Morgunblaðið - 30.01.2005, Qupperneq 42
42 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðrún Helga-dóttir fæddist á
Neðra-Núpi í Miðfirði
27. október árið 1911.
Hún lést á Dvalar- og
hjúkrunarheimilinu
Grund í Reykjavík 6.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Helgi
Jónsson frá Huppa-
hlíð, f. 14.7. 1884, d.
2.9. 1965, og Ólöf
Jónsdóttir frá Hömr-
um í Þverárhlíð, f.
15.2. 1880, d. 11.10. 1969.
Guðrún var þriðja í röð átta
systkina. Hin voru Jóhannes Ólaf-
ur, f. 30.5. 1909, d. 21.3. 1999,
kvæntur Jónu Sveinbjarnardóttur,
f. 14.9. 1912; Jón, f. 11.9. 1910, d.
20.9. 2000, kvæntur Pertónellu Pét-
ursdóttur f. 9.8. 1911, d. 22.6. 1987;
Marinó, f. 4.6. 1913, d. 29.3. 1991,
kvæntur Ástu Maríu Jónasdóttur, f.
18.1. 1909, d. 18.6.1967; Jóhann, f.
14.9. 1914, d. 24.11. 2001, kvæntur
Jóhönnu D. Jónsdóttur
f. 28.12. 1923; Ólöf, f.
30.1. 1918, gift Bene-
dikt Sveinbjörnssyni f.
4.3. 1915, d. 29.12.
1989; Björn, f. 4.7.
1921, kvæntur Jó-
hönnu Hjaltadóttur, f.
17.8. 1919; og Aðal-
steinn, f. 15.10. 1925,
var kvæntur Signýju
Þ. Óskarsdóttur f.
19.5. 1930.
Guðrún fluttist með
fjölskyldu sinni að
Hnausakoti árið 1921 þegar for-
eldrar hennar festu kaup á jörð-
inni. Hún stundaði nám við
Kvennaskólann á Blönduósi vetur-
inn 1934–35. Eftir að hún fluttist til
Reykjavíkur um þrítugt starfaði
hún lengst af við gólfteppagerð en
síðustu starfsárin vann hún við
ræstingar á Borgarspítalanum.
Útför Guðrúnar fór fram frá Há-
teigskirkju 19. janúar, í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Í dag verður til moldar borin Guð-
rún Helgadóttir og langar mig til að
minnast hennar með nokkrum orð-
um. Ég kynntist Gunnu frænku þeg-
ar ég flutti til Reykjavíkur fyrir tæp-
um tíu árum. Þá var mér bent á að
Gunna frænka byggi rétt hjá mér
eða hinum megin við Miklubrautina,
bara yfir eina götu að fara. Ég brá
mér í heimsókn til hennar og var
strax vel tekið. Með okkur tókst mik-
il vinátta og heimsótti ég hana oft
eftir þetta skipti og hafði gaman af
því að spjalla við hana. Gunna
frænka var róleg, glöð, kát og gam-
ansöm. Hún gerði ekki kröfur til eins
eða neins og var sátt við það sem hún
hafði og vildi bjarga sér sjálf eins
lengi og hún gæti. Síðan fór heilsan
að versna og hún fór á sjúkrahús en
þegar hún kom aftur treysti hún sér
ekki til að vera lengur ein heima. Þá
hafði hún fyrir nokkru verið búin að
sækjast eftir plássi á hjúkrunar-
heimilinu Grund og fékk um sama
leyti. Hún hafði verið þar í nokkur ár
þegar hún lést 93 ára. Gunna var
orðin tilbúin að fara og ræddi það oft
á tíðum. Ég vil þakka Gunnu frænku
allar þær góðu stundir sem við áttum
saman þessi ár, þær voru mér mikils
virði. Blessuð sé minning hennar.
Við þökkum fyrir ástúð alla,
indæl minning lifir kær.
Nú mátt þú vina höfði halla,
við herrans brjóst er hvíldin vær.
Í sölum himins sólin skín
við sendum kveðju upp til þín.
(H.J.)
Ég sendi öllum aðstandendum
samúðarkveðjur.
