Morgunblaðið - 06.01.2005, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 06.01.2005, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 39 MENNING Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, al- menn handavinna, böðun, leikfimi, myndlist, bókband, fótaaðgerð. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Fræðslunefnd FEB verður með kynningu föstudaginn 7. janúar í Ás- garði, Glæsibæ, kl. 14–16. Það er leikur að læra. Kynning á námskeiðum o.fl. sem mörg eru beinlínis sniðin að þörf- um eldri borgara á vorönn. Miðviku- dagur: Göngu-Hrólfar ganga frá Ás- garði, Glæsibæ, kl. 10. Félag kennara á eftirlaunum | Bók- menntaklúbbur í KÍ-húsi kl. 14. Félagsmiðstöðin, Gullsmára 13 | Gull- smárabrids. Bridsdeild FEBK Gull- smára spilar tvímenning alla mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45 á há- degi. Aðgangseyrir 200 kr. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Garðaberg er opið frá kl. 12.30 til 16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Opið kl. 9– 16.30, helgistund fyrir hádegi fellur niður, eftir hádegi er spilasalur opinn, kóræfingar byrja mánudaginn 10. jan- úar. Allar upplýsingar síma 575 7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa- vinna – bútasaumur, perlusaumur, kortagerð – hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 félagsvist, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Bingó kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa, bútasaumur kl. 9–13, hannyrðir kl. 13– 16.30, félagsvist kl. 13.30, böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir, hár- snyrting. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er op- ið öllum. Betri stofa og Listasmiðja opin alla virka daga frá kl. 9–16. Leik- fimi kl. 10–11. Börnin úr Leikskólanum Jörva syngja jólalögin kl. 11. Vín- arhljómleikarnir eru 7. janúar. Skrán- ing og sala miða á leiksýninguna Hí- býli vindanna hafin. Upplýsingar í síma 568 3132. Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, nýtt nám- skeið í leirmótun kl. 9–12 og kl. 13– 16.30. Innritun hafin. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–14 aðstoð v/ böðun, kl. 9.15–15.30 hannyrðir, kl. 9– 10 boccia, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 10.15–11.45 spænska, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13– 16 glerbræðsla, kl. 13–16 kóræfing, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyrir- bænastund kl. 12. Léttur hádegis- verður á eftir. Æfing stúlknakórs kl. 17. Fella- og Hólakirkja | Foreldramorgn- ar alla fimmtudaga kl. 10–12. Allir for- eldrar, afar eða ömmur sem eru heima með barn eða börn (ekki bara ung- börn) velkomin. Garðasókn | Kyrrða-og fyrirbæna- stund er hvert fimmtudagskvöld í Vídalínskirkju kl. 22:00. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, ýmiss konar fyrir- lestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstundir alla fimmtudaga kl. 12 á hádegi. Í dag, fimmtudaginn 6. janúar, verður beðið fyrir fórnarlömbum hamfaranna í Asíu og hjálparstarfinu. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Sam- vera eldri borgara kl. 15. Við byrjum stundirnar á að syngja gömlu góðu sálmana, síðan lesum við í Orði Guðs, biðjum, syngjum meira, fáum fræðslu eða vitnisburð og endum svo á því að fá okkur kaffi og meðlæti. „Eldur unga fólksins“. Samvera kl. 21. Lofgjörð, vitnisburðir og bænastund. Bæna- stund alla laugardaga kl. 20. Einnig er bænastund alla virka morgna frá 6–7. Laugarneskirkja | Kl. 12 fyrsta kyrrð- arstund á nýju ári. Gunnar Gunn- arsson leikur á orgel. Að samveru lok- inni er léttur málsverður í boði yfir í safnaðarheimilinu. Messa og sunnu- dagaskóli verður í kirkjunni næsta sunnudag kl. 11 og eftir það fer allt vetrarstarfið af stað að nýju. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan | Söfnuður Rússnesku rétttrúnaðar- kirkjunnar á Íslandi stendur fyrir jóla- guðsþjónustu í Friðrikskapellu við Valsheimilið fimmtudaginn 6. janúar kl. 10 og kl. 23. Séra Igor Vyzhanov þjónar fyrir altari. Staður og stund http://www.mbl.is/sos DAGBÓK HVER er staða þýðandans í heimsbókmenntunum? Og heims- bókmenntir, eftir á að hyggja? Hvað er það? Hugtökum þessum og öðru þeim tengdu veltir Ástráð- ur Eysteinsson upp í þætti sem hann nefnir Jaðarheimsbók- menntir. Svörin liggja ekki á lausu fremur en við mátti búast. Bók- menntafræðingurinn skoðar, skýrir, skil- greinir; leitast við að koma böndum á hug- tökin, meðal annars með skírskotun til áhrifavalda, þeirra á meðal Goethe, sem kom fram með heims- bókmenntahugtakið, og Kafka, sem slædd- ist bakdyramegin inn í bókmennta- heiminn en átti þó eftir að hafa víðtækari áhrif en margur sem stigið hefur inn um fordyrið, alla jafna með meiri fyrirgangi. Goethe hafi talið að heimsbókmenntir skyldu vera sameign alls mann- kyns og þannig horft fram á veg- inn. Eigi að síður hafi hann litið til Grikkja sem hinnar einu og sönnu fyrirmyndar. Í því tvennu megi telja nokkra mótsögn þar sem í »hugmynd hans um heims- bókmenntir takist á hið opna svið smábókmennta og hinn afmarkaði heimur hefðarveldis.« En »smá- bókmenntir« er hugtak frá Kafka. Svo nefndi hann framlag smáþjóða sem ættu á brattann að sækja vegna áhrifavalds stórþjóðanna. Ástráður nefnir Heinesen í því sambandi – stóran höfund frá smá- þjóð. Annars flokks varningur Jafnframt þessu kemur hlutverk þýðandans inn í dæmið. Ástráður minnir á að þýðing sé að margra mati »annars flokks varningur«. Gagnrýnendur beri þýðingu gjarn- an saman við frumtexta í þeim vændum að finna þar veilur eða jafnvel villur. Auðvitað er það hverju orði sannara. Gagnrýn- endur eiga til að setja sig í kenn- arastellingar andspænis þýð- endum. Allt um það er starf þýðandans yfirhöfuð metið að verðleikum – sem slíkt! En þýðing stendur nánast alltaf í skugga frumtextans. Nema þá helst að þýðandinn sé áður búinn að sanna sig með eigin frumsömdum verk- um. Þýðandi og gagnrýnandi standa ósjaldan svipað að vígi, skilja tungumál frumtextans – á bók – og kannski svolítið meira! En sitthvað er að skilja merkingu orðs samkvæmt orðabókinni eða hafa tilfinningu fyrir blæbrigðum máls. Orð getur búið yfir svo margvíslegri aukamerkingu sem erfitt er eða jafnvel ógerlegt að koma til skila í þýðingu. Þor- steinn Gylfason út- listar þá hlið málanna í sínu erindi. Í því dæminu eru farnar krókaleiðir til að koma anda verksins sem best til skila. Manfred Peter Hein segir til að mynda frá því er hann þurfti að snúa finnsku talmáli yfir á móðurmál sitt, þýskuna, og notaði til þess hálf- gleymdar prússneskar mállýskur. Þess háttar aðferðir eru þó um- deildar, upplýsir John Corbett í sínu spjalli. Fornt og nýtt, þekkt og óþekkt Alls eru tíu erindi í bókinni, svo og fjöldi þýðinga, mest erlend ljóð þýdd á íslensku en einnig allmörg íslensk, þýdd á önnur mál. Þarna gefur að líta fornt og nýtt, þekkt og óþekkt, stórbókmenntir og smábókmenntir. Undirritaður minnist ekki að hafa séð aðra eins fjölbreytni í þýðingasafni. Þarna eru, svo nokkuð sé nefnt, fáein ljóð í þýðingu Erlings Sigurðarsonar, þeirra á meðal tvö undir fyrirsögn- unum Heiðvirð sál og Vammleysi. Eitthvað þótti mér þau koma kunnuglega fyrir sjónir, enda mundi þar komið upphaf ljóðsins Integer