Morgunblaðið - 06.02.2005, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Ertu að grínast? Er hátíð til heiðursBob Marley í Eþíópíu – af öllumstöðum?“ spyr ég gapandi í flugvél-inni á leið til höfuðborgarinnar, Add-is Ababa. Þetta hafði ég ekki hug-
mynd um.
„Já, Eþíópía og Bob Marley voru nátengd.
Það hefur meira að segja verið rætt hvort grafa
eigi hann upp og flytja þangað,“ segir viðmæl-
andi minn. Hann er frá Jamaíka og á leið til
Eþíópíu ásamt vini sínum til að heiðra Marley.
„Leiðtogi Marleys og rastafaranna var eþí-
ópískur. Þú þekkir rastafarana, er það ekki?“
spyr vinurinn brosandi. Báðir eru með stóra og
mikla hárgreiðslu. Ég humma og hæja. Umla
síðan að ég hafi hreinlega ekki átt von á risa-
stórri hátíð í Eþíópíu. Svo bít ég mig í tunguna.
Af hverju skyldi slíkt ekki vera þar?
Jafn réttur allra
Andlegur leiðtogi hinna svokölluðu rastafara
var Haile Sellasie I, fyrrum konungur í Eþíóp-
íu. Eþíópía og Líbería voru einu löndin í Afríku
sem ekki lutu stjórn vestrænna ríkja á ný-
lendutímanum. Sellasie barðist fyrir frelsi Afr-
íkuríkja undan nýlenduherrum sínum og lagði
áherslu á rétt svartra.
Sellasie gekk einnig undir nafninu Ras Taf-
ari. Hann fór í fræga heimsókn til Jamaíka árið
1966. Þá var Bob Marley ellefu ára gamall.
Hann var fæddur á Jamaíka. Á nýlendutím-
anum voru margir þrælar frá Afríku fluttir
þangað.
Bob Marley varð fyrir áhrifum af hugmynd-
um Sellasies. Eins og Sellasie lagði hann
áherslu á rétt svartra – og raunar jafnan rétt
allra. Honum brann fyrir brjósti þrælatakan og
nýlendustefnan. Marley dó síðan úr krabba-
meini árið 1981, 36 ára að aldri.
Einn heimur
„Hugsjónir Bob Marleys snerust um frelsi,“
segir heimamaður sem ég ræði við. „Hann tal-
aði um mikilvægi þess að þeir sem teknir hefðu
verið í burtu gætu snúið aftur til Afríku. Hann
lagði líka áherslu á jafnan rétt kynjanna og
fleira. Marley vann ötullega að því að breiða
reggítónlist og hugsjónir rastafara – hann var
einn af þeim – um heim allan. Ég sjálfur og
margir aðrir sjáum í tónlistinni ákveðna frels-
un. Auðvitað eigum við að leggja áherslu á einn
heim, „one world, one love“ eins og Marley
sagði.“
Maðurinn strýkur sér hugsi um höfuðið og
leggur áherslu á að Marley sé miklu meira en
einungis tónlistarmaður. Hann sé hetja – hetja
með hugsjónir og boðskap sem vert sé að taka
eftir.
Meira en einungis hungur og fátækt
Á aðaltorginu í Addis Ababa er búið að setja
upp stórt og mikið tónleikasvið. Yfir því hangir
borði þar sem á hefur verið letrað Africa Unite.
Þetta er yfirskrift hátíðarinnar, samnefnd
frægu lagi Marleys. Texta þess vann hann upp
úr ræðu Selassies.
Tugir verkafólks brjóta niður grjót og hellu-
leggja torgið. Sólin skín skært en hitastigið er
passlegt, engin molla hér. Addis Ababa, eða
Addis eins og borgin er venjulega kölluð, er
meira en 2.000 metra yfir sjávarmáli.
„Bob Marley gerði margt fyrir okkur og það
er mikill heiður fyrir Eþíópíubúa að fá að halda
þessa hátíð,“ segir maður sem virðir fyrir sér
sviðið. Hann heitir Kassu Fantaye, er þrítugur
Eþíópíubúi og býr úti á landi. Hann kom sér-
staklega til höfuðborgarinnar til að taka þátt í
hátíðahöldunum.
