Morgunblaðið - 06.02.2005, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Eldaskálinn
Brautarholti 3
105 Reykjavík
Sími: 562 1420
www.invita.com
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Lindarflöt - Við lækinn - Laust strax
Einlyft 140 fm einbýlishús á rólegum stað með sérstæðum 30 fm bílskúr.
Húsið er staðsett neðst niður við hraunið á fallegri 945 fm lóð rétt við læk-
inn. Húsið er í mjög slæmu ástandi og þarfnast heildar endurnýjunar. Húsið
er selt í núverandi ástandi og er kaupendun bent á að skoða húsið ræki-
lega. Eignin skiptist í forstofu, snyrtingu, eldhús, borðstofu, stofu, þrjú her-
bergi (fjögur herbergi skv. teikningu), þvottahús, geymslu og baðherbergi.
4745
TRÖNUHJALLI 10 - KÓPAVOGI
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14:00-16:00
Sýnum í dag stórglæsilegt ca 230 fm parhús á tveimur hæðum m/sér-
stæðum bílskúr. Sérlega vandaðar innréttingar og gólfefni. Skjólgóð og
sólrík lóð. Fjögur svefnherbergi. Frábær staðsetning.
Útsýni. VERÐ 39,9 millj.
Sími 594 5000 - Fax 594 5001
Lynghálsi 4//110 Reykjavík//Lögg. fasteignasali Halla Unnur Helgadóttir
Bjarni Pétursson, sölufulltrúi
s: 896 3875, tekur á móti áhugasömum.
Lundur
í Varmahlíð Skagafirði
Vorum að fá þessa sérstöku eign í
einkasölu. Um er að ræða stein-
steypt íbúðarhús, byggt 1958, alls
um 298m2 og geymslu/iðnaðarhús-
næði, byggt 1960, alls um 180m2.
Íbúðarhúsið skiptist í tvær hæði og
ris. Á jarðhæð er verslunar og
vinnuaðstaða (Gallery) en íbúð á að-
alhæð og í risi, sem skiptist m.a. í átta herbergi, stofu og eldhús. Gróin
og skjólgóð lóð sunnan við húsið með háum trjám.
Nánari upplýsingar veittar í símum 545-4100/893-3003/868-4112
eða á skrifstofu fasteignasölunnar, Mörkinni 3, 2 hæð, Reykjavík.
Jón Sigfús Sigurjónsson hdl., löggiltur fasteignasali.
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
La gavegur 182 • 105 Rvík • Fax 53 481 • i r idborg.is
204,1 fm einbýli á einni hæð, þar af 59,5 fm innbyggður bílskúr. Húsið hef-
ur fengið gott viðhald og stendur það á stórglæsilegum útsýnisstað. Húsið
skiptist í forstofu, hol, góðar stofur, sólskála (ekki skráður hjá FMR), eld-
hús með borðkrók, þvottahús, baðherbergi og fjögur svefnherbergi.
Búið að innrétta bílskúr sem íbúð. 5200.
Holtsbúð 40
Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
Ægir Breiðfjörð löggiltur fasteignasali
Í Þórufelli 4, 3. hæð til hægri,
sýnum við í dag ca 78 fm,
þriggja herbergja íbúð með
vestursvölum með útsýni yfir
bæinn. Íbúðin er laus til af-
hendingar fljótlega.
ÞÓRUFELL 4 – OPIÐ HÚS 15 TIL 17 Í DAG
SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG
KLEPPSVEGUR 44 - OPIÐ HÚS
564 6464
Síðumúla 24 • 108 Reykjavík
hof@hofid.is • www.hofid.is
Guðm. Björn Steinþórsson
lögg. fasteignasali
Jón Guðmundsson sölustjórifasteignasala
Hof kynnir mjög fallega 63 fm 2ja herbergja íbúð á 1. hæð í fjölbýli. Rúmgóð
stofa og svefnherbergi með fallegu parketi. Suðursvalir út af stofu. Eldhús
með hvítri Ikea-innréttingu, baðherbergi með ljósum flísum á gólfi og mósaík-
flísum á hluta veggja. Nýtt gler í gluggum. Íbúðin snýr inn í bakgarð og er
með útsýni til suðurs. Verð 11,2 millj.
