Morgunblaðið - 30.01.2005, Qupperneq 43
Vefaranum og þar eins og annars
staðar voru not fyrir hennar hand-
bragð en hún var afar lagin í höndum
og vandvirk og á sínum yngri árum
stundaði hún talsvert saumaskap og
nutu margir góðs af. Síðustu árin
vann hún á Borgarspítalanum við
skúringar en einnig gaf hún sér tíma
til að spjalla við sjúklingana og hefur
ábyggilega stytt daginn hjá mörgum
þeirra með því.
Eins og svo margir fleiri í gegnum
tíðina bjó ég hjá henni um tíma og
naut umhyggju hennar, en henni var
umhugað um að sem best færi um
mig og sérstaklega að ég borðaði
nóg, en alltaf var mikill og góður
matur hjá henni. Aldrei mælti hún
styggðaryrði eða vandaði um við mig
þótt stundum hefði kannski verið
ástæða til.
Síðar meir kom ég oft til hennar í
kaffisopa og þó hún segði stundum
„það er verst að ég á ekkert til með
kaffinu“ brást aldrei að eitthvað
gómsætt var á borðum. Við höfðum
alltaf um nóg að tala því Gunna var
fróð og fylgdist vel með því sem var
að gerast. Þegar ég kvaddi þá átti
hún stundum til að gefa mér aura en
vildi sem minnst úr því gera.
Gunna var afskaplega hógvær og
látlaus kona og henni fjarri skapi að
láta á sér bera á nokkurn hátt eða að
vera í sviðsljósinu en hún snerti þó líf
margra á sinn hlýja og einstaka hátt.
Þegar við sáumst í síðasta sinn í
sumar sem leið vestur á Grund var
hún vel hress, fór með okkur fram í
matsal og bauð okkur upp á hádeg-
ismat og auðvitað vildi hún gleðja
Will og Jóhönnu eins og ævinlega,
gaf þeim súkkulaði og brjóstsykur
að skilnaði. Þegar hún kvaddi okkur
fylgdi hún okkur til dyra að gömlum
og góðum sið og brosið hennar fylgdi
okkur út í sólskinið þennan fallega
dag.
Við sendum systkinum hennar og
öðrum aðstandendum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Jóhannes Jóhannsson
frá Hnausakoti.
Við systkinin frá Hnausakoti eig-
um henni Gunnu frænku okkar svo
margt að þakka. Hún var svo mikill
sumargjafi. Þegar við sáum hana
koma gangandi niður Borgarásinn
var hápunkti sumarsins náð, kom
með rútunni að sunnan, fór fyrst að
Neðra-Núpi og kom svo í Hnausa-
kot. Alltaf hafði hún eitthvað fallegt
og nytsamlegt í farangrinum sínum,
sérstaklega man ég eftir stutterma
peysunum sem hún hafði prjónað á
okkur systurnar þrjár, Stellu,
Rögnu og Binnu, þær voru hvítar
með mynstri sem voru börn sem
leiddust. Til er mynd af okkur í þess-
um fallegu peysum. Svo var hún
mikil saumakona og saumaði á okkur
föt upp úr gömlum flíkum, þvílík
gleði sem það var að fá nýja flík á
þessum árum. Hún var svo mikill
vinur fjölskyldunnar í Hnausakoti og
bar hag okkar barnanna svo mjög
fyrir brjósti, alltaf að færa okkur
eitthvað gott og fallegt og svo fannst
okkur hún svo skemmtileg, hópuð-
umst alltaf í kringum hana. Þegar
við svo undirritaðar vorum fluttar
suður og vildum fara að búa sjálfar
áttum við gott athvarf hjá Gunnu í
Hvassaleitinu. Þar bjuggum við allar
um tíma, ýmist einar eða með kær-
ustum og börnum og ekki var verið
að rukka um húsaleigu, þetta var
hjálp við börnin frá Hnausakoti. Hún
kom oft í Hnausakot á sumrin eftir
að það varð sumardvalarstaður fjöl-
skyldunnar, auðvitað þurfti hún að
gera gagn og stóð við vaskinn og
þvoði upp þar til pabbi keypti upp-
þvottavél, þess á milli spáði hún í
bolla og sá oft eitthvað spennandi
eins og nýja kærasta og óléttar
stelpur. Alltaf sótti maður í að heim-
sækja Gunnu öll hin síðari ár, hún
var svo gefandi og áhugasöm um
okkar hagi að unun var að því að
spjalla við hana, sýna henni myndir
af fjölskyldum okkar og segja henni
frá hvernig gengi. Allra síðustu árin
var hún farin að bíða eftir að fá að
fara, orðin södd lífdaga, búin að
vinna mikið öll sín ár og hlú að sínum
ættingjum. Við þökkum henni sam-
fylgdina sem var mikil og góð og
biðjum góðan guð að umvefja hana
ljósi sínu.
