Morgunblaðið - 30.01.2005, Side 8

Morgunblaðið - 30.01.2005, Side 8
8 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Er Maddaman lögð í einelti?? Flugleiðir/Icelandairhafa ráðið 41 flug-mann til starfa nú nýlega en af þeim hópi hafa tæplega 30 þegar lok- ið þjálfun eða eru að ljúka henni. Þá hefur Flugfélag Íslands ráðið 12 flugmenn til starfa hjá félaginu á síð- astliðnum vikum. Kjartan Norðdahl framkvæmdastjóri Félags íslenskra atvinnuflug- manna, FÍA, sagði flug- menn jafnan ráðna á þess- um tíma til að þeir yrðu tilbúnir til starfa næsta vor. „Það er byrjað snemma því það tekur langan tíma að þjálfa menn,“ sagði hann. „Það er uppsveifla hjá okkur, sem betur fer. Mér sýnist að ráðningar nú séu heldur fleiri en áður og það er bjartara fram- undan, aukin verkefni og fólk að jafna sig eftir 11. september. En þessar ráðningar hafa legið fyrir um tíma, það var útlit fyrir aukið flug næsta sumar en við vonum bara að þetta sé öruggur upp- gangur,“ sagði Kjartan. Halldór Þ. Sigurðsson formað- ur FÍA sagði að til stæði að auka áætlunarflug Flugleiða, m.a. yrði byrjað að fljúga til San Francisco og þá yrði ferðum til annarra borga í Bandaríkjunum fjölgað. Að auki yrðu fleiri ferðir til ým- issa borga í Evrópu, m.a. til Lund- úna. „Þannig að þetta verður tölu- verð aukning í áætlunarflugi og það er jákvæð þróun,“ sagði Hall- dór. Einkum í ljósi þess að æv- inlega ríkti nokkur óvissa varð- andi leiguflug, þar væru hlutirnir ekki fastir í hendi. „Það er aldrei á vísan að róa hvað það varðar.“ Halldór gat þess jafnframt að aukning væri í innanlandsflugi og þannig hefði ferðum til og frá Eg- ilsstöðum fjölgað og þá einkum í tengslum við virkjunarfram- kvæmdir sem stæðu yfir á Aust- urlandi og eins hefði ferðamönn- um fjölgað. Aukning hefði líka orðið hjá Íslandsflugi, m.a. varð- andi fragtflug til Evrópu og víðar. „Þannig að eins og staðan er nú má segja að það sé mikill upp- gangur í greininni og ekki annað að sjá en hann vari næstu miss- eri.“ Á nýliðnu ári voru farþegar með Icelandair, dótturfélagi Flug- leiða rúmlega 1,3 milljónir talsins, um 200 þúsund fleiri en árið á undan og nemur aukningin um 18%. Framboð sæta var 12,5% meira á liðnu ári en því á undan og var sætanýting um 75%. Farþeg- um Flugfélags Íslands fjölgaði um 13,7% milli áranna 2003 til 2004 og fraktflutningar Flugleiða-Frakt voru um 26% meiri á liðnu ári en árinu á undan. Alls eru rúmlega 500 manns í Félagi íslenskra atvinnuflug- manna, þar af um 410–20 virkir fé- lagsmenn, um 60 aukafélagar og þá er nokkur hópur félagsmanna á eftirlaunum. Halldór sagði fé- lagsmönnum hafa farið fjölgandi á liðnum misserum. Viðræður standa yfir að sögn Halldórs milli FÍA og Frjálsa flugmannafélags- ins um sameiningu og er stefnt að því að sameina félögin tvö í eitt síðar í vetur. Halldór sagði umskipti hafa orðið í atvinnugreininni, en ekki væri mjög langt síðan menn tók- ust á við niðursveiflu og uppsagnir í kjölfar hennar. Þannig hefðu síð- ustu menn sem lentu í uppsögnum verið að koma inn að nýju í lok síð- astliðins árs. „Menn eru loksins búnir að ná sínu fyrra starfi á ný og við vonum auðvitað bara að þeir haldi því,“ sagði Halldór. Hann nefndi að í fluginu væru ætíð árstíðasveiflur, langmest væri að gera yfir sumarmánuðina, en frá nóvember og fram í mars væri minnst að gera í áætlunar- fluginu. Þeim væri mætt með auknu leiguflugi á þeim tíma, sem þó væri ekki gott að stjórna að öllu leyti. „Það er alltaf ríkjandi nokkur