Morgunblaðið - 06.02.2005, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 23
194. gr. Hver sem með ofbeldi eða hót-
un um ofbeldi þröngvar manni til hold-
legs samræðis eða annarra kynferðis-
maka skal sæta fangelsi ekki skemur
en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis
telst svipting sjálfræðis með innilokun,
lyfjum eða öðrum sambærilegum
hætti.
195. gr. Hver sem með annars konar
ólögmætri nauðung þröngvar manni til
samræðis eða annarra kynferðismaka
skal sæta fangelsi allt að 6 árum.
196. gr. Hver sem notfærir sér geð-
veiki eða aðra andlega annmarka
manns til þess að hafa við hann sam-
ræði eða önnur kynferðismök, eða
þannig er ástatt um hann að öðru leyti
að hann getur ekki spornað við verkn-
aðinum eða skilið þýðingu hans, skal
sæta fangelsi allt að 6 árum.
Úr kynferðisbrotakafla
íslensku
hegningarlaganna
beldi eða hótun um ofbeldi að ræða og
þrátt fyrir að stúlkan væri ölvuð var
hún ekki of ölvuð til að geta spornað
við verknaðinum. Maðurinn var því
sýknaður. „Jafnvel þótt dómurinn
trúi henni og bendi á að sakborningur
hafi beitt yfirburðum sínum í krafti
aldurs þá er hann samt sýknaður að
því er virðist vegna þess að ekki tekst
að fella þetta undir rétta verknaðar-
aðferð,“ segir Þorbjörg og bætir við
að sönnunarbyrðin eigi að snúast um
samþykki og að kynfrelsi eigi að telj-
ast gildi í sjálfu sér.
„Í þessum dómi hefði átt að duga til
sakfellingar að það sé sannað að hún
hafi ekki tekið sjálfviljug þátt í mök-
unum. Verknaðaraðferðin getur svo
verið hliðarþáttur en aldrei aðalatrið-
ið, ekki frekar en hvort þú rændir
mann með hnífi eða byssu eða með
blekkingum. Niðurstaðan er alltaf sú
að það hafi verið framið rán.“
Þorbjörg segir að ákvæðin um kyn-
ferðisbrot séu gott dæmi um hvernig
kynhlutlaus lagasetning geti verkað
með ólíkum hætti á kynin. Þrátt fyrir
allt séu konur í miklum meiri hluta
þolenda nauðgana og gerendur lang-
oftast karlar. „Gölluð lagasetning um
kynferðisbrot bitnar því miklu frekar
á konum en körlum. Það er jafnrétt-
isspurning fyrir konur að kynfrelsi
verði viðurkennt í hegningarlögum.“
Mörkin milli ásetnings og gáleysis
Eins og áður hefur komið fram í
Morgunblaðinu var norska kynferð-
isbrotakaflanum breytt árið 2000. Þá
voru felld út ákvæði um misneytingu
og ólögmæta nauðung og það fellt
undir nauðgun. Þorbjörg segir að slík
endurskoðun sé tímabær hér á landi
og að taka verði mið af þeirri þekk-
ingu sem er fyrir hendi á brotunum.
Í norsku lögunum er jafnframt að
finna fyrirbærið nauðgun af gáleysi.
Það hljómar kannski furðulega en
Þorbjörg bendir á að þarna sé verið
að skoða mörk ásetnings og gáleysis.
„Þarna komum við aftur inn á við-
brögð kvenna við nauðgunum. Ef
konan er kannski lömuð af hræðslu,
liggur og grætur en streitist ekki á
móti, þá getur gerandinn ekki haldið
því fram að hann hafi litið á það sem
svo að hún væri bara feimin.“
Þorbjörg tekur sem dæmi breskan
dóm þar sem nokkrir félagar voru úti
að fá sér í glas. Planið var að ná sér í
konur en það gekk eitthvað illa. Einn
þeirra bauð þeim að koma heim til sín
og hafa samfarir við eiginkonu sína.
„Hann sagði við þá að þeir skyldu
ekki vera hissa þótt konan berðist um
því hún væri „kinkí“ og það væri að-
eins með þeim hætti sem væri hægt
að koma henni til. Mennirnir voru
fyrst sakfelldir en síðan sýknaðir á
æðra dómstigi. Það dugði að halda því
fram að þeir hefðu haldið að konan
væri samþykk, sama hversu ósenni-
leg sú skoðun þeirra var. Þeir sögðust
ekki hafa getað vitað betur,“ segir
Þorbjörg og bætir við að þetta myndi
flokkast sem vítavert gáleysi en ekki
sem ásetningur. „Skynsamur maður
veit það vel að hann fer ekki heim til
ókunnugrar konu sem liggur grát-
andi í rúmi og hefur við hana sam-
ræði.“
Þorbjörg segir að einhverjir dómar
hafi fallið í Noregi og að svo virðist
sem ákvæðið virki. „Í einu máli hafði
kona verið beitt heimilisofbeldi í lang-
an tíma. Eftir að maðurinn hennar
lamdi hana vildi hann oft að þau
stunduðu einhvers konar sáttakynlíf.