Jenný, Ragna og Bryndís.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 43
MINNINGAR
✝ Þórheiður Sig-þórsdóttir fædd-
ist í Klettakoti í Fróð-
árhreppi á Snæfells-
nesi 26. júní 1915.
Hún lést 12. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Krist-
björg Gísladóttir, f.
1880, d. 1958, og Sig-
þór Pétursson skip-
stjóri, f. 1880, d.
1951. Systkini Þór-
heiðar voru Pétur G.,
f. 1899, d. 1930, Lilja,
f. 1902, d. 1970,
Kristjana, f. 1906, d. 1983, Krist-
þór, f. 1916, d. 1939, og Sigurður
Kristófer, f. 1922, d. 1964.
Sonur Þórheiðar og Karls Ís-
feld rithöfundar var Birgir Karls-
son, lektor í rúss-
nesku við háskólann í
Árósum, f. í Reykja-
vík 28. apríl 1937, d. í
Árósum 16. júlí 1995.
Hann var kvæntur
Larissu Eskinu Karls-
son, f. 1938. Börn
þeirra eru Erik Ivan
Karlsson f. 1967, og
Katja Karlsson, f.
1968.
Þórheiður giftist
1945 Gottskálk Þór-
oddi Gíslasyni hús-
gagnasmíðameistara,
f. 25.12. 1912, d. 12.2. 1991. Dætur
þeirra eru Bergþóra, f. 28.2. 1945,
og Júlíana Guðrún, f. 26.7. 1947.
Útför Þórheiðar fór fram í kyrr-
þey að ósk hinnar látnu.
Hún Heiða frænka var sannarlega
glæsileg kona. Bar höfuðið hærra en
flestir karlar af hennar kynslóð, bein
í baki, frekar grannvaxin en samsvar-
aði sér vel. Hrafnsvarta hárið hafði
hún frá afa sem og snör augu undir
dökkum brúnum. Hún var ákveðin í
fasi, fámál og fáskiptin við ókunnuga
en hlý og notaleg við þau, sem henni
voru kær; fjölskyldu og vini. Hún var
áreiðanlega einstök húsmóðir, heim-
ilið til hins síðasta hreint og strokið
og bar hvergi skugga á. Hún fór ung
„í vist“ til Reykjavíkur, hitti þar
glæsilegan mann og þau felldu hugi
saman, en þeim „var ekki skapað
nema að skilja“, þótt ávöxtur kynna
þeirra yrði ungur sveinn, sem hún
varð svo að fela foreldrum sínum til
umsjár og uppeldis og komust hvorki
móðir né sonur nokkru sinni yfir
þann aðskilnað, þótt hann nyti hins
besta atlætis í uppeldinu hjá ömmu
sinni og afa. Síðar lágu leiðir hennar
og Gottskálks Þórodds Gíslasonar,
húsgagnasmíðameistara, saman og
gengu þau í hjónaband. Eignuðust
dæturnar Bergþóru, sem býr í Sví-
þjóð og Júlíönu Guðrúnu, arkitekt og
listfræðing, sem býr í Reykjavík.
Heimili Þórheiðar og Gottskálks stóð
alla tíð í Reykjavík og bar gott vitni
högum höndum húsbóndans og ekki
síður snyrtimennsku og natni hús-
móðurinnar. Sá sem þetta ritar átti
víst húsaskjól hjá þeim hjónum í
Reykjavíkurferðum framan af ævi og
getur borið um rausn þeirra og hlýju.
