Morgunblaðið - 30.01.2005, Síða 16

Morgunblaðið - 30.01.2005, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is Þriðjudagur 11. janúar 2005 Viðskipti Íþróttir Afþreying Fólkið Fasteignir Gagnasafn Myndasafn MorgunblaðiðSmáauglýsingarAtvinnaForsíða Á Atvinnuvef mbl.is er nú hægt að bóka atvinnuauglýsingar, til birtingar í Morgun- blaðinu og á mbl.is, hvort sem þú ert að leita að vinnu eða vantar starfskraft. mbl.is Birtingar einn dagur í Morgunblaðinu og 10 dagar á mbl.is Auðvelt að bóka þú getur pantað auglýsingu þegar þér hentar Auðvelt að leita tekur örskot að finna það sem leitað er að Vöktun þú færð tölvupóst eða SMS þegar rétta starfið finnst Vaktmappan geymir auglýsingar til frekari skoðunar ...atvinna í boði Yfirlit auglýsinga til að skoða og fjarlægja ef óskað er. Einnig prenta út reikning. Panta auglýsingu Upplýsingar um pantanir Spurt og svaraðBreyta netfangi og lykilorði Ný störf í dag Mér finnst ég hafa veriðbeittur með ólíkind-um miklum rangind-um af hálfu ríkis-sjónvarpsins varð- andi þættina mína um íslenzku- kennslu fyrir útlendinga,“ segir Jón. Hann segir ástæðu þess að hann réðst í gerð þáttanna hafa verið þá, að hann hafi á árunum 1999 og 2000 ver- ið daglegur gestur á sjúkrahúsum í Reykjavík. Þá hafi hann fylgzt náið með erlendum starfsmönnum þar og orðið sleginn yfir vanþekkingu þeirra á íslenzkri tungu. Þessi reynsla sann- færði hann um nauðsynina á gerð ís- lenzkukennslu fyrir útlendinga. Hugmyndinni að slíkri þáttaröð var hvarvetna vel tekið og meðal annars studdu sjö ráðuneyti þáttagerðina, Jón segir tvær meginstoðirnar; Kvik- myndasjóð/Kvikmyndamiðstöð og ríkissjónvarpið, hafa brugðizt; vegna sviptinga hjá fyrrnefnda aðilanum hafi engar ákvarðanir verið teknar mánuðum saman og þegar til sjón- varpsins kom segir Jón menn þar á bæ hafa beitt sig valdníðslu og ekki borgað krónu fyrir þættina. Íslands- banki tók að sér að hlaupa undir bagga við fjármögnun verksins og byggðist sú ákvörðun fyrst og fremst á bréfi menntamálaráðuneytisins frá 22. janúar 2002, þar sem farið er lof- samlegum orðum um framtak Jóns og sýnishorn af íslenzkuþáttum hans sögð lofa góðu um framhaldið. Jón segir, að vel hafi verið vandað til framleiðslunnar, og voru starfs- menn við gerð þáttanna tæplega 70 manns, þar af 50 atvinnuleikarar. „Þetta er 21 þáttur, hver tuttugu mínútna langur; um sjö klukkustund- ir af efni, þar af er helmingurinn efni með atvinnuleikurum, sem svarar til þriggja bíómynda. Ég reiknaði alltaf með því að sýn- ing í sjónvarpi myndi skila mér stórum hluta kostnaðarins, sem varð um þrjátíu milljónir króna, en þannig hafa mál æxlast að sjónvarpið hefur sýnt þáttaröðina fjórum sinnum án þess að ég hafi fengið krónu fyrir.“ Bönnuðu bjargirnar og borguðu ekki neitt – Hvernig má það vera að þú fékkst sjónvarpinu þessa þætti til sýningar án þess að gengið væri frá greiðslum til þín? „Málið er að ég ætlaði að fá kost- unaraðila að þáttunum og ná mínum hluta með þeim hætti. Ég hafði aðeins þreifað fyrir mér og fundið að áhug- inn var ótvíræður. En þegar ég kom með þættina upp í sjónvarp sögðu menn þar á bæ, að ég mætti ekki fá kostunaraðila sjálfur, það væri þeirra mál að útvega kost- unaraðila að sjónvarpsefni, sem þeir reyndar hefðu engan áhuga á í þessu tilviki! Engu að síður bönnuðu þeir mér bjargirnar og fannst sjálfsagt að taka þættina til sýningar án þess að greiða mér svo mikið sem eina krónu fyrir.“ – Af hverju leyfðir þú þeim að hefja sýningu á þáttunum? „Auðvitað gat ég neitað þeim um þættina. En ég lifði í voninni um að þeir myndu breyta afstöðu sinni og annaðhvort greiða mér fyrir sýning- arréttinn eða leyfa mér að finna kost- unaraðila. Ég trúði því satt að segja ekki að ríkissjónvarpið gæti leyft sér að taka 30 milljóna króna prógramm án þess að greiða nokkuð fyrir það.“ – En það gerðist? „Já. Og þegar þeir voru búnir að frumsýna þættina þvinguðu þeir mig til þess að skrifa undir yfirlýsingu sem veitti þeim ótakmarkaðan sýn- ingarrétt á myndröðinni til ársloka 2004, án þess að nokkur greiðsla kæmi í staðinn.