Morgunblaðið - 06.02.2005, Page 1
Elva Ósk
og Örninn
Danska spennuþáttaröðin hefur
göngu sína í Sjónvarpinu í kvöld | 53
Tímarit | Nýir tímar síma Ekkert annað en manneskja Kona eins og
ég Atvinna | Stjórnendaskipti hjá P. Samúelssyni hf. Sjö nýir
eigendur hjá KPMG Endurskoðun hf. Versnandi afkoma í fiskvinnslu
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350
Suma
rsólBetri ferðir – betra fr 2005
Costa
del S
ol • F
eney
jar
Porto
roz
• Krít
• Port
úgal
Mallo
rca
• Beni
dorm
Tyrkl
and
•
Sumarsól 2005
fylgir blaðinu í dag.
Salan er hafin.
MATUR er mannsins megin segir gamalt orð-
tæki og því skiptir það máli hvað menn leggja
sér til munns. Og nú hafa stjórnendur í Hvíta
húsinu ákveðið að gera þurfi breytingar, að
ráða þurfi nýjan kokk fyrir forsetahjónin
George W. Bush og Lauru Bush.
Blaðið New York Times greindi frá því í gær
að búið væri að segja núverandi kokki Hvíta
hússins, Walter Scheib, upp störfum. „Við höf-
um verið að leita leiða til að uppfylla óskir for-
setafrúarinnar,“ sagði Scheib í samtali við
blaðið, „en það hefur gengið erfiðlega. Í stuttu
máli sagt þá tókst mér ekki ætlunarverk mitt.“
Er nú hafin leit að nýjum kokki fyrir for-
setahjónin og talið er öruggt að margir muni
sækjast eftir því að verða þess heiðurs aðnjót-
andi að fá að elda ofan í húsráðendur í Hvíta
húsinu og gesti þeirra.
Scheib hefur starfað í Hvíta húsinu síðustu
ellefu árin en það var Hillary Clinton, eig-
inkona Bills Clintons Bandaríkjaforseta, sem
réð hann til starfa á sínum tíma.
Skipt um kokk
í Hvíta húsinu
Washington. AFP.
MJÖG er nú horft til nýtingar jarðvarma til raf-
orkuframleiðslu, ekki síst vegna þess að mun
meiri sátt geti náðst um slíkar virkjanir út frá
umhverfissjónarmiðum en um vatnsaflsvirkjanir
sem löngum hafa vakið miklar deilur í þjóðfélag-
inu. Er þess jafnvel vænst að með nýrri tækni
geti jarðvarminn leyst jökulárvirkjanir af hólmi í
framtíðinni.
Þorkell Helgason orkumálastjóri segir að það
sé fróðlegt að skoða útkomu jarðvarmavirkjana
gagnvart vatnsaflsvirkjununum hvað varðar um-
hverfisáhrif. Samkvæmt niðurstöðunum megi al-
mennt draga þá ályktun að meiri friður gæti
orðið um byggingu þeirra jarðvarmavirkjana
sem koma til álita en hugsanlegra vatnsaflsvirkj-
ana.
Heildarorkugeta sem menn vænta í orkulind-
um landsins er áætluð um 67.000 GWst/ár. Þar
af hefur hagkvæm nýtanleg vatnsorka verið met-
in um 37.000 GWst/ár, en á árinu 2003 nam raf-
orkuvinnsla úr vatnsafli um 7.000 gígavattstund-
um. Raforkuvinnsla úr jarðhita nam alls um
1.400 gígavattstundum árið 2003. Meiri óvissa er
um tæknilega hagkvæma orkugetu jarðhita til
raforkuframleiðslu, en hún er talin að lágmarki
um 30.000 GWst/ár. Því má gera ráð fyrir að
svipuð orka sé nú ónotuð af mögulegum virkj-
unarkostum í vatnsafli og jarðvarma, þótt nýting
vatnsaflsins sé mun meiri enn sem komið er.
Margir binda vonir við að með nýrri tækni,
svokölluðum djúpborunum, megi stórauka raf-
orkuframleiðslu með jarðvarma.
