Morgunblaðið - 30.01.2005, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 30.01.2005, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ væru að vinna sömu verkefnin. Þetta ferli setti í raun upp nokkurs konar stoðkerfi líkt og það sem sett var upp í Kosovo, en friðaruppbyggingar- starfið í Kosovo hefur að miklu leyti tekið mið af Bosníu. Þrátt fyrir mikil vandamál þar í landi var alþjóðasam- félagið ekki eins lengi að koma sér að verki og nær allir voru sammála um að reynslan frá Bosníu hefði skipt gríðarlega miklu máli í Kosovo þó að þar séu aðstæður allt aðrar en í Bosn- íu. Margt hefur áunnist Á þeim rúmlega níu árum sem liðin eru frá því að stríðinu í Bosníu og Hersegóvínu lauk hefur þó ýmsu ver- ið áorkað. Ekki hafa brotist út stríðs- átök á ný og ofbeldi fer síminnkandi. Lög er lúta að eignarrétti eru í gildi og búið er að endurbyggja húsnæði að miklu leyti. Öllum er nú frjálst að ferðast milli eininganna tveggja og ríkið Bosnía á nú einnig mikilvæg sameiningartákn eins og fána og bosníska mynt og kosningar eru nú í höndum heimamanna. Aðskilnaður- inn milli þjóðernishópa er heldur ekki eins mikill og hann var – en þrátt fyrir þessi dæmi um hvernig vel hefur tekist til þá er gríðarmikið verk eftir að vinna í Bosníu. Það má því réttilega benda á að því fyrr sem al- þjóðasamfélagið í heild sinni gerir sér grein fyrir því að svona ferli taki langan tíma og kosta bæði gríðarlegt fjármagn og þekkingu á aðstæðum hvers svæðis fyrir sig, því betra fyrir lönd eins og Írak. Þó verður að setja aðstæður Bosn- íu og Hersegóvínu í samhengi og muna að lýðræðisþróun tekur langan tíma. Við erum of fljót að gleyma hvernig umhorfs var í Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina og hversu langan tíma það tók að endurbyggja borgir og bæi víðsvegar um álfuna. Peter Daly, einn yfirmanna ÖSE í Banja Luka, minnti einnig á að Vest- urlandabúar eru ekki í neinni aðstöðu til að tala niður til íbúa Bosníu: „Víða í Evrópu eru átök milli þjóðernishópa og lítið útlit fyrir sættir. Einnig hefur innflytjendum oft gengið illa að að- lagast evrópskum samfélögum og heimamenn sýna því oft lítinn skiln- ing að fjölmenningarsamfélög byggj- ast á gagnkvæmum skilningi og um- burðarlyndi gagnvart nýjum siðum og venjum. Stjórnmálakerfi okkar eru víðsvegar gjörspillt og eftirspurn eftir eiturlyfjum, vændi og ódýru vinnuafli, svo eitthvað sé nefnt, er stór hluti af þeirri skipulögðu glæpa- starfsemi sem fram fer í löndum sem Bosníu.“ Vesturlandabúar, og Evr- ópubúar sérstaklega, hafa þess vegna fjölmargar ástæður til þess að fylgja þessu lýðræðisþróunar- og friðaruppbyggingarverkefni eftir enda er það allra hagur að Bosnía verði stöðugt og friðsamlegt lýðræð- island. Bæði stríðið í Bosníu og uppbygg- ingarstarfið í framhaldi af friðar- samningum hafa átt sér stað á sama tíma og heimsmynd okkar – og þar af leiðandi allt alþjóðasamstarf – gjör- breyttist. Það má því segja sem svo að það starf sem fram fer í Bosníu sé um margt einkennandi fyrir þessa þróun þar sem lögð er áhersla á al- þjóðavæðingu í stað þjóðernishyggju og allir þeir sem koma að stjórn- skipulagi í Bosníu, jafnt innfæddir stjórnmálamenn sem og starfsmenn alþjóðasamfélagsins, stefna að því að Bosnía sameinist Evrópu. Til þess að Bosnía eigi möguleika á inngöngu í Evrópusambandið, þarf að huga að mannréttindamálum og lýðræðisþró- un, uppræta spillingu, minnka at- vinnuleysi, koma á fót iðnaði og laða að erlenda fjárfesta svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir þó nokkrar fram- farir frá árinu 1995 er því enn margt ógert og vegurinn frá Dayton til Brussel er enn langur og ógreiðfær. Reuters Snjór er yfir öllu í Sarajevo, höfuðborg Bosníu, þessa dagana og erfið færð. Leið Bosníumanna til friðar er heldur ekki greiðfær, þótt ýmislegt hafi áunnist. ’Til þess að Bosnía eigi möguleika á inn-göngu í Evrópusambandið, þarf að huga að mannréttindamálum og lýðræðisþróun, uppræta spillingu, minnka atvinnuleysi, koma á fót iðnaði og laða að erlenda fjár- festa svo eitthvað sé nefnt.‘ Höfundur er sagnfræðingur. Greinin er byggð á viðtölum við fulltrúa alþjóða- samfélagsins í Bosníu og Hersegóvínu í júní og júlí árin 2002 og 2003.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.