Ólöf Björnsdóttir.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
(Tómas Guðmundsson.)
Ferðin hennar Gunnu var orðin
löng og hún var farin að óska þess að
ferðalagið tæki enda. Hinn 6. janúar
sl. varð henni að ósk sinni og hún
kvaddi hljóðlega um leið og jólin
runnu sitt skeið. Á leið okkar í gegn-
um lífið eigum við samleið með
mörgu fólki, langar eða stuttar dag-
leiðir eftir atvikum. Við dveljum á
margskonar hótelum og samferða-
fólkið hefur mismikil áhrif á okkur.
Gunna var föðursystir mannsins
míns og við tvær áttum samleið í nær
fjörutíu ár, þó að við þekktumst ekki
mjög mikið framan af. Fyrir um ald-
arfjórðungi fluttum við hjónin með
börnin okkar þrjú í Safamýrina og
urðum nágrannar Gunnu og tengd-
umst henni þá traustum böndum.
Oft lá leið okkar í Hvassaleitið og
hennar leið lá oft til okkar. Þegar
Hrafnhildur okkar fæddist kom
Gunna oftast vikulega í heimsókn og
hafði mikla ánægju af að fylgjast
með þessari litlu frænku sinni.
Gunna giftist ekki og átti ekki
börn en öll systkinabörnin hennar og
þeirra börn voru hennar börn og hún
lét sér mjög annt um hvert og eitt
þeirra.
Gunna tók virkan þátt í okkar bú-
skaparstússi og það munaði um þeg-
ar hún kom og saumaði keppi þegar
tekið var slátur á haustin, steikti
laufabrauð með okkur eða hjálpaði
til við að sulta rabbarbara og ber.
Oft kom hún með nýsteiktar kleinur
með sér og það kunni unga fólkið á
heimilinu vel að meta. Hún var dug-
leg og velvirk að hverju sem hún
gekk. Það var alltaf gaman að ræða
við Gunnu, hún fylgdist vel með, var
fróð og minnug. Hún velti gjarnan
málum fyrir sér á dálítið heimspeki-
legan hátt. Gunna hafði ánægju af að
ferðast og átti þess nokkrum sinnum
kost að ferðast til fjarlægra landa,
þar áttum við sameiginlegt áhuga-
mál og mikið gladdist hún alltaf fyrir
okkar hönd þegar ferðalög á nýjar
slóðir voru á döfinni. Við leiðarlok
færi ég Gunnu frænku, fyrir hönd
fjölskyldu minnar, innilegar þakkir
fyrir samfylgdina og fyrir allt sem
hún gaf okkur með umhyggju sinni
og hlýju.
Guð blessi minningu hennar.
Margrét Benediktsdóttir.
Þá hefur Guðrún Helgadóttir frá
Hnausakoti, eða Gunna frænka,
kvatt okkur rúmlega níutíu og
þriggja ára gömul. Þar sem ég og
fjölskylda mín eigum þess ekki kost
að fylgja henni síðasta spölinn lang-
ar mig að senda fáein kveðjuorð héð-
an frá Tennessee.
Fyrstu minningarnar um Gunnu
eru frá sumrunum í Hnausakoti þeg-
ar hún kom að heimsækja okkur í
sumarfríinu sínu. Þá fór hún stund-
um á morgnana niður í kjallara til að
ná sér í hnausþykkan rjóma úr
Hnausakotskúnum til að hafa út á
hafragrautinn, enda jafnast fátt á við
hafragraut með rjóma og slátri.
Oft komu einhver af systkinabörn-
um hennar með henni sem hún vildi
sýna sveitina sína. Síðar þegar börn
systkina hennar eignuðust börn lét
hún sér eins annt um þau.
Gunna bar alltaf sterkar taugar til
Austurárdalsins og eftir að aldurinn
færðist yfir kom hún norður á sumr-
in með einhverjum af yngri Hnausa-
kotssystkinunum. Hún sat þá ekki
auðum höndum, sá um uppvask, sem
oft var mikið þegar margir voru á
staðnum, og sinnti fleiri verkum sem
til féllu. Henni var afar annt um ætt-
ingja sína og fylgdist vel með öllu
sínu skyldfólki, þekkti, held ég, alla í
ættinni og ef einhver vildi fræðast
um eitthvað þar að lútandi var nóg
að spyrja Gunnu, hún hafði alla
þessa vitneskju á reiðum höndum
enda stálminnug.