Þórheiður var alla tíð veitandi, í þess
orðs bestu merkingu. Hlýtt var með
henni og systrum hennar og stóð
heimili Þórheiðar þeim jafnan opið
sem og þeirra börnum. Það voru
margar næturnar sem þar var gist og
margur bitinn og sopinn þeginn.
Nú er samfylgdinni lokið að sinni.
Orð verða oft léttvæg þegar þakka á
allt það, sem stórt og hlýtt hjarta get-
ur veitt. Þakkarefnin einnig svo
mörg, að þar verður seint allt upp tal-
ið. Þórheiði móðursystur minni
þakka ég allt sem hún var mér og
mínum.
Guðbr. Þorkell Guðbrandsson.
ÞÓRHEIÐUR
SIGÞÓRSDÓTTIR
✝ Oddrún Jörgens-dóttir fæddist í
Reykjavík 7. apríl
1923. Hún lést 5. jan-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Jörgen Þórðarson
kaupmaður í Reykja-
vík, f. 6. september
1878, d. 30. septem-
ber 1951, og Oddrún
Sveinsdóttir hús-
freyja og handa-
vinnukennari, f. 1.
júní 1880, d. 22. apríl
1923. Alsystkini Odd-
rúnar eru: 1) Laufey húsmóðir, f.
í Reykjavík 12. desember 1915, d.
24. september 1974, 2) Gunnar
Jónsson mjólkurfræðingur, f. í
Reykjavík 10. desember 1916, 3)
Sveinborg Jónsdóttir verslunar-
maður, f. í Reykjavík 25. nóvem-
ber 1919, og 4) Guðmundur Gísla-
son bókbandsmeistari, f. í
Reykjavík 27. júní 1921, d. 29.
júní 2002. Hálfsystkini Oddrúnar
samfeðra voru: 1) Guðmundur
Marinó, f. í Reykjavík 14. ágúst
1903, d. 29. september 1976, 2)
Eyþór, f. í Reykjavík 2. janúar
1905, d. 1. janúar 1960, 3) Óskar,
f. í Reykjavík 5. apríl 1911, d. 2.
september 1979, og 4) Guðný, f. í
Reykjavík 9. október 1926, d. 7.
nóvember 1993.
Oddrún giftist 25. mars 1957
Geir Þórðarsyni bókbandsmeist-
ara, f. í Reykjavík 21. október
1926. Foreldrar hans
voru hjónin Þórður
Magnússon bók-
bandsmeistari í
Reykjavík, f. í
Reykjavík 17. febr-
úar 1881, d. 28. nóv-
ember 1964, og Guð-
rún Magnúsdóttir, f.
á Ljósalandi í Vopna-
firði 6. janúar 1891,
d. 27. september
1929. Börn þeirra
Oddrúnar og Geirs
eru: Sólveig, f. í
Reykjavík 22. ágúst
1957, d. 22. september 1973, and-
vana fæddur drengur í janúar
1961 og Þórður verslunarmaður í
Reykjavík, f. í Reykjavík 14. mars
1963. Dóttir hans af fyrra sam-
bandi er Sólveig, f. í Reykjavík
20. nóvember 1991. Sambýliskona
Þórðar er Erna Valdimarsdóttir,
f. 21. nóvember 1965. Börn þeirra
eru Margunnur Oddrún, f. 16.
mars 1999, og Geir Kristinn, f. 27.
apríl 2000.
Oddrún var ásamt húsmóður-
störfunum lengst af aðstoðarmað-
ur í bókbandi, hjá Pjetri G. árið
1939, Víkingsprenti til 1945, Ísa-
foldarprentsmiðju 1945–1957,
Prentsmiðjunni Hilmi 1968–1974,
Ísafoldarprentsmiðju 1975–1983
og síðan hjá Frjálsri fjölmiðlun.
