Morgunblaðið - 30.01.2005, Side 40
40 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Í sumum af kirkjum Íslands,og oft á prédikunarstól-unum, gefur að líta myndiraf guðspjallamönnunumfjórum og/eða táknum
þeirra – manni, ljóni, uxa og erni –
og yfirleitt eru þau öll með vængi.
Rætur þessa er að finna á 6. öld f.
Kr., í einni bóka Gamla testament-
isins, spámannsins og prestsins
Esekíels, 1. kafla, versum 1–10, en
þar segir:
Á þrítugasta árinu, í fjórða mánuðinum, hinn
fimmta dag mánaðarins, þá er ég var á meðal
hinna herleiddu við Kebarfljótið, opnaðist
himinninn og ég sá guðlegar sýnir. Fimmta
dag mánaðarins, það var fimmta árið eftir að
Jójakín konungur var burt fluttur, þá kom
orð Drottins til Esekíels Búsísonar prests í
Kaldealandi við Kebarfljótið, og hönd Drott-
ins kom þar yfir hann. Ég sá, og sjá: Storm-
vindur kom úr norðri og ský mikið og eldur,
sem hnyklaðist saman, og stóð af því bjarmi
umhverfis, og út úr honum sást eitthvað, sem
glóði eins og lýsigull. Út úr honum sáust
myndir af fjórum verum. Og þetta var útlit
þeirra: Mannsmynd var á þeim. Hver þeirra
hafði fjórar ásjónur og hver þeirra hafði fjóra
vængi. Fætur þeirra voru keipréttir og ilj-
arnar sterklegar eins og kálfsiljar, og þeir
blikuðu eins og skyggður eir. Og undir
vængjum þeirra á hliðunum fjórum voru
mannshendur. Vængir þeirra lágu hver upp
að öðrum, og ásjónur þeirra fjögurra sneru
sér ekki við, er þær gengu, heldur gekk hver
beint af augum fram. Ásjónur þeirra litu svo
út: Mannsandlit að framan, ljónsandlit
hægra megin á þeim fjórum, nautsandlit
vinstra megin á þeim fjórum og arnarandlit á
þeim fjórum aftanvert.
Þessi sýn Esekíels hafði mikil
áhrif á síðari tíma bókmenntir
þjóðarinnar, jafnvel þótt enginn
Gyðingur mætti berja umræddan
texta augum fyrr en hafandi náð
40 ára aldri, því rabbínarnir töldu
þetta of djúpt og flókið mál lítt
reyndum og þjálfuðum sálum.
Eitthvað af þessu myndmáli
komst t.d. inn í Daníelsbók (7:1-
28), en þar stíga upp úr hafinu fjór-
ar risaskepnur: eitthvað sem var
áþekkt vængjuðu ljóni, annað sem
minnti á björn, hið þriðja sem líkt-
ist fjórvængjuðu pardusdýri og að
síðustu „hræðilegt, ógurlegt og yf-
irtaks öflugt“ dýr, með tíu horn.
Smiðshöggið á þetta rak svo höf-
undur Opinberunarbókarinnar, á
1. öld e. Kr., en í 4. kafla, og vers-
um 1–8, er ritað:
Eftir þetta sá ég sýn: Opnar dyr á himninum
og raustin hin fyrri, er ég heyrði sem lúður
gylli, talaði við mig og sagði: „Stíg upp hing-
að, og ég mun sýna þér það, sem verða á eftir
þetta.“ Jafnskjótt var ég hrifinn í anda. Og
sjá: Hásæti stóð á himni og einhver sat í há-
sætinu… Fyrir miðju hásætinu og umhverfis
hásætið voru fjórar verur alsettar augum í
bak og fyrir. Fyrsta veran var lík ljóni, önnur
veran lík uxa, þriðja veran hafði ásjónu sem
maður og fjórða veran var lík fljúgandi erni.
Verurnar fjórar höfðu hver um sig sex vængi
og voru alsettar augum, allt um kring og að
innanverðu. Og eigi láta þær af, dag og nótt,
að segja: Heilagur, heilagur, heilagur, Drott-
inn Guð, hinn alvaldi, hann sem var og er og
kemur.
Þessi texti átti eftir að hafa enn
meiri verkan á listsköpun næstu
alda, heldur en orð Esekíels og
Daníels, og ryðja brautina fyrir
það sem varð.
Ef grannt er skoðað eru ver-
urnar fjórar upphaflega kerúb-
arnir (sbr. Esekíel, 10. kafli), engl-
arnir sem gættu lífsins trés í
Paradís og sáttmálsarkarinnar í
musterinu í Jerúsalem. Um þetta
segir Karl Sigurbjörnsson í bók-
inni Táknmál trúarinnar (1993):
Hjá Esekíel eru þeir tákn hins skapaða:
Maðurinn er kóróna sköpunarverksins, ljón-
ið er sterkast villtra dýra, uxinn aflmestur
hinna tömdu, örninn flýgur fugla hæst. Þetta
eru táknmyndir náttúrunnar, sem þjónar
hinum hæsta, skapara sínum og Drottni.
Vængirnir tákna að þeir eru fljótir í ferðum
að hlýða boðum hans. Talan fjórir er líka
tákn heimsins, sköpunarverksins. Þar er vís-
að til höfuðátta og frumefna…
Og síðan ritar biskup:
Snemma var farið að tengja þessa boðbera
Drottins, sem stóðu vörð um hásæti hans, og
guðspjallamennina fjóra sem umfram allt
báru guðsríki vitni á jörðu og fluttu hinn dýr-
mæta gleðiboðskap.
Hér er tengingin því komin.
En hvaða vera á þá við hvern?
Því er til að svara, að maðurinn
(stundum er þetta túlkað sem eng-
ill, eða einhvers konar sambland
manns og engils) er tákn fyrir
Matteus, ljónið fyrir Markús,
uxinn fyrir Lúkas og örninn fyrir
Jóhannes. Og af hverju? Jú,
Matteusarguðspjall hefst á ætt-
artölu Jesú og leggur þannig sér-
staka áherslu á snertingu himins-
ins við jörðina, að Guð varð maður.
Markúsarguðspjall byrjar með
frásögninni af Jóhannesi skírara,
er bjó meðal villidýra eyðimerk-
urinnar. Einnig er þarna á bakvið
sú trú manna áður, að ljónið fædd-
ist andvana og vaknaði ekki til lífs
fyrr en eftir þrjá daga. Og eins
hitt, að það lætur ekki fjötra sig.
Hvort tveggja er skírskotun til
þess, að meistarinn rauf viðjar
heljar. Þetta kann í fljótu bragði að
virðast undarlegt, því að umrætt
guðspjall vantar í raun nákvæma
lýsingu af upprisunni. Hins vegar
eru fræðimenn allflestir á því, að
endirinn hafi einfaldlega týnst og
önnur hönd því komið til aðstoðar
með lokaorðin. Lúkasarguðspjall
hefst á fórn Sakaría í musterinu og
uxinn var sláturdýr, iðulega not-
aður til þesslags brúks. Hann
minnir þannig á dauða frelsarans.
Og Jóhannesarguðspjall lítur á
annan hátt á atburðina í Palestínu
forðum en hin guðspjöllin þrjú, er í
meiri fjarlægð, sér víðar, gnæfir
yfir líkt og örninn, sem er tákn
hins eilífa og hæsta.
Og allir fjórir eru guðspjalla-
mennirnir – nú, eða verurnar, ef út
í það er farið – svo tákn Jesú
Krists: hann fæddist sem maður,
dó sem fórnardýr, sigraði eins og
ljónið, og steig til himna eins og
örninn.
Dulda þræði er síðan að finna í
landvættum Íslands og skjald-
armerkinu.
Verurnar
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Í dag er Biblíu-
dagurinn og því
tilhlýðilegt að
sækja íhugunar-
efni pistilsins
beint í heilaga
ritningu.
Sigurður Ægis-
son lítur á þá
texta í Gamla og Nýja testamentinu sem urðu kveikjan
að táknum guðspjallamannanna fjögurra síðar.
HUGVEKJA
✝ Ragnar Karlssonfæddist í Reykja-
vík 22. apríl 1942.
Hann lést 18. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Margrét
Tómasdóttir ljósmóð-
ir, f. 31.5. 1899, d.
5.11. 1982, og Karl
Guðmundsson raf-
vélavirkjameistari og
sýningarstjóri í
Tjarnarbíói og síðar
Háskólabíói, f. 30.12.
