Morgunblaðið - 06.02.2005, Page 24

Morgunblaðið - 06.02.2005, Page 24
24 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ H ildur Haraldsdóttir Dungal er 33 ára, lögfræðingur að mennt, gift og tveggja barna móðir. Hún lék körfubolta á yngri árum, komst í unglingalandsliðið en „hætti á toppnum“ eins og hún orðar það, 17 eða 18 ára. Sneri sér síðan að fyrirsætustörfum um tíma, keppti í fegurðarsamkeppni, starfaði sem flugfreyja og segir reynsluna úr því starfi hvarvetna nýtast gríðarlega vel í mannlegum samskiptum. Nýráðinn forstjóri Útlend- ingastofnunar segist ekki hafa vit- að neitt um þann málaflokk sem stofnunin sinnir þegar hún hóf þar störf í apríl 2003. Segir það ekki hafa hvarflað að sér í upphafi að verða forstjóri þar á bæ en svona geti mál oft þróast með óvæntum hætti. Það var sem sagt ekki vegna þess að Hildi þætti málaflokkurinn sérstaklega áhugaverður að hún fór að vinna hjá stofnuninni: „Ég hafði unnið í þrjú ár hjá Tollinum og var farin að hugsa mér til hreyfings; langaði að breyta til. Georg [Lárusson, forveri hennar í forstjórastarfi Útlendingastofn- unar] hringdi þá í mig og bauð mér starf.“ Hún sló til og segir það hafa komið sér virkilega á óvart hve stór umræddur mála- flokkur er og hann væri stöðugt vaxandi. Starf Útlendingastofnunar er fyrst og fremst tvíþætt; annars vegar að afgreiða umsóknir fólks til dvalar hér á landi og fram- fylgja stefnu stjórnvalda í sam- skiptum Íslendinga við útlendinga og hins vegar útgáfa íslenskra vegabréfa. Það er sem sagt Útlend- ingastofnun sem veitir dval- arleyfin en félagsmálaráðuneytið sér um aðlögun fólksins. Málefni útlendinga hafa nokkuð verið til umræðu í þjóðfélaginu upp á síðkastið og ekki alltaf á já- kvæðum nótum. „Nú er farið að hugsa meira um það en áður hvort fólk aðlagist ekki örugglega vel þegar það flyt- ur til landsins,“ segir forstjórinn og telur þá þróun afar jákvæða. Hildur bendir á að það sé engum til framdráttar, hvorki útlending- unum né heimamönnum, að hinir fyrrnefndu fái enga aðstoð við komuna til nýs lands. Margir komi úr allt öðrum menningarheimi og tali ekki tungumálið. „Sumir átta sig ekki á því sem við teljum sjálf- sagðan rétt; að börnin geti farið í skóla, að fólk eigi rétt á lækn- isaðstoð og ýmislegt fleira.“ Hildur segir að Alþjóðahúsið, sem rekið er á vegum Reykjavík- urborgar og Rauða krossins, sé mjög til bóta, „en þegar fólk kem- ur til landsins þarf það að vita af Alþjóðahúsinu til þess að geta nýtt sér þjónustu þess!“ Þess vegna sé brýnt að innflytjendur séu aðstoðaðir. Nefnd á vegum fé- lagsmálararáðuneytisins hafi verið að vinna tillögur í þessu efni, „hún skilar væntanlega skýrslu á næstu vikum og sú vinna verður vonandi til þess að vel verði tekið á móti þeim útlendingum sem við erum búin að gefa loforð um að flytja til landsins.“ Lærum af mistökum annarra Útlendingastofnun tekur þátt í ýmiss konar norrænu samstarfi. Hildur segir Ísland í raun ekki hafa neina sérstöðu í þessum málaflokki, nema þá að þróunin sé nokkrum árum á eftir hér miðað við önnur Norðurlönd. „Hér hefur orðið mikil fjölgun innflytjenda eins og annars staðar á Norðurlöndum og ásóknin hefur aukist mjög í að komast hingað.“ Hún segir reyndar að hingað leiti fólk frá öðrum löndum en til hinna Norðurlandanna, fólk með annan bakgrunn. Í því felist helsti munurinn. Þar sem þróunin er sú sama hér og á öðrum Norðurlöndum, en gerist síðar, segir Hildur upplagt að reyna að læra af mistökum sem gerð hafi verið í öðrum löndum á þessum vettvangi og veigamesta lærdóminn megi draga af áð- urnefndri aðlögun. „Það er mjög brýnt að aðlögunin sé í lagi. Ég held að það sé einmitt atriði sem margar Evrópuþjóðir hugsuðu ekki út í þegar innflytjendum fór að fjölga mikið. Áherslan var að halda utan um þann fjölda sem streymdi inn; að vinna úr leyfum allra og þess háttar. En aðlögunin sjálf gleymdist og í kjölfarið fylgdu alls konar vandamál – lík- lega vegna þess hve seint var gripið til aðlögunar. Þess vegna er mjög gott að þessi vinna skuli vera í gangi hér og við stöndum einmitt vel að vígi vegna þess hve fámenn við erum; hér ætti að vera auðveldara að hafa góða yfirsýn en annars staðar.“ Hún segir einmitt ágætlega hafa tekist til með aðlögun útlendinga í fámennum sveitarfélögum. „Fólk aðlagast oft mjög vel á þeim stöð- um, kemst fyrr inn í samfélagið. Ég held að við búum að því að mörgu leyti hve fámenn við erum hérlendis.“ Íslensku útlendingalöggjöfinni var breytt nýverið og hefur 24- ára-reglan svokallaða talsvert ver- ið til umfjöllunar. Hildur segir nokkurs misskilnings hafa gætt hvað þetta varðar, t.d. vegna makaleyfa. Breytingin sem gerð var 1. maí 2004 sé hugsuð vegna málamynda- og nauðungarhjóna- banda og svipi til danskra laga. „Það þótti ástæða til þess að breyta reglunum. Við höfum sem betur fer ekki orðið vör við nauð- ungarhjónabönd hér á landi en teljum okkur hafa séð málamynda- hjónabönd; höfum að minnsta kosti haft talsverðar grunsemdir um slíkt en höfðum engin tæki, frekar en lögreglan, til þess að gera neitt. Ég held því að breyt- ingin sem gerð var sé mjög góð en fólk hefur líklega ekki alveg áttað sig á því að breytinginn tengist einungis málamynda- og nauðung- arhjónaböndum. Eftir breytinguna eru allir 25 ára og yngri, sem sækja um land- vistarleyfi, teknir í viðtal þar sem staðlaðar spurningar eru lagðar fyrir viðkomandi og hefur það fyr- irkomulag gefist vel að sögn for- stjórans. „Makaleyfin eru bestu leyfin sem hægt er að fá þannig að í raun er ekkert óeðlilegt að fólk þurfi að hafa aðeins fyrir því. Það eru til dæmis ekki jafnmiklar skjalakröfur gerðar í tengslum við þau leyfi og önnur og þessi viðtöl eru nánast eina tækifæri okkar til þess að meta hvort eitthvað bendi til þess að um málamynda- hjónaband geti verið að ræða.“ Hún segir að í nokkrum til- vikum hafi fólki verið synjað um landvistarleyfi á grundvelli um- ræddrar reglu en breytingin sé já- kvæð að mati stofnunarinnar. En málaflokkurinn sé vissulega sí- breytilegur og endurskoðun þurfi ávallt að eiga sér stað. En er löggjöfin nógu skýr? „Það má kannski segja að mörg ákvæðin séu mjög almennt orðuð en í raun er ekki hægt að hafa þau mikið sérhæfðari því það gæti leitt til þess að löggjöfin yrði of ströng. Það er alveg skýrt í lögunum um útlendinga að nánustu að- standendur; maki eða samvist- armaki, 24 ára og eldri, geta feng- ið dvalarleyfi að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Samkvæmt reglunum er ekki veitt neitt svig- rúm en við metum auðvitað hvert tilfelli fyrir sig í ljósi lagaákvæða og inntaks þeirra breytinga sem komu inn í lögin í maí síðast- liðnum.