Guðmundur á Hofi sýnir íbúðina milli kl. 14-16 í dag.
ÞAÐ HEFUR gjarnan verið
haft á orði að fjölskyldan sé horn-
steinn samfélagsins. Undanfarnar
vikur hefur fjölskyldan verið til
umræðu sem hófst með ræðu for-
sætisráðherra og biskups um ára-
mót. Herra Karl talaði m.a. um að
við værum mitt í stórfenglegri til-
raun sem ætti sér ekki hliðstæðu í
sögu mannkyns. Sigurbjörn Ein-
arsson biskup sagði á
nýliðnum læknadög-
um að „það þarf sterk
bein til að þola góða
daga“ og að það væri
sorglegt en satt að
þunglyndi íslenskra
barna hefði aukist til
muna. Þetta er hverju
orði sannara þrátt
fyrir hagsæld og auk-
ið heilbrigði á mörg-
um sviðum. Góð and-
leg heilsa er
mikilvægari en flesta
grunar. Svo á einnig
við um tíma til samveru. Foreldrar
sem hafa lítinn tíma finna líklega
fyrir meiri vanmætti gagnvart for-
eldrahlutverkinu og meiri vanlíðan
en þeir sem rýmri tíma hafa. Mál
manna er að tími sé peningar en
tími er líka eitt það dýrmætasta
sem foreldrar geta gefið börnum
sínum. Að hlúa að börnum og
stuðla að andlegri vellíðan þeirra
er kannski mikilvægasta verkefni
foreldra dagsins í dag.
Félag íslenskra heimilislækna
(FÍH) undir forystu Sigurbjörns
Sveinssonar samþykkti 1994, á ári
fjölskyldunnar, yfirlýsingu um
málefni fjölskyldunnar. Þessi
stefna félagsins á ekki síður við í
dag og ég vil leyfa mér að birta út-
drátt úr henni:
Atvinna er ein af grunnþörfum
nútímamannsins. Hún er hluti af
sjálfsmynd og sjálfsvirðingu og því
afar mikilvægur liður í vellíðan
foreldris. Atvinnuleysi er heilsu-
spillandi og FÍH getur aldrei sætt
sig við efnahagsstjórn, sem krefst
atvinnuleysis í einhverjum mæli.
Húsnæði er önnur frumþörf. Tíð
bústaðaskipti og þröngbýli skapa
öryggisleysi og hefta
þroskamöguleika fjöl-
skyldumeðlima. Öflun
hentugs húsnæðis á
ekki að vera það
íþyngjandi að skerði
andlega og líkamlega
velferð fjölskyldunnar.
Tími til samvista er
jafn mikilvægur for-
eldrum sem börnum
til að treysta góða
andlega líðan og laða
fram þroska með ein-
staklingunum. Sú
handleiðsla, sem börn
njóta í heilbrigðu sambandi við
foreldra, leiðir til uppeldis, sem
börnum verður ekki að fullu veitt
með öðrum ráðum. Kröfur til for-
eldra hvað varðar þátttöku í at-
vinnulífinu og í öðru félagslegu til-
liti verða að vera þannig, að þeir
eigi kost á að fullnægja þessari
þörf fjölskyldunni í hag. Með-
alvinnuvikan verður að styttast og
laun að hækka.
Skólinn er mikill áhrifavaldur og
ræður mestu um þroska barnanna
næst á eftir fjölskyldunni. Kenn-
arastarfið er mikilvægt og efla
þarf virðingu þess og gera það eft-
irsótt fyrir hæfa einstaklinga.
