Morgunblaðið - 06.02.2005, Page 17

Morgunblaðið - 06.02.2005, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 17 Lotion Promotion kynnir: Þessir eru styrktaraðilar tónleikanna: ÚTSALAN er hafin Opið í dag til kl. 22.00 Laugavegi 1 • sími 561 7760 50% afsláttur Útsölulok Opið í dag kl. 13-17 Margir virðast halda að sjálf-stæðisbaráttu Íslendinga hafilokið árið 1944.Að með því að stofna form-lega lýðveldið Ísland hafi sjálfstæði þjóðarinnar verið tryggt um aldur og ævi. Því fer auðvitað fjarri. Einn af helstu hornsteinum sjálfstæðis þjóða er menning þeirra og tunga. Hvorugt er þess eðlis að unnt sé að tryggja framtíð þess með samkomu á Þingvöllum. Alveg sama hvernig veðrið er. Miðað við það hve stoltir við Íslendingar erum af menningu okkar er það með hreinum ólíkindum hvað við látum okkur framtíð hennar litlu varða. Á þeim vett- vangi erum við sannarlega í al- geru tapliði og það sem meira er: Svo er að sjá sem við séum full- komlega sátt við það. Á sama tíma og aðrar þjóðir hafa gripið til róttækra ráðstafana til að sporna gegn neikvæðum áhrifum al- heimsvæðingarinnar á eigin menningu látum við það við- gangast ár eftir ár, að voldugasti miðill menningarefnis í samtímanum, sjónvarpið, færi okkur Frónbúum nánast ekki neitt af því efni sem með áhrifaríkustum hætti end- urspeglar – og vekur til umhugsunar um – okkur sjálf, bæði sem einstaklinga og þjóð og það samfélag sem við hrærumst í. Á sama tíma og við verðum sífellt betur að okkur um margvísleg samfélagsmein og sálarvíl meðal fólks í Bandaríkjunum, Bretlandi og í nokkrum mæli meðal frændþjóðanna fáum við ekki að sjá neitt íslenskt leikið sjónvarpsefni. Þetta er ekki aðeins algert hneyksli fyrir þjóð sem tel- ur sig hafa af töluverðu að státa í menningarlegu tilliti. Þetta er aðför að framtíð okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Margir mætir menn hafa hvað eftir annað bent á þetta. En það gerir enginn neitt í málinu. Það er líkt og valdamönnum finnist þeim ekki koma þetta við? Hverj- um kemur þetta við ef ekki þeim sem við höfum kosið til að stjórna landinu og fara með sameiginlega fjármuni ís- lensku þjóðarinnar? Stundum fær maður á tilfinninguna að menn líti á umræðu um þetta sem einhvers konar væl í listamönnum sem heimti alltaf meiri peninga. Slík afstaða lýsir annaðhvort fullkomnu ábyrgðarleysi eða stórhættulegu sambandsleysi við raunveruleikann. Auðvitað hafa listamenn, bæði sem ein- staklingar en einnig samtök þeirra, svo sem Bandalag listamanna, Leikskáldafélag Íslands og ýmis félög í kvikmyndageiranum, ítrekað bent á mikilvægi þess að gert verði átak í þess- um efnum, enda væri vísast eyðilegra um að litast í íslenskri menningu og enn minna fjár- magn veitt til hennar en raun ber þó vitni, ef ekki hefði komið til þrýstingur frá lista- mönnum í áranna rás. En valdamenn hafa hingað til kosið að hunsa þessi sjónarmið þegar kemur að leiknu sjónvarpsefni. Þeir lúta enda aðeins einu valdi og það er vald kjörkassans, kosningaréttur þjóðarinnar. Meðan þeir kom- ast upp með að hlunnfara okkur á þessu sviði halda þeir því vísast áfram. En hvernig eiga almennir borgarar að mynda þrýsting á yfirvöld vegna einhvers sem þeir hafa aldrei séð? Það á að ætlast til þess af kjörnum fulltrúum okkar að þeir axli ábyrgð sína til fulls og sinni einnig mikilvægum málefnum sem ekki eru eins áþreifanleg og mannvirkjagerð fyrir milljarða til að búa til nokkur verkamannastörf. Það er ekkert svar að segja að Ríkisútvarpið hafi nóga peninga. Meðan enginn gerir neitt róttækt í að hrista upp í þeirri stóru eilífðarvél skiptir stofnunin litlu sem engu máli í þessu samhengi. Það eina sem þarf er viljinn til að segja: Við eigum rétt á því að hér sé framleitt og sýnt íslenskt leikið sjónvarps- efni af nægilegum efnum, metnaði og magni til að keppa við aðkeypta efnið. Og veita síðan það fé sem til þess þarf í þar til gerðan sjóð, sem þegar er til. Góð byrjun væri um hálfur milljarður á ári, sem er brot af þeirri upphæð sem árlega rennur til ríkisins í formi stimpilgjalda, svo dæmi sé tekið. Svona einfalt er það. En hver ætlar að eiga heiðurinn af mikilvægasta framlagi til sjálfstæðisbaráttu okkar fá- mennu þjóðar frá því Jón Sigurðsson var og hét? Eng- inn? Hvar er sjálfstæðishetjan þegar hennar er þörf? HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.