Morgunblaðið - 06.02.2005, Page 30
30 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Jón bóndi í Ölfusi veit hvað
hann syngur þegar kemur að
sölu bújarða
Ef þú ert að leita að bújörð
þá ertu í traustum höndum
með Jón þér við hlið
Til þjónustu reiðubúinn
í síma 896 4761
Jón tekur á móti viðskiptavinum Hóls
samkvæmt samkomulagi á Skúlagötu 17.
Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali
Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og úrvalsþjónustu í á annan
áratug. Taktu enga áhættu með þína fasteign. Skiptu við heiðarlega
og ábyrga fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi.
Skipholti 29a,
105 Reykjavík
fax 530 6505
heimili@heimili. is
Einar Guðmundsson, lögg. fast.
Finnbogi Hilmarsson, lögg. fast.
Bogi Pétursson, lögg. fast.
sími 530 6500
HÚSIN Í BÆNUM KYNNA:
BREIÐVANGUR 10 – HAFNARFIRÐI
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 16-18
Um er að ræða 4ra her-
bergja íbúð á fyrstu hæð
auk bílskúrs. Þetta fjöl-
býlishús er í gömlu og
rótgrónu hverfi í Hafnar-
firðinum. Stutt er í alla
þjónustu og skóla. Komið
er inn í rúmgóða forstofu
með flísum á gólfi og
góðum forstofuskáp, herbergisgangur með flísum á gólfi,
3 svefnherbergi eru og eitt þeirra með fataskáp. Plastparket
á gólfum, stofa er björt og rúmgóð og er útgengt á suður-
svalir, plastparket á gólfi, eldhús með dökkri viðarinnrétt-
ingu (nýlegri) flísar á gólfi, þar innan af er þvottahús og
geymsla, baðherbergi er flísalagt hólf og gólf, sturtuklefi og
lítil dökk viðarinnrétting (nýlegt). Íbúðin er öll hin snyrtileg-
asta og vel skipulögð. Bílskúr þarfnast lagfæringar.
Páll sýnir.
Nánari uppl. eru gefnar á skrifstofu
í síma 535 0600 eða hjá Þóri í síma 664 6992.
Hamraborg 5, 200 Kópavogi
husin@husin.is
53 50 600
Fax 53 50 601
Sveinn Ó. Sigurðsson lögg. fasteignasali
!
"#
!"# $%$ && '(# $%$ && OPIÐ HÚS – LÆKJASMÁRI
Glæsileg 4ra herb. 109,2 fm íbúð í nýlegu lyftuhúsi
í Lækjasmára í Kópavogi. Frábær staðsetning og
örstutt í alla þjónustu. Innréttingar og hurðir úr
kirsuberjaviði. Parket og flísar á gólfum.
Þetta er virkilega falleg íbúð í vönduðu viðhaldslitlu
fjölbýli á einum besta stað í Kópavogi.
Halldór, sölufulltrúi Nethúsa, tekur á móti
gestum milli 14 og 15 í dag. Bjalla merkt
201. Sími 840 2100.
Líkamsræktarstöð
Húsnæði, sem er nýinnréttað undir 350m² líkamsræktarstöð vestan við
miðbæ Reykjavíkur, til leigu og afhendingar strax. Tæki fylgja ekki en
hægt er að útvega ný tæki á ca 1/2 virði. Ef um annars konar starfsemi
er að ræða, þá er 4 m lofthæð í húsnæðinu og möguleiki á innkeyrslu-
dyrum, auk aðg. að 200m² geymslukjallara í bónus (án aukagreiðslu).
Áhugasamir hafi samband við Guðlaug, gsm 896 0747.
Mánaðarleiga kr. 340.000.
Sími 511 2900
Áhugasamir hafi samband
við sölumenn Leigulistans.
Í GREIN í Morgunblaðinu sl.
föstudag furðar Jónas Elíasson pró-
fessor sig á að íslensk nátt-
úruverndarsamtök einbeiti sér ekki
að verndun svartfugls norðan við
land í stað þess að andæfa virkj-
unum á hálendi Íslands. Segir Jónas
að, „Engin af hinum óteljandi fé-
lögum náttúruverndar,
landverndar og um-
hverfisverndar hafa
snefil af áhuga á hels-
veltum svartfugli eða
annarri rányrkju á líf-
ríki hafsins.“ Bendir
hann m.a. á að skoða
megi betur „ … hvaða
áhrif það hefur á lífríki
sjávar að botnvör-
pungarnir brjóta alla
kóralla, botnstrýtur og
alla felustaði fyrir ung-
viði botnfiska með því
að valta yfir u.þ.b.
50.000 ferkílómetra af hafsbotni á
ári með æ þyngri trollum …“
Ég vil þakka Jónasi fyrir að
benda á það tjón sem nútíma-
fiskveiðar valda, en um það hefur of
lítið verið fjallað. Ég skil þó ekki
hvers vegna hann skammar íslensk
náttúruverndarsamtök fyrir að
sinna þessu ekki. Væri ekki nær að
hann beindi gagnrýni sinni að sjáv-
arútvegsráðherra og Hafrann-
sóknastofnun. Nema ef vera kynni
að hann vildi benda á þessa ósvinnu
til að afsaka og réttlæta eyðilegg-
ingu á dýrmætri náttúru hálendis
Íslands. „Svo skal böl bæta að
benda á annað,“ söng Megas.
Tilgangur Jónasar er að gagn-
rýna kort gefið út af 10 nátt-
úruverndarsamtökum sem sýnir
hvaða vatnsföll á miðhálendi Íslands
voru skoðuð í fyrsta áfanga
Rammaáætlunar um nýtingu vatns-
orku og jarðvarma. Markmið útgef-
enda var að benda á að fyrirheit
stjórnvalda um afhend-
ingu orku til stóriðju
samsvara virkjun allra
vatnsfalla er féllu und-
ir fyrsta áfanga
Rammaáætlunar.
Þessu reiðist Jónas og
segir: „ … svartfuglinn
má drepast eins og
hann vill fyrir nátt-
úruverndarmönnum,
en ef Landsvirkjun vill
leggja einhverja sand-
auðn undir vatn þá
telja þeir lífríkinu ógn-
að og stofna til mála-
rekstrar sem engan enda virðist
ætla að taka.“
Hvort tveggja er rangt hjá Jón-
asi. Í fyrsta lagi, að svo miklu leyti
sem svartfuglsdauða má rekja til
breytinga í lífríki sjávar vegna lofts-
lagsbreytinga, þá hafa Nátt-
úruverndarsamtök Íslands látið sig
þann málaflokk miklu varða. Í öðru
lagi er það rangt hjá Jónasi að lýsa
baráttu náttúruverndarsamtaka
sem svo að þau amist við því að
Landsvirkjun vilji „ … leggja ein-
hverja sandauðn undir vatn …“.
Hann veit betur. Eyjabakkar,
Þjórsárver og gróin svæði sem fara
undir Hálslón eru ekki sandauðnir
heldur gróðurvinjar sem eru ein-
stakar á heimsvísu.
Jónas veður áfram og segir að út-
gefendur kortsins hafi „ … sleppt
því að mála Þingvallavatn, Sogið og
Elliðaárdalinn svört þótt allt séu
þetta virkjunarsvæði með nákvæm-
lega sömu umhverfisáhrifum og á
öllum öðrum virkjunarstöðum.“
Rangt. Markmið útgáfunnar var að
fjalla um þá virkjunarkosti sem
Rammaáætlun tók til. Jónas veit
manna best að þessar virkjanir féllu
ekki undir Rammaáætlun.
Að lokum þetta: Ekki verður ann-
að af grein Jónasar skilið en að sem
mest skuli virkja og að nátt-
úruvernd felist í að framkvæmdir á
miðhálendi Íslands „ … falli sem
best að náttúrunni, bæði hvað
skipulag og útlit varðar.“ Þeim sem
eru á öðru máli lýsir Jónas með gíf-
uryrðum sem ekki eru svara verð.
Svo skal böl bæta …
Árni Finnsson svarar
Jónasi Elíassyni ’Nema ef vera kynni aðhann vildi benda á þessa
ósvinnu til að afsaka og
réttlæta eyðileggingu á
dýrmætri náttúru há-
lendis Íslands.‘
Árni Finnsson
Höfundur er formaður Nátt-
úruverndarsamtaka Íslands.