Útför Oddrúnar fór fram frá
Fossvogskapellu 18. janúar, í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Það var fallegur og sólbjartur
vetrardagur eins og þeir gerast feg-
urstir á Íslandi þegar við nánir að-
standendur og vinir Oddrúnar
Jörgensdóttur frænku minnar
kvöddum hana hinn 18. janúar síð-
astliðinn. Odda, eins og hún var
ávallt kölluð, hafði sjálf óskað eftir
því að jarðarför hennar færi fram í
kyrrþey og lýsir það henni í raun
betur en nokkuð annað. Það væri
ekki í anda hennar Oddu að verða
margmál um hana en mig langar þó
að minnast hennar með nokkrum
orðum.
Odda og mamma mín áttu það
sameiginlegt að missa mæður sínar
í frumbernsku, Odda aðeins tveggja
vikna gömul og mamma tveggja
ára. Þeim var þá báðum komið í
fóstur, Oddu til Friðriks Magnús-
sonar og konu hans Margrétar Þor-
steinsdóttur og Sólveigar systur
Friðriks sem einnig bjó á heimilinu,
og mömmu til bróður þeirra, Sveins
Magnússonar og konu hans Sigríð-
ar. Þrátt fyrir að mamma væri 7 ár-
um eldri urðu þær frænkur mjög
nánar vinkonur og hefur sú vinátta
haldist traust alla tíð síðan.
Allt frá barnæsku minnist ég
Oddu sem náinnar ljúfrar frænku
með glettni í augum sem alltaf var
svo fín og vel til höfð með nýlagt
hár. Engin jól voru haldin án þess
að fjölskyldur okkar hittust og ég
man ekki eftir einu einasta aðfanga-
dagskvöldi í æsku minni án þess að
þær vinkonur og frænkur töluðust
við og óskuðu hvor annarri gleði-
legra jóla þrátt fyrir að hittast
strax á jóladag.
Stóra gæfan í lífi Oddu var að
giftast Geir Þórðarsyni. Geiri var
henni alla tíð styrk stoð og stytta.
Lífið þeirra var ekki alltaf sólbjart
og skiptust á skin og skúrir.
Sviplegt fráfall dóttur þeirra Sól-
veigar aðeins 16 ára gamallar í
hörmulegu umferðarslysi markaði
djúp sár sem aldrei greru að fullu.
Síðustu árin voru Oddu erfið
vegna veikinda en hún tókst á við
veikindi sín af æðruleysi og tókst að
halda glettninni og góða skapinu
þrátt fyrir þau. Í veikindum Oddu
hefur Geiri verið henni ótrúlega
hjálplegur, hann tók alveg að sér að
sinna heimilinu og ekki síst Oddu
með slíkri alúð og nærgætni að
aðdáunarvert er.
Um leið og ég kveð elskulega
frænku mína, er mér efst í huga
þakklæti fyrir hennar einstöku
tryggð og alúð við mömmu mína,
ekki síst á síðustu árum eftir að
heilsu mömmu hrakaði verulega og
þakklæti fyrir viðkynningu við góða
konu. Ég mun geyma minninguna
um ljúfa konu með glettni í augum.
Elsku Geiri, Doddi og fjölskylda,
við Maggi og strákarnir vottum
ykkur okkar dýpstu samúð.
Far vel héðan, friður sé með þér,
nú þú heyrir sönginn, sem þú þreyðir,
sólvang rósum vaxinn mót þér breiðir
Eden þitt, sem enga þyrna ber.
(Steingrímur Thorsteinsson.)
Sigrún Knútsdóttir.
ODDRÚN
JÖRGENSDÓTTIR
Sími 551 3485 • Fax 551 3645
Áratuga reynsla í umsjón útfara
Önnumst alla þætti
Davíð Osvaldsson
útfararstjóri
Sími 896 8284
Eyþór Eðvarðsson
útfararstjóri
Sími 892 5057
Vaktsími allan sólarhringinn
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5A, sími 565 5892
Sverrir
Einarsson
Sverrir
Olsen
Bryndís
Valbjarnardóttir
Oddur
Bragason
Guðmundur
Þór Gíslason
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj,
s. 691 0919
Vönduð og persónuleg þjónusta
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar