Morgunblaðið - 30.01.2005, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skipholti 29a,
105 Reykjavík
fax 530 6505
heimili@heimili. is
Einar Guðmundsson, lögg. fast.
Finnbogi Hilmarsson, lögg. fast.
Bogi Pétursson, lögg. fast.
sími 530 6500
GRENIMELUR 46 - 107 REYKJAVÍK
Einstakt tækifæri til að eignast eitt glæsilegasta húsið í vesturbænum. Um er að
ræða nýtt 660 fm einbýlishús á þremur hæðum auk kjallara sem afhendast á fullbú-
ið að utan og að innan er hægt að fá það afhent á öllum mögulegum byggingarstig-
um eftir nánara samkomulagi. Arkitekt hússins er Logi Már Einarsson. Nánari lýsing:
Lyfta er í húsinu, tvöföld lofthæð í stofu ca 6,6 metrar, þjónustuíbúð, vínkjallari, stórt
anddyri, 4 svefnherbergi (möguleiki á fleirum), setustofa, fjölskyldurými, ásamt ýmsu
fleiru. Ofan á húsinu er um 70 fm þakgarður þar sem möguleiki er á að hafa heitan
pott, innangengt í sérbúningsherbergi. Fyrir framan stofu á jarðhæð er 75 fm timbur-
verönd með steyptum skjólveggjum. Eignarlóð. Allar nánari upplýsingar og teikning-
ar er hægt að nálgast á skrifstofu Kletts.
Ármúla 15 • sími 515 0500 fax 515 0509
www.fasteignakaup.is • fasteignakaup@fasteignakaup.is
Opið hús í Álfaborgum 17
á 2. hæð til hægri.
Um er að ræða 4ra herbergja,
bjarta og fallega íbúð í góðu
fjölbýlishúsi með sérinngangi.
Stutt í skóla og þjónustu.
Verið velkomin!
Sigríður Birgisdóttir, sölufulltrúi
Fasteignakaupa, sími 898 9925
Erna Valsdóttir, lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali.
Opið hús milli kl. 14 og 16
LEIRUBAKKI 12
OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN 30. JANÚAR
FRÁ KL. 16:00-18:00
Góð 4ra herbergja íbúð á 1. hæð, þó ekki jarðhæð. Húsið er klætt að
utan með viðhaldsléttri klæðningu. Sameign teppalögð og snyrtileg.
Nánari lýsing: Komið er inn í snyrtilega sameign sem er teppalögð.
Anddyrið er flísalagt, fataskápur er í anddyri. Eldhúsið er nokkuð rúmgott
með eldri innréttingu sem er mjög snyrtileg. Korkur á gólfi. Inn af eldhúsi
er stórt og gott búr sem er einnig þvottahús, tengt fyrir þvottavél og stór
opnanlegur gluggi. Baðherbergið er snyrtilegt með dúk og hvítt sett.
Herbergisgangur er parketlagður. Barnaherbergið er ágætlega rúmgott,
plastparket á gólfi. Hjónaherbergið er mjög stórt með góðum skápum og
spónaparketi á gólfi. Stofan er parketlögð og nokkuð stór. Útgengt er á
suðursvalir úr stofunni. Í kjallara er stórt herbergi sem telst til 4 herbergis
íbúðarinnar og getur nýst í útleigu eða sem vinnuherbergi. Gluggi er á því
herbergi og er sameiginleg snyrting í kjallara. Stór og rúmgóð geymsla
fylgir íbúðinni, svo og hlutdeild í sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Tröllateigur - Mosfellsbæ
Nú er aðeins eitt hús eftir af stórglæsilegu raðhúsunum við Tröllateig. Húsið er á
tveimur hæðum. Á neðri hæð er stofa, eldhús, eitt gott herbergi, snyrting,
forstofa, stór bílskúr og geymsla. Á efri hæð er hjónaherbergi með klæðaherbergi
og sér baðherbergi, tvö stór barnaherbergi, baðherbergi og stór sjónvarpsstofa.
Sérlega góð teikning og mjög góður frágangur. Selst fokhelt, fullbúið að utan.
