Morgunblaðið - 30.01.2005, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 30.01.2005, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 11 Ég tel að sú mikla útrás sem nú er í ís- lensku efnahagslífi eigi eftir að skila sér, þegar fram líða stundir, miklu betur inn á við. Ég get nefnt fyrirtæki eins og Flug- leiðir, sem er núna í miklum vexti, og var að kaupa fjölmargar flugvélar. Þetta eykur um- svif hér á landi og kemur öllum til góða. Sama má segja um Atlanta og fleiri aðila í flugrekstri og í flutningum, þar sem Sam- skip hafa til að mynda tífaldað umsvif sín á fáeinum árum og Eimskip er að eflast mjög. Fyrirtæki í matvælageiranum eins og SÍF sem hefur keypt franskt stórfyrirtæki í framleiðslu og dreifingu á kældum matvæl- um og Bakkavör sem er vonandi að kaupa stórfyrirtækið Geest, sem þýðir að Bakkavör verður orðin stærsti framleiðandi tilbúinna rétta í heiminum. Þeir hafa verið að skoða kaup á íslenskum afurðum eins og fiski og landbúnaðarvörum. Það er líka hægt að nefna fyrirtæki í þekkingariðnaði eins og Össur og Marel og fyrirtæki í tölvugeiranum og lyfjaiðnaði á borð við Actavis, sem hefur staðið sig feikilega vel. Það hefur líka átt sér stað mikil útrás hjá íslensku bönkunum og þar hefur vöxturinn verið mestur hjá KB banka. Þetta eru þættir sem eiga að mínu mati eftir að skila miklu inn í íslenskt efna- hagslíf í framtíðinni og skapa hér meiri stöð- ugleika. Ég tel að við höfum því engu að kvíða þegar við horfum til nánustu fram- tíðar.“ Frumvarp um viðskiptalífið að koma inn í þingið Á síðasta ári skilaði nefnd sem viðskipta- ráðherra skipaði skýrslu um hringamyndun í atvinnulífinu. Á það mál eftir að koma inn í þingið í vetur? „Það mun gera það. Það hefur verið ákveðið að endurskipuleggja Samkeppnis- stofnun. Málið bíður afgreiðslu í öðrum stjórnarflokknum, en ég vona að því ljúki næstu daga þannig að það geti farið inn í þingið. Ég tel að stærstu atriðin í þeim efn- um séu eftirlitsþátturinn og viðurlagaþátt- urinn. Það hafa komið upp spurningar milli Samkeppnisstofnunar og lögreglunnar sem þarf að skýra. Við þurfum að hafa þetta um- hverfi frjálst en að hafa eftirlitið sem öfl- ugast. Okkur er það ljóst að við þurfum að efla Samkeppnisstofnun og það er gert ráð fyrir því á fjárlögum. Frumvarp viðskipta- ráðherra um þetta mál verður vonandi lagt fram á Alþingi næstu daga.“ Brýn verkefni í samgöngumálum Annað stórt mál, sem stjórnvöld eru að fást við þessar vikurnar, er sala Símans. Ut- anríkisráðherra nefndi fyrr í mánuðinum að hann vildi verja söluverði Símans í að byggja nýtt sjúkrahús. Styður þú þá tillögu? „Ég hef stutt áform um byggingu nýs há- tæknisjúkrahúss fyrir Landspítalann og hið frábæra starfsfólk hans. En aðalatriðið er hvað við teljum okkur þurfa að gera á næst- unni. Það er alveg ljóst að sala Símans mun styrkja fjárhag ríkisins og gera ríkissjóð hæfari til að standa undir mikilvægum verk- efnum. Ég vil nefna þar nokkur stór mál og bygging nýs sjúkrahúss er svo sannarlega eitt þeirra. Það bíða mjög stór verkefni í samgöngumálum næstu 10 árin. Þessi verk- efni eru að verða brýnni og brýnni vegna breyttra þjóðfélagshátta. Það er mikil upp- bygging í þjóðfélaginu. Flutningarnir eru komnir meira og minna á vegina og þess vegna þurfum við að taka betur á þeim mál- um. Við höfum ákveðið að hægja á fram- kvæmdum í samgöngumálum 2005–2006 vegna annarra framkvæmda, en í framhaldi af því verðum við að auka þessar fram- kvæmdir á ný. Ég get nefnt vegi um allt land. Hér á höfuðborgarsvæðinu eru verk- efni eins og Sundabraut að verða mjög brýn til þess að bæta aðkomu að borginni frá vestri. Ég nefni líka gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Það þarf líka að bæta aðkomuna frá suðri um Reykjanes- braut. Sala Símans mun auðvelda okkur að standa undir þessu mikilvæga máli. Hún mun líka hjálpa til við að gera það sem við þurfum í sambandi við nýsköpun og tækni- rannsóknir, en við þurfum að stórauka fjár- magn til nýsköpunar á næstu árum, enda mikil sóknarfæri þar að finna til framtíðar. Síðan liggur fyrir þetta stóra verkefni sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara í sem varðar uppbyggingu Landspítalans. Síðast en ekki síst vil ég nefna að við þurfum að tryggja eðlilega þróun í fjarskiptakerfinu eftir sölu Símans. Þar þarf að líta sér- staklega til þess hluta dreifikerfisins sem menn telja ekki jafnarðbæran og annað í mesta dreifbýlinu. Þess vegna þurfum við að leggja eitthvert fjármagn til hliðar í því sam- bandi.“ Fjarskiptafyrirtæki sendu í vikunni frá sér ályktun þar sem hvatt er til þess að grunnnetið verði skilið frá Símanum áður en fyrirtækið verður selt. „Það var ákveðið á sínum tíma að Síminn yrði seldur í heilu lagi og síðan yrði tryggð aðkoma annarra fyrirtækja að grunnnetinu. Það var mikil umræða um þetta mál og nið- urstaðan varð sú að þetta myndi tryggja betur framgöngu nýrrar tækni í þessu sam- bandi sem ég tel mjög mikilvægt. Hins veg- ar þarf að tryggja að það sé jafn aðgangur að þessu kerfi. Það er kvartað undan því að Síminn standi að einhverju leyti í vegi fyrir því og það þarf að athuga það mál sér- staklega. Ef á því er einhver misbrestur þarf að koma því í lag. Þar gegnir Póst- og fjar- skiptastofnun lykilhlutverki og það þarf að gera henni kleift að tryggja að þessi hlutir séu í lagi. Kvartanir þurfa að ganga til stofn- unarinnar og hún þarf að hafa styrk til að leysa úr þeim.“ Fjölskyldumál á forgangslistanum Í áramótaávarpi þínu ræddir þú talsvert um fjölskyldumál. Er það mál sem er ofar- lega á verkefnalista þínum? „Já, það er það. Ég tel að í þessum gíf- urlegu þjóðfélagsbreytingum þurfum við að horfa til okkar sjálfra; til okkar eigin að- stæðna, til heimilanna og fjölskyldnanna. Mér finnst mikilvægt að það hefur aukist umræða um þessi mál. Ég leitaði eftir til- nefningum allra þeirra ráðuneyta sem koma að fjölskyldumálum í sérstaka nefnd um þau mál. Þar verða jafnframt fulltrúar sveitarfé- laganna og almannasamtaka eins og kirkj- unnar og íþróttahreyfingarinnar. Ég vonast eftir að nefndin hefji störf fljótlega. Þetta er mál sem ég vil leggja áherslu á. Við megum ekki gleyma okkur í hagvextinum og efna- hagslífinu. Við verðum að líta til þeirra sem eiga að erfa landið og eiga að taka við.“ Þegar þú og biskup Íslands rædduð um fjölskyldumál um áramótin heyrðist sú gagnrýni að þið vilduð koma konunum inn á heimilin á ný. Ert þú að horfa til fortíðar þegar þú ræðir þessi mál? „Ég minntist nú ekkert á stöðu kvenna þegar ég ræddi þessi mál. Ég og biskupinn erum á svipuðum aldri og ég held að það detti nú hvorugum okkar í hug að menn fari að líta til þeirra þjóðfélagshátta þegar við vorum börn. Við verðum að meta þessi mál út frá núverandi ástandi. Ég held að það geti enginn verið að gagnrýna okkur fyrir að vilja líta til fjölskyldunnar og barnanna út frá núverandi stöðu. Ég tel aftur á móti af og frá að vera að sjá fortíðina í einhverjum hillingum í þessu sambandi. Það hefur margt breyst, t.d. var vinnan miklu ríkari þáttur í verkefnum barna á þeim tíma, bæði til sjáv- ar og sveita. Sá tími kemur ekki aftur. Skól- inn hefur tekið við og börnin njóta miklu meiri menntunar en áður. Ég tel að íslensk ungmenni eigi gífurlega framtíðarmöguleika og í reynd miklu meiri möguleika en okkar kynslóð átti á margan hátt.“ Geta stjórnvöld í reynd gert svo mikið í þessum málum? Er þetta ekki spurning um forgangsröðun hjá fjölskyldunum sjálfum? „Stjórnvöld geta beitt sér fyrir umræðu og þau geta haft margvísleg áhrif, á íþrótta- starf, menntastofnanir og margt fleira. Skattamál skipta að sjálfsögðu miklu máli fyrir fjölskyldurnar. Við höfum komið á fæð- ingarorlofskerfi sem er einsdæmi í heim- inum, við höfum breytt íbúðalánakerfinu sem hefur styrkt stöðu fjölskyldunnar. Ákvarðanir stjórnvalda eru því mikilvægar í þessu sambandi.“ Höfum styrk til að takast á við verkefni framtíðarinnar Annað stórt stefnumál stjórnvalda er end- urskoðun stjórnarskrárinnar. Það urðu deil- ur um starf nefndarinnar áður en það fór af stað. Hefur þú trú á að það takist að ljúka þessu verkefni á kjörtímabilinu? „Ég hef trú á því. Það virtist vera einhver óþarfa viðkvæmni og misskilningur í gangi í upphafi. Formaður stjórnarskrárnefndar, Jón Kristjánsson, hefur tjáð mér að fyrsti fundurinn hafi gengið mjög vel og að starfið sé komið í mjög góðan farveg. Mikilvægi þess starfs sem fram fer í nefndinni verður seint ofmetið og það skiptir miklu að menn komi að þessu starfi með opnum huga og hafi framtíðarhagsmuni lands og þjóðar að leiðarljósi en ekki stund- arhagsmuni. Við höfum gert allar þær ráð- stafanir sem við teljum að þurfi til að starfið gangi eðlilega fyrir sig, skipað sérfræðinga- nefnd og nýlega ráðið mjög hæfan lögfræð- ing til starfa sem mun starfa með nefnd- inni.“ Flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið í næsta mánuði. Hver verða stærstu mál þingsins? „Þar verður okkar stefnumörkun til næstu tveggja ára. Við munum ræða stöðu Fram- sóknarflokksins og þá vinnu sem við höfum verið í. Okkur hefur tekist að koma mörgum mjög mikilvægum málum sem við töluðum um í síðustu kosningabaráttu nú þegar í framkvæmd, eins og lækkun skatta og að tryggja eðlilega fjámögnun íbúðarhúsnæðis í þjóðfélaginu. Við göngum til þessa flokks- þings fullir bjartsýni. Við erum stoltir af okkar verkum og erum fullir tilhlökkunar að takast á við þau stóru verkefni sem fram- undan eru. Við höfum í þessari ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum verið að lyfta grettistaki í margvíslegum breytingum sem við höfum á stundum verið í miklum mótbyr með eins og endurskipulagningu fjármála- markaðarins og það verkefni að skapa skil- yrði fyrir útrás, m.a. með skattalagabreyt- ingum. Við höfum umbylt raforkukerfinu sem nú er mjög til umræðu. Framundan er að umbylta samkeppni á fjarskiptamarkaði með sölu Símans. Við höfum á þessu tíu ára tímabili gengið í gegnum trúlega mestu þjóðfélagsbreytingar sem Framsóknarflokkurinn hefur verið með í frá stofnun hans. Það er eðlilegt að það reyni á flokkinn í þessum byltingakenndu breytingum og ég er sannfærður um að höf- um styrk og mannskap til þess að takast á við verkefni framtíðarinnar.“ Reynir ekki líka á stjórnarsamstarfið? Formaður Samfylkingarinnar hefur oft talað um að það sé komin þreyta í samstarfið. „Það skyldi þó ekki vera einhver ósk- hyggja blandin slíkum yfirlýsingum? Það eru einkum aðilar utan stjórnarinnar sem tala með þessum hætti. Stjórnarandstaðan vonar sífellt að brestir séu komnir í stjórn- arsamstarfið, en hugar síður að sínum eigin málum. Formaður Samfylkingarinnar hefur farið mikinn gegn ríkisstjórninni og einkum Framsóknarflokknum. Það er út af fyrir sig allt í lagi og ég kveinka mér alls ekki undan átökum við stjórnarandstöðuna, en á heima- síðu hans kemur fram að honum hafi verið það mikil vonbrigði að formannsslagurinn í Samfylkingunni væri hafinn vegna þess að það hefði verið samkomulag um að hefja hann ekki fyrr en eftir flokksþing framsókn- armanna. Það virðist sem planið hjá þeim hafi verið að halda áfram að berja á Fram- sóknarflokknum fram að þeim tíma þangað til þau tækju til við að vega hvort annað inn- andyra. Mér fannst þetta vera merkilegar uppljóstranir og veita dýrmæta innsýn í störf þessa stjórnmálaflokks og hans fram- tíðarsýn, en þetta er auðvitað þeirra mál. okkar verkum egol@mbl.is ’Á heimasíðu hans [Öss-urar Skarphéðinssonar] kemur fram að honum hafi verið það mikil von- brigði að formannsslag- urinn í Samfylkingunni væri hafinn vegna þess að það hefði verið sam- komulag um að hefja hann ekki fyrr en eftir flokksþing framsókn- armanna. Það virðist sem planið hjá þeim hafi verið að halda áfram að berja á Framsóknar- flokknum fram að þeim tíma þangað til þau tækju til við að vega hvort ann- að innandyra.