Morgunblaðið - 06.02.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.02.2005, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÝTING JARÐVARMA Hlutfall jarðvarma til raforkufram- leiðslu gæti farið langt fram úr vatns- aflinu ef rannsóknir á djúpborunum ganga að óskum og kostnaðurinn við þær verður ekki óheyrilegur. Þetta segir orkumálastjóri. Hann segir að almennt megi draga þá ályktun að meiri friður gæti orðið um byggingu þeirra jarðvarmavirkjana sem koma til álita en hugsanlegra vatnsafls- virkjana. Átta féllu í Írak Að minnsta kosti átta manns biðu bana í árásum skæruliða í Írak í gær, fjórir bandarískir hermenn og fjórir liðsmenn írösku öryggissveitanna. Vika er liðin frá sögulegum kosn- ingum í Írak og hefur enn ekki verið lokið við að telja atkvæði. Flest bend- ir þó til að helsta kosningabandalag sjíta hafi unnið stóran sigur í kosn- ingunum. Hafði bandalagið hlotið um tvo þriðju hluta þeirra 3,3 milljóna at- kvæða sem búið var að telja. Flokkur Iyads Allawis, forsætisráðherra írösku bráðabirgðastjórnarinnar, hafði fengið um 18%. Neyslan að aukast Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík kom upp um fjórtán fíkni- efnamál í fyrrinótt í þriggja klukku- stunda aðgerð sem beindist gegn fíkniefnaneyslu á skemmtistöðum í borginni. Aðgerðin fólst í því að níu lögreglumenn fóru á milli tíu skemmtistaða og leituðu á mönnum sem þeir töldu grunsamlega. Segir yfirmaður fíkniefnadeildarinnar að málafjöldinn staðfesti að neysla sé að aukast inni á skemmtistöðunum. Netsíminn sækir á Stöðugt algengara er að fólk noti Netið til að hringja sín á milli, ýmist með aðstoð tölvu eða með netsímum. Með þessu móti má hringja nánast ókeypis eða á innanlandstaxta þótt hringt sé milli landa. Gæti þetta koll- varpað símafyrirtækjum. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 36 Hugsað upphátt 17 Myndasögur 44 Listir 26/27 Dagbók 44/46 Forystugrein 28 Krossgáta 45 Reykjavíkurbréf 28/ 29 Leikhús 48 Bréf 33 Fólk 49/53 Umræðan 30/33 Bíó 50/53 Minningar 37/40 Sjónvarp 54 Þjónusta 46 Veður 55 * * * Auglýsingablaðið Sumarsól 2005 frá Úrvali-Útsýn fylgir Morgunblaðinu til áskrifenda. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is STJÓRN Straums fjárfestingarbanka er heimilt að hækka hlutafé félagsins um allt að 1.500 millj- ónir með áskrift nýrra hluta. Var þetta samþykkt á aðalfundi félagsins á föstudag. Var Kristinn Björnsson kosinn formaður stjórnar og Magnús Kristinsson varaformaður. Auk þeirra gáfu kost á sér í stjórn og voru sjálf- kjörnir þeir Ingimundur Sigurpálsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þór Kristjánsson. Varamenn voru einnig sjálfkjörnir en þeir eru Finnur Geirs- son, Guðjón Auðunsson, Gunnar Sch. Thorsteins- son, Gunnar Jóhann Birgisson og Steingrímur Pétursson. Á aðalfundinum var samþykkt að greiða hlut- höfum 1.890 milljónir króna í arð sem er 35% arður af nafnverði hlutafjár. Arðgreiðslan miðast við hlutafjáreign þeirra í lok dags 3. febrúar 2005. Heildareignir aukist um 298% Í ársuppgjöri Straums fyrir árið 2004 sem lagt var fyrir fundinn kemur fram að hagnaður fé- lagsins hafi verið 6.404 milljónir króna eftir skatta samanborið við 3.815 milljónir árið 2003 og er það 68% hækkun. Árið 2004 er því það besta í sögu Straums fjárfestingarbanka hf. Hreinar rekstrartekjur námu 8.315 milljónum og jukust um 93% frá fyrra ári. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 34,5% en var 39% árið 2003. Heildareignir bankans námu 89.649 milljónum króna í árslok 2004 en voru 22.530 milljónir í árs- lok 2003 og hafa því aukist um 298% á tímabilinu. Á heimasíðu Straums fjárfestingarbanka er haft eftir Þórði Má Jóhannessyni forstjóra að síð- asta ár hafi verið mjög farsælt fyrir félagið og einkennst af uppbyggingu fjárfestingarbanka- starfseminnar. Góður árangur í rekstri og hag- stæð skilyrði á fjármálamarkaði skili bankanum og þar með 4.500 hluthöfum hans góðri afkomu. Hann segir fjárhagslegan styrk bankans hafa aukist verulega og eigið fé Straums hafi tvöfald- ast frá byrjun árs 2004. Kristinn Björnsson kjörinn formaður á aðalfundi Straums fjárfestingarbanka Heimilt að hækka hlutafé um 1.500 milljónir króna FIMM voru fluttir á slysadeild eftir ofsaakstur á Miklubraut, sem endaði með árekstri tveggja bíla við gatnamót Grensásvegar um kl. 3 í fyrri- nótt. Lögreglan mældi bíl á 190 km hraða á vest- urleið í Ártúnsbrekku, og var bíllinn eltur en ekki stöðvaður. Ofsaaksturinn endaði með því að bíllinn lenti aftan á öðrum sem verið var að aka af stað á gatnamótum Miklubrautar og Grens- ásvegar. Ökumaðurinn, sem lögregla grunar um að hafa ekið undir áhrifum áfengis, slasaðist nokk- uð og fjórir sem voru í bílnum sem ekið var á slösuðust einnig. Slökkviliðsmenn þurftu að klippa bílana til að ná fólkinu út, og var það flutt á bráðamóttöku Landspítala – háskólasjúkra- húss. Samkvæmt upplýsingum lögreglu virtist eng- inn alvarlega slasaður, en bílarnir eru mikið skemmdir. Ökumaður var yfirheyrður hjá lög- reglu í gær vegna málsins. Fimm slasaðir eftir ofsaaksturSIGRÚN Klara Hannesdóttir landsbókavörðursegir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um það að hætta útgáfu Ritmenntar hand- ritadeildar Landsbókasafns – Háskólabóka- safns, líkt og tólf sérfræðingar á sviði ís- lenskra fræða héldu fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær. Verið sé að undirbúa út- gáfu Ritmenntar fyrir árið 2005. „Hins vegar má velta fyrir sér gagnsemi þessa rits þegar ekki eru nema milli eitt og tvö hundruð áskriftir að blaðinu. En það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um að leggja það niður.“ Sigrún Klara segir að starfsmönnum í hand- ritadeild Landsbókasafnsins hafi verið fjölgað, en tveimur hefur nú verið sagt upp. Hún telur að þrátt fyrir uppsagnirnar geti deildin sinnt sínu hlutverki sem skyldi. „Ég tel að það sé fyrst og fremst okkar hlutverk að gera efnið aðgengilegt svo að aðrir geti stundað rann- sóknir á þessu sviði.“ Hlutverk safnsins sé því að hafa góðar skrár yfir handrit. Gömlu prentuðu skrárnar hafi verið úreltar um leið og þær komu út og svöruðu ekki kröfum nútímans. „Þannig að nú er verið að tölvuskrá handritakostinn til þess að bæta aðgengið.“ Það sé því ekki rétt sem komi fram í grein íslensku- fræðinganna að verið sé að hætta útgáfu handritaskrár. Fullkomnar rafrænar hand- ritaskrár verði til innan skamms og því sé bjart framundan í hand- ritadeildinni. Sigrún Klara segist hins vegar fagna áhuga íslenskufræðinga á handritadeildinni. „Það er rétt sem kemur fram í grein þeirra að sífellt fleira ungt fólk sæki sér viðfangsefni í sjóði handritadeildar.“ Hún segir að sífellt fleiri handritagjafir ber- ist safninu sem geri rannsóknirnar auðveldari og meira spennandi fyrir ungt fólk. Útgáfu Ritmenntar hand- ritadeildar ekki verið hætt Sigrún Klara Hannesdóttir NOKKRAR sveiflur hafa verið í hitastigi á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Í vikunni var hiti oft yfir frostmarki en í gær, laugardag, var átta stiga frost í morgunsárið sem beit í kinnarnar. Þessi unga stúlka lét þó frostið ekki á sig fá, heldur dúðaði sig vel og hélt niður að Tjörn að gefa fuglunum sem þar dvelja. Gæsirnar voru eins og sjá má ekkert feimnar við að þiggja brauðbita og horfðu bænaraugum á stúlkuna sem skammtaði þeim brauðið. Þó að frostið hafi verið töluvert á höfuðborgarsvæðinu í gær var það þó öllu meira norðaustan til á landinu. Til dæmis mældist 15 stiga frost á Egilsstaðaflugvelli í gærmorgun. Þá voru 14 stig á Rauf- arhöfn. Öllu hlýrra var á Vestfjörðum, t.d. aðeins eins stigs frost í Bolungarvík. Morgunblaðið/Golli Beðið eftir brauðmolum DRYKKJUSIÐIR Íslendinga eru íbúum Eng- lands og Wales hugleiknir þessa dagana, enda á dagskránni að leyfa lengri afgreiðslutíma á börum og klúbb- um, svipað og gert var hér á landi árið 1999 þegar lögum um afgreiðslutíma skemmtistaða var breytt og þeim leyft að hafa opið lengur fram eftir nóttu. Fréttamaður breska ríkissjónvarpsins, BBC, kom hingað til lands til þess að kynna sér áhrif lengri afgreiðslutíma, og birtist grein um niðurstöður hans á vef BBC í gær. Meðal þess sem fram kemur í greininni er að afleiðingar þess að leyfa lengri afgreiðslutíma skemmti- staða, sem fréttamaðurinn kallar „félagslega tilraun“, sé aukin neysla á örvandi fíkniefnum, svo sem amfetamíni, kókaíni og e-pillum, og aukið álag á bráðamóttöku Landspítala – há- skólasjúkrahúss. Í greininni er þó einnig minnst á ánægju lögreglu með breytt ástand í miðbænum, að ekki sé jafnmikill mannfjöldi samankominn í miðbænum rétt eftir kl. 3 um helgar með til- heyrandi slagsmálum og leigubílaröðum. Drykkjusiðir Íslendinga fyrirmynd? AÐALFUNDUR Freyju, félags framsókn- arkvenna í Kópavogi, var ólöglegur að mati laganefndar flokksins. Breytingar á lögum fé- lagsins, sem samþykktar voru á aðalfundi í októ- ber sl. og snerust m.a. um að flýta aðalfundi og halda hann að jafnaði í febrúar, voru ekki send- ar kjördæmasambandi Framsóknarflokksins til staðfestingar fyrr en eftir aðalfundinn nú í lok janúar. Að sögn Jóns Sveinssonar, formanns laganefndarinnar, er það því niðurstaða nefnd- arinnar að þar sem lögin hafi ekki verið staðfest fyrr en í byrjun febrúar hafi ekki verið boðað löglega til fundarins 27. janúar sl. Aðalfundur Freyju ólöglegur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.