Morgunblaðið - 30.01.2005, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 47
Móðir Kristínar var OddnýÁsgeirsdóttir, fædd aðLundum í Stafholts-tungum í Borgarfirði
árið 1865. Faðir hennar var Ásgeir
Finnbogason, bóndi og bókbindari að
Lambastöðum á Seltjarnarnesi og
síðar á Lundum. Móðir hennar var
Ragnhildur Ólafsdóttir frá Bakkakoti
í Bæjarsveit.
Ásgeir var tvíkvæntur; með síðari
konunni, Ragnhildi, átti hann auk
Oddnýjar, Sigríði, síðar húsfreyju í
Hjarðarholti í Stafholtstungum, móð-
ur Áslaugar, eiginkonu Ingvars Vil-
hjálmssonar, útgerðarmanns í
Reykjavík, og Guðrúnu, sem giftist
Finni Jónssyni frá Melum í Hrúta-
firði. Þau fluttu til Kanada á síðari
hluta 19. aldar. Barnabarn þeirra er
Jón Ragnar Johnson, lögmaður og ís-
lenskur konsúll í Toronto í Kanada.
Ragnhildur Ólafsdóttir er einnig
tvígift; fyrri maður hennar var Ólafur
Ólafsson, bóndi á Lundum í Staf-
holtstungum. Þeirra börn voru Ragn-
hildur, síðar húsfreyja í Engey, móðir
Guðrúnar og Ragnhildar Péturs-
dætra; svo og Ólafur, faðir Ragnars
Ólafssonar, hrl.
Faðir Kristínar var Hinrik Jóns-
son, fæddur árið 1858 á Mosvöllum í
Önundarfirði. Foreldrar hans voru
Jón Jónsson, bóndi á Mosvöllum, og
kona hans Ingibjörg Pálsdóttir.
Systkini Hinriks voru þrjú, þar á
meðal Jóna Kristín, sem flutti til
Kanada árið 1903.
Hinrik stundaði framan af ævi
sinni á Íslandi sjómennsku. Á þessum
árum missti hann vinstri handlegginn
í slysi. Sneri hann sér síðar að kaup-
mennsku og stofnaði ásamt öðrum
verslun í Borgarnesi. Á þeim árum
kynntist hann Oddnýju og gerðust
þau heitbundin. Verslunin eyðilagðist
í bruna og ákváðu þá hjónaleysin að
flytjast til Vesturheims.
Haldið til Vesturheims
Hinrik sigldi vestur árið 1886 og
Oddný sté um borð í skip í Reykjavík
18. júní 1888, þá 23 ára. Þau giftust
síðan í Winnipeg 19. september 1888.
Við komu Hinriks til Kanada
keypti hann hús í Winnipeg og notaði
það tímabundið sem bráðabirgðahús-
næði fyrir íslenska innflytjendur til
Kanada. Síðar keypti hann land, ekki
langt frá Winnipeg, bjó það undir
ræktun og nefndi bæinn Lundar eftir
fæðingarstað Oddnýjar. Hinrik var
annar landneminn þar og gerðist
einnig fyrsti póstmeistarinn á staðn-
um. Lífsbaráttan var erfið þarna
enda jörðin harðbýl. Þau fluttu frá
Lundar árið 1891 til þess að freista
gæfunnar frekar og fluttu út á slétt-
urnar miklu. Flóð og plága hröktu
þau þaðan og fluttu þau sig enn um
set og nú eins langt vestur og járn-
brautin náði. Nokkrum mánuðum
síðar fluttu þau til Ebor í vesturhluta
Manitoba, þar sem þau stunduðu bú-
skap í stærra mæli en áður. Þar
bjuggu þau í 44 ár.
Síðustu æviárin bjuggu þau í
Winnipeg. Hinrik lést þar árið 1946
og Oddný árið 1953.
Hinrik kom aldrei aftur til Íslands
en Oddný heimsótti föðurlandið árið
1947 í fyrstu ferð Loftleiða yfir Atl-
antshafið frá Bandaríkjunum.