Kynlífið fór því ekki fram vegna of-
beldis, heldur þvert á móti undir for-
merkjum sátta en í sambandi þar sem
ofbeldi var undirliggjandi. En hvern-
ig getur þessi maður búist við því að
konan hans, sem hann er nýbúinn að
beita ofbeldi, hafi einhvern áhuga á að
hafa kynmök við hann? Þrátt fyrir að
þetta fari fram að hans mati undir for-
merkjum sátta eru aðstæðurnar
þannig að þau vita bæði hvað er í
gangi,“ segir Þorbjörg og bætir við að
með núgildandi lagasetningu hér á
landi væri ekki hægt að sakfella
manninn.
„Forgangsatriði er að mínu mati að
breyta því hvernig nauðgun er skil-
greind í lögum. Það mikilvægasta er
að konur sem verða fyrir brotum sem
í dag flokkast undir misneytingu eða
ólögmæta nauðung fái viðurkenningu
á því að þetta hafi verið nauðgun en
ekki eitthvert annað brot sem er
ómerkilegra. Það er mikilvægast af
öllu að við endurskoðun á kynferðis-
brotakaflanum sé kynfrelsi skil-
greint. Þetta á að miðast við það hvort
þolandinn hafi gefið samþykki sitt eða
ekki. Sönnunarbyrðin er eftir sem áð-
ur hjá ákæruvaldinu,“ segir Þorbjörg.
7,4% heildarhækkun lífeyris á árinu 2004
Lífeyrisgrei›slur sjó›sins eru ver›trygg›ar og á árinu 2004 var›
3,1% hækkun á lífeyri til lífeyrisflega vegna ver›lagshækkana.
Vegna fjölgunar lífeyrisflega og ver›lagshækkana nemur heildar-
hækkun greidds lífeyris úr grunndeildum sjó›sins 7,4%. Hækkun
ellilífeyris nam 8,2%, örorkulífeyris 11,0% og makalífeyris 3,8%.
Ávöxtun sjó›sins og tryggingafræ›ileg sta›a
Nafnávöxtun grunndeilda sjó›sins var 10,9% og raunávöxtun
6,7% á árinu 2004. Stærstur hluti eigna sjó›sins e›a 60% er
í innlendum skuldabréfum. Raunávöxtun fleirra á árinu var
9,0%. Raunávöxtun innlendra hlutabréfa var 23,8%. Ávöxtun
erlendra ver›bréfa í dollurum var 15,4% en heimsvísitala
hlutabréfa MSCI hækka›i um 12,8% í USD. Á móti styrktist
íslenska krónan gagnvart erlendum gjaldmi›lum um 8,4% og
gagnvart USD um 14,0% sem lei›ir til neikvæ›rar ávöxtunar
í íslenskum krónum. Í upphafi ársins 2004 var hlutfall innlendra
hlutabréfa af heildareignum 1% en 10% í árslok. fiar sem stór
hluti aukningar á innlendu hlutabréfaver›i kom fram á fyrri
hluta ársins 2004 naut sjó›urinn ekki nema hluta hækkunar-
innar. Ávöxtun sjó›sins umfram ver›bólgu hefur a› me›altali
veri› 5,1% á ári frá stofnun hans 1992. Heildarskuldbinding
aldurstengdrar deildar sjó›sins umfram eign er 2,7%. Heildar-
skuldbinding stigadeildar sjó›sins umfram eign er 9,2%.
Séreignardeild – 56% aukning eigna
Inneign rétthafa í séreignardeild sjó›sins jókst um 56% á árinu
2004. Í árslok 2004 var fjöldi rétthafa me› inneign 8.856.
Ársfundur sjó›sins
Ársfundur sjó›sins ver›ur haldinn flri›judaginn 15. mars nk.
kl. 16.00 á Nordica hótel, Su›urlandsbraut 2, Reykjavík.
Stjórn Sameina›a lífeyrissjó›sins 27. janúar 2005
Ingólfur Sverrisson, Ólafur H. Steingrímsson, fiorbjörn Gu›mundsson, fiorgeir Jósefsson, Örn Fri›riksson, Örn Jóhannsson.
Framkvæmdarstjóri: Jóhannes Siggeirsson.