Þorkell segir að þær borholur sem nú eru í
notkun nái mest niður á um 3 km dýpi og úr
þeim fáist gufa sem er 250–300° heit. En út-
reikningar sýni að ef borað verði niður á 4–5 km
dýpi megi vænta um tvöfalt hærri hita. Aukn-
ingin í orkugetu við slíkar djúpboranir ætti þó
að verða margföld. „Þegar hitastigið tvöfaldast,
og þá um leið þrýstingurinn sem því fylgir, er
orkugetan um það bil að tífaldast. Ef rannsóknir
ganga að óskum og kostnaðurinn við að bora
svona djúpar holur er ekki óheyrilegur gæti
hlutfall jarðvarma til raforkuframleiðslu farið
langt fram úr vatnsaflinu. Þá værum við líka að
tala um virkjanir þar sem hægt væri að virkja
mikið á sama stað, og þar með væru umhverfis-
áhrifin miðað við landflöt tiltölulega lítil. Þessi
áform eru því óhemju spennandi.“
Virkjun jarðvarma gæti tek-
ið við af vatnsaflsvirkjunum
Miklar vonir bundnar við jarðvarmavirkjanir varðandi orku og umhverfisáhrif
Jarðvarmi/10
Tímaritið og Atvinna í dag
STOFNAÐ 1913 35. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
ÞAÐ mátti varla á milli sjá hvort mennirnir
tveir eða gínurnar voru niðursokknari í sam-
ræðurnar, en ljóst þykir af látbragði hvorra
tveggja að pískrað er um mikla leyndardóma.
Hugsanlega tengist það fataleysi gínanna en
væntanlega verður brátt bætt úr því .
Morgunblaðið/RAX
Pískrað um leyndardóma lífsins
NEFND múslímskra fræðimanna, samtök
sem í eru m.a. helstu súnníta-klerkar í Írak,
setti í gær það skilyrði fyrir þátttöku sinni í
gerð nýrrar stjórnarskrár fyrir landið að til-
kynnt yrði hvenær erlent herlið færi frá Írak.
Hareth al-Dari, forseti samtakanna, hitti
sérstakan sendimann Sameinuðu þjóðanna,
Ashraf Qazi, í gær og tilkynnti honum þetta
þar.
Omar Ragheb, talsmaður nefndarinnar,
greindi blaðamönnum frá þessu í Bagdad um
miðjan dag í gær. Súnnítaklerkarnir hunsuðu
kosningarnar í Írak sl. sunnudag, eins og flest-
ir stjórnmálaflokkar súnníta, en talið er mik-
gær, fjórir bandarískir hermenn og fjórir
liðsmenn írösku öryggissveitanna.
Flest bendir til að helsta kosningabandalag
sjíta hafi unnið stóran sigur í þingkosningun-
um um síðustu helgi. Nú er búið að telja um 3,3
milljónir atkvæða og hafði Bandalag samein-
aðra Íraka, kosningabandalagið sem stundum
hefur verið kennt við Ali al-Sistani erkiklerk,
fengið meira en tvo þriðju hluta atkvæðanna.
Ber þó að hafa í huga að tölurnar sem gefnar
hafa verið upp koma úr aðeins tíu af átján hér-
uðum Íraks og ræðir hér um héruð í Suður-
Írak, þar sem sjítar eru í miklum meirihluta
íbúa og stuðningur við Sistani er hvað mestur.
ilvægt að tryggja þátttöku þeirra í gerð stjórn-
arskrár með einum eða öðrum hætti. Gaf
Ragheb í skyn að ef gengið yrði að skilyrðum
klerkanna væri hugsanlegt að þeir beittu
áhrifum sínum í kjölfarið til að fá skæruliða,
sem flestir eru taldir koma úr röðum súnníta,
til að hætta blóðugum árásum sínum í landinu.
Biðu a.m.k. átta bana í árásum skæruliða í
Setja skilyrði fyrir þátttöku
Bagdad. AFP, AP.
Súnnítaklerkar vilja
vita hvenær erlendur
her fer frá Írak
ENGINN vafi er talinn leika á því að flokkur
Thaksins Shinawatra, forsætisráðherra Taí-
lands, muni fara með sigur af hólmi í þing-
kosningum sem fara fram á Taílandi í dag.
Thaksin nýtur mikilla vinsælda meðal lands-
manna og á myndinni má sjá hann í hópi
nokkurra kjósenda í Bangkok í gær. Um 44
milljónir manna eru á kjörskrá.
Kosið á Taílandi
♦♦♦