“ – Þvinguðu þeir þig? Án þess að greiða nokkuð fyrir? „Já við báðum spurningunum. Þannig var að sumarið 2003 keypti sjónvarpið annað efni af mér til sýn- ingar og þá skilyrtu þeir þau kaup því að ég gæfi þeim sýningarrétt á ís- lenzkukennsluþáttunum. Ég átti engan annan leik í stöðunni en að skrifa undir, því annars hefði ég misst af sölunni á hinu efninu og á því hafði ég engin efni. Peningarnir fyrir það runnu beint til míns banka, en ég var auðvitað orðinn anzi illa staddur þegar hér var komið sögu.“ Tel framkomu sjón- varpsins einsdæmi – Gerðist eitthvað frekar í málinu? „Ég leitaði lögfræðiálits á stöðu minni og var tjáð, að það væri gróf valdníðsla að nota sér neyð mína og spyrða íslenzkuþættina og hitt efnið þannig saman að þvinga mig til að skrifa undir sýningarleyfi fyrir þætt- ina án þess að nokkur greiðsla kæmi fyrir. Ég talaði við útvarpsstjóra, en hann vildi ekkert skipta sér af þessu. Ég skrifaði útvarpsráði bréf og það samþykkti samhljóða að sjónvarpið ætti að ganga til samninga við mig. En embættismenn sjónvarpsins hunzuðu þá samþykkt. Ég held að þessi framkoma sjón- varpsins sé einsdæmi. Ég veit ekki til þess að nokkur kvikmyndagerðar- maður hafi þurft í samskiptum við sjónvarpið að þola það, sem ég hef mátt þola. Kannski eru þetta bara kaldar kveðjur stofnunarinnar til starfsmanns hennar í árdaga. Ég er nú búinn að gera nokkrar bíómyndir og milli 40 og 50 fræðslu- þætti og hef gert samninga um sýn- ingarrétt út um allan heim. En hvergi hef ég lent í svona hremmingum. Þetta er í mínum huga meiri vald- níðsla en þekkzt hefur á þessu sviði. Ég er mikið búinn að velta fyrir mér siðferðilegri hlið þessa máls. Hvernig geta mennirnir leyft sér að koma svona fram við einstakling úti í bæ? Og hvað gengur þeim til? Hvern- ig getur opinber stofnun með rekstur upp á þrjá milljarða leyft sér að slá eign sinni á efni sem kostar 30 millj- ónir króna; það er 1% af rekstrar- kostnaði stofnunarinnar? Við skulum ekki gleyma því að rík- isútvarpið/sjónvarp hefur skyldum að gegna við íslenzka tungu. Nýlega kom fram á ráðstefnu, að margir út- lendingar höfðu skrifað undir samn- inga sem þeir skildu ekki. Við gerum kröfu til þess að þeir læri íslenzku, en ríkið gerir ekkert til þess að auðvelda þeim það nám. Og uppi í sjónvarpi uppfylla menn skyldur sínar um ís- lenzkukennslu fyrir útlendinga með því að arðræna mig! Ég talaði við menntamálaráðherra fyrir jól. Það tók mig tvö ár að ná fundi hans. Ráðherra vildi ekkert gera í málinu og ég hlýt að draga þá ályktun að hún sé samþykk málsmeð- ferð þeirra sjónvarpsmanna. Ég átti satt að segja von á öðru og hafði hald- ið að mér höndum meðan ég beið þess að tala máli mínu við hana. Ég bauð menntamálaráðuneytinu íslenzkuþættina á hálfvirði, en þeir vildu ekki kaupa.“ Þættirnir eru enn á skjánum – Árslok 2004 eru að baki og sýn- ingarleyfi sjónvarpsins þar með út- runnið. Hvað nú? „Ja, það vill nú svo til að þeir eru að sýna þættina mína núna; á hverjum laugardegi og komið árið 2005. Það sýnir bara að þessum mönnum er ekkert heilagt. Þessi mál hafa slegið öll vopn úr höndum mér. Ég er búinn að selja húsið mitt og loka skrifstofunni en kannski ég nái nú einhverjum vopn- um. Er ekki skynsamlegt að enda þetta viðtal með því að ég sé að hugsa málið!?“ Sjónvarpið beitir mig valdníðslu Jón Hermannsson kvikmyndagerðarmaður hefur átt í útistöðum við ríkissjónvarpið vegna kennslumyndaraðarinnar „Viltu læra ís- lensku?“. Í samtali við Freystein Jóhannsson rekur Jón sögu sína, sem hann segir sýna meiri valdníðslu en þekkzt hafi á þessu sviði. Morgunblaðið/Þorkell Jón Hermannsson: Hvernig getur opinber stofnun slegið eign sinni á efni mitt upp á 30 milljónir króna? freysteinn@mbl.is ’Ég trúði því satt að segja ekki að ríkissjónvarpið gæti leyft sér að taka 30 milljóna króna prógramm án þess að greiða nokkuð fyrir það.‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.