Morgunblaðið - 06.02.2005, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að var að vonum, að
afleiðingar náttúru-
hamfaranna við Ind-
landshaf settu svip
sinn á fundinn,“ seg-
ir Davíð. „Taíland á
sæti í framkvæmda-
stjórninni og það
var mjög merkilegt að heyra full-
trúa þess gagnrýna eigin fram-
kvæmd á björgunaraðgerðunum og
lýsa því, hvað honum kom á óvart
það lofsorð sem mörg vestræn ríki
og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
luku á frammistöðu taílenzkra
stjórnvalda og almennings þar. Í
hans máli kom einnig fram nokkur
gagnrýni á störf Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunarinnar í Taílandi.
Í taílenzku sendinefndinni var
líka sá læknir sem stjórnaði málum
á Phuket-eyju. Það er óhætt að
segja, að mál hans hafi haft mikil
áhrif á menn.
Yfirmaður neyðaraðgerða á veg-
um WHO kynnti vinnu stofnunar-
innar á hamfarasvæðinu og fjallaði
meðal annars nokkuð um gagnrýni
fulltrúa Taílands og þann vanda
sem Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unin stendur frammi fyrir þegar
grípa þarf til jafnumfangsmikilla
aðgerða þegar í stað. Reiknað er
með að kostnaður Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunarinnar geti orðið allt
að 600 milljónir dollara á þessu ári
og því verður að treysta að mestu á
frjáls framlög. Ég átti samtal við
hann stuttu eftir að hörmungarnar
dundu yfir. Honum var þá augljós-
lega verulega brugðið og sagði mér
meðal annars, að að hans mati væri
það aðeins á færi bandaríska hers-
ins að fást við björgunarstörf við
þær aðstæður sem sköpuðust við
hörmungar af þessari stærð. Það
var mjög áhrifaríkt þegar komið var
á sjónvarpssambandi við flotafor-
ingjann á Abraham Lincoln, flug-
móðurskipinu sem lá við strendur
Aceh á norðanverðri Súmötru og
það var sérkennilegt að heyra hann
lýsa, að björgunar- og hjálparstarf
þarna væri það verk, sem honum
hefði þótt vænzt um að vinna á sín-
um hermennskuferli.
Þetta mál litaði náttúrlega allan
fundinn. Það var rætt á fyrsta degi,
en ályktunin ekki samþykkt fyrr en
þann síðasta; fundurinn stóð í 10
daga. Það kraumaði því alltaf undir
og það voru miklar tilfinningar í
gangi.
Mál eru almennt þannig afgreidd
að lögð er fram skýrsla frá forstjór-
anum, sem er eins konar greinar-
gerð með þeim tillögum, sem lagðar
eru fram á stjórnarfundunum. Þeg-
ar þær hafa verið afgreiddar fara
þær til endanlegrar staðfestingar á
þingi Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unarinnar í maí næstkomandi. Í
framkvæmdastjórn Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar sitja 32
fulltrúar, en áheyrnarfulltrúar
mæta frá mjög mörgum aðildar-
þjóðunum. Á þing stofnunarinnar
mæta fulltrúar flestra þeirra 193
þjóða, sem eru aðilar að Sameinuðu
þjóðunum.
Kjarni ályktunar framkvæmda-
stjórnarinnar um hjálparstarf í
neyð og hamförum, með sérstakri
skírskotun til jarðskjálftanna við
Indlandshaf og flóðbylgnanna af
þeirra völdum 26. desember 2004,
er áskorun til alþjóðasamfélagsins
um að halda hjálparstarfinu áfram
af fullum krafti og sinna um leið af-
leiðingum náttúruhamfara annars
staðar í heiminum. Einnig felst í
samþykktinni áskorun til einstakra
landa um að þau taki þátt í hjálp-
arstarfinu og skipuleggi svæðis-
bundnar og alþjóðlegar áætlanir um
viðbrögð við hamförum og heilsu-
ógn.“
Flensur eru mesta ógnin
– Eins og fuglaflensu?
„Já, menn tala nú um hana, eða
aðrar sambærilegar inflúensur, sem
mestu ógnir, sem yfir okkur vofa.
Það er eins og allir bíði með öndina í
hálsinum eftir því, að það verði til
veira, sem smitast ekki aðeins frá
fuglum til manna, heldur milli
manna og þar með brytist út heims-
faraldur. Ef slík skæð flensa færi af
stað, þá er dreifing faraldursins
þannig, að hver sem smitast, smitar
a.m.k. 3 og þannig koll af kolli.
Þetta yrði því ekki minni faraldur
en Spænska veikin var á sínum
tíma, en hún lagði stóra hluta þjóða
að velli. Dánartíðni fuglaflensunnar
er skelfilega há, eða um 70%.
Við sem búum á Vesturlöndum
erum betur undir slíkan faraldur
búin en fólk sem býr í fátækum
löndum og því er lögð þung áherzla
á það í ályktun Genfarfundarins að
tryggja fátækum löndum ódýr lyf
gegn flensunni. Slíkur faraldur
myndi lama bæði heilbrigðis- og
efnahagskerfi landanna. Menn frá
Kanada hafa sagt mér að þeir séu
enn ekki búnir að rétta úr kútnum
efnahagslega eftir bráðalungn-
abólguvandann, sem þeir lentu í ár-
ið 2003.
Það má segja að stjórn Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar hafi
á fundinum nú komið inn á þessi
mál í fjórum ályktunum: um ham-
farirnar á Indlandshafi; um hamfar-
ir og viðbúnað við þeim almennt; í
ályktunum um bólusetningar og síð-
ast en ekki sízt í sérstakri ályktun
um hættuna á heimsinflúensu.“
Á þessum fundi framkvæmda-
stjórnarinnar voru á dagskrá 17
heilbrigðismál, 7 mál tengd fjármál-
um, 6 stjórnunarmál og 2 starfs-
mannamál.
Til upplýsinga voru 11 mál, þar af
sex skýrslur sem gerðar voru sam-
kvæmt fyrri samþykktum fram-
kvæmdastjórnarinnar. Hvað af
þessu telur Davíð vera helzt frá-
sagnarvert?
„Í raun eru öll þessi mál mjög
mikilvæg heilsu fólks í heiminum.
En til að nefna eitthvað þá var með-
al annars samþykkt að festa 14. júní
í sessi sem alþjóðlegan blóðgjafa-
dag.
Upplýsingatæknin í heilbrigðis-
málum var líka á dagskrá og var
samþykkt að efla hlut hennar eftir
mætti, bæði í heilsugæzlunni sjálfri
og í upplýsingaþjónustu inn á við
sem út á við. Hér er ekki lengur ver-
ið að ræða málið út frá sjónarhorni
ríku þjóðanna, heldur ekki síður í
þeim tilgangi að efla heilbrigðis-
þjónustu fátækra þjóða.
Þá má nefna ályktun um sérstak-
ar aðgerðir til þess að tryggja eldra
fólki heilbrigðari og hamingjusam-
ari efri ár.
Í þessari ályktun er sérstaklega
minnt á áralangt framlag aldraðra
til samfélags síns og haldið fram
rétti þess til heilbrigðis- og fé-
lagslegrar þjónustu.“
Bakteríur í barnamat
„En það voru ekki bara hagsmun-
ir þeirra eldri, sem voru til umræðu.
Eitt málið var næring ungbarna, en
þar er á ferðinni mál sem fjallar
m.a. um bakteríur í mjólkurdufti.
Það urðu nokkur átök um þetta mál.
Frakkar lentu í stóru slysi vegna
þessa og hér á Íslandi kom upp mál
fyrir nokkrum árum, þar sem ekki
var rétt farið með mjólkurduftið.
Það sem margar þjóðir helzt
vildu var að setja alþjóðlegar reglur
um áletranir á umbúðir, þar sem
varað væri við hættunni af bakter-
íumengun í duftinu.
Ágreiningur um málið snerist um
það, hvort nægjanleg þekking væri
fyrir hendi til að merkja mjólkur-
duft með þessum hætti.
Það hafðist ekki fram í þessari
lotu að krefjast þess, að framleið-
endur setji aðvaranir á umbúðirnar.
Í ályktun fundarins er hvatt til þess
að settar verði reglur um fram-
leiðslu og meðferð á barnamat og
þess sérstaklega krafizt, að menn
flýti sér að ná landi með rannsóknir
varðandi hættumörk örverumeng-
unarinnar.“ – Getur það ekki reynzt
þrautin þyngri að sætta menn, sem
eru á öndverðum meiði í svona mál-
um?
„Það er ekki alltaf auðvelt! Venj-
an er sú, að hver stjórnarmaður tal-
ar einu sinni í fyrstu umferð og seg-
ir þá hug sinn til þeirrar tillögu sem
fyrir liggur. Þetta eru ákaflega
kurteislegar umræður, menn eru
ekkert að berja skónum í borðið til
þess að undirstrika orð sín.
Það er svo trikkið við formennsk-
una að nota kaffihlé og matartíma
líka, ef með þarf, til að tala menn til
og fá þá til þess að enda í sama liði.
Stundum þarf líka að fresta málum í
nokkra daga meðan fundur stendur
til að vinna tíma til sátta.“
Áfengið reyndist öðru snúnara
–Var eitthvert eitt mál öðrum erf-
iðara í þessum efnum?
„Já. Áfengismálin urðu erfiðust
úrlausnar!“
– Áfengismálin!?
„Já. Fulltrúum Norðurlandanna
var mikið í mun að fá samþykkta
harðorða ályktun um áfengisbölið,
en margir höfðu svolítið aðra sýn á
málið.
Það má eiginlega segja, að menn
hafi skipzt í þrjá hópa; Norðurlönd-
in, með sína ströngu áfengisstefnu
og sérstakt drykkjumynstur, músl-
imalönd, þar sem áfengisneyzla er
bönnuð og þriðja hópinn skipuðu
lönd, sem hingað til hafa ekki skil-
greint mikla drykkju sem heilbrigð-
isvanda. Í sumum löndum er svo til
viðbótar þannig háttað að fram-
leiðsla áfengis er aðalatvinnu- og
útflutningsgreinin.
Það gefur auga leið að svo mislitir
hópar eiga erfitt með að ná saman.
Sem dæmi má nefna heiti tillögunn-
ar; fyrst hét það heilsuvandi af völd-
um notkunar áfengis. Þá vildu menn
taka orðið misnotkun inn, en það
átti ekki upp á pallborðið hjá sum-
um svo það var fellt út. Þá voru aðr-
ir sem gátu ekki fellt sig við að talað
væri bara um vanda af völdum
áfengis. Á endanum sættust menn á
orðalalagið heilsuvanda af völdum
skaðlegrar notkunar áfengis! En
Í skugga heimsflensuh
Umræður um afleiðingar
náttúruhamfaranna í Ind-
landshafi lituðu allan
fundinn. Þar voru menn
þó á einu máli. Um önnur
mál stóð mikill styr og
mestum deilum olli til-
laga um aðgerðir gegn
skaðsemi áfengisneyzlu.
Framkvæmdastjórn Al-
þjóðaheilbrigðismála-
stjórnarinnar, WHO, kom
saman í Genf í janúar og í
samtali við Freystein
Jóhannsson rekur Davíð
Á. Gunnarsson, formaður
framkvæmdastjórnar-
innar, það sem hæst
bar á fundinum.
Morgunblaðið/Golli
Davíð Á. Gunnarsson: Það er eins og allir bíði með öndina í hálsinum eftir því, að það verði til veira, sem smitast ekki að-
eins frá fuglum til manna, heldur milli manna og þar með brytist út heimsfaraldur.
’Fátækt er í raunstærsta heilbrigð-
isvandamálið sem
við glímum við.‘
’Nú er reynt aðdraga sem mest úr
notkun sýklalyfja og
hafa menn talað um
„skynsamlega“
neyzlu í því sam-
bandi.‘