Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
H
alldór Ásgrímsson
forsætisráðherra
segist vera sann-
færður um að sú
mikla útrás sem ís-
lensk fyrirtæki
standi nú í eigi eftir
að styrkja verulega
íslenskt efnahagslíf
þegar fram í sækir.
Hann segir áhuga erlendra fyrirtækja á að
fjárfesta í íslensku atvinnulífi mikið fagn-
aðarefni, en hann sýni vel traust þeirra á ís-
lensku efnahagslífi.
Forsætisráðuneytið hefur í tvígang sent
frá sér yfirlýsingu um Íraksmálið í þeim til-
gangi að svara því sem fram hefur komið í
fréttum um málið. Halldór var spurður
hvers vegna þetta hefði verið gert.
Reyna að draga úr trúverðugleika mínum
„Ég skil það vel að það séu mismunandi
skoðanir á þessu máli og ber mikla virðingu
fyrir sjónarmiðum annarra, en að undan-
förnu hafa allar fréttir gengið út á auka-
atriði eins og hver sagði hvað hvar, hvenær
hittust menn o.s.frv. Alls konar smáatriði
hafa verið dregin upp á borðið í þeim til-
gangi að draga úr mínum trúverðugleika og
jafnvel ásaka mig og utanríkisráðherra um
gróf lögbrot. Þetta hefur gengið svo langt að
við höfum talið nauðsynlegt að benda á stað-
reyndir máls. Það gera menn ekki nema
menn telji sig knúna til þess. Ég vona að nú
sé komið nóg í þeim efnum.“
Þú hefur legið undir harðri gagnrýni
vegna stuðnings stjórnvalda við stríðið í
Írak. Þú gagnrýnir fréttaflutning fjölmiðla
en getur ríkisstjórnin ekki að einhverju leyti
sjálfri sér um kennt? Yfirlýsingar stjórn-
valda um málið hafa oft virst misvísindi og
óskýrar.
„Mér finnst þetta alltaf hafa verið skýrt.
Það hefur legið fyrir að málið var rætt á til-
teknum fundum í utanríkismálanefnd og það
var rætt í ríkisstjórn. Það var síðan viðkom-
andi ráðherra að taka ákvörðun um það. Það
er þeirra hlutverk og þeirra hlutskipti.
Sumir hafa haldið því fram að það væri
óeðlilegt að viðkomandi ráðherrar tækju
þessa ákvörðun, en það er það sem stjórn-
arskráin gerir ráð fyrir og það er hvorki Al-
þingis né utanríkismálanefndar að taka slíka
ákvörðun heldur ráðherranna. Þetta hefur
verið ljóst frá upphafi. Ég hef verið að fara
yfir umræður um málið frá fyrsta degi og
þetta kom skýrt fram eftir fund í utanrík-
ismálanefnd 21. mars 2003 þar sem lagðar
voru fram bókanir bæði meirihluta og minni-
hluta. Þessar bókanir voru birtar. Ég hef
farið í gegnum ummæli og viðtöl við mig. Ég
sé ekki hvað hefur verið óskýrt í þeim.
Hitt er svo annað mál að þarna er um ör-
yggis- og varnarmál að ræða og margt af því
sem gerist á vettvangi öryggis- og varnar-
mála eru mál sem ríkja þarf trúnaður um og
hefur alltaf gert. Þess vegna er það svo að
um slík mál á að vera trúnaður í utanrík-
isnefnd, en ég tel að það sem gerst hefur
hafi skapað vandamál fyrir trúverðugleik
nefndarinnar sem hún verður að yfirvinna.
Ef nefndin telur að hún yfirvinni það vanda-
mál með því að birta sínar fundargerðir þá
verður hún að ákveða það, en ég held að
þetta sé vandamál sem nefndin verður að
takast á við. Þetta er ekki bara vandamál
ríkisstjórnarflokkanna heldur nefndarinnar
og Alþingis í heild sinni.“
Mikil gróska í efnahagslífinu
Það hefur verið mikil þensla í efnahagslíf-
inu að undanförnu og hætta á að verðbólga
fari í næstu mælingu yfir vikmörk Seðla-
bankans. Eru ekki miklar hættur framundan
í efnahagsmálum?
