhættu við svona vinnu. Ítalirnir buðu rúm 80% af áætl- un ráðgjafanna fyrir stífluna og rúm 90% af áætlun ráðgjafanna fyrir göngin. Þetta eru ekki meiri frávik en við sjáum í öðrum boðum í verkinu,“ segir Sigurður. Deildar meiningar um tilboð Impregilo í tvo meginþætti Kárahnjúkavirkjunar Landsvirkjun var upplýst um hlutfall launa Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Sameiginlegir hagsmunir Gianni Porta, yfirmaður Impregilo á Íslandi, og Sigurður Arnalds, sem veitir upplýsingar um Kárahnjúkavirkjun fyrir hönd Landsvirkjunar. ÁLFAR og huldufólk munu væntan- lega koma við sögu víða um höfuð- borgarsvæðið í kvöld þegar þrett- ándaskemmtanir fara fram með tilheyrandi álfabrennum og skemmtidagskrá. Jólin verða t.d. brennd út í Graf- arvoginum þar sem reiknað er með þúsundum manna á þrettánda- brennu. Byrjað verður á blysför frá Gylfaflöt 19:50, en kveikt verður í þrettándabrennu á Gufunessvæðinu kl. 20. Skátar stjórna fjöldasöng og álfakóngur og drottning hans mæta á svæðið. Hátíðin endar svo með veg- legri flugeldasýningu kl. 20:30. Í Hafnarfirði verður safnast sam- an við Suðurbæjarlaug kl. 18 og verður blysför álfakóngs og álfa- drottningar á hestum í fylgd jóla- sveina, álfa og púka. Kveikt verður í álfabrennu á Ásvöllum kl. 18:45. Skemmtuninni lýkur svo með flug- eldasýningu um kl. 20. Þrettándagleði HK í Fagralundi við Furugrund í Kópavogi hefst kl. 17 með skrúðgöngu í Fossvogsdaln- um, en kveikt verður í bálkesti á mal- arvellinum kl. 18. Jólin verða svo kvödd með flugeldasýningu kl. 18:30. Í Mosfellsbæ verður árleg þrett- ándabrenna, og leggur blysför af stað frá verslun Nóatúns kl. 20. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leik- ur og sunginn verður fjöldasöngur, auk þess sem álfadrottning og kóng- ur verða á svæðin með Grýlu, Leppa- lúða og þeirra hyski. Álfabrenn- ur víða í kvöld Morgunblaðið/Ásdís Brennur Þrettándabrennur verða víða á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Reykjavík | Það er sannkölluð vetrarfærð í höf- uðborginni þessa dagana og hefur gengið á með snjó- hryðjum undanfarna daga. Þá getur verið þægilegt að vera með farsíma með í för til að láta vita ef manni seinkar aðeins vegna lélegrar færðar eða þungrar umferðar, eða bara til að spjalla við ein- hvern skemmtilegan þegar klofað er yfir snjóruðn- ingana. Morgunblaðið/Þorkell Vetrarveður á SV-horninu AFSLÁTTUR sem strætisvagnar fá af þungaskatti er til kominn vegna þess að vagnarnir aka samkvæmt leiðakerfi og ekki nema takmarkað á stofnbrautum, en þeim mun meira á götum í eigu sveitarfélagana, að mati Ásgeirs Einarssonar, framkvæmda- stjóra Strætó bs. Ásgeir mótmælir fullyrðingum Baldurs Guðlaugssonar, ráðuneytis- stjóra í fjármálaráðuneytinu í Morg- unblaðinu á þriðjudag, og segir Ás- geir að á ummælum Baldurs hafi mátt skilja að strætisvagnar fái ekki endurgreiddan 2⁄3 hluta virðisauka- skatts af nýjum vögnum, eins og fæst þegar keyptir eru annarskonar hópferðabílar, vegna þess að þeir fái 70% af þungaskatti fyrir vagnana endurgreidd. Ásgeir segir það ekki sinn skilning að með þessu hafi átt að veita rekstraraðilum strætisvagna afslátt, heldur sé þetta eðlilegt mið- að við notkun strætisvagnana á gatnakerfinu. „Eftir því sem ég best veit er skilningur okkar hér á bæ sá, að eft- irgjöf á þungaskatti sé vegna þeirrar einföldu staðreyndar að vagnar okk- ar aka ekki á þjóðvegum landsins, nema að takmörkuðu leyti. Þannig hafi hlutfallið verið fundið út, þar sem reikna má með að 30% af akstri strætisvagna fari fram á „þjóðvegum í þéttbýli“, það er stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu. Að öðru leyti eru vagnar okkar einungis að aka á götum aðildarsveitarfélaganna,“ segir Ásgeir. Dómstólaleiðin líkleg Aðspurður segir Ásgeir að trúlegt sé að akstur vagna Strætó á stofn- brautum aukist talsvert með nýju leiðakerfi, en segir ekki hafa verið reiknað út hversu mikil sú aukning muni verða, þó eflaust væri hægt að reikna slíkt út. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu fyrir áramót íhugar stjórn Strætó bs að stefna ríkinu vegna þess að ekki fæst endurgreiddur virðisaukaskattur af nýjum strætis- vögnum. Ásgeir segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um fram- hald málsins, enda hafi stjórn Strætó bs ekki fundað síðan milli jóla og ný- árs, en segir að enn sé líklegt að það verði látið reyna á þetta mál fyrir dómstólum. Deilt um afslátt strætisvagna Hafnarfjörður | Ný heilsugæslustöð verður opnuð á 3. og 4. hæð í norð- urturni verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar í Hafnarfirði í ágúst nk. ef áætlanir ganga eftir. Skrifað var undir samning um leigu á húsnæðinu á dögunum, og er reiknað með að hönnun hefjist strax í byrjun janúar, og fram- kvæmdir við að innrétta húsið hefj- ist í febrúar. Áætlað er að fram- kvæmdum verði lokið í síðasta lagi 1. ágúst nk. og að starfræksla stöðvarinnar geti hafist nokkrum vikum síðar. Samið um heilsu- gæslustöð í Firði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.