1898, d. 15.4. 1977.
Systkini Ragnars eru:
Ásta Guðrún, f. 6.10.
1926, látin; Guðmundur, f. 2. októ-
ber 1927, látinn; Hrefna Sigríður,
f. 25.1. 1930, hús-
móðir í Reykjavík;
Anna Kristjana, f.
2.1. 1932, látin; Mar-
grét Björk, f. 15.1.
1933, látin; Kristinn,
f. 18.2. 1935, vélvirki
í Reykjavík; Tómas,
f. 20.2. 1937, látinn;
Einar, f. 7.3. 1939,
látinn.
Ragnar eignaðist
soninn Iro Auriola,
sem nú er 36 ára, lög-
fræðingur í Helsinki.
Móðir hans er Eila
Auriola.
Útför Ragnars fór fram í kyrr-
þey.
Hann var tíu ára gamall þegar
hann kom inn í bekkinn okkar, 10 ára
E í Austurbæjarskólanum, bekkinn
hans Skúla Guðmundssonar. Stór og
stæðilegur, brúneygur, ljósskolhærð-
ur og hárið strítt. Hann var dulur á
tilfinningar sínar og harður af sér,
frábær sem fremsti maður í „skrið-
dreka“ þegar okkur lenti saman við
skriðdrekalið annarra bekkja í frí-
mínútum á túninu fyrir neðan skól-
ann. Og það var ekki eftirsóknarvert
hlutskipti að lenda í slagsmálum við
piltinn. Þá dró minn maður ekki af
sér.
Ragnar var ágætur námsmaður,
mikill grúskari og gat endalaust
sökkt sér niður í hin margvíslegustu
verkefni innan og utan skólans. Það
var oft gáskafullt andrúmsloftið í
bekknum, þegar Skúli var ekki við
stjórn og aðrir kennarar tóku við,
eins og til dæmis í söng, en ef sungið
var óskalagið hans Ragga, „Hún
amma mín það sagði mér“, tók hann
undir af hjartans list og var prúðast-
ur allra.
Ragnar átti heima á Grettisgötu
58b, hafði áður búið á Nönnugötu og
um skamman tíma í Hamrahlíð. Þau
voru níu systkinin, hann yngstur.
Heimilið eins og umferðarmiðstöð,
alltaf einhverjir að koma eða fara,
borða, spjalla, spila á spil eða píanó
eða bara að hafa það skemmtilegt
saman. Þrjár kynslóðir og mikill
húmor á bænum. Margrét móðir
hans mild og hlý og blíð, Karl faðir
hans örgeðja og gamansamur. Eftir
endilöngum gluggaveggnum í
herberginu hans Ragga var vinnu-
bekkur Karls. Þar stóðu rafmótorar í
röðum og biðu eftir viðgerð og þar
gátum við Raggi dundað okkur tím-
um saman.
Það var ævintýri að alast upp á
Grettisgötunni á sjötta áratug síð-
ustu aldar. Krakkaskarinn, eins og
risastór systkinahópur, lék sér í kýló,
sto, yfir, fallin spýtan, hornabolta og
parís, eða sleðaferðum niður Vitastíg-
inn á vetrum, svo að fátt eitt sé nefnt,
og það var líf og fjör í tuskunum.
Svo leið tíminn. Við áttum
skemmtileg ár í Lindó hjá Jóni Giss.
Þar var margt brallað og hefði alvar-
an að skaðlausu mátt vera meiri,
svona eftir á að hyggja.
Við fórum sex peyjar úr Lindó að
Núpi í Dýrafirði, til séra Eiríks J. Ei-
ríkssonar, og kölluðum herbergið
okkar „Little Rock“. Ætlunin hjá
okkur var að taka okkur á. Raggi
kom ekki vestur eftir áramót.
