Morgunblaðið - 30.01.2005, Page 15
sé að hugsa sér. „En ég hef lært að
lifa með þessu og veit að óvissan er
alltaf fyrir hendi. Á meðan maðurinn
gengur laus þarf maður að vera við
öllu búinn, hvenær sem er. Það er
ómögulegt að vita hvenær hann
byrjar aftur að áreita okkur.
Það er mikilvægt að hafa í huga að
þankagangur fórnarlamba og þeirra
sem leita á náðir ríkisvaldsins til að
fá aðstoð í alvarlegum persónulegum
málum er oft á tíðum vonbrigði og
neikvæðni. Þeim finnst ríkið ekki
gera nóg til að hjálpa sér og því er
auðvelt að falla í þá gryfju að áfellast
þá starfsmenn sem maður talar við.
Maður hefur jú ekki heimild til að
svara fyrir sig sjálfur í aðstæðum
sem þessum. Því er mjög mikilvægt
að átta sig á því að lífið heldur áfram.
Ef maður lætur óttann ná algerum
tökum á sér, eins og tilfellið varð
með mig, þá hefur maður gengist
undir stjórn þess sem er að áreita
mann. Hann hefur áhrif á allt dag-
legt líf manns og það er ekki hægt að
ganga úti á götu án þess að fyllast
kvíða við minnsta tilefni.
Þegar ég var sem hræddastur, í
nóvember 2003, þegar ég kom að
bílnum mínum með sundurskorin
dekk og foreldrar mínir höfðu lent í
því sama, ákvað ég að leita mér
hjálpar og brjótast út úr þessu. Á
þeim tímapunkti var ég búinn að
leggja fram kærur hjá lögreglu fyrir
hótanir og fleira en lítið þokaðist í
rannsókninni fyrr en hann var kærð-
ur til lögreglunnar fyrir að ráðast á
mig á gamlárskvöld 2003. Hjólin
fóru að snúast þegar líkamsárásar-
kæra bættist í safnið. En eins og ég
gat um áðan er það ekki nein var-
anleg lausn að setja manninn í fang-
elsi í nokkra mánuði.“
Styrktist mikið með því að
reyna að hafa áhrif
Helgi ákvað að tala við alla þá sem
honum datt í hug, lækna, félagsþjón-
ustuna, þingmenn, ráðuneyti, land-
lækni, sálfræðing, vini og ættingja.
„Þótt ég vissi að þetta myndi
kannski ekki skila árangri, þá fann
ég að þetta gerði mér persónulega
mikið gagn því ég fann að ég styrkt-
ist mikið með því að reyna að hafa
áhrif. Það var t.d. mikil hjálp í því að
tala við Geðhjálp og smám saman
hætti ég að upplifa mig sem fórn-
arlamb, heldur virkan þátttakanda
sem væri að fást við erfitt úrlausn-
arefni. Þetta reynir á mann því það
eru engar varanlegar lausnir til. Það
sem hjálpaði mér líka mikið var að
konan mín var ólétt að barni okkar
og ég gat engan veginn sætt mig við
að barnið okkar ælist upp við þessar
aðstæður án þess að nokkur hreyfði
litlafingur. Fórnarlambahugsunin
leiðir nefnilega til aðgerðaleysis sem
getur verið undirstaða meðvirkni
með þeim sjúka. Aðalatriðið er fyrir
fólk í svona aðstöðu að líta ekki á sig
sem fórnarlamb heldur vera virkur í
að reyna að finna lausnir. Það hjálp-
ar manni. Það skiptir engu máli
hvort þessi viðleitni skilar áþreifan-
legum árangri. Maður verður samt
að reyna að hafa áhrif á þá sem vinna
að þessum málum.“
Eftir að hafa borið sig upp við
fjölda fagaðila, sem Helgi leggur
áherslu á að hafi sýnt skilning og
samúð, komst hann að því að í raun
var ekkert hægt að gera. En meðan
á þessu stóð losnaði hann út úr hlut-
verki fórnarlambsins sem hann segir
ómetanlegt. „Eina leiðin sem var
tæk að lögum var meðferð lögreglu-
yfirvalda. Aðrar lausnir komu ekki
til álita,“ segir hann. „Mér fannst
það þó óskynsamlegt að láta svona
mann í fangelsi, því hann þyrfti að fá
aðstoð.“
Almannahagsmunir teknir
fram yfir einstaklingshagsmuni
Helgi segist hafa dregið ákveðnar
ályktanir út frá atburðarásinni hvað
meðferð dómskerfisins á manninum
áhrærir. „Refsivörslukerfið gengur
aðallega út á að verja almannahags-
muni en ekki hagsmuni einstaklinga.
Einstaklingur og jafnvel fjölskylda
sem verður fyrir því að brotið sé á
þeim með refsiverðum hætti njóta
ekki jafn ríkrar verndar í fram-
kvæmd og almannahagsmunir.
Þetta á ekki síst við um brot sem
eiga sér stað innan veggja heimilis
eða eru á milli tengdra aðila, svo sem
fyrrverandi sambýlisfólks. Þetta
hefur meðal annars í för með sér að
refsing vegna brota sem varða slíka
hagsmuni er mun vægari en t.d. þeg-
ar opinber starfsmaður dregur sér
fé.