Grunndeildir, 31. desember 2004
Aldurstengd
Stigadeild deild
Yfirlit um breytingu á hreinni eign til grei›slu lífeyris 2004 2004 2003
I›göld 2.421.363 505.034 2.693.253
Lífeyrir -1.690.712 -2.501 -1.575.542
Fjárfestingatekjur 5.705.127 132.100 4.839.439
Fjárfestingagjöld -85.312 -3.092 -111.495
Rekstrarkostna›ur -86.408 -2.273 -85.040
Breyting á hreinni eign á tímabilinu: 6.264.057 629.268 5.760.614
Hrein eign í upphafi tímabils: 50.336.552 910.956 45.486.894
Hrein eign til grei›slu lífeyris í lok tímabils: 56.600.609 1.540.224 51.247.508
Efnahagsreikningur 31.12. 2004
Ver›bréf me› breytilegum tekjum 23.227.922 0 13.812.592
Ver›bréf me› föstum tekjum 24.470.357 0 25.027.060
Ve›lán 9.664.813 0 11.435.954
Bankainnstæ›ur 338.516 0 448.494
Húseignir og ló›ir 154.808 0 154.828
Kröfur 216.345 1.540.224 1.213.289
Anna› 32.775 0 37.828
58.105.536 1.540.224 52.130.045
Skuldir -1.504.927 0 -882.537
Hrein eign til grei›slu lífeyris í lok tímabils: 56.600.609 1.540.224 51.247.508
Lífeyrisskuldbindingar 31.12. 2004
Eignir umfram áfallnar skuldbindingar -2.917.000 116.000
Í hlutfalli af áföllnum skuldbindingum -4,8% 7,9%
Eignir umfram heildarskuldbindingar -8.146.000 -395.000
Í hlutfalli af heildarskuldbindingum -9,2% -2,7%
Kennitölur
Hrein raunávöxtun mi›a› vi› vísitölu neysluver›s 6,7% 6,7% 7,2%
Me›altal hreinnar raunávöxtunar sl. 5 ár -0,1% -0,1% 1,8%
Frá stofnun sjó›sins 1992 5,1% 5,1% 5,1%
Eignir í ísl. kr. 71,3% 71,3% 74,7%
Eignir í erl. kr. 28,7% 28,7% 25,3%
Fjöldi virkra sjó›félaga 8.439 2.438 10.754
Fjöldi lifeyrisflega 4.066 20 3.832
Kostna›ur í % af eignum 0,2% 0,2% 0,2%
Sameina›i lífeyrissjó›urinn
Borgartúni 30
105 Reykjavík
Sími 510 5000
Fax 510 5010
mottaka@lifeyrir.is
www.lifeyrir.is
Allar tölur í flúsundum króna
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
15
0
7
0
Helstu ni›urstö›ur ársreiknings
ÞORBJÖRG segir að í fyrstu ís-
lensku hegningarlögunum frá
árinu 1869 hafi lítill munur verið á
sifskaparbrotum og skírlífis-
brotum, þ.e. það skipti ekki máli
hvort samræði utan hjónabands
var með vilja konunnar eða ekki.
Hins vegar var helmingi lægri
refsing við að nauðga konu sem
hafði á sér óorð. Full refsivernd
takmarkaðist því við konur sem
ekki höfðu á sér óorð. Þorbjörg
segir að þarna megi draga þá
ályktun að kona sem ekki var skír-
líf hafi ekki orðið fyrir jafnmiklu
tjóni af nauðgun og kona sem var
skírlíf. Ákvæðið miðaðist því við
að vernda skírlífið fremur en kon-
una. Verðmæti kvenna var að
nokkru leyti bundið við meydóm
þeirra og þegar hann var ekki
lengur til staðar var nauðgun ekki
jafn alvarlegt brot og annars.
Þessi lög voru gildandi fram til
1940. Þá tóku gildi ný hegningar-
lög sem eru enn í gildi. Árið 1992
voru gerðar miklar breytingar á
kaflanum um kynferðisbrot en
fram til þess árs voru lögin t.d.
kynbundin og nauðgunarlaga-
ákvæðið tók því ekki til karl-
manna.
Þorbjörg segir að þrátt fyrir
breytingar virðist óorðs-
hugmyndin enn lifa góðu lífi. „Ef
kona er dauð áfengisdauða skiptir
það máli hvort hún drakk áfengið
sjálf eða hvort gerandinn fyllti
hana þó að í báðum tilvikum sé
verið að brjóta nákvæmlega gegn
sömu hagsmunum. Það skín í
gegn að þolandinn geti átt ein-
hverja sök á afbrotinu og þá heitir
það ekki nauðgun, heldur mis-
neyting,“ segir Þorbjörg.
„Við fyrstu sýn hljómar það
kannski ekki svo vitlaust að of-
beldisfull nauðgun teljist alvar-
legri en tilfelli þar sem þolandinn
er sofandi og tekur jafnvel ekki
eftir verknaðinum. En þú þarft
ekki að hugsa þetta neitt lengi til
þess að sjá villuna ef markmiðið
er að vernda frelsi fólks til að
ákveða sjálft hvort það vill taka
þátt í kynlífi eða ekki. Það ætti
kannski að vera þyngri refsing
fyrir mjög ofbeldisfullar nauðganir
en það er að mínu mati hugs-
anavilla að kalla sum kynferð-
isbrot nauðgun en önnur mis-
neytingu þegar fyrir liggur að
brotið er gegn nákvæmlega sömu
hagsmunum,“ segir Þorbjörg.
Óorðshugmyndin
lifir enn