Hægt að fá lengra komið. Hús fyrir fólk sem gerir kröfur. Verð 22,9 millj.
Fasteignasalan Garður
Símar 562 1200 og 862 3311
Kári Fanndal Guðbrandsson, - Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali.
Vorum að fá í einkasölu glæsilegt
mikið endurnýjað einbýlishús, kjall-
ari og hæð ásamt nýlegum tvöföld-
um bílskúr, alls 205 fm, á mjög góð-
um stað í austurbæ Rvk. Glæsilegt
nýl. eldhús, bað, gegnheilt parket, 4
svefnherbergi, stór nýleg timburver-
önd með heitum potti. Möguleiki að
útbúa aukaíbúð í kjallara. Nýlegur tvöfaldur fullbúinn bílskúr og hellulagt
bílaplan með hita. Glæsileg eign á mjög eftirsóttum stað. Verð 39,7 millj.
Eigendur sýna eignina í dag, sunnudag, frá kl. 13-15.
Kambsvegur 28 - Glæsilegt einbýli.
Opið hús í dag frá kl. 13 -15.
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast.
www.valholl.is
-Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
NEMENDUR í 9. JS í Valhúsaskóla
afhentu nú í vikunni Hjálparstarfi
kirkjunnar tæpar 80 þúsund kónur
til neyðarstarfa fyrir þá sem misstu
allt í hamförunum í Asíu. Bekkurinn
safnaði innan eigin raða í sjóð og
bætti svo við með happdrætti sem
nemendur héldu í skólanum. Krakk-
arnir fengu vinninga hjá verslunar-
eigendum við Laugaveginn og seldu
miðann á 150 kr. Keyptu nær allir
nemendur og kennarar skólans miða
og náði lokaupphæð nærri 80 þús-
und kr.
Að sögn Önnu M.Þ. Ólafsdóttur,
fræðslu- og upplýsingafulltrúa
Hjálparstarfs kirkjunnar, er fátt
skemmtilegra og meira hvetjandi en
þegar ungt fólk lætur sig hlutina
varða og gerir eitthvað í málinu.
„Þessir krakkar lögðu á sig og gáfu
tíma í það að verða öðrum að liði.
Frábært framtak sem við starfs-
fólkið á Hjálparstarfinu kunnum
sannarlega að meta, enda vitum við
hve hjálpin héðan skiptir miklu máli
þar sem fólk hefur misst allt sitt.“
Nemendur 9. JS í Valhúsaskóla afhentu Önnu M.Þ. Ólafsdóttur, fræðslu- og upplýsingafulltrúa Hjálparstarfs
kirkjunnar (þriðja frá hægri), nú í vikunni framlag til neyðaraðstoðar í Asíu.
„Frábært
framtak“
Nemendur í Valhúsaskóla styrkja hjálparstarf í Asíu
ÞINGMENN Suðurkjördæmis sam-
þykktu á fundi sínum nýlega að
tryggja 20 milljónir króna til jarð-
fræðirannsókna, hvort mögulegt sé
að gera jarðgöng milli Vestmanna-
eyja og Landeyja. Rannsóknirnar
skulu fara fram sem fyrst og nið-
urstöður þeirra liggi fyrir ekki síð-
ar en á hausti komanda. Í rann-
sóknunum skal tekið mið af
áætlunum sem Birgir Jónsson, jarð-
verkfræðingur frá verkfræðideild
Háskóla Íslands og sænska verk-
takafyrirtækið NCC, auk fyrri
rannsókna sem Ármann Höskulds-
son, eldfjallafræðingur, hefur gert,
og þær unnar í samráði við þessa
einstaklinga og aðila. Vegagerð
ríkisins hefur yfirumsjón með
framkvæmd rannsóknanna.
Drífa Hjartardóttir 2. þingmaður
Suðurkjördæmis segir 10 milljónir
króna koma úr rannsóknarsjóði
Vegagerðarinnar. Hún segir að á
fundinum hafi verið ákveðið að
þingmennirnir myndu sjá um af-
ganginn síðar.
20 milljónir
tryggðar til jarð-
fræðirannsókna
♦♦♦