Á minnisvarða til minningar um
Oddnýju stóð, að hennar væri minnst
sem kletts sem geislaði af orku og
gleði.
11 börn í Kanada
Oddný og Hinrik eignuðust 11
börn á árunum 1889 til 1910. Yngsta
barnið Alvin Bergur lést 2ja ára. Öll
hin 10 náðu fullorðinsaldri og urðu
duglegir þegnar hins nýja föður-
lands, Kanada. Búa afkomendur
þeirra allra, nema Kristínar, vítt og
breitt um Bandaríkin og Kanada.
Kristín Sigríður fæddist í Ebor 31.
janúar 1905. Hún var áttunda í röð
barna Oddnýjar og Hinriks. Hún ólst
upp í Ebor, gekk þar í barnaskóla,
gekk síðan í skóla í Calgary, þar sem
hún lauk verslunarprófi og prófi frá
íþróttaskóla. Hún minntist þess, að
þegar hún mjög ung gekk á milli
heimilis og skóla í Ebor, var henni
ekki sama, þegar hún heyrði úlfana
ýlfra. Ekki þýddi að kvarta enda
herti lífið þau til þess að takast á við
viðfangsefni framtíðarinnar. Kristín
sérhæfði sig í listdansi, skautaíþrótt
og sundkennslu. Þessu bjuggu t.d.
dætur okkar Oddnýjar að, enda voru
þær aðeins 3ja ára gamlar þegar þær
voru orðnar syndar, eftir að hafa
kynnst kennslu ömmu sinnar.
Kristín ferðaðist mikið um Banda-
ríkin og Kanada á yngri árum og
starfaði meðal annars við íslensku
deildina á heimssýningunni í New
York árið 1939.
Ragnar Ólafsson, lögfræðingur,
var við nám í endurskoðun í New
York í Bandaríkjunum á árunum
1938 til 1939. Á ferðalagi þar í landi
kom hann til Seattle á vesturströnd-
inni. Í húsi barna Jónu, systur Hin-
riks, hittust þau í fyrsta skipti, Krist-
ín og Ragnar, og felldu strax hugi
saman. Ragnar var sonur hjónanna í
Lindarbæ í Holtum, Ólafs Ólafsson-
ar, búfræðings og bónda, og konu
hans Margrétar Þórðardóttur, Guð-
mundssonar, bónda og alþingis-
manns á Hala í Holtum.
Flutt til Íslands
Kristín flutti til Íslands í byrjun
stríðsins og giftust þau Ragnar 1.
júní 1940. Þeim varð fjögurra barna
auðið, tvisvar sinnum tvíbura. Ólafs
Hinriks, hrl., maki Jóhanna María
Lárusdóttir, kennari; Oddnýjar Mar-
grétar, hjúkrunarfræðings, maki
Hrafnkell Ásgeirsson hrl., Kristínar
Ragnhildar, meinatæknis, maki Geir
Arnar Gunnlaugsson, framkvæmda-
stjóri, og Ragnars Ragnarssonar,
verkfræðings, maki Dóra Steinunn
Ástvaldsdóttir, kennari.
Það kostaði mikla vinnu að eignast
á 3 árum tvíbura í 2 skipti. Kristín
stóðst það með prýði, enda naut hún
þess, að þau Ragnar voru frænd- og
vinamörg. Þau voru gestrisin og var
heimili þeirra ekki síst opið fyrir
Vestur-Íslendinga. Um 17. júní ár
hvert komu hópar þeirra að vestan til
þess að heimsækja gamla landið.
Naut Kristín þess að aðstoða þetta
fólk og hjálpa því, ekki síst við að
finna ættingja þeirra hér heima. Ætt-
ingjar hennar og vinir að vestan
heimsóttu þau hjón gjarnan og
dvöldu oft hjá þeim svo mánuðum
skipti. Eitt skipti kom frændi að vest-
an sem hafði unnið sem verkfræðing-
ur í Íran ásamt eiginkonu og 8 börn-
um. Það var ekkert mál hjá henni að
koma fólkinu fyrir, meðal annars var
hluta fjölskyldunnar útbúin rúm í bíl-
skúrnum.