‘ ’Ég blygðast mín vegna hinna myrtu –einkum frammi fyrir ykkur sem lifðuð afvítisdvölina í einangrunarbúðunum.‘Gerhard Schröder kanslari Þýskalands heiðraði á þriðjudag minningu fórnarlambanna í Auschwitz, en 60 ár eru nú liðin frá frelsun útrýmingarbúðanna þar sem um ein og hálf milljón manna lét lífið. ’Hvers vegna vitum við ekkert um kon-urnar sem eru í framboði?‘Írösk kona á einum örfárra funda sem kvenframbjóð- endur í þingkosningunum í Írak hafa haldið. Ákveðið er að konur fái minnst 25% þingsæta, en þær fáu kon- ur sem boðið hafa sig fram til þings hafa flestar leynt framboði sínu af ótta við hryðjuverkamenn. ’Mér finnst þetta vera rökrétt ákvörðun,að fréttamaður axli ábyrgð á mistökum sínum með þessum hætti.‘Róbert Marshall sagði starfi sínu lausu sem frétta- maður á Stöð 2 vegna fréttar hans um að frétt CNN um lista hinna viljugu hefði komið fram fyrir rík- isstjórnarfund um málið 18. mars 2003. Í raun kom frétt CNN kom fram eftir fundinn og dró fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar frétt sína tilbaka. ’Bandaríski neytandinn er yfirvofandislys.‘Stephen Roach, aðalhagfræðingur fjármálafyrirtæk- isins Morgan Stanley varar við því að bandarískir neytendur geti skaðað efnahagslífið um allan heim ef þeir halda áfram að líta á heimili sitt sem hraðbanka. ’Það má ráða af ummælum bæði formanns utanríkismálanefndar og aðstoðarmanns utanríkisráðherra að ýmsir í Sjálfstæðisflokknum séu ekki frá- hverfir því að það verði hætt við þetta framboð.‘Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, í umræðum á Alþingi um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að sækjast eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. ’Ég tel að söguleg umskipti séu mögulegí samskiptum okkar við Palestínumenn.‘Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði að að- stæður væru að skapast fyrir miklum og jákvæðum tíðindum í samskiptum Ísraela og Palestínumanna. ’Hann er að lýsa sínum persónuleguskoðunum og hann hefur leyfi til þess eins og ég og þú.‘Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Ís- lands, kvaðst ekki eiga von á að yfirlýsingar Gylfa Arnbjörnssonar um stuðning verkalýðshreyfing- arinnar við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í for- mannskjöri Samfylkingarinnar mundi draga dilk á eftir sér innan ASÍ. ’Ég vil hætta, en ég vil hætta á mínumforsendum, ekki að einhver annar neyði mig til þess að taka þá ákvörðun.‘Cara Stiffler í viðtali við CNN. En Stiffler er einn þriggja starfsmanna tryggingakröfufyrirtækisins Weyco sem sagði upp vinnunni frekar en að hætta að reykja. Howard Weyer, eigandi fyrirtækisins, hefur alfarið bannað starfsmönnum sínum að reykja og beinir nú sjónum sínum að þeim sem eru of feitir. ’Þetta eru gríðarleg vonbrigði og greinilega ýmislegt sem við verðum að skoða.‘Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir að ljóst varð að liðið kæmist ekki upp í milliriðil eftir tap gegn Rússum á heimsmeist- aramótinu í Túnis á föstudag. Ummæli vikunnar ÞESS var minnst í liðinni viku að 60 ár eru frá því að sovéskir hermenn frelsuðu útrýmingar- búðir nasista í Auschwitz í Póllandi. Í tákn- rænni athöfn var kveikt í teinunum, sem lágu að fangabúðunum. Oft er spurt hvers vegna bandamenn sprengdu ekki teinina að útrým- ingarbúðunum í loft upp í heimsstyrjöldinni síðari til að stöðva flutninga evrópska gyðinga þangað því að þeim var kunnugt um hvað þar fór fram, en því hefur aldrei verið svarað. Aldrei aftur Reuters
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.