Morgunblaðið - 30.01.2005, Side 41

Morgunblaðið - 30.01.2005, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 41 MINNINGAR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELMA NÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR, Espigerði 6, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu- daginn 31. janúar kl. 13.00. Ágústa Hreinsdóttir, Ernst Jóhannes Backman, Anna Magnea Hreinsdóttir, Arnar Óskarsson, Guðný Hreinsdóttir, Ásgeir Snæbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR G. AUÐUNSDÓTTIR frá Dvergasteini, lést á Landspítalnum við Hringbraut að kvöldi mánudagsins 24. janúar. Útför fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 2. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hjálparstarf kirkjunnar. Auðunn F. Kristinsson, Sigrún Inga Kristinsdóttir, Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, Kristinn L. Auðunsson, Sigríður D. Auðunsdóttir, Árni G. Kristinsson, Júlíana M. Árnadóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF A. ÓLAFSDÓTTIR frá Ísafirði, Sæviðarsundi 15, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánu- daginn 31. janúar kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að leyfa samtökum fyrir krabbameinssjúk börn að njóta þess. Ólafur G. Viktorsson, Guðný Tryggvadóttir, Steinar Viktorsson, Jórunn Andreasdóttir, Bergljót Viktorsdóttir, Eysteinn Yngvason, Hafsteinn Viktorsson, Borghildur Ísfeld Magnúsdóttir, Júlíus S. Ólafsson, Sigríður Claessen, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir sendum við þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa, tengdasonar og bróður, ÁGÚSTS GÍSLASONAR, Suður-Nýjabæ, Þykkvabæ, sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 14. janúar. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11E Landspítala Hringbraut og Sjúkrahúsi Suðurlands. Guð blessi ykkur öll. Nína Jenný Kristjánsdóttir, Kristján Erling Kjartansson, Pálína Auður Lárusdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Óskar G. Jónsson, Sigríður Ingunn Ágústsdóttir, Guðlaugur Gunnar Jónsson, Gísli Ágústsson, Erla Þorsteinsdóttir, Gestur Ágústsson, Birna Guðjónsdóttir og barnabörn, Ingunn Sigríður Sigfinnsdóttir, Dagbjört Gísladóttir. Bróðir minn, RAGNAR KARLSSON, andaðist þriðjudaginn 18. janúar. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Kristinn Karlsson. Ástkær eiginkona, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, ANNA GARÐARSDÓTTIR, Vorsabæ 3, Reykjavík, sem lést laugardaginn 22. janúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1. febrúar kl. 15.00. Þorvarður Örnólfsson, Móeiður Helgadóttir, Helga Móeiður Arnardóttir, Haraldur Pétursson, Örnólfur Þorvarðsson, Guðlaug Þóra Kristjánsdóttir, Garðar Þorvarðsson, Gunnhildur Jónsdóttir, Arnþór Jón Þorvarðsson og barnabörnin. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JAKOBÍNA SOFFÍA GRÍMSDÓTTIR, Háteigsvegi 9, Reykjavík, lést föstudaginn 21. janúar. Útförin fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 26. janúar. Jarðsett var í Húsavíkurkirkjugarði. Halldóra Guðmundsdóttir, Gylfi Snædahl Guðmundsson, Bragi Guðmundsson, Guðrún Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona, móðir, systir, tengdamóðir og amma, MARGRÉT INGIMARSDÓTTIR, áður Hátúni 12, Safamýri 53, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju þriðju- daginn 1. febrúar kl. 13.00. Örn Daníelsson, Eiríkur Ingi Eiríksson, Guðrún Jónsdóttir, Jóhann Sigurðsson, Svanfríður Jónasdóttir, Þórður Eiríksson, Margrét Eiríksdóttir og fjölskylda Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HJALTI GUÐMUNDSSON, Bæ, Árneshreppi, er lést miðvikudaginn 26. janúar, verður jarð- sunginn frá Árneskirkju laugardaginn 5. febrúar kl. 14.00. Minningarathöfn verður í Dómkirkjunni þriðjudaginn 1. febrúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Steinunn Hjaltadóttir, Jensína Hjaltadóttir, Guðni Þór Hauksson, Pálína Hjaltadóttir, Gunnar H. Dalkvist, Birna Hjaltadóttir, Þorsteinn Hjaltason, Manya, Unnur og Vilborg. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR BALDURSSON hæstaréttarlögmaður, lést föstudaginn 28. janúar. Útför hans verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Lilja Bernhöft, Baldur Sigurðsson, Gísli Sigurðsson. Ég man vel gömlu árin, þegar við þekktumst best. Við vorum báðir ungir menn í Hlíðahverfinu, hvor í sínu kjallaraherbergi. Við hittumst á kvöldin og lásum kvæði og söngvísur, hlustuðum á Jim Reeves og margt fleira og sungum stundum saman ein- hver eldri lög, sögðum gamansögur og hlógum mikið. Við fórum á samkomustaði, við kynntumst ýmsu fólki. Þú varst ver- aldarvanari en ég og ég öfundaði þig stundum. Þú talaðir oft um að ég væri klaufalegur í framkomu. Það var víst örugglega satt. Þú barst þig alltaf vel. Varst með glæsilegri mönnum. Leiðir okkar skildu smám saman. Heilsu þinni fór hrakandi. Það þótti mér sorglegt. Þú hafðir orðið fyrir alvarlegu slysi á unglingsárum og beiðst þess ekki bætur, en það datt engum í hug sem sá þig. Við hittumst í nokkuð mörg ár af og til fyrir tilviljun. Við töluðum samt nokkuð einlæglega saman um okkar hagi. Árin líða. Við erum báðir komnir vel yfir miðjan aldur. Við erum allt í einu orðnir nágrannar í Breiðholti. Við hringjum oft hvor í annan og svo hittumst við mikið, jafnvel oft í viku. Þú ert í viðmóti til mín sá gamli Ragn- ar sem ég þekkti svo vel fyrr. Sem áður er heilsa þín ekki góð. Ég er fjarstaddur, þegar ég frétti snöggt andlát. Það kemur mér á óvart, þó ég vissi að þú gengir ekki heill til skógar. Þú áttir þér alltaf kært áhugamál, sem þú náðir tökum á snemma á ævi. Þrátt fyrir margt andstreymi lagðir þú alúð við flókið verkefni og skildir eftir ritað efni. Ég vil svo feginn vita að það komi fyrir sjónir fólks sem kann um það að dæma. Vertu kært kvaddur, gamli vinur. Þú átt örugglega von um góða heim- komu. Stefán. kjallarann, fór síðan upp í kjördeild og ætlaði að byrja á því að koma 84 ára gamalli föðursystur minni á réttan stað. Eitthvað hafði þeirri yngri yfirsést í öllum undirbúningi og skipulagi þessarar ferðar, því báðar vorum við persónuskilríkja- lausar og samviskusamir kjördeild- armenn ekki tilbúnir að taka við okkur pappírslausum. „Nú voru góð ráð dýr.“ Ég sá okkur ekki alveg fara báðar heim að sækja skilríkin og koma aftur. „Tók því sénsinn,“ skildi Fríðu eftir, náði mér í skilríki og vonaði að það dygði okkur báð- um. Svo varð, því með mínum gat ég þó fengið leyfi til að votta hana og við lukum ætlunarverkinu, stoltar með það sem við höfðum afrekað. Settumst inn á kaffihús Ráðhússins, gæddum okkur á kaffi og kræsing- um, nutum þess að sitja þarna og horfa á fuglalífið á Tjörninni og mannfólkið í Ráðhúsinu. Fengum okkur svo langan bíltúr um borgina, sem að Fríða naut til hins ýtrasta. Að ferðinni lokinni tók hún ekki annað í mál en ég kæmi með sér inn og fengi kaffi, sem ég og gerði. En ánægju sinni með ferðina og daginn vildi hún launa mér, gerði það með því að draga fram og sýna mér skrif sín og samantektir, sem höfðu verið henni alger helgidómur. Við skildum glaðar eftir þennan góða dag, hún með ferðina og ég ekki síður með að hafa átt hann með henni og hlotnast þessi heiður í lokin. En undanfarin ár hafa verið Fríðu erfið, heilsunni hrakaði meir og meir. Hún átti erfiðara með fara um og vera sjálfs sín herra. Naut hún þá stuðnings sinna nánustu og var Ingibjörg dóttir hennar, henni mikil stoð og stytta þennan tíma. Flutti hún inn á heimilið, sá um móður sína og studdi hana til síð- asta dags. En Fríða naut þess að fá þá ósk uppfyllta að deyja heima, á því heimili sem hún hafði búið á um 50 ár, umvafin sínum nánustu. Um leið og ég kveð frænku mína, finnst mér ég vera að kveðja hluta af fjölskyldusögunni. Hún fór síðust systkinanna og náði háum aldri. Ég þakka henni samfylgdina og sendi dætrum hennar, Ingibjörgu og Siggu, og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Elín Mjöll Jónasdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.