Morgunblaðið - 30.01.2005, Page 6

Morgunblaðið - 30.01.2005, Page 6
6 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍSLENSKT menntakerfi mun ráða velferð þjóðarinnar á næstu áratug- um. Fjölbreytni og gæði þeirrar menntunar sem skólar landsins bjóða nemendum sínum upp á skipt- ir öllu og skólarnir þurfa að vera allt í senn sveigjanlegir og skilvirkir, al- þjóðlegir og íslenskir. Þetta kom fram í máli Runólfs Ágústssonar, rektors Viðskiptaháskólans á Bif- röst, við útskrift skólans í gær. Í útskriftarræðu sinni gerði Run- ólfur þær breytingar sem orðið hafa og fyrirhugaðar eru á íslensku menntakerfi að sérstöku umtalsefni. Hann minnti á að í grunnskólunum væru hafnar tilraunir sem skapa möguleika á raunverulegu vali fólks um skóla fyrir börnin sín og sagði að þar hefði Garðabær sýnt lofsverða forystu og áræðni. Sagði hann sér- staka athygli vekja að sveitarfélagið tryggði öllum börnum ókeypis að- gang að grunnskólum þess, óháð rekstrarformi eða kennslufyrir- komulagi en slíkt væri forsenda þess að breið samfélagsleg sátt næðist um breytta skólastefnu. Hvað breytingar á framhalds- skólastiginu varðar sagði Runólfur mikilvægt að hafa tvennt í huga. Annars vegar það að stytting náms til stúdentsprófs væri höfuðnauðsyn til að ná fram aukinni hagkvæmni í íslensku menntakerfi, og hitt að við þá breytingu yrði að standa vörð um gæði náms í framhaldsskólum. Sagði hann að breytingin hefði verið rædd í samstarfsnefnd háskólastigsins, þar sem allir rektorar íslenskra háskóla eiga sæti, og fengið þar afar jákvæð- ar viðtökur. Hann benti hins vegar á að innan þess hóps væru þó uppi verulegar áhyggjur af skertri stærð- fræðikennslu í framhaldsskólum sem breytingin eigi að hafa í för með sér. En að sögn Runólfs mun stefna í að hægt verði að útskrifast úr ís- lenskum framhaldsskóla með einn stærðfræðiáfanga að baki og væri slíkt algjörlega óviðunandi. Yfirlýsing um frelsi og forsendur háskóla Í lok ræðu sinnar áréttaði Run- ólfur mikilvægi þess að háskóla- samfélagið hérlendis setji sér sam- eiginlegar grundvallarreglur til að tryggja akademískt frelsi, gæði í há- skólastarfi og sjálfstæði háskóla. Sagði hann að á fundi samstarfs- nefndar háskólastigsins hafi nú ný- lega verið samþykkt tillaga um að sérstakur starfshópur fjögurra rekt- ora semji drög að „Yfirlýsingu um frelsi og forsendur háskóla“ sem leggja á fyrir samstarfsnefndina í næsta mánuði til frekari umræðu og afgreiðslu. Að mati Runólfs væri hér um afar merkan áfanga að ræða í ís- lensku háskólasamfélagi ef samstaða næðist um slíka yfirlýsingu. Hann rifjaði upp að sambærileg yfirlýsing hefði verið samþykkt árið 1940 af bandarískum háskólum og hefði síð- an verið grundvöllur háskólastarfs vestanhafs og átt þátt í að tryggja sess háskóla þar sem þeirra bestu í heimi. Alls útskrifuðust að þessu sinni 12 nemendur með BS gráðu, 11 við- skiptafræðingar og 1 viðskiptalög- fræðingar. Þriðjungur þessara út- skriftarnema tók hluta af sínu námi í Japan og Kína samkvæmt sam- starfssamningum Bifrastar við há- skóla í Asíu. Þetta er í annað sinn sem háskólinn útskrifar viðskipta- lögfræðinga en meistaranám í lög- fræði hófst við háskólann sl. haust. Runólfur Ágústsson, rektor á Bifröst, við útskrift nemenda Stytting náms til stúdents- prófs er höfuðnauðsyn Að mati Runólfs Ágústssonar er sumarið, sem nú verður nýtt til kennslu, í reynd besti tími ársins til háskólalífs, náms og starfa á Bifröst. EITT allra stærsta íshrun sem ís- lenskir klifrarar hafa augum litið og hefði getað valdið manntjóni, átti sér stað í Glymsgili um síð- ustu helgi. Ísveggur á hæð við Hallgrímskirkju hrundi undan þunga sínum og steyptist niður í gilið. Í ísveggnum voru tveir ís- klifrarar í miðju klifri þegar ósköpin dundu yfir. Sem betur fer voru þeir nokkrum metrum til hliðar við brotstaðinn og sluppu lifandi. Þetta voru þeir Jón Haukur Steingrímsson og Ingólfur Ólafs- son, báðir þaulvanir klifrarar. Þeir voru komnir um 50 metra upp í ísvegginn þegar hrunið hófst og var nokkuð brugðið enda áttu þeir ekki von á öðru eins. „Við heyrðum brak og því næst komu stór grýlukerti á færibandi niður gilið. Þessu fylgdi ekki mikill há- vaði en það var mikið sjónarspil að horfa á eftir öllum ísmassanum hverfa niður í gilið,“ segir Jón Haukur. „Við sögðum ekki orð fyrr en löngu eftir að þetta var yf- irstaðið. Við áttuðum okkur held- ur ekki á því hvort hrunið hefði átt upptök sín á gilbrúninni eða hvort þessi ísfleki hefði hreinlega losnað frá eins og raunin varð.“ Þeir afréðu að klifra ekki lengra heldur bakka út úr ógöng- unum og hafa sig á brott. Verr hefði getað farið ef hrunið hefði komið á meðan þeir voru fyrir neðan fyrirhugaða klifurleið. Ljósmynd/Jón Haukur Steingrímsson Þegar hærra var komið brotnaði ísflekinn aðeins örfáum metrum frá klifraranum eins og sjá má. Hér sést Ingólfur klifra upp vegginn og á sér einskis ills von, harla lítill í samanburði við allan ísmassann. Sluppu naumlega undan gríðarlegu íshruni VIÐBRÖGÐ vegna hamfar- anna í Suðaustur-Asíu var með- al þess sem rætt var um á höf- uðborgaráðstefnu Norðurland- anna sem lauk í Stokkhólmi á föstudag. Að sögn Stefáns Jóns Haf- stein, forseta borgarstjórnar, sem tók þátt í umræðunum fyr- ir hönd Reykjavíkur, kom fram í umræðunum að höfuðborgirn- ar geti margt lært af því sem þar gerðist, enda hafi almanna- varnir og sjálfboðaliðasamtök verið vel búin undir annars konar aðgerðir en krafist hafi verið. Meðal annars hafi margt far- ið aflaga í Svíþjóð sem ekki var fyrirséð, t.d. samræming að- gerða vegna móttöku á flugvelli og öflun upplýsinga frá fjarlæg- um löndum, sem reyndist mun erfiðara en búist var við. Á hinn bóginn hefði margt tekist vel. Stefán segir að athygli hafi vakið hve stuðningur á Íslandi, í kjölfar atburðanna, hafi verið mikill. „Hörmungarnar snertu greinilega mjög marga og vörp- uðu til dæmis ljósi á málefni innflytjenda í þessum löndum sem margir áttu skyldleika að rekja til hörmungasvæðanna,“ segir Stefán Jón. Höfuðborgaráð- stefna í Stokkhólmi Ræddu viðbrögð við ham- förunum í Asíu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.