Alla sína tíð vann hún erfiðisvinnu.
Í átta sumur var hún í kaupavinnu á
Aðalbóli hjá þeim hjónum Ólöfu og
Benedikt og hélt tryggð við þau alla
tíð síðan. Hún vann í mörg ár við
teppagerð í Gólfteppagerðinni og
GUÐRÚN
HELGADÓTTIR
Kæru vinir og vandamenn.
Þökkum af alhug þá hlýju og vinsemd sem þið
sýnduð okkur vegna fráfalls okkar ástkæru
móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og
systur,
JÓRUNNAR KARLSDÓTTUR,
Brúarási 7,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Inger Steinsson, Ólafur Ö. Pétursson,
Helga M. Steinsson, Einar M. Sigurðarson,
Jóhann T. Steinsson, Jenný L. Þorsteinsdóttir,
Unnur Steinsson, Ásgeir Ásgeirsson,
Ásdís Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir og kveðjur fyrir auðsýnda
samúð og vinarhug vegna andláts elskulegs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og
afa,
AUÐUNS AUÐUNSSONAR
skipstjóra,
Valhúsabraut 31,
Seltjarnarnesi.
Stella Eyjólfsdóttir,
Sæmundur Auðunsson,
Björn Eyjólfur Auðunsson, Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir,
Steinunn Auðunsdóttir,
Ásdís Auðunsdóttir, Þórður Viðar Snæbjörnsson,
Stella Auður Auðunsdóttir
og barnabörn.
Kæru vinir. Við sendum ykkur öllum innilegar
þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
KRISTÍNAR MARÍU MAGNÚSDÓTTUR,
Háaleitisbraut 14,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á Land-
spítala Hringbraut sem annaðist hana.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd annarra ástvina,
Sævar Óskarsson,
Elín Ósk Óskarsdóttir, Arngrímur Þorgrímsson,
Anna Maggý Óskarsdóttir, Pálmar Þór Snjólfsson,
Óskar Þór Arngrímsson, Eygló Björk Pálmarsdóttir,
Arnar Már Pálmarsson, María Rós Arngrímsdóttir,
Lilja María Pálmarsdóttir.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og
afa,
INGÓLFS ARNARS ÞORKELSSONAR
fyrrverandi skólameistara.
Sérstaklega þökkum við starfsfólki hjúkrunar-
heimilisins Sóltúns fyrir frábæra umönnun og
ómetanlegan stuðning.
Rannveig Jónsdóttir,
Jón Arnar Ingólfsson,
Þorkell Már Ingólfsson,
Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, Karl Emil Gunnarsson
og barnabörn.
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem
sýndu samúð, vináttu og hlýhug við andlát og
útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
SIGRÚNAR GÍSLADÓTTUR,
Álfhólsvegi 70,
Kópavogi,
sem lést laugardaginn 15. janúar síðastliðinn.
Guðmundur Hansen Friðriksson,
Gísli Hansen Guðmundsson, Anna Hugrún Jónasdóttir,
Friðrik Hansen Guðmundsson, Ingibjörg Ragna Óladóttir,
Kristján G. Guðmundsson, Hjördís Svavarsdóttir,
Árni J. Guðmundsson
og barnabörn.
Við þökkum innilega auðsýnda samúð við
andlát og útför okkar kæra bróður,
FRIÐRIKS FR. HANSEN
frá Sauðárkróki.
Alúðar þakkir til starfsfólks og vistfólks á sam-
býlinu á Hvammstanga.
Systkini hins látna.
Móðir okkar,
STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
fyrrv. prentsmiðjustjóri,
lést á Sólvangi, Hafnarfirði, föstudaginn 28. janúar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Ingibjörg Guðmundsdóttir
Guðrún Guðmundsdóttir
Guðmundur Magnús Guðmundsson.