Ragnar var tæplega tvítugur þeg-
ar hann lenti í alvarlegu vinnuslysi
hjá línudeild Rafmagnsveitna ríkis-
ins. Hann var að störfum uppi í raf-
magnsstaur, en féll niður eftir að hafa
snert við streng, sem rafmagn reynd-
ist á. Þetta slys olli algjörum um-
skiptum í lífi hans og eftir það þyngd-
ist fyrir fæti. Hann reyndi sannarlega
að ná sér á skrið aftur, stundaði með-
al annars menntaskólanám og fór í
lýðháskóla í Noregi, en þrátt fyrir af-
burðagáfur á sviði stærðfræði og eðl-
isfræði var eins og úthaldið skorti,
þegar mikið lá við. Bakkus var einnig
farinn að trufla áralagið hjá honum,
en sem betur fer komu nokkur góð ár
á milli. Hvernig sem á stóð hjá Ragga
hætti hann aldrei að hugsa um stærð-
fræðina, og í uppstyttum undi hann
löngum stundum við skriftir um þetta
hugðarefni sitt. Hann var einnig ljóð-
elskur og orti ljóð bæði á sænsku og
íslensku.
Ragnar kom víða við og eignaðist
góða vini, sem sakna hans nú.
Hann Raggi er farinn yfir móðuna
miklu. Ég vona heitt og innilega að
vinur minn hafi fundið frið og fái ríku-
legt næði til að kljást við níðþungar
og torleystar stærðfræðiþrautir.
Blessuð sé minning Ragnars
Karlssonar.
Hilmar Pétur Þormóðsson.
RAGNAR
KARLSSON
✝ Hólmfríður Jón-asdóttir fæddist á
Sílalæk í Aðaldal 30.
maí 1912. Hún lést á
heimili sínu í Reykja-
vík á vetrarsólstöð-
um 21. desember síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Sigríður
Friðjónsdóttir hús-
freyja á Sílalæk, f. á
Sandi í Aðaldal 20.
desember 1875, d. í
Reykjavík 27. febr-
úar 1963 og Jónas
Jónasson bóndi á
Sílalæk, f. á Sílalæk
1. október 1867, d. 21. janúar
1946. Systkini Hólmfríðar voru
Friðjón, f. 1899, d. 1946, Hallur, f.
1903, d. 1972, Hámundur, f. 1904,
d. 1980, Helga Mjöll, f. 1906, d.
1985, Kristín, f. 1908, d. 1939, Sól-
rún, f. 1910, d. 1986 og Jónas
„Skjöldur“, f. 1916, d. 1982.
Hólmfríður giftist 5. janúar
1946 Ólafi Markús-
syni fiðluleikara,
kennara og múrara,
f. á Ísafirði 5. októ-
ber 1913, d. 19.
ágúst 1992. Dætur
þeirra eru: A) Ingi-
björg Kristín tónlist-
arkennari, maki Örn
Ólafsson (skildu).
Börn þeirra eru Eg-
ill, f. 1973 og Helga,
f. 1980, í sambúð
með Gunnari Svein-
börnssyni. B) Sigríð-
ur Elín kennari,
maki I, Arthur
Morthens (skildu). Sonur þeirra er
Ólafur Arnar Arthursson, f. 1974,
kvæntur Halldóru Sigtryggsdótt-
ur, f. 1975, þau eiga tvö börn,
Petru Ósk, f. 1999 og Harald Inga,
f. 2003. Maki II, Sven Evenson.
Útför Hólmfríðar fór fram frá
Neskirkju miðvikudaginn 5. jan-
úar.
Með Hólmfríði föðursystur minni,
eða Fríðu eins og hún var ávallt
kölluð, eru gengin öll systkinin frá
Sílalæk í Aðaldal, börn Sigríðar
Friðjónsdóttur og Jónasar Jónas-
sonar, sem þar bjuggu fram til 1946.
Fríða var næst yngst í þessum hópi
en hin voru Friðjón, Hallur, Há-
mundur, Helga Mjöll, Kristín, Sól-
rún og Jónas „Skjöldur“. Einnig ólst
upp með þeim frænka þeirra Auður
Friðbjarnardóttir. Á þeim tíma sem
Fríða var að alast upp bjuggu tvær
fjölskyldur á Sílalæk. Afi minn og
amma með sinn barnahóp og einnig
Elín systir hans með sína fjölskyldu.
