Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 karlmennska, 8 seinna, 9 hryggð, 10 ill- mælgi, 11 geta, 13 pen- ingum, 15 sloka í sig, 18 vísa, 21 reyfi, 22 álitið, 23 lands, 24 spekin. Lóðrétt | 2 rík, 3 gabba, 4 hugaða, 5 ótti, 6 mynnum, 7 púkum, 12 ferskur, 14 blóm, 15 pest, 16 hanga, 17 tóman, 18 láti hætta, 19 óhreinkaði, 20 kvenfugl. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 molda, 4 þvarg, 7 goðin, 8 selur, 9 alt, 11 rauf, 13 grói, 14 ostra, 15 hólk, 17 tólg, 20 kná, 22 fokku, 23 launa, 24 ráin, 25 undum. Lóðrétt | 1 magur, 2 liðnu, 3 Anna, 4 þúst, 5 aflar, 6 gerði, 10 lútan, 12 fok, 13 gat, 15 hófur, 16 lokað, 18 ólund, 19 glaum, 20 kunn, 21 álku. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Athygli fólks beinist að þér einhverra hluta vegna. Nú er tekið eftir þér. Ekki bara það, fólki þykir mikið til þín koma, hvort sem þú gerir eitthvað eftirtektar- vert eða ekki. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gerðu ferðaáætlanir eða sestu aftur á skólabekk. Þú vilt færa út kvíarnar með einhverjum hætti og þráir ævintýri. Þessa dagana viltu gjarnan verða ein- hvers vísari. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er óhætt að segja að ákefðin ein- kenni þig upp á síðkastið. Ástríður þínar láta einnig verulega á sér kræla. Haltu þig við eitthvað gagnlegt og borgaðu alla reikninga. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Sólin er beint á móti krabbanum þessa dagana og í steingeit. Sú staða beinir sjónum þínum að nánum samböndum við aðra. Í leiðinni kynnist þú sjálfum þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Leggðu þig fram af öllum mætti og bættu skipulagið á heimilinu og í vinnunni. Það er lykilatriði varðandi framhaldið. Nú er ráð að hagræða og draga saman. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ert léttlyndið, ósvífnin og daður- girnin uppmáluð nú um stundir. Þú vilt sletta úr klaufunum og því ekki það? Leyfðu sköpunarmætti þínum að njóta sín, þú þarft ekki að þykjast. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Heimili og fjölskylda eru þitt eina áhugamál um þessar mundir, það er óumdeilt. Samræður við foreldra og fjöl- skyldumeðlimi skipta máli, gerðu and- rúmsloftið vinalegt og traustvekjandi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Innkaup og verslun og viðskipti taka sinn toll þessa dagana. Hið sama má segja um bóklestur, skriftir, stefnumót og fundi. Njóttu samræðna við systkini. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ekki er ósennilegt að þú eyðir meiri peningum en ella þessa dagana. Þú vilt ýta undir lífsstíl að eigin skapi og að eig- ur þínar endurspegli hver þú ert. Í stuttu máli viltu ferðast og vera utan- dyra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fólk og tækifæri sogast að þér um þess- ar mundir. Ástæðan er sú að sólin er í þínu merki og beinir kröftum í umhverf- inu til þín. Neyttu meðan á nefinu stend- ur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú eyðir miklum tíma í félagslíf og spjall við náungann núna. En þú þarft líka á einveru að halda til þess að skipuleggja sjálfan þig. Vertu út af fyrir þig annað veifið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Vinátta skiptir þig miklu máli þessa dag- ana. Þú kannt vel að meta félagsskap annarra og stuðninginn sem þínir nán- ustu veita þér. Stjörnuspá Frances Drake Steingeit Afmælisbarn dagsins: Þú ert trygglyndur og traustur vinur og býrð yfir víðsýni og umburðarlyndi. Þú hneigist ennfremur til fræðimennsku og veltir aðstæðum mannskepnunnar mikið fyrir þér. Þú gaumgæfir hvað knýr mann- eskjuna og veröldina áfram. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.  Tónlist Café Victor | Dúettinn „Sessý og Sjonni“ heldur tónleika kl. 22.30. Frítt inn. Nánari uppl. á sessy.net. Myndlist Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig- urbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíumálverk. Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – Stefnumót lista og minja. Gallerí Dvergur | Sigga Björg Sigurð- ardóttir – Lappir, línudans og fórnarlamb í gulri peysu. Gerðuberg | Þetta vilja börnin sjá! – Mynd- skreytingar úr íslenskum barnabókum sem gefnar hafa verið út á árinu. Sýndar eru myndir úr nær fjörutíu bókum eftir tuttugu og sjö myndskreyta. Gerðuberg | Ari Sigvaldason fréttamaður – mannlífsmyndir af götunni. Hafnarborg | Rafmagn í 100 ár – sýning í til- efni af 100 ára afmæli fyrstu almennings- rafveitunnar. Svart á hvítu, þrívíð verk, mál- verk, teikningar og grafík eftir íslenska og erlenda listamenn í Sverrissal og Apóteki. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu- málverk Hrafnista Hafnarfirði | Sigurbjörn Krist- insson sýnir málverk og tússmyndir í Menn- ingarsal. Kaffi Espresso | Guðrún Eggertsdóttir – skúlptúrar og myndir. Kaffi Espresso | Guðrún Eggertsdóttir sýn- ir skúlptúra og málverk. Kunstraum Wohnraum | Alda Sigurð- ardóttir - Landslagsverk. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist: um veruleikann, manninn og ímyndina. Klukkan 15 syngur og leikur Egill Sæbjörnsson í verki sínu YOU TAKE ALL MY TIME í sal 2. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið – yfirlitssýning Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Erró – Víðáttur. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Textíllist 2004 – Alþjóðleg textílsýning. Kjarval í Kjarvalssal. Dans Dansskóli Jóns Péturs og Köru | Dansskól- inn býður upp á námskeið í barnadönsum, freestyle, samkvæmisdönsum, tjútti, mambói og salsa. Boðið verður upp á ein- staklingsnámskeið fyrir fullorðna í s-amerískum dönsum. Innritun kl. 12–19 í síma 553 6645 eða með tölvupósti til dans@dansskoli.is. Kennsla hefst miðvikud. 12. janúar. Fundir ITC-Fífa | Fundur laugardaginn 8. janúar kl. 12 í Norræna húsinu, Sturlugötu 5, Reykja- vík. Kynntar verða 3 bækur o.fl. Allir vel- komnir. Uppl. www.simnet.is/itc gud- runsv@simnet.is og Guðrún, sími 698 0144. Málstofur Seðlabanki Íslands | Málstofa kl. 15 í fund- arsal Seðlabankans, Sölvhóli. Málshefjandi er Björn Hauksson, hagfræðingur og nemi við London School of Economics og ber er- indi hans heitið: Heildarfjármunamyndun atvinnuvega. Fréttir Norræna upplýsingaskrifstofan | Danskur lýðháskóli með áherslu á leiklist, dans og tónlist býður 6 íslenskum ungmennum 400 DKK afslátt á viku, á vorönn 2005. Heima- síða skólans er www.musikogteater.dk þar sem umsóknareyðublað og allar upplýs- ingar er að finna. Nánari upplýsingar hjá Norrænu upplýsingaskrifstofunni. Sími 460 1462. Námskeið Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Alfa 1- og Alfa 2-námskeið hefjast með kynningu þriðjud. 