Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ B osnía og Hersegóvína er eitt fátækasta en að sama skapi eitt falleg- asta land Evrópu. Landslagið er stórbrotið en fegurð landsins er ekki það eina sem vekur athygli ferðalanga. Bosnía og Hers- egóvína er einnig fjölmenningarlegt land. Þrjú heimsveldi, Ottómanar, Habsborgarar og kommúnistar, hafa lagt landið undir sig og er þess vel að merkja bæði í byggingarlist og menningu. Einnig búa þrír þjóðern- ishópar í Bosníu – Serbar, Króatar og Bosníakar (múslimar) – er stunda ólík trúarbrögð og nota mismunandi letur til að skrifa tungumál sitt. Eins og alkunna er brutust út hörmuleg stríð á Balkanskaga í kjöl- far þess að veldi kommúnista leið undir lok. Stríðið í Bosníu stóð í rúm- lega þrjú ár og er því lauk í október árið 1995 voru yfir tvær milljónir íbúa landsins á flótta og um 400.000 höfðu látið lífið. Átökin í Bosníu voru vægðarlaus og ber landið þess enn greinileg merki, en allt frá því að stríðsaðilar skrifuðu undir formlega friðarsamninga hinn 15. desember 1995 hefur umfangsmikið uppbygg- ingarstarf á vegum alþjóðasam- félagsins átt sér stað í Bosníu. Í ljósi atburða undanfarinna ára og með hliðsjón af alþjóðlegri íhlutun t.d. í Afganistan og Írak er fróðlegt að líta til þess hvernig alþjóðasam- félaginu hefur gengið að hjálpa Bosníumönnum að byggja upp lýð- ræðislegt ríki sem getur starfað á al- þjóðavettvangi til jafns við önnur Evrópulönd. Bæði heimamenn og er- lendir gagnrýnendur starfsins í Bosníu kalla alþjóðasamfélagið stundum „fjórða heimsveldið“ þar sem umfang og vald alþjóðasam- félagsins er gríðarlega mikið og við- vera þess hefur nú varað í rúmlega níu ár og ekki útlit fyrir að henni ljúki alveg á næstunni. Dayton-friðarsáttmálinn Til þess að hægt sé að dæma starf alþjóðasamtaka í Bosníu er nauðsyn- legt að hafa í huga að allt starf þeirra er fyrirskipað og takmarkað af Dayton-friðarsáttmálanum frá árinu 1995. Dayton-friðarsamningurinn fól í sér viðurkenningu ríkisins Bosníu og Hersegóvínu með afar veika mið- stjórn og aðalvaldið hjá einingunum tveimur, Lýðveldi Serba og Sam- bandslýðveldi Bosníu og Hersegóv- ínu. Allir þrír þjóðernishóparnir eru viðurkenndir sem jafnréttháir borg- arar, landamæri eininganna tveggja eru nokkurn veginn staðsett þar sem víglínan var þegar stríðinu lauk og í samningnum er einnig að finna stjórnarskrá Bosníu og Hersegóv- ínu. En Dayton-samningurinn náði einnig til alþjóðasamfélagsins og friðaruppbyggingarstarf var sett í hendur alþjóða- og svæðisstofnana Evrópu. Hverri stofnun var fengið misafmarkað verkefni og lagalegur grundvöllur var lagður í Dayton- samningnum fyrir því hvernig að starfinu skyldi staðið. Þannig er mik- ilvægt að gera sér grein fyrir því að öllum alþjóðasamtökunum er skylt að vinna innan þess lagalega ramma sem Dayton-sáttmálinn setur upp og verða því að finna svigrúm til að- gerða innan þess umboðs sem þau hafa. Alþjóðasamtökin hafa vítt um- boð en eins og starfsmenn skrifstofu aðalfulltrúa bentu á verður einnig að taka til greina þau skilyrði sem unnið er við og að kjörnir stjórnmálamenn í Bosníu bera endanlega mesta ábyrgð á því hvernig uppbyggingarferlið gengur. Dayton-sáttmálinn fyrir- skipar sem svo að þegar allt kemur til alls beri heimamenn ábyrgð á því að halda uppi friði og stöðugleika í landinu. Alþjóðasamfélagið veitir einungis tímabundna aðstoð. Þegar í lok ársins 2001 var mikið um það rætt að uppbygging á vegum alþjóðasamfélagsins í Bosníu gengi hægt eða alls ekki. Ýmsar ástæður voru nefndar en margir töldu að að- koma alþjóðasamtaka að átökunum 1992–1995 hefði haft sitt að segja og hægt á því uppbyggingarstarfi sem í framhaldi kom. Aðrir héldu því fram að lagalega málamiðlunin í formi Dayton-samningsins væri stöðugur steinn í götu þeirra sem vildu ná framförum. Að lokum voru þeir einn- ig sem tóku til greina hvernig breytt heimssýn og umræða innan alþjóða- stofnana um endurskipulag og end- urskilgreiningu á hlutverki þeirra í hinu nýja heimssamfélagi hamlaði framförum á vettvangi. Umfangsmesta friðarferli í Evrópu Þegar við mættum á svæðið sum- arið 2002 var því töluverð uppgjöf í loftinu og fulltrúar alþjóðasamtaka ræddu opinskátt um hversu illa gengi að ná sáttum milli þjóðernis- hópa. Boyd McKechnie, yfirmaður stjórnmáladeildar Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu í Sarajevo árið 2002, sagði hreint út að „lítil sem engin samstaða væri milli eining- anna, ríkið sjálft væri afar valdalítið, svo til engin blöndun hefði orðið með- al þjóðernishópa og fáir hefðu flutt aftur á heimaslóðir þó svo margir hafi endurheimt eign sína“. Það sem þetta þýðir er í raun og veru að þrír aðalhlutar Dayton-samningsins voru ekki uppfylltir og þrátt fyrir að al- þjóðasamfélagið hafði náð ýmiss konar marktækum árangri var enn langt í frá að helstu markmiðum væri náð. Þegar svo rætt var við fulltrúa sömu alþjóðasamtaka sumarið 2003 var greinilegt að tónn alþjóðasam- félagsins hafði gjörbreyst. Þeir sem árið áður höfðu verið svartsýnir á þróun mála í Bosníu töluðu nú um að átta ár væru ekki langur tími til að sinna þessu mikla verkefni og að nauðsynlegt væri að halda alþjóða- samfélaginu í Bosníu um ófyrirsjáan- lega tíð eða þangað til Bosnía yrði fullgildur meðlimur Evrópusam- bandsins, sem réttilega er talað um sem umfangsmesta friðarferli sem nokkurn tíma hefur átt sér stað í Evrópu. En hvað olli þessari kúvendingu á hugsunarhætti alþjóðasamfélagsins á milli ára? Ýmislegt hafði breyst í millitíðinni en í fljótu bragði má greina þrjár orsakir þessara breyttu viðhorfa. Í fyrsta lagi var komin reynsla á starf Paddy Ashdown, sem í júlí árið 2002 var nýtekinn við starfi aðalfulltrúa og ólíkt mörgum forver- um sínum hefur hann bæði náð að halda vel utan um alþjóðasamfélagið og höfða til heimamanna. Paddy Ashdown hefur lagt á það mikla áherslu að alþjóðasamfélagið þarf að sýna þolinmæði, verkefnið sé gríðar- mikið umfangs og ekki sé hægt að snúa við því baki. Nýlega hefur staða aðalfulltrúa hlotið heilmikla og oft réttmæta gagnrýni, en það breytir því ekki að Ashdown nýtur mikilla persónuvinsælda í Bosníu – svo mik- illa að einn viðmælenda okkar vildi meina að Paddy Ashdown væri fyrsti erlendi erindrekinn sem heimamenn bæru virðingu fyrir og tækju mark á. Íraksstríðið hafði einnig mikil áhrif á viðhorf starfsmanna alþjóða- samfélagsins í Bosníu til eigin starfa. Bæði var augljóst frá upphafi að ráðamenn í Bandaríkjunum og Bret- landi voru ekki með neina áætlun varðandi uppbyggingarstarf að stríði loknu og alþjóðasamtök voru að sama skapi líkleg til að færa sjóði frá Bosníu, sem ekki lengur er á forsíð- um dagblaðanna, til Íraks og annarra nýlegra átakasvæða. Svo virtist sem alþjóðasamtök hefðu ekki lært mikið af þeim mistökum sem gerð voru í Bosníu og var greinilegt að starfs- mönnum alþjóðasamfélagsins var mikið í mun að hampa afrekum sín- um til að sýna að ferlið hafði verið lærdómsríkt og oft árangursríkt. Þriðja orsökin var sú að í millitíð- inni hafði viðveru Sameinuðu þjóð- anna (SÞ), er sáu um uppbyggingu lögregluliðs, lokið í Bosníu (31. des- ember 2002) og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) var bæði að draga úr starfsemi sinni og Bosnía og vegurinn til friðar Þótt ýmislegt hafi áunnist í Bosníu og Hersegóvínu frá því að átökum þar lauk fyr- ir rúmum níu árum er mik- ið uppbyggingarstarf eftir. Rósa Magnúsdóttir kynnti sér ástandið þar og ræddi við embættismenn. AP Brúin í Mostar tengir austur- og vesturhluta Bosníu og hefur ávallt verið talin tákn hins fj́ölmenningarlega samfélags í landinu. Hún var reist 1566 og stóð af sér átök aldanna. Hún var sprengd í loft́ upp árið 1993 í stríðinu í Bosníu, en reist að nýju í fyrra — tákn um nýja tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.