Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 17
Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Heimsferðir kynna nú bein flug til Forli/Rimini og Trieste í allt sum- ar á hreint frábærum kjörum og opna þér dyrnar að töfrum Ítalíu. Tryggðu þér fargjöld frá aðeins 24.180 krónum og tryggðu þér jafnframt bestu bílaleiguverðin á Ítalíu í sumar. Munið Mastercard ferðaávísunina Ítalíuveisla Heimsferða frá kr. 24.180 í sumar Verð kr. 24.180 Flusæti með sköttum í valdar brottfarir, sjá www.heimsferdir.is Vikuleg flug í sumar Höfuðborgin | Akureyri | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Jafnréttisuppeldi drengja | Karl- mennska og jafnréttisuppeldi heitir ný bók eftir Ingólf Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Í bókinni skoð- ar hann stöðu drengja í skólum „en und- anfarin misseri hefur þeirri skoðun vaxið fiskur um hrygg að drengir eigi þar undir högg að sækja,“ segir í frétt á mennta- vefnum. Ingólfur ræðir um goðsagnir og veruleika sem endurspeglast sitt á hvað í þessum umræðum og nýtir fræðilegar kenningar og fjölmargar rannsóknir, inn- lendar og erlendar, m.a. eigin viðtalsrann- sókn við íslenskar grunnskólakennslukon- ur, til þess að leggja fram raunhæfar tillögur um jafnréttisuppeldi drengja. Á vefnum segir að bókin sé tímabært innlegg í íslenska skólamálaumræðu, ekki síst með tilliti til niðurstöðu Pisa- rannsóknarinnar sem nýlega var kynnt í fjölmiðlum. „Ingólfur telur að slakan námsárangur drengja megi ekki síst rekja til áhrifa hefðbundinna og skaðlegra karl- mennskuímynda á drengi.“ Útgefandi er Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Afnot af menningarsal | Menning- arnefnd Sveitarfélagsins Árborgar hefur lýst sig fylgjandi því að gengið verði til samninga við Lista- og menning- arverstöðina Hólmaröst á Stokkseyri um föst afnot sveitarfé- lagsins og stofnana þess af menning- arsal hússins. Bæjarráð fól af því tilefni bæj- arstjóra að láta taka saman yf- irlit um menn- ingarhópa í Ár- borg sem hefðu möguleika á að nýta sér húsnæði og semja drög að sam- starfssamningi. Í greinargerð með bókun menningar- nefndar um málið kemur fram að á síð- ustu misserum hafi verið margvíslegir menningarviðburðir í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri. Menningarsalurinn taki 600 manns í sæti og sé einn fárra sala í sveit- arfélaginu af þeirri stærð. „Vaxandi ásókn er í að nýta salinn á vegum sveitar- félagsins og stofnana hans. Eðlilegt er að gerður verði rammasamningur um nýt- ingu þeirra á salnum,“ segir í bókuninni. BaðstofukvöldHrunamannaverða endurvakin á morgun, föstudag. Feðginin Ólafur B. Ólafs- son tónlistarmaður og Ingibjörg Aldís sópr- ansöngkona halda tón- leika í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum kl. 21. Flytja þau fjöl- breytta dagskrá með inn- lendu og erlendu efni. Á eftir verður Bað- stofukvöld í þjóðlegum anda með uppákomum að hætti heimamanna þar sem kvæðamenn verða í öndvegi ásamt hópsöng og harmónikkuleik. Bað- stofuandinn verður ríkjandi eins og á skemmtikvöldum með þessu heiti sem voru í nokkur ár á Flúðum. Baðstofukvöld Sparisjóður Húnaþings og Stranda veitti nýleganokkra styrki til hinna ýmsu málefna. Skólabúð-irnar á Reykjum hlutu styrki til að endurnýja „bátaflota“ sinn en einnig voru veittir fjölmargir styrkir til annarra félaga í héraðinu. Félag um Riishúss á Borð- eyri, Tónlistarfélag Vestur-Húnavatnssýslu, Héraðs- skjalasafn Vestur-Húnavatnssýslu, Skógræktarfélag Vestur-Húnavatnssýslu, Hvammstangadeild Rauða kross Íslands, Krabbameinsfélag Hvammstangalækn- ishéraðs, Húsfreyjurnar á Vatnsnesi, Ungmennafélagið Grettir í Miðfirði, Ungmennasamband Vestur-Húna- vatnssýslu vegna „íþróttamanns ársins“, Kvennabandið í Vestur-Húnavatnssýslu og Snorraverkefnið. Auk þess var Heilbrigðisstofnun Hvammstanga veitt vilyrði fyrir styrk til kaupa og uppsetningar á hljóðkerfi í dagstofu. Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Fjölmargir fá styrki Jakob Sigurjónssonkom úr messu í Ból-staðarhlíð snjóugur upp að hnjám. Það rifj- aðist upp að Einar Kol- beinsson hefði komist í náð hjá almættinu fyrir að moka að kirkjunni: Ekki kanntu á sköflum skil, skafið var í hlöðin. Þú ferð niður fjandans til, fennt var aftur tröðin. Séra Hjálmar Jónsson tók upp hanskann fyrir Ein- ar, það væri ekki hans mál þó snjóað hefði eftir að hann mokaði fyrir kirkjugesti: Mörgum verður um og ó af Adams breyska kyni því Jakob er að ösla snjó í yfirbótarskyni. Einar svaraði Jakobi: Örugglega af því hlýst, ógnarmikið gaman, því við getum vinur víst verið áfram saman. Fagnaðarfundir pebl@mbl.is Akureyri | Menn beita ýmsum aðferðum við að losa ökutæki úr snjósköflum. Þessi ungi ökumaður sem ók forláta Benz tók beygjuna á Hlíðarfjalls- vegi að Síðubraut ofan við Ak- ureyri heldur snemma og lenti í skafli og pikkfesti bílinn. Ökumaðurinn og félagi hans voru svo heppnir að maður á dráttarvél með ámokst- urstækjum var í nágrenninu og varð góðfúslega við beiðni þeirra um að lyfta bílnum upp með skóflunni og ýta honum upp úr skaflinum. Þeir gátu því haldið för sinn áfram, en ekki leið þó á löngu þar til annað snjómoksturstæki sást ýta bílnum eftir snjóþungum og torfærum veginum. Morgunblaðið/Kristján Pikkfastur í snjóskafli Hjálplegur Grundarfjörður | Bæjarstjórn Grundar- fjarðar telur ekki tímabært að ganga til kosninga um sameiningu sveitarfélag- anna á Snæfellsnesi. Kemur þetta fram í umsögn sveitarstjórnar um tillögur sam- einingarnefndar félagsmálaráðuneytisins sem samþykkt var samhljóða á bæj- arstjórnarfundi í fyrrakvöld. Sameiningarnefnd hefur lagt til að íbúum Snæfellsbæjar, Grundarfjarðar- bæjar, Stykkishólmsbæjar, Helgafells- sveitar og Eyja- og Miklaholtshrepps verði gefinn kostur á að kjósa um sam- einingu sveitarfélaganna fimm þann 23. apríl næstkomandi. Í umsögn bæjar- stjórnar Grundarfjarðarbæjar er lýst yf- ir vonbrigðum með það að ekki skuli liggja fyrir niðurstöður úr viðræðum ríkis og sveitarfélaga um verkaskiptingu og endurskoðun tekjustofna sveitarfé- laganna. Fram kemur að vinna á vegum sam- starfsnefndar sveitarfélaganna á Snæ- fellsnesi bendi ekki til þess að augljós fjárhagslegur ávinningur sé af samein- ingu en væntanlega faglegur. Jafnframt sé verkefna- og skuldastaða sveitarfé- laganna ójöfn. Þá segir að nefndin hafi ekki lagt drög að skipulagi stjórnsýslu, staðsetningu stofnana eða rekstrarfyr- irkomulagi sameinaðs sveitarfélags en það sé eindregið mat bæjarstjórnar að slík atriði þurfi að liggja fyrir áður en greidd eru atkvæði um sameiningu. Þótt bæjarstjórn telji ekki tímabært að gefa íbúunum kost á að greiða at- kvæði um sameiningu vekur hún athygli á því að sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafi verið að auka samstarf sitt á und- anförnum árum og leggur áherslu á að áfram verði unnið markvisst að sameig- inlegum hagsmunamálum Snæfellinga, jafnframt því að tryggður verði grund- völlur fyrir samruna samfélaganna, eins og það er orðið í bókuninni. Telja ekki tímabært að sameinast Umsögn bæjarstjórnar Grundarfjarðar   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.