vitae eftir Horatius. Ekki líkist það alþekktri þýðingu Gríms. Sölvi Björn Sigurðsson, sem er fyrirferðarmikill í ritinu, þýðir eina af sonnettum Shakespeares. Margur hefur glímt við risann þann. Og litið á sem meirapróf sitt. Jón Valur Jensson þýðir þekkt kvæði eftir Burns. Endur- yrkir mætti með nokkrum rétti segja. Stefán Sigurkarlsson snarar ljóði eftir Eliot. Sá var átrún- aðargoð íslenskra ungskálda um miðja síðustu öld, jafnan nefndur í sömu andrá og Steinn sem litið var upp til meira en orð fá lýst! Hentu þá sumir því á milli sín að Eliot væri svo merkilegur og dulúðugur að ljóð hans væru í raun óþýð- anleg! Nú mun tíðar vitnað til bók- menntaskrifa hans en ljóða. Yeats, jafnaldri Einars Benediktssonar, komst lítt inn í bókmenntaumræð- una héðra þrátt fyrir Nób- elsverðlaun og faglega kynningu Magnúsar Ásgeirssonar. Eins og Einar og Þórbergur hreifst Yeats af guðspeki. Þess gætir víða í kvæðum hans, meðal annars í Sigl- ingu til Býsans, sem Hjörtur Páls- son íslenskar, og Írskur flugmaður sér fyrir dauða sinn í þýðingu Sölva Björns. Útfararblús nefnist kvæði eftir Auden sem Hjörleifur Hjartarson þýðir, býsna sniðugt. Auden átti innangengt hjá íslensk- um lesendum. Að sönnu með allt öðrum hætti en Eliot. Meiri bóhem í lífi sínu en auðlesnari og þar með aðgengilegri. Enskumælandi borg- arar sváfu gjarnan með kvæði hans á náttborðinu, sennilega vegna þess að hann sagði svo mik- ið, var opinskár og teprulaus en hneykslaði engan. Og var líka svo skemmtilegur! Íslenskir fyrirmenn tóku á móti Auden með pomp og prakt þegar hann heimsótti landið öðru sinni. Hann var þá orðinn svo stórt nafn! Vitökunum lýsti hann kostulega í Iceland Revisited sem birtist í About the House. Margur á sín lengi að bíða Þýðendur íslenskra ljóða á er- lend mál eru þarna nokkuð marg- ir, þeirra á meðal Hallberg Hall- mundsson, sem er þeirra mikilvirkastur; á þarna einar tíu þýðingar ef ég kann að telja. Að lesa Grím á ensku – að ekki sé tal- að um Bólu-Hjálmar – minnir á málsháttinn að margur á sín lengi að bíða. Hallberg hefur unnið svo hljóðlega að fáir munu átta sig á hversu mikið liggur eftir hann. Hér hefur fátt eitt verið nefnt, ekki fortakslaust hið markverð- asta, þess háttar mat hæfir ekki að leggja á efnið hér og nú. Að rit- nefnd meðtalinni eru ritstjórar bókarinnar einir sex talsins. Bæri- lega mun því fyrir forystu- hlutverkinu séð! Staða þýðandans BÆKUR Tímarit Tímarit þýðenda. 172 bls. Nr. 8–30. Útg. Ormstunga. September 2004. Jón á Bægisá Erlendur Jónsson SÖNGSVEITIN Fílharmónía hóf æfingar að nýju í gær, en nú verður tekið til við að æfa tónverkið Carm- ina Burana eftir þýska tónskáldið Carl Orff. Verkið er eitt hið þekkt- asta eftir hann, samið árið 1937 við kvæði úr þýsku handriti frá 13. öld en kvæðin eru þó flest talin eldri en frá þeim tíma. Æfingar eru í Mela- skóla á mánudags- og miðvikudags- kvöldum. Verkið verður flutt á að- altónleikum starfsársins á tvennum tónleikum, 24. og 26. apríl í vor. Um þessar mundir eru liðin 45 ár frá stofnun Söngsveitarinnar Fíl- harmóníu en Carmina Burana var einmitt fyrsta verkið sem kórinn flutti vorið 1960 í Þjóðleikhúsinu. Var það frumflutningur verksins hér á landi en ýmsir hafa flutt það síðan þá og hefur það ævinlega vak- ið mikla lukku, bæði meðal flytj- enda og áhorfenda. Enn eru laus pláss í karlaröddum og sér í lagi í röðum tenóra og eru áhugasamir hvattir til þess að hafa samband í Lilju í síma 898 5290 eða Óliver í 869 2643. Morgunblaðið/Sverrir Söngsveitin Fílharmónía leitar tenóra fyrir Carmina Burana

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.