óvissa með leiguflugið,“ sagði Halldór. Farþegum fækkaði umtalsvert eftir árásirnar 11. september 2001, en Halldór sagði menn vera að jafna sig eftir það bakslag, en þó væri staðan sú að fjöldi ferða- manna frá Bandaríkjunum væri enn ekki sá sami og var fyrir hryðjuverkin. „Annars staðar í heiminum hefur farþegafjöldinn náð sinni fyrri tölu, en einhver samdráttur varð í kjölfar fugla- flensunnar í Asíu,“ sagði Halldór. Hann sagði að á næstu tveimur til þremur árum gæti komið til þess að það vantaði flugmenn. „Það gæti farið að vanta flug- menn,“ sagði Halldór og benti á að mönnum þætti reglugerðar- ákvæði á Íslandi, svonefnt JAR- umhverfi sem gilti í Evrópu, vera þungt í vöfum. „Það er allt orðið þyngra í sniðum en var, bæði hvað varðar flugnám og rekstur flug- skóla, þannig að það hefur dregið úr aðsókn,“ sagði Halldór og nefndi að kostnaður við flugnám hefði aukist umtalsvert á liðnum árum. Ef aukning í flugi, bæði áætlunarflugi og leiguflugi hjá ís- lensku flugfélögunum, yrði í sama mæli og verið hefði gæti sú staða því vissulega komið upp að vant- aði flugmenn til starfa í framtíð- inni, á næstu tveimur til þremur árum. Fréttaskýring | Aukning í flugi leiðir til uppsveiflu hjá flugmönnum Áfram búist við uppgangi Gengið frá ráðningum nýrra flugmanna til að mæta aukningu í flugi í vor Aukning hefur verið í flugi síðustu misseri. Ferðamannastraumur frá Japan aukist um 51%  Fjöldi ferðamanna frá Japan til Íslands hefur tvöfaldast frá árinu 2001. Um 2.500 japanskir ferðamenn komu að jafnaði ár- lega til Íslands áratuginn 1990 til 2000, en ríflega 6.000 ferða- langar komu þaðan til Íslands í fyrra að því er fram kemur í fréttabréfi FÍA. Milli áranna 2003 til 2004 jókst ferða- mannastraumur frá Japan um 51% sem skilar þjóðarbúinu um 500 milljónum króna í viðbót- arveltu. maggath@mbl.is FÉLAGSFUNDUR var haldinn í Veiðifélagi Mývatns, einkum til að ræða tilmæli frá Veiðimálastofnun um friðun Mývatns fyrir silungs- veiði, en þau tilmæli eru fram komin vegna viðvarandi veiðileysis á und- anförnum árum í vatninu. Á fund- inum var eftirfarandi samþykkt gerð einróma: „Fundur í Veiðifélagi Mývatns haldinn í Skjólbrekku 28. janúar 2005 samþykkir þau tilmæli til fé- lagsmanna að framlengja frið- unartímabilið nú í vetur til 6. mars. Verði sá tími notaður til viðræðna við Veiðimálastofnun, landbúnaðar- og umhverfisráðuneyti og aðra þá aðila sem við teljum að geti orðið að liði við að fá aukið fjármagn og sérfræðiaðstoð til silungsrannsókna. Á aðalfundi sem haldinn skal eigi síðar en 6. mars verði svo ákveðið hvernig brugðist verður við til- mælum Veiðimálastofnunar um frið- un Mývatns.“ Veiðifélag Mývatns er 100 ára á þessu ári og mun vera elsta veiði- félag á landinu. Formaður þess er Arngrímur Geirsson í Álftagerði. Það mun vera einstakt við þetta veiðifélag að fé- lagsmenn þess nýta alfarið sjálfir veiðiréttinn, en svo er nú komið fyrir þeirri fornfrægu matarkistu Mý- vatni, að veiðihlunnindi eru nær að engu orðin vegna viðvarandi veiði- brests. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Veiðibændur á félagsfundi í Skjólbrekku: Kári í Garði, Jón Ingi í Vogum, Halldór í Garði, Arngrímur í Álftagerði, Leifur í Vogum, Gunnar Rúnar í Vogum, Jóhann í Álftagerði, Örnólfur á Skútustöðum og Gylfi á Skútustöðum. Ákveðið að framlengja friðunartímabil í Mývatni Mývatnssveit. Morgunblaðið. Morgunblaðið/BFH Viðvarandi veiði- brestur í vatninu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.