Annað mikilvægt atriði er sönnun-
arvandkvæði. Stanslaust áreiti er
mjög erfitt að sanna sem og ofbeldi
innan veggja heimilis. Þegar fólk
loksins þorir að kæra brot gagnvart
sér þá er það tekið misalvarlega hjá
lögreglu. Það er mjög stórt skref
fyrir hrætt fólk að fara til lögreglu
og mér finnst að í svona málum ætti
að veita meiri forgang en raunin er.
Þegar þetta mál kom svo fyrir dóm
var maðurinn sakfelldur fyrir þrett-
án hegningarlagabrot en refsingin
var aðeins sex mánuðir. Miðað við
átta ára refsiramma finnst manni
niðurstaðan mjög undarleg, ekki síst
þar sem hún er ekki rökstudd nema
með almennum orðum.“
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 15
orsi@mbl.is
VALFRELSI
Eflum sjálfstæða skóla í Reykjavík
Hádegisverðarfundur í Valhöll,
Háaleitisbraut 1, þriðjudaginn 1. febrúar
kl. 12.00
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti
Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, setur fundinn.
Framsögumenn:
Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgarfulltrúi.
Margrét Theodórsdóttir, skólastjóri Tjarnarskóla.
Sigursveinn Magnússon,
skólastjóri Tónskóla Sigursveins.
Fundarstjóri:
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, ráðgjafi menntamála-
ráðherra.
Hádegisverður á kr. 700.
Allir velkomnir.
Borgarstjórnarflokkur
sjálfstæðismanna og
Vörður, Fulltrúaráðið í Reykjavík.
Vegna aðsóknar er búið að bæta við auka morgunnámskeiði!
Í átta ár hefur NTV boðið upp á Skrifstofu- og tölvunám. Á þessum árum
hefur námskeiðið þróast mikið, áherslur þess breyst í takti við tímann og
vinnumarkaðinn. Það er samdóma álit þeirra sem ljúka náminu að það sé
krefjandi en umfram allt uppbyggilegt, styrkjandi og skemmtilegt.
Námið er 258 stundir og skiptist í fjóra flokka:
- Windows stýrikerfið
- Word ritvinnsla
- Excel töflureiknir
- Power Point kynningarefni
- Access gagnagrunnur
- Internetið & Tölvupóstur
Tölvunám - 96 stundir
- Verslunarreikningur
- Bókhald
- Tölvubókhald Navision MBS®
Viðskiptagreinar - 108 stundir
- Tímastjórnun og
markmiðasetning
- Sölutækni og þjónusta
- Framsögn og framkoma
- Mannleg samskipti
- Streitustjórnun
- Atvinnuumsóknir
Sjálfsstyrking - 30 stundir
- Auglýsingatækni
- Markhópagreining
- Gerð birtingaráætlana
- Gagnvirk tenging forrita
- Flutningur lokaverkefnis
Lokaverkefni - 24 stundir
„Með náminu öðlaðist ég þekkingu og
sjálfstraust til að sækja um spennandi
störf. Því þorði ég ekki áður!“
Eftir að hafa sinnt börnum og búskap
og unnið við ýmis störf sl. 20 ár
ákvað Helga að fara í skóla.
Hana langaði til að reyna fyrir
sér á öðrum starfsvettvangi.
Hún starfar í dag sem innheimtu-
fulltrúi hjá Rekstrarvörum.
Í tölvuhlutanum er lögð áhersla á þau forrit sem
nemandi þarf að kunna á til að öðlast TÖK-skírteini
sem er alþjóðleg viðurkenning á tölvukunnáttu hans.
NTV er eini skólinn þar sem öll 7 TÖK prófin og
alþjóðlegt prófskírteini er innifalið í náminu.
Kenndur er sá hluti verslunarreiknings sem mest er
notaður á skrifstofunni og tekin fyrir flest þau atriði sem
þarf til að færa bókhald fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.
NTV leggur mikið upp úr því að ná fram því besta úr
hverjum og einum nemanda. Það er ekki nóg að búa
yfir þekkingu og hæfileikum. Nemandinn þarf einnig
að þekkja styrk sinn og veikleika, kunna að stýra tíma
sínum, setja sér skýr markmið og kunna að selja öðrum
hugmyndir sínar og skoðanir.
„Skemmtilegasti og erfiðasti hluti námsins“ segja margir.
Unnið er í 3-4 manna hópum að markaðssetningu á
vöru eða þjónustu. Lokaverkefnisvinnan er skemmtileg,
krefjandi og framsett á þann hátt að hún taki á flestum
þáttum námskeiðsins.
SKRIFSTOFU-
& TÖLVUNÁM
Næstu námsskeið:
Morgunnámskeið 1
Alla virka daga frá kl. 8:30-12:30
Byrjar 7. feb. og lýkur 14. apríl.
Morgunnámskeið 2 - Örfá sæti laus
Þri, fim. og fös. frá kl. 8:30-12:30
Byrjar 8. feb. og lýkur 28. maí.
Kvöldnámskeið 1
Þri. og fim. 18-22 og lau. 8:30
Byrjar 8. feb. og lýkur 28. maí.
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS
Helga Sigríður Kristjánsdóttir
- Innheimtufulltrúi hjá Rekstrarvörum
BIÐLISTI BIÐLISTI