„Aðalatriði er það að það er mikill hag-
vöxtur og gróska í efnahagslífinu. Þetta hef-
ur skilað sér í mikilli verðmætasköpun og
minnkandi atvinnuleysi. Það virðist vera
mikil framleiðniaukning í atvinnulífinu.
Þetta hefur því gengið mjög vel. Það er hins
vegar rétt að það reynir mjög á þanþol efna-
hagslífsins. Verðbólgan er meiri en við höf-
um viljað sjá og það er rétt að hún er um
þessar mundir nálægt því hámarki sem talað
hefur verið um, en það er allt sem bendir til
að hún muni síðan hjaðna. Þá reynir mjög
mikið á ýmislegt í efnahagslífinu, t.d. gengið.
Þetta er það sem fylgir mikilli grósku og
vexti. Það er nokkuð sem við vissum, en mér
finnst að þetta gangi mjög vel og að það já-
kvæða yfirskyggi hitt.
Ég hef verið í stjórnmálum í yfir þrjá ára-
tugi og ef maður lítur á fyrri hluta þess
tímabils þá vorum við í stöðugum efnahags-
krísum. Atvinnulífið var að fara yfir um og
það voru stöðugar sveiflur upp og niður. Það
var mikill fjármagnsskortur, en með öllum
þeim skipulagsbreytingum sem við gengum
gegnum á seinni hluta þessa tímabils, bæði í
sjávarútveginum, atvinnulífinu, fjármála-
markaðinum og í skattamálum, hefur mynd-
ast mikill sveigjanleiki í samfélaginu. Ég tel
það vera á margan hátt stórkostlegt hvað
þjóðfélagið þolir vel þá spennu sem núna er,
ef svo má að orði komast.“
Fleiri hafa áhuga á að fjárfesta á Íslandi
Þenslu í efnahagslífinu má að hluta til
rekja til stóriðjuframkvæmda. Það er verið
að byggja tvö álver og stærstu virkjun sem
hér hefur verið byggð. Hvað sérð þú fram á
að taki við þegar þessum framkvæmdum
lýkur? Verður farið út í nýjar stóriðjufram-
kvæmdir eða verður horft til annarra hluta?
„Það er óljóst. Það liggur hins vegar fyrir
að það er áhugi á að stækka álverið í
Straumsvík. Það er einnig áhugi fyrir því að
ráðast í byggingu álvers á Norðurlandi. Sá
áhugi hefur komið fram hjá nokkrum að-
ilum. Hvort af því verður er erfitt að segja
til um. Það sem hefur hins vegar gerst með
þessari uppbyggingu er að það eru fleiri og
fleiri aðilar að fá áhuga á Íslandi sem fjár-
festingarkosti. Fyrirtæki eins og Century
Aluminum, Alcan, Alcoa og áður Kenneth
Peterson og ýmsir fleiri aðilar sem hafa ver-
ið að fjárfesta hér á landi bera Íslandi mjög
góða sögu. Þeir telja að hér ríki mjög gott
viðskiptaumhverfi og stöðugleiki, þar á með-
al pólitískur stöðugleiki. Þetta skiptir máli.
Við höfum skapað okkur þá ímynd að það
séu engar líkur á kollsteypum. Þetta er for-
senda fyrir því að menn séu tilbúnir að
leggja fjármagn í atvinnulífið. Ég finn að
þetta svið er að breikka.
Við erum stoltir af
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að við höfum á síðustu
10 árum trúlega gengið í gegnum mestu þjóðfélagsbreytingar sem
Framsóknarflokkurinn hafi verið með í frá stofnun hans. Hann segist
í viðtali við Egil Ólafsson sannfærður um að flokkurinn hafi styrk og
mannskap til þess að takast á við verkefni framtíðarinnar.