Þau hjón voru mjög félagslynd og
áttu meðal annars þátt í að stofna Ís-
lensk-ameríska félagið og var Ragn-
ar í fyrstu stjórn þess. Þá stofnaði
Kristín Íslensk-ameríska kvenna-
klúbbinn eftir að hún kom til Íslands
og var lengi þar í forystu. Hún átti
einnig aðild að „International Club“
kvenna á Íslandi.
Kristín stjórnaði miklu menning-
arheimili af myndarskap. Þau ferð-
uðust mikið um heiminn hjónin. Hún
var heimskona sem vakti alls staðar
athygli þar sem hún fór.
Ragnar lést árið 1982. Kristín
syrgði hann mikið og sagði við lát
hans, að hún hefði verið gift besta
manni í heimi. Þau voru mjög miklir
félagar hjónin.
Kristín ferðaðist töluvert eftir lát
Ragnars, ekki síst til ættingjanna
fyrir vestan og tók það gjarnan lang-
an tíma að heimsækja hinn stóra
frændgarð en alls staðar var hún au-
fúsugestur og tekin opnum örmum,
enda hin þægilegasta að öllu leyti.
Kristín lést 25. mars 1995, níræð að
aldri.
Grænir fingur
Kristín var með „græna fingur“.
Hún hafði ræktað afar fallegan garð
á heimili sínu og var vel heima í öllu
sem snerti tré, runna, blóm og önnur
ræktunarstörf. Ættingjar hennar
fengu úthlutað reit í Heiðmörk að
henni látinni, sem ber nafnið Krist-
ínarlundur. Þar eru mættir að vori af-
komendur sem blanda saman geði og
planta trjám í minningu hennar.
Afkomendur Kristínar eru 20, 4
börn, 11 barnabörn og 5 barnabarna-
börn. Rétt er þar að hafa í huga, að
Kristín og systkini hennar voru ekki
fljót til þess að stofna til hjúskapar,
hún 35 ára, systur hennar Ingibjörg
(Inga) 51 árs og Lára 81 árs.
Til að minnast Kristínar og for-
eldra hennar munu börn hennar,
makar og barnabörn hittast í Borg-
arleikhúsinu í enda þessa mánaðar til
þess að sjá leikritið Híbýli vindanna.
Er ekki að efa, að leikritið muni
minna á lífshlaup Oddnýjar Ásgeirs-
dóttur og Hinriks Jónssonar.
Reykjavík, 16. janúar 2005.
Frá hægri: Ragnar, Kristín, Oddný og Ólafur Ragnarsbörn.
27 farþegar komu með fyrstu farþegavélinni, sem lenti á Reykjavíkurflugvelli í júní 1947 eftir rúmlega tíu
stunda flug frá Gander-flugvelli á Nýfundnalandi, Oddný Ásgeirsdóttir, móðir Kristínar, þar á meðal.
Kristín S. Hinriksdóttir
Ólafsson – 100. ártíð
Á morgun, 31. janúar, eru
liðin 100 ár frá fæðingu
Kristínar Sigríðar Hinriks-
dóttur, eiginkonu Ragnars
Ólafssonar, hæstaréttarlög-
manns og löggilts endur-
skoðanda. Saga hennar er
sérstæð og er vissulega inn-
legg í umræður og skrif um
vesturferðir Íslendinga á 19.
öld. Hrafnkell Ásgeirsson
rifjar upp sögu Kristínar.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Kristín og Ragnar Ólafsson.
Ragnar og Kristín giftast. Brúðkaupsveislan var haldin á Háteigi, heimili Ragn-
hildar Pétursdóttur og Halldórs Þorsteinssonar.
Kristín í skautbúningi.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon