Morgunblaðið - 06.02.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.02.2005, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ E ftir nokkurra ára hlé vegna byggingarfram- kvæmda og flutnings í uppgert hús er Þjóð- minjasafnið á nýjan leik orðið einn af þeim stöðum í Reykjavíkur- borg þar sem skemmtilegt er að koma og auðvelt að gleyma sér yf- ir gersemum liðinna alda. Enda þótt alltaf væri ánægju- legt að koma á Þjóðminjasafnið hefur sú gleðilega breyting orðið að safnið hefur fengið aukið að- dráttarafl eftir breytinguna, sem mörgum þótti taka óhóflega lang- an tíma. Þegar frá líður verður ekki spurt um það, heldur árang- urinn. Að rölta þar um í stund- arkorn er sannarlega þess virði. Ég mæli með einni yfirlitsferð sem gæti tekið tvo tíma og síðan mætti fara aftur og taka fyrir afmörkuð tímabil og njóta þá margmiðlunar- tækninnar sem verulega hefur auðgað safnið. Sú skoðun heyrðist að bezt hefði verið að brjóta húsið niður og byggja nýtt. Þá er slegið striki yf- ir, eins og það skipti ekki máli, að húsið var morgungjöf þjóðarinnar til sjálfrar sín við lýðveldistökuna 1944. Útlínur þessa prýðilega húss Sigurðar Guðmundssonar arki- tekts hafa alltaf hrifið mig og þá ekki sízt sú tilbreyting í forminu sem felst í Bogasalnum á norður- enda hússins. Þar var vinsæll sýn- ingarsalur myndlistar fyrir 30–40 árum en nú nýtist hann safninu sjálfu. Ekki er hægt að vera annað en sáttur við breytinguna á suður- enda hússins, sem Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt á heiður- inn af. Þar er bogastefið endurtek- ið, það látið kallast á við Bogasal- inn, og allt fellur í ljúfa löð. Forsalurinn hefur heppnast afar vel; einnig verzlunin og kaffiterían. Svo gengur maður inn í rökkur sögunnar í bókstaflegri merkingu. Út frá varðveizlugildi verður að takmarka lýsingu, en rökkrið á líka sinn þátt í að skapa stemmn- ingu. Hönnun sýningarinnar er nú- tímaleg og mikinn samþjappaðan fróðleik er hægt að fá í textum. Það var vel til fundið að sýna líkan af burðargrind íslenzku mið- aldakirknanna, sem voru stærstu timburkirkjur í hinum kristna heimi. Stærðarviðmið vantar þó; til dæmis það að miðalda- kirkjurnar í Skálholti voru hátt í helmingi stærri og breiðari en núverandi Skál- holtskirkja. Það var kjarkur og kraftur í Jóni Ögmundssyni biskupi að reisa fyrstur slíka kirkju á Hólum og Skálholts- kirkja Klængs bisk- ups varð jafnvel enn stærri eftir að byggður var við hana „stöpull“ sem var eins kon- ar aukakirkja. Þetta gátu menn um miðja 12. öld, en mér hefur sýnst í kennslubókum að þessi byggingarafrek séu ekki metin eins og vert væri. Miðaldakirkjunni er helgað sérstakt rými á safninu, mjög áhrifa- mikið. Þar getur að líta altarisbrík, margs kon- ar kirkjulistaverk aftan úr pápísku og þar ómar lágt, og eins og í fjarska, forn kirkjusöngur þessa tíma sem eyk- ur á stemmninguna. Íslenzk myndlist fyrri alda Höggmynd frá því fyrir siða- skipti, líklega frá 14. öld, vekur at- hygli vegna þess hve nútímaleg hún er og þá í anda naumhyggj- unnar. Þetta mun upphaflega hafa verið legsteinn og myndin sýnir Maríu mey – mater dolorosa – en með eins fáum línum og litlu stein- höggi sem framast er unnt. Safn- inu áskotnaðist steinninn 1921 úr kirkjugarðinum í Síðumúla í Borg- arfirði. Efnið er grófgert basalt og hæðin 168 cm. Bæði á 14. öld og síðar var steinhögg lítið sem ekki neitt stundað á Íslandi og list steinhöggvarans var ekki til. Þarna hefur listamaður reynt hvað hann gat, en líklega ekki haft ann- að en mjög óburðug verkfæri. Maríumyndin frá Síðumúla, frá- bær útskurðarverk Brynjólfs lög- réttumanns í Skarði á Landi, skor- in í hvalbein um 1600, svo og málaðar myndir Björns Grímsson- ar á predikunarstóli úr Bræðra- tungukirkju frá sama tíma, og út- skorin altaristafla Guðmundar í Bjarnastaðahlíð frá 1687 úr kirkj- unni á Reykjum í Tungusveit eru fullgild myndlistarverk og sama á við um Álfkonudúkinn frá Burst- arfelli, sem mér hefur alltaf þótt aðdáunarverður gripur, og sama er að segja um Maríuklæðið, sem einnig er frá Reykjum í Tungu- sveit og portrett séra Hjalta í Gersemi á Þjóðminjasafni Sú skoðun heyrðist að bezt hefði verið að brjóta Þjóð- minjasafnið niður og byggja nýtt, segir Gísli Sigurðsson. Þá er slegið striki yfir, eins og það skipti ekki máli, að húsið var morgungjöf þjóð- arinnar til sjálfrar sín við lýðveldistökuna 1944. Annar Grundarstólanna, sem safn- ið fékk í tilefni opnunar síðastliðið haust, er ívið stærri en sá sem verið hefur í safninu síðan 1920. Líklega er það húsbóndastóllinn, en stólarnir voru upphaflega í Grundarkirkju í Eyjafirði. Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Viðbyggingin á suðurenda Þjóðminjasafnsins, kringlustefið frá Bogasalnum endurtekið, nýr fallegur forsalur, svo þetta ágæta hús Sigurðar Guðmundssonar hef- ur nokkurn ávinning af breytingunni. Baðstofan á Þjóðminjasafninu. Myndin er tekin með blossa svo baðstofan verður uppljómuð, en venjulega hefur rökkurbirta ríkt þar. Útskorið beinspjald á Þjóðminja- safni eftir Brynjólf Jónsson, lög- réttumann í Skarði á Landi. Hann skar þetta og fleiri verk, sem varð- veizt hafa, út um 1600. Mynd höggvin í stein: María mey frá Síðumúla í Borgarfirði. Hún var áður í kirkjunni í Síðumúla en seinna í kirkjugarðinum. Nú fer hins vegar betur um hana á Þjóðminjasafninu. Engin smásmíði. Líkan af grind dómkirknanna í Skálholti og á Hólum, þar sem í raun var fyrst byggð slík kirkja. Ennþá stærri varð Skálholtskirkja eftir að aukið hafði verið við hana og voru þá þrjár Skálholtskirkjur stærstu timburkirkjur í hinum kristna heimi. Máluð tréskurðarmynd af hjónum á Munkaþverá í Eyjafirði. Klæðnaðurinn bendir til tímans um 1800.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.