11. janúar kl. 19 og eru allir velkomnir. Ath. engin skráning er á kynningu. Alfa 1 er á þriðjudögum kl. 19–22 og Alfa 2 á mánudög- um kl. 19–22. Skráning og nánari upplýs- ingar á safnaðarskrifstofu í síma 535 4700. KFUM og KFUK | Alfa-námskeið hefst hjá KFUM og KFUK með kynningu 10. janúar kl. 20. Námskeiðið stendur fram að páskum og verður farið í helgarferð síðustu helgina í febrúar. Námskeiðið verður einnig kennt á ensku. Þá er einnig boðið upp á námskeið um Fjallræðuna. Nánari uppl. í síma 588 8899. Skipulag og skjöl ehf. | Námskeiðið „Inn- gangur að skjalastjórnun“ verður haldið mið. 19. og fim. 20. jan. kl. 13–16.30. Í nám- skeiðinu, sem er öllum opið, er farið í grunn- hugtök skjalastjórnunar; lífshlaup skjals, virk skjöl, óvirk skjöl, skjalaáætlun og skjalalykil. Uppl í síma 564 4688 og 695 6706 eða skipulag@vortex.is. www.ljosmyndari.is | 8 vikna ljósmynda- námskeið hefjast 10. janúar. Í boði eru alls 6 námskeið fyrir byrjendur sem og lengra komna, bæði fyrir stafrænar vélar og filmu- vélar. Einnig er helgarnámskeið 8.–9. janúar, 15.–16. janúar, 12.–13. febrúar og 19.–20. febrúar. Námskeiðin eru haldin í Völuteigi 8 í Mosfellsbæ og eru jafnt fyrir byrjendur sem og lengra komna. Skráning og upplýsingar á www.ljosmyndari.is eða í síma 898 3911. Útivist Ferðafélagið Útivist | Útivistarræktin fer kl. 18 frá bílastæðinu þar sem Skógrækt- arfélag Reykjavíkur var í Fossvogi. Allir vel- komnir, ekkert þátttökugjald. Staður og stund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Brúðkaup | Gefin voru saman 3. júlí 2004 í Hafnarfjarðarkirkju af sr. Sig- ríði Kristínu Helgadóttur þau Berg- þóra Björnsdóttir og Reynir Smári Markússon. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Skugginn/ Barbara Birgis.Fréttir á SMS MINNINGAR- og styrktarhljómleikar verða haldnir á Broadway í kvöld kl. 21.30, vegna fráfalls söngvarans landskunna Péturs W. Kristjánssonar sem lést 3. september síð- astliðinn langt fyrir aldur fram. Allur ágóði af tónleikunum rennur í Minningarsjóð Pét- urs W. Kristjánssonar. Kynnar verða hinir landsþekktu fjöl- miðlamenn Þorgeir Ástvaldsson, Hermann Gunnarsson og Gunnlaugur Helgason sem allir voru nánir vinir Péturs og samstarfs- menn um árabil og munu þeir án efa hafa frá mörgu skemmtilegu að segja um þau samskipti. Meðal þeirra sem fram koma á tónleik- unum eru KK-sextett og Raggi Bjarna, Kristján Hreinsson skáld, Pops, Svanfríður, Björgvin Gísla og Diddi fiðla úr Náttúru, Paradís, Mezzoforte ásamt Jóhanni Helga- syni, Start, Bjartmar Guðlaugsson, Garg, Sálin hans Jóns míns og Páll Rósinkrans. Á tónleikunum verður einnig varpað upp myndum úr lífi Péturs, en hann kom víða við í skemmtana- og tónlistarlífi lands- manna á sínum ferli. Í tilefni tónleikanna og til þess að heiðra minningu Péturs hefur hljómsveitin Start gefið út sitt fyrsta lag í 22 ár sem heitir „Paradís“ og er það ósungið, flutt af þeim Davíð Karlssyni trommuleikara, Nikulási Róbertssyni hljómborðsleikara, Jóni Ólafs- syni bassaleikara og Sigurgeiri Sigmunds- syni gítarleikara sem jafnframt er höf- undur lagsins. Lagið verður eingöngu gefið út og selt á tónlist.is og rennur allur ágóði af sölu lagsins í minningarsjóð Péturs W. Kristjánssonar. Ennfremur munu í tilefni tónleikanna nokkrir tónlistarmenn sem starfa erlendis koma til landsins, en þar eru á ferð tromm- ararnir Ólafur Sigurðsson úr Pops og Sig- urður Karlsson úr Svanfríði og söngvarinn Eiríkur Hauksson, sem söng við hlið Péturs í Start. Það er von aðstandenda að sem flestir sjái sér fært að mæta og njóta skemmti- legra tónleika og heiðra um leið látinn fé- laga sem að öllum öðrum ólöstuðum skar- aði fram úr fjöldanum á svo mörgum og skemmtilegum sviðum. Minningartónleikar um Pétur Kristjánsson Morgunblaðið/Kristinn Hópur listamanna sem störfuðu með Pétri W. Kristjánssyni mun í kvöld halda minningartónleika honum til heiðurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.