Morgunblaðið - 06.02.2005, Qupperneq 4
Guðmundur Guðjónsson, verkefnastjóri gróðurkortagerðar á NÍ, Einar
Gíslason, gróðurkortagerðamaður, og Sigrún Jónsdóttir hafa samanlagt
120 ára starfsreynslu við gróðurkortagerð. Einar 50 ár, Sigrún 40 ár og
Guðmundur 30 ár.
120 ára starfsaldur
EINAR Gíslason, gróðurkortagerðarmaður, hefur í
hálfa öld unnið við gerð gróðurkorta og er enn í fullu
fjöri kominn á níræðisaldur. Sl. átta ár hefur hann
starfað hjá Náttúrufræðistofnun Íslands við að teikna
gróður upp af gömlum loftmyndum. „Ég er nú að-
allega að vinna við að yfirfæra gróðurkortagerðina yf-
ir í tölvu,“ segir Einar og bætir því við að það gangi
ágætlega.
Hann fór ásamt þeim Birni Jóhannessyni, Steindóri
Steindórssyni og Ingvari Þorsteinssyni í fyrstu ferð-
ina til þess að kortleggja gróður rigningasumarið
1955. Einar segist hafa starfað lengstum á Rannsókn-
arstofnun landbúnaðarins eða þar til hann varð sjö-
tugur fyrir 11 árum. Aðspurður segist Einar hafa
fengið þjálfun í teikningu í Bandaríkjunum árið 1951,
en för hans til Bandaríkjanna var liður í Marshall-
hjálpinni.
Hann segir ekki marga vera með þá þekkingu sem
hann hafi við gerð gróðurkorta í dag. Því hafi NÍ viljað
nýta starfskrafta hans sem væri hið besta mál. „Þetta
er ágætisfólk. Hér er góður andi og gott að vinna hér,“
segir Einar.
Enn í fullu fjöri við að teikna gróðurkort
4 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Budget bílaleiga: 2 verð
einfalt val.
Tíminn er dýrmætur, ekki flækja málin. Fólksbílar 3.900 krónur á dag frá Toyota Yaris
upp í Kia Magentis. Jeppar 6.900 krónur á dag frá Toyota Rav4 upp í Toyota Land Cruiser.
Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur og kaskótrygging.
Budget bílaleiga, Sími 562 6060, Dugguvogi 10, 104 Reykjavík, www.budget.is
Budget bílaleiga er á eftirfarandi stöðum á landinu: Reykjavík, Keflavík, Akureyri,
Egilsstöðum, Reyðarfirði, Vestmannaeyjum, Þórshöfn, Þorlákshöfn og Bakka.
Ákvarðanir eru erfiðar. Þær eru auðveldari
þegar möguleikarnir eru bara 2.
C
o
nc
ep
t
Á ÞESSU ári er hálf öld liðin frá
því að hafin var gerð gróðurkorta á
Íslandi á vegum búnaðardeildar at-
vinnudeildar Háskóla Íslands. Nú
hafa liðlega tveir þriðju hlutar
landsins verið kortlagðir í mæli-
kvarða frá 1:20.000 til 1:40.000, þar
af hefur allt miðhálendið verið kort-
lagt. Um þriðjungur kortlagða
svæðisins hefur verið endurkort-
lagður á stafræn myndkort og lögð
er mikil áhersla á að ljúka því
verki. Gróðurkortin eru nú notuð
sem grunnur að vistgerðakortum
og er því mikilvægt að gera áætlun
um að ljúka kortlagningu alls lands-
ins sem fyrst.
„Það sem við stefnum að er að
koma öllu sem búið er að kortleggja
á tölvutækt form og gera markvissa
áætlun að klára að kortleggja land-
ið. Vegna þess að þessi gróðurkort
eru mun ýtarlegri og nákvæmari en
önnur náttúrufarskort sem hafa
verið gerð,“ segir Guðmundur Guð-
jónsson, verkefnisstjóri gróður-
kortagerðar Náttúrufræðistofnunar
Íslands.
Hann hélt opinn fyrirlestur á
miðvikudag á vegum NÍ um gróð-
urkortagerð í hálfa öld. Þar rakti
hann upphaf og þróun gróðurkorta-
gerðarinnar, lýsti stöðunni í dag og
þeim notum sem höfð hafa verið af
gróðurkortunum.
Kortagerðin hófst að frumkvæði
Björns Jóhannessonar jarðvegs-
fræðings sem um nokkurra ára
skeið hafði unnið að jarðvegskorta-
gerð í þremur landbúnaðarhéruð-
um. Björn taldi gagnlegt að kort-
leggja gróðurinn með það í huga að
meta beitargildi úthaga.
Guðmundur segir að unnið hafi
verið nær óslitið að gróðurkorta-
gerð í 50 ár, lengstum á vegum
Rannsóknarstofnun landbúnaðar-
ins. Starfsemin var svo flutt árið
1995 til Náttúrufræðistofnunar Ís-
lands. Hann bendir á að Einar
Gíslason, sem hafi farið með Birni
Jóhannssyni að kortleggja árið
1955, sé enn að og starfi hjá NÍ
kominn á níræðisaldur. „Hann situr
alla daga við tölvuskjáinn og teikn-
ar gróður upp af gömlum loftmynd-
um á ný myndkort,“ segir Guð-
mundur.
Guðmundur segir að á gróður-
kortum sé gróið land flokkað í um
100 gróðurfélög og bersvæðisgróð-
ur sé flokkaður í 10 flokka eftir
landgerðum. Út frá gróðurkortum
megi lesa margvíslegar óbeinar
upplýsingar um náttúrufar landsins
t.d. jarðvegsgerð, rakastig og gróð-
urþekju. „Þetta hentar mjög vel
lögboðnu hlutverki Náttúrufræði-
stofnunar, þ.e. að afla gagna um
náttúrufar á Íslandi. Gróðurinn
segir svo mikið til um aðra um-
hverfisþætti,“ segir Guðmundur.
Hálf öld liðin frá upphafi gróðurkortagerðar á Íslandi
Hyggjast koma kort-
um á stafrænt form
Morgunblaðið/Golli
BRESKA verðbréfafyrirtækið Teather &
Greenwood sem Landsbanki Íslands hefur
gert yfirtökutilboð í hefur víðtæk viðskipta-
tengsl í Bretlandi og mun samvinna félag-
anna tveggja færa báðum aukinn styrk á
markaði. Þetta kom fram í máli Halldórs J.
Kristjánssonar, bankastjóra Landsbankans,
á aðalfundi bankans í gær.
Alls starfa 17 manns innan greiningar-
deildar félagsins sem birtir reglulega grein-
ingar á 230 félögum sem eru skráð í kaup-
höllinni í London. Félagið er fastráðinn
aðalmiðlari fyrir 114 fyrirtæki sem eru skráð
í kauphöllinni og vann að 19 nýskráningum á
síðasta ári auk þess sem félagið aflaði yfir
100 milljóna punda, sem samsvarar tæplega
11,8 milljörðum króna, í hlutafé á árinu. Það
er því eftir miklu að slægjast að sögn Hall-
dórs. Í máli Halldórs kom ennfremur fram
að kaupin væru í þá stefnu sem Landsbank-
inn hefur markað sér og að bankinn stefndi
á frekari sókn á alþjóðamarkaði á þessu ári
og að stefnt væri að því að kaupa fleiri fyr-
irtæki.
Þar sé annars vegar um að ræða verð-
bréfafyrirtæki með fyrirtækjatengsl en við
þjónustu þeirra geti Landsbankinn bætt út-
lánastarfsemi og fyrirtækjaráðgjöf, til dæm-
is T&G, og hins vegar sé um að ræða lána-
stofnanir með fyrirtækjatengsl þar sem megi
bæta við verðbréfaþjónustu og fyrirtækja-
ráðgjöf.
Einnig sagði Halldór J. Kristjánsson að
stefnt væri á að halda áfram að auka innri
vöxt í dótturfélögum Landsbankans á al-
þjóðamörkuðum.
27% af eignum erlendis
Í árslok 2002 voru 6% af heildareignum
Landsbankans erlendis. Um síðustu ára-
mót var hlutfallið 27%.
Stefnt á frekari sókn
á alþjóðamarkaði
Forráðamenn Landsbanka Íslands segja óþrjótandi tækifæri til sóknar erlendis
Halldór J.
Kristjánsson
Björgólfur
Guðmundsson
LANDSBANKINN er í dag íslenskt fyrirtæki í
öflugri sókn á alþjóðamörkuðum, með sterka
stöðu á Íslandi, rætur samofnar íslenskri at-
vinnu- og menningarsögu og með höf-
uðstöðvar sínar hér á landi,“ sagði Björgólfur
Guðmundson, stjórnarformaður bankans m.a. í
ræðu sinni á aðalfundinum. Hann sagði það
ætlun forráðamanna Landsbankans að svo
verði áfram, „beri stjórnvöld gæfu til að skapa
starfsumhverfi hér á landi sem er samkeppn-
ishæft við það sem best þekkist í nærliggjandi
löndum.“
Ennfremur sagði Björgólfur að ljóst væri að
í því alþjóðlega starfsumhverfi, sem stjórn-
málamenn hafi af framsýni skapað á síðustu
tólf árum myndi öll meiriháttar þjónustu- og
framleiðslustarfsemi á Íslandi verða í höndum
alþjóðlegra fyrirtækja. Þá sagði Björgólfur að
yfirtakan á verðbréfafyrirtækinu Teather &
Greenwood yrði að veruleika. „Er það mér
mikil ánægja að upplýsa að með því að ekkert
hafi komið fram við lokun markaða í London í
gær lá fyrir staðfestur stuðningur meirihluta
hluthafa í Teather & Greenwood við tilboð
okkar.“
Áfram með höfuð-
stöðvar á Íslandi
FORMAÐUR BHM segir að eftir að
svör fengust frá samninganefnd rík-
isins varðandi nýja launatöflu, sé
ennþá grundvöllur til samningavið-
ræðna. Fundi miðstjórnar BHM sem
halda átti 31. janúar sl. var frestað
vegna óræðrar stöðu í samningaum-
leitunum 24 aðildarfélaga bandalags-
ins sem vilja semja sameiginlega við
ríkið. Svör fengust frá samninga-
nefnd ríkisins í síðustu viku og því var
miðstjórnarfundurinn haldinn sl.
fimmtudag. Voru kjaramál þar efst á
baugi. Var það m.a. niðurstaða fund-
arins að stéttarfélögin 24 yrðu áfram í
samfloti í samningaviðræðum.
„Við fengum ákveðnari svör en við
höfðum fengið áður og fékk viðræðu-
nefndin áframhaldandi umboð til að
halda áfram,“ segir Halldóra Frið-
jónsdóttir, formaður BHM. „Þó að
svör þeirra séu ekki alveg í samræmi
við væntingar var ákveðið að þetta
væri nóg til þess að halda áfram.“
Í tilboði sem BHM hefur lagt fram
er lægsta tala í nýrri launatöflu 225
þúsund. Halldóra segir svör ríkisins,
sem óskað var eftir, einmitt snúast
um þessa tölu. Hún sé þó verulega
lægri en krafa BHM. „Við teljum að
það sé mikið hagræði fyrir ríkið að fá
einn samning fyrir öll þessi félög, það
geri þeim auðveldara fyrir,“ segir
Halldóra. „Okkur fannst við því eiga
skilið ákveðna umbun fyrir það en
fannst við ekki alveg vera að fá hana.“
Halldóra segir að fundað hafi verið
með samninganefnd ríkisins á föstu-
dag og að næsti fundur verði á mið-
vikudag. Hún segir að enn sé vonast
til að ná samningum fyrir lok mán-
aðarins.
Samninganefndir ríkisins og BHM
Ákveðið að halda
viðræðum áfram