„Margir halda að í Eþíópíu sé ekkert annað
en hungursneyð og fátækt. Með þessari hátíð
sér heimsbyggðin kannski að Eþíópía er eitt-
hvað annað og meira en bara það,“ segir Kassu
og hlær.
Áttræð móðir Bob Marleys
Afmæli Bob Marleys er haldið hátíðlegt ár
hvert á Jamaíka. Þetta er hins vegar í fyrsta
skipti sem fjölskylda hans skipuleggur hátíða-
höld annars staðar en þar. Eþíópía þótti kjörin
fyrir sextugsafmælið – nokkurs konar gamall
draumur.
Fögnuðurinn hófst seinasta þriðjudag þegar
Cecella Marley Booker, áttræð móðir Marleys,
tróð upp. Herlegheitin munu síðan standa í
mánuð, með tónleikahaldi, kvikmyndasýning-
um, fyrirlestrum og fleiru. Hápunkturinn er
útitónleikar sem standa allan sunnudaginn.
Þar koma fram þrjú af börnum Bobs og konu
hans Ritu Marley, ásamt tónlistarfólkinu
Quincy Jones, Baaba Maal, Youssou N’Dour,
Angelique Kidjo og fleirum.
„Við búumst við gríðarlegum mannfjölda,“
segir kona á skrifstofu Africa Unite, sem sett
hefur verið upp aftan við sviðið. „Skemmtunin
er ókeypis. Heimamenn eru mjög spenntir og
koma því væntanlega í hópum. Auk þess er
fjöldi erlendra gesta hér sérstaklega vegna
þessa.“
Konan hefur rétt fyrir sér þegar hún segir að
heimamenn séu spenntir. Í verslunum og á
kaffihúsum hljómar Bob Marley-tónlist og ég
þarf ekki að segja annað en nafn hans til þess
að þeir ljómi upp.
„Við í Eþíópíu elskum Bob Marley!“ segir af-
greiðslumaður í búð þegar ég kaupi vatns-
flösku. Í blaði les ég að þátttakendur á sunnu-
dag gætu orðið 250.000. Einn af aðstandendum
hátíðarinnar hvíslar að mér að þeir verði
örugglega fleiri. Kannski hálf milljón. Í Eþíóp-
íu eru að minnsta kosti yfir sjötíu milljónir
íbúa. Þetta er næstfjölmennasta Afríkuríkið.
Tveggja daga rútuferð
Á kaffihúsi sem stúdentar reka, eru þrjár
ungar konur í skrautlegum fötum. Þær komu
til Addis í tilefni afmælis Marleys. Tvær voru
tvo daga að komast til höfuðborgarinnar með
rútu. „Ég var bara nokkrar klukkustundir,“
segir sú þriðja.
Inn kemur önnur stúlka sem er slösuð. Bíll-
inn hennar valt á leiðinni til Addis. Hún fer á
sjúkrahús og verður vonandi orðin góð fyrir
sunnudaginn. Stelpurnar þrjár segja að lagið
„No woman, no cry“ sé uppáhaldslagið þeirra.
„En „Africa Unite“ er líka mjög gott. „Það er
svo fallegur boðskapur í því. Auðvitað eiga Afr-
íkubúar að vera sameinaðir.“
Úti á götu dansar ung stúlka. „Get up, stand
up – stand up for your rights!“ syngur hún og
brosir breitt. Síðan bætir hún við.
„Bob Marley … er frábær.“
Við elskum Bob Marley
Bob Marley hefði orðið sextugur í
dag, 6. febrúar. Af því tilefni fara
fram hátíðahöld víða um heim. Að-
alhátíðin er hins vegar ekki á Jam-
aíka, Bretlandi eða annars staðar í
Evrópu – heldur í Eþíópíu. Þangað
flykkjast pílagrímar í þúsunda tali
og þar er einnig fjölskylda Marleys.
Sigríður Víðis Jónsdóttir ræddi við
langt aðkomna ferðamenn og
heyrði tónlist Bob Marleys hljóma
um eþíópísk stræti.
Bob Marley hefði orðið sextugur í dag. Hann dó árið 1981, en minning hans lifir.
Ljósmynd/Sigríður Víðis
Kassu Fantaye kom sérstaklega til Addis Ababa til að vera viðstaddur hátíðina: „Bob Marley gerði
margt fyrir okkur og það er mikill heiður fyrir Eþíópíubúa að fá að halda þessa hátíð.“
Ljósmynd/Sigríður Víðis
„Get up, stand up – stand up for your right!“ söng þessi eþíópíska stúlka. Hún og vinir hennar
þekktu tónlist Bob Marleys vel.
’ Það er ekki mín sterkasta hlið aðbera uppi heilt lið, eins og mér finnst
vera ætlast til af mér.‘Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður þegar
flautað hafði verið til leiksloka í síðasta leik Íslands
á HM.
’ Ég á fjórar eiginkonur og ætti því aðhætta að reykja.‘Jigme Singye Wangchuck, konungur í Bútan í Him-
alajafjöllum, á blaðamannafundi í lok sex daga op-
inberrar heimsóknar hans í Dehlí í Indlandi.
’ Ég var oft þvinguð til að kjósa þegarSaddam Hussein réð ríkjum. Í dag kom
ég af fúsum og frjálsum vilja og kaus þá
frambjóðendur sem ég vildi.‘Mahdeya Saleh, áttræð kona í Najaf, eftir fyrstu
raunverulegu þingkosningarnar í Írak í hálfa öld.
’ Þetta snýst um sjálfræði og virðingufyrir einkalífi fólks.‘Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylking-
arinnar, á Alþingi í framhaldi af fyrirspurn hans um
fjölda aldraðra í tvíbýli.
’ Hvað gerist þegar enginn er lengur álífi sem lifði af veruna í fangabúðunum.
Þeir verða að vera áfram hluti af tilveru
okkar. Við megum ekki gleyma frásögn-
um þeirra og vitnisburði.‘Horst Köhler, forseti Þýskalands, í ræðu á ísr-
aelska þinginu, Knesset, í opinberri heimsókn hans
í Ísrael.
’ Stundum hef ég það á tilfinningunniað fulltrúar sjálfstæðismanna í stjórn
Orkuveitunnar séu fremur hags-
munagæslumenn Símans en fulltrúar
Reykjavíkurborgar.‘Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður OR, í viðtali
í Morgunblaðinu.
’ Milljónir manna í fátækustu löndumheims eru enn í prísund, ánauð og
hlekkjum. Þær eru lokaðar inni í fang-
elsi fátæktar. Það er kominn tími til að
frelsa þær.‘Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku,
í ræðu á Trafalgartorgi í London.
’ Það er búið að hræða líftóruna úrfólki og fráhrindikrafturinn er mikill.‘Ólöf Guðmundsdóttir, forstöðumaður Svæðisvinnu-
miðlunar Austurlands, um ástæður þess að ekki
bárust fleiri umsóknir frá Íslendingum um störf hjá
Impregilo.
’ Það er alltaf sama sagan þegar páf-inn er lagður inn á spítala.‘Læknir á Gemelli-sjúkrahúsinu í Róm þegar fjöldi
fjölmiðlamanna hafði safnast saman við innganginn
til að afla frétta af líðan Jóhannesar Páls II páfa,
sem lagður var inn á sjúkrahúsið eftir að hafa fengið
flensu.
’ Lögin eiga að vernda íslenska tunguen það er hálfgerð þversögn þegar
heimilt er að útvarpa allan sólarhring-
inn á útlensku en ekki gera það í tvo
klukkutíma.‘Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Skjás eins,
eftir að útvarpsréttarnefnd beindi því til Skjás eins
að hætta útsendingum á knattspyrnuleikjum sem
ekki fylgir tal eða texti á íslensku.
’ Takmarkið að mynda tvö lýðræð-isríki, Ísrael og Palestínu, hlið við hlið í
sátt og samlyndi, er innan seilingar – og
Bandaríkjamenn munu aðstoða þjóð-
irnar að ná þessu markmiði.‘George W. Bush Bandaríkjaforseti í stefnuræðu
sinni.
’ Hún [Siv] mætti seint til aðalfundarFreyju og hafði sig þar mjög í frammi,
en hún var sú eina á fundinum sem ekki
er félagi í Freyju.‘Úr yfirlýsingu frá félagskonum, sem mynduðu
meirihluta á aðalfundi Freyju, félags framsókn-
arkvenna í Kópavogi.
Ummæli vikunnar
Morgunblaðið/RAX