Nábýli og tengsl þessara fjöl-
skyldna voru mikil og er mér sagt
að á þeim tíma hafi húsmæðurnar
deilt sama eldhúsinu. Aðstæður
voru aðrar en nú eru og var Sílalæk-
ur þá í þjóðbraut að hluta og margir
ferðalangar fóru þar um og áttu við-
dvöl. Einum þeirra hefur sennilega
þótt nóg um þann barnahóp, sem
þar var og orti vísu, sem lengi hefur
lifað innan fjölskyldunnar:
Jónas, Hallur, Hámundur,
Helga, Friðjón, Þórhallur,
Auður, Kristín, Ingibjörg
ósköp eru börnin mörg.
Fríða átti sterkar rætur í sinni
heimasveit og því umhverfi sem hún
kom úr. Fögur náttúran og marg-
breytileiki landslagsins, hraunið,
engjar, sandar, sjórinn, Kinnafjöllin
sem gnæfa við loft og marka sjón-
deildarhringinn til vesturs. Um-
hverfi og fuglalíf sem hlýtur að hafa
sterk áhrif á þá sem það upplifa.
Þó Fríða hafi ekki haft mörg
tækifæri til að ferðast veit ég að hún
naut þeirra ferða sem hún fór norð-
ur á sínar æskuslóðir, upplifði um-
hverfið og hitti sitt skyldfólk. Naut
ég þess í tvígang að fara með henni
þar um og milli bæja. Hún hafði
mikinn áhuga á að fylgjast með,
frétta af sínu fólki og spurði mig oft
um það. Hún var mjög stolt af ætt-
fólki sínu. Rakti föðurlegginn til
Sílalækjar, þar hefur sama ættin
búið frá 1773 en móðir hennar var
frá Sandi í sömu sveit. Fríða hafði
mikinn ættfræðiáhuga og tók ým-
islegt saman um sínar ættir og
skyldfólk, fróðleik sem er ómetan-
legur. Hún fór ung til Danmerkur
og dvaldi þar fram undir stríðsbyrj-
un, bæði í vist og við hótelstörf.
Þessi tími var henni mjög dýrmætur
og þaðan átti hún góðar minningar,
var óþreytandi við að rifja hann upp
og segja frá ýmsum atburðum. Á 75
ára afmæli sínu fór hún þangað aft-
ur í nokkurs konar „pílagrímsferð“
ásamt Sigríði dóttur sinni, Ingunni
bróðurdóttur sinni og Halli Erni
syni hennar, ferð sem hún hafði
lengi þráð.
Fríða var sterkur og stórbrotinn
persónuleiki, hrjúf á köflum en hlý,
létt og glaðlynd að eðlisfari. Hún
vildi öllum vel, bar hag dætra sinna
og fjölskyldna þeirra sterkt fyrir
brjósti. Hjá henni áttu þau athvarf
og einnig Hallur Örn frændi hennar,
sem dvaldi löngum hjá henni þegar
móðir hans var við störf.
Fríða hafði gaman af að umgang-
ast aðra og naut þess að hafa fólk í
kringum sig. Hún hafði gaman af að
segja frá og rifja upp eldri tíma, var
okkur yngri óþreytandi viskubrunn-
ur um margt, sem manni þyrsti að
vita um fjölskylduna og hagi eldri
kynslóða. Á meðan heilsa hennar og
minni var enn gott hafði ég gaman
af að spyrja hana og hún ekki síður
að segja frá.
Þegar aldurinn færðist yfir og
heilsunni fór að hraka átti hún erf-
iðara með að fara sinna ferða og
þurfti þá oft liðsinni annarra.
Nokkrum sinnum bað hún mig að
keyra sig eitthvað sem hún þurfti
eða ætlaði að fara. Margt er mér
minnisstætt úr þeim ferðum, því
einhvern veginn hagaði því oft til að
upp komu skondin atvik sem hægt
var að hlæja að á eftir. Ein ferð er
mér sérstaklega minnisstæð þegar
ég hafði lofað að fylgja henni á kjör-
stað við forsetakosningarnar 1996.
Þangað vildi hún komast og kjósa
sinn MANN. Ég var ákveðin í að
gera svolítið meira úr þessum degi
en bara fara að kjósa. Við puntuðum
okkur báðar upp. Ég sótti Fríðu á
Hjarðarhagann, kom inn til að vera
viss um að allt væri með sem þurfti.
Ók síðan keik niður í Ráðhús
Reykjavíkur, lagði bílnum í bíla-
HÓLMFRÍÐUR
JÓNASDÓTTIR