Skóladaginn þarf að lengja fremur
en skólaárið. Hann þarf að verða
samfelldur og skólar einsetnir.
Börn og unglingar eiga að fá mál-
tíðir í skólunum. Niðurskurður til
skólamála á ári fjölskyldunnar eða
í annan tíma þjónar ekki hags-
munum barna.
Frístundastörf eru fjölskyldunni
mikilvæg. Þátttaka í íþróttum og
námi utan skóla einkum í tengslum
við listir eykur andlega og lík-
amlega heilbrigði. Þátttaka í þessu
starfi er fjárhagslega ofviða of
mörgum fjölskyldum. Þjóðfélagið
ver á hverju ári hundruðum millj-
óna til keppnisíþrótta fullorðinna.
Á sama tíma þurfa fjölskyldur að
kosta tugum þúsunda til að kaupa
börnunum aðgang að íþróttaiðkun.
Listnám er líka dýrt og ljóst, að
öll börn eiga ekki jafnan kost í
þeim efnum. Verja þarf meiru af
því fé, sem til ráðstöfunar er, til að
tryggja fjölskyldum aðgang að
þroskaleiðum á þessum vettvangi.
Heilbrigði er öllum eftirsókn-
arvert. Sjúkdómar og heilsuleysi í
fjölskyldu reyna á þolrif hennar og
nauðsynlegt er að styðja fjöl-
skyldur, sem þannig er ástatt um.
Sjúkdómar og heilsuleysi mega
ekki skerða möguleika fjárvana og/
eða barnmargra fjölskyldna til að
koma einstaklingunum, sem þær
mynda, til þroska. Ungir foreldrar
með börn eiga fullt í fangi með að
afla sér húsnæðis og menntunar.
Þessi þjóðfélagshópur þarf að
njóta lægstu greiðslna fyrir heil-
brigðisþjónustu, sem völ er á
hverju sinni.
Nám fer nú fram í æ ríkari mæli
á árunum eftir tvítugt. Á þeim ár-
um er eðlilegt, að stofna fjöl-
skyldur. Öflun menntunar og barn-
eignir er þjóðfélaginu
eftirsóknarvert. Námsmenn þurfa
að geta notið eðlilegs fjölskyldulífs
við ekki of þröngan kost, þannig
að fjölskyldan bíði ekki skaða af og
að þeir þurfi ekki að hverfa frá
námi.
Áfengisnotkun er víða vandamál
þótt hún sé ekki viðurkennd sem
drykkjusýki. Áfengisnotkun getur
spillt heilbrigðu fjölskyldulífi og er
kostnaðarsöm fyrir heimilin.
Áfengisneysla getur leitt til mis-
sættis foreldra og valdið börnum
hugarangri og vanlíðan. Rannsaka
þarf áhrif þessa á fjölskyldulíf Ís-
lendinga og fræða almenning um
afleiðingar reglubundinnar áfeng-
isneyslu fyrir einstaklingana sem
fjölskylduna mynda.
Svo mörg voru þau orð 1994 og
eiga í megindráttum vel við rúm-
um áratug síðar. Margt hefur
áunnist en önnur vandamál eru
meira áberandi og nærtækasta
dæmið er fíkniefnaneysla og sú
firring sem henni fylgir. En betur
má ef duga skal og Félag íslenskra
heimilislækna skorar á alþingi og
ráðamenn Íslands að taka höndum
saman og styrkja stöðu fjölskyld-
unnar með öllum tiltækum ráðum.
Er kominn tími
á fjölskylduna?
Elínborg Bárðardóttir
fjallar um fjölskylduna ’Félag íslenskra heim-ilislækna skorar á al-
þingi og ráðamenn Ís-
lands að taka höndum
saman og styrkja stöðu
fjölskyldunnar. ‘
Elínborg Bárðardóttir
Höfundur er formaður
Félags íslenskra heimilislækna.