Morgunblaðið - 06.02.2005, Síða 33

Morgunblaðið - 06.02.2005, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 33 UMRÆÐAN                                ! "#                !"# $%$ &&  ' (# $%$ &&   FYRIR STOFNANIR FÉLAGASAMTÖK EÐA EINSTAKLINGA Nýtt sumarhús að Sölvaslóð 4, Arnarstapa Til sölu mjög vandað, nýtt og fallegt sumarhús á Arnarstapa. Húsið er 55 m2 + 15 m2 svefnloft. Bústaðurinn stendur á einni af glæsilegustu útsýnislóðunum á Arnarstapa með útsýni út á Faxaflóa, Stapafell, Sölvahamar og Snæfellsjökul. Húsið er reist á steyptum sökkli með skriðkjallara (lagnakjallara). Húsið er fullfrágengið að utan með þakkanti, rennum og drenlögn í kringum sökkul. Búið er að taka inn rafmagn og vatn og er vegur heim að húsinu og bílastæði frágengið. Verið er að ganga frá palli ca 70 fm og rotþró. Húsið verður afhent fullbú- ið að utan með palli, fokhelt að innan með einangruðu gólfi, að- og fráveitulagnir fullbúnar og lóð grófjöfnuð með veg og bílaplani. Verð: 7 milljónir. Fullgerður, verð 10,5 milljónir. Möguleiki á afhendingu fyrir hvítasunnuhelgina! AUSTURSTRÖND - ÞAK- ÍBÚÐ Falleg 6 herb. um 125 fm íb. á 6. hæð ásamt sólstofu. Íbúðin skiptist m.a. í 4 svefnh., stórar stofur, eldhús, baðherbergi, sjónavarpsherb. og sólstofu. Stæði í bíla- geymslu fylgir. 4746 SKIPHOLT - LAUS STRAX Góð 5 herbergja 120 fm upprunaleg íbúð á efstu hæð í fallegu húsi. Eignin skiptist þannig: Stofa, borðstofa, þrjú herbergi, eld- hús, þvottahús, baðherbergi, gangur og hol. Sérgeymsla fylgir á 1. hæð. Suðursvalir og sérbílastæði á lóð. V. 18,4 m. 4743 FUNALIND - GLÆSILEG Glæsileg þriggja herbergja íbúð á þriðju hæð í góðu fjölbýlishúsi við Funalind í Kópavogi. Eignin skiptist m.a. í hol, tvö herbergi, bað- herbergi, sjónvarpshol, stofu/borðstofu, eld- hús og þvottahús. Sérgeymsla í íbúð. Mikið var lagt í þessa íbúð í upphafi. Öll ljós geta fylgt. V. 21,4 m. 4734 KAMBASEL - GLÆSILEG 3ja herb. mjög falleg endaíbúð á 2. hæð sem skiptist í forstofu, baðherbergi, innra hol, hjónaherbergi, barnaherbergi, eldhús, sér- þvottahús og stóra stofu. Friðsælt umhverfi. V. 15,7 m. 4737 ÞINGHÓLSBRAUT - SÉRINNG. Falleg 72 fm 3ja herbergja íbúð með sérinng. á jarðhæð. Nýjar innr. og gólfefni. Flísalagt baðherbergi. Íbúðinni fylgir 52 fm óinnréttað rými sem hægt væri að innr. til útleigu með sérinng. og gluggum. Heildarstærð er 124 fm. Áhv. er ca 10.000.000 lán frá KB-banka á 4,2% vöxt- um. V. 14,5 m. 3683 AUSTURSTRÖND - M. BÍL- SKÝLI Glæsileg 2ja herbergja íbúð á 5. hæð (2. hæð frá inngangi í húsið þ.e.a.s. frá Nesvegi) í sex hæða fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist þannig: Stofa, eldhús, herbergi, baðherbergi og hol. Sérgeymsla fylgir á 2. hæð. Sameiginlegt þvottahús með vélum er á hæðinni. Sameiginleg hjólageymsla er á 3. hæð. Merkt stæði í bílageymslu fylgir íbúð- inni. V. 13,5 m. 4670 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali HRÍSMÓAR - M. BÍLSKÚR - LAUS STRAX Falleg og rúmgóð 3ja herbergja 93 fm endaíbúð á 3. hæð í litlu fjölbýli ásamt bílskúr. Fallegt útsýni. Stórar svalir. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, bað- herbergi, sérþvottahús (í íbúð) og 2 svefnherbergi. Sérgeymsla er á jarðhæð ásamt hjólageymslu. V. 19,9 m. 4738 ÞINGÁS - VEL STAÐSETT EINBÝLI Hér er um að ræða 177,3 fm einbýlishús ásamt 32,7 fm bílskúr og óskráðu rislofti. Húsið skiptist þannig: Á neðri hæðinni er forstofa, hol, borðstofa og stofa, eldhús ásamt vinnuherbergi og snyrtingu. Á efri hæðinni eru fjögur svefnherbergi, sjónvarps- hol og baðherbergi. Í risi er eitt svefnherbergi. Lóðin er malarborin fyrir framan bílskúr en fullfrágengin baka til, afgirt og hellulögð ásamt timburverönd með heitum potti. V. 42,5 m. 4741 Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 481 • midborg@midborg.is 225 fm stórglæsilegt einbýli á þremur hæðum við Skipasund, sem skiptist í 123,4 fm glæsilega efri sérhæð og ris, 65 fm séríbúð í kjallara og 36 fm bílskúr. Hæðin og risið skiptist í forstofu, hol, eldhús, snyrtingu, tvær stofur, fjögur herbergi, baðherbergi og eldhús. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús. Mögulegt er að útbúa tvær íbúðir. Eldhúsið er allt nýuppgert, með nýjum tækjum, graníti á borðum og innréttingar sérsmíðaðar. Öll hæðin er með eikarparketi nema snyrtingin og forstofan sem eru með graníti á gólfi. Lýsing er hönnuð af Lúmex. Íbúðin í kjallara skiptist í eldhús, baðherbergi, hol, herbergi og stofu. Viðbyggingarmöguleikar eru fyrir hendi á hæðinni. Falleg og gróinn lóð. Húsið lítur mjög vel út að utan og hefur verið vel viðhaldið. Verð 49,5 millj. 5170 Skipasund 45 mbl.issmáauglýsingar FJÁRMÁLARÁÐHERRA lagði áherslu á það á Alþingi nú í vikunni að skattsvik yrðu ekki liðin. Loðin og óskýr svör fengust samt við því hverjum af þeim 24 tillögum sem fram koma í skýrslu skatt- svikanefndar hann myndi fylgja eftir til að sporna við skatt- svikum. Misnota frelsið Skattsvikaskýrslan varpar glöggu ljósi á hvernig skipulögð skatt- svik hafa aukist og nýjar skattsvikaleiðir bæst við. Hún sýnir líka að skattalöggjöfin er að sumu leyti gloppótt og býður bókstaflega upp á að fyrirtæki geti komist undan eðlilegum skatt- greiðslum til samfélags- ins. Í skýrslunni er því t.d. blákalt haldið fram að íslenskir skattaðilar nýti sér skattaparadísir og ýmiskon- ar lágskattasvæði til að koma undan tekjum sem sæta eigi skattlagningu hér á landi. Það er auðvitað graf- alvarlegt og við því verður að bregð- ast ef fyrirtæki eru að misnota frels- ið og þá bættu samkeppnisstöðu sem þeim hefur verið búin í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Skýrslan sýn- ir líka vel hve mikill ávinningur er af öflugu skatteftirliti þegar áætlað er að allt að 35 milljarðar tapist af skattfé landsmanna vegna skatt- svika, en það er samsvarandi fjár- hæð og fer til að reka allt skólakerfið í landinu, framhaldsskóla, grunn- skóla og háskóla. Aðgerðir strax Þegar þarf að grípa til aðgerða og bæta skattalögin og alla skattafram- kvæmd. Hér verða aðeins nefndar 6 mikilvægar tillögur af þeim 24 sem koma fram í skattsvikaskýrslunni og nauðsynlegt er að hrinda þegar í framkvæmd : 1. Afnema þarf heimild til að fresta skattlagningu á sölu- hagnaði ef frestunin fæst með því að fjárfesta í erlendum fé- lögum, oft í skattaparadísum, en með því skapast möguleiki til að komast að fullu undan skatt- lagningu á söluhagnaði. Margar þjóðir skattleggja uppsafnaðan hagnað í eignum sem fluttar eru úr landi. 2. Skattleggja á vexti sem greidd- ir eru úr landi, en Ísland er eitt örfárra landa sem ekki gera það. Að öðrum kosti þarf að skilyrða skattfrelsið við lönd sem við höfum tvískött- unarsamninga við og gefa allar upplýsingar til skattyfirvalda um tekjur og eignir í félögum erlendis í eigu íslenskra aðila. Þessi gloppa í skattkerfinu nýt- ist m.a. vel þeim sem stofnsetja dótturfyrirtæki í skatta- paradísum, leggja í þau fé og lána síðan ís- lenska móðurfyr- irtækinu. Vext- irnir dragast frá skattstofni ís- lenska fyrirtæk- isins og lækka skattgreiðslur þeirra. 3. Lögfest verði skylda fjár- málastofnana til að láta í té allar upplýsingar um eignir í vörslu þeirra en í skatt- svikaskýrslunni kemur fram að Ísland er í hópi 10 ríkja af rúm- lega 30 sem ekki krefjast sjálf- krafa skýrslugjafar fjár- málastofnana til skattyfirvalda. Vegna staðgreiðslunnar snýr vandamálið ekki að vaxta- tekjum af bankainnistæðum, heldur einkum af verðbréfum, s.s hlutabréfum. Þegar Svíar tóku upp þessa upplýs- ingaskyldu bötnuðu skattskil vegna fjármagnstekna um 20- 30%. 4. Færa saksókn og ákæruvald í skattsvikamálum til embættis skattrannsóknarstjóra og máls- forsvar í dómsmálum um ágreining í skattamálum til embættis Ríkisskattstjóra, en meðferð skattsvikamála verður með því hraðari og skilvirkari. 5. Koma á fót sérstökum sérhæfð- um eftirlitsdeildum sem hafi skatteftirlit með stórfyr- irtækjum, ekki síst fjármálafyr- irtækjum með mikil erlend um- svif. 6. Bæta þarf skattaframkvæmd- ina til að koma í veg fyrir að eig- endur fyrirtækja séu að færa einkaneyslu sína sem kostnað á fyrirtækin og ekki síður að hluti launa, t.d. bónus eða kaup- réttur, sé ekki gefnn upp til skatts og hluthöfum veitt vaxta- laus lán sem ekki eru gerð upp. Tugir milljarða í húfi Þetta eru m.a. þær tillögur í skatt- svikaskýrslunni sem ég tel að leggja eigi megináherslu á. Í húfi eru tugir milljarða króna sem skattgreið- endur hljóta að