“ Aðspurð segir Hildur starfsfólk verða vart við neikvætt viðhorf al- mennings til Útlendingastofnunar. „Ég held að ástæða þess sé að oft er fjallað um einstök mál í fjöl- miðlum og fólk fær samúð með einstaklingum sem fjallað er um, en við getum lítið tjáð okkur; okk- ar sjónarmið ná ekki til fólksins. En mér finnst viðbrögð fólks skilj- anleg og held að við þurfum að taka örlög okkar í eigin hendur, ef svo má segja. Verðum að upplýsa fólk frekar um þennan málaflokk.“ Hildur undirstrikar að Útlend- ingastofnun sé undirstofnun ráðu- neytis og hlutverk hennar sé að fylgja stefnu stjórnvalda. Til stendur að koma ákveðnum upplýsingum inn á Netið, til þess að fólk skilji betur hvernig Út- lendingastofnun túlkar lögin, að sögn forstjórans. Mannleg samskipti Eins og getið var í upphafi telur Hildur reynslu úr starfi sínu sem flugfreyja nýtast vel í samskiptum við fólk, ekki síst á vinnustað eins og Útlendingastofnun þar sem starfsfólk þarf eðli málsins sam- kvæmt stundum að taka ákvarð- anir sem fólk er ósátt við. „Ég vil leggja talsverða áherslu á það að þó við þurfum að taka neikvæðar ákvarðanir, sem fólk þarf að sætta sig við, skiptir miklu máli hvernig ákvörðunin er tekin og hvernig henni er komið til skila. Það má ekki gerast með þjösnaskap og leiðindum. Fólk verður að fá vel rökstudda ákvörð- un; ákvörðun sem er stofnunar- innar, en ekki einstakra starfs- manna. Fólk má ekki fá það á tilfinninguna að það skipti máli á hvaða skrifstofu hér í stofnuninni málið lendir.“ Hildur segir að undanfarið hafi einmitt verið unnið að því að sam- ræma það hvernig lagt er mat á mál og reglur túlkaðar. „Túlkun þarf að vera samræmd og ég held að þessi vinna sé að skila sér. Ég finn mun minna fyrir óánægju og pirringi hjá fólki en áður. Auðvitað kemur oft fyrir að fólk er ósátt og það er vel skiljanlegt; það liggur í eðli þessa málaflokks. Við erum að fjalla um persónuleg mál þannig að það er ekki skrýtið að fólk sé ekki alltaf sátt.“ Og þarna segir hún reynsluna úr flugfreyjustarfinu skila sér. Hún flaug um loftin blá í vélum Flugleiða sjö sumur og eitt ár að auki. „Þar var maður stundum lokaður inni í þessu rými í sex Hildur Dungal tók í vikunni við starfi forstjóra Útlend- ingastofnunar. Hún segir reynslu úr starfi flugfreyju afar dýrmæta og Skapti Hallgrímsson komst að því að forstjór- inn æfir nú karate af krafti og segir æfingarnar gott mót- vægi við starfið og heimilið. Fljúgandi fyrirsæta með appelsínugula beltið í karate ’Víða í Evrópu erástandið þannig að tjái sig einhver um útlendingamál á þann veg að vilja takmarka fjölda út- lendinga er sá hinn sami sakaður um hatur.‘ ’ . . . skiptir miklumáli hvernig ákvörðunin er tekin og hvernig henni er komið til skila. Það má ekki gerast með þjösnaskap og leiðindum.‘ Nýr forstjóri Útlendingastofnunar segir mjög mikilvægt að vel sé staðið að aðlögun fólks sem flyst til Íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.