Á PRESSUKVÖLDI sem haldið
var sl. fimmtudag um ábyrgð frétta-
manna og vinnubrögð
fjölmiðla afhjúpaðist
sá veggur tortryggni
sem risið hefur á milli
blaðamanna og forsæt-
isráðuneytisins á und-
anförnum vikum. Sú
tortryggni hefur náð
hámarki í umfjöllun
um Íraksmálið og að-
draganda þess að Ís-
land fór á lista hinna
viljugu þjóða sem
studdu innrás Banda-
ríkjamanna og Breta í
Írak árið 2003. Ásak-
anir ganga á víxl; aðstoðarmenn
Halldórs Ásgrímssonar saka blaða-
menn um einelti og óvönduð vinnu-
brögð og blaðamenn saka Halldór
og alla hans menn um að spinna
óljósan vef sem ekkert skýrir.
Þetta vantraust á báða bóga er
engum til góðs. Það gerir starfsum-
hverfi blaðamanna óvinveittara og
torveldar upplýsingamiðlun til al-
mennings. Það verður til þess að
stjórnmálamenn takmarka upplýs-
ingagjöf til blaðamanna sem elur af
sér aukna óánægju og
vissu um að verið sé að
fela upplýsingar.
Þessu verður að
breyta. Blaðamanna-
félag Íslands býður
fram krafta sína til að
bæta úr þeim sam-
skiptavanda sem skap-
ast hefur. Hverjum er
um að kenna skiptir
engu úr því sem komið
er. Við getum unnið
okkur út úr þessu máli
með þeirri einu leið
sem boðleg er í sam-
félagi sem byggir á lýðræði og
frjálsum skoðanaskiptum. Með því
að tala saman.
Ég legg til að skipuð verði nefnd
með fulltrúum stjórnvalda og blaða-
manna, sem hafi það hlutverk að
finna leiðir til að bæta samskipti
fjölmiðla og stjórnvalda í því skyni
að auka gagnsæi í samfélaginu og
eyða tortryggni, hvort sem það hef-
ur grafið um sig á milli almennings
og fjölmiðla, fjölmiðla og stjórn-
valda eða almennings og stjórn-
valda.
Ýmsar leiðir eru færar til að bæta
úr þeirri stöðu sem upp er komin.
Hægt væri að halda vikulega blaða-
mannafundi í stjórnarráðinu sem
upplýsingafulltrúi stjórnarráðsins
stýrir alla jafna en forsætisráðherra
mæti sem oftast. Þetta yrði tæpast
til að auka vinnuálag forsætisráð-
herra heldur þvert á móti; draga úr
stöðugri spurn blaðamanna eftir
svörum sem hugsanlega gætu beðið
til fundarins. Þetta er aðeins eitt
dæmi um vinnubrögð sem strax
gætu minnkað óánægju okkar
blaðamanna með flæði upplýsinga
úr stjórnarráðinu og aðgengi að for-
sætisráðherra.
Brýnt er að Íraksmálinu, sem
leiddi okkur öll í þessar ógöngur,
verði lokið hið fyrsta. Það er út-
breidd skoðun meðal blaðamanna að
málið hafi ekki verið nægilega skýrt.
Forsætisráðherra verður að mæta
þessari skoðun og mér þætti eðlileg-
ast að það yrði gert með ítarlegum
blaðamannafundi þar sem Halldór
svarar spurningum fréttamanna. Þá
hvet ég stjórnvöld jafnframt til þess
að íhuga það gaumgæfilega að birta
sem flest gögn málsins.
Meginatriðið er að samskipti
stjórnvalda og fjölmiðla og upplýs-
ingamiðlun í samfélaginu séu með
eðlilegum hætti, án þess skugga tor-
tryggni, átaka og jafnvel óvildar
sem yfir þau hefur brugðið síðustu
vikur.
Traust eða tortryggni?
Róbert Marshall fjallar
um samskipti stjórnvalda
og fjölmiðla ’Þetta vantraust á báðabóga er engum til góðs.
Það gerir starfsum-
hverfi blaðamanna óvin-
veittara og torveldar
upplýsingamiðlun
til almennings. ‘
Róbert Marshall
Höfundur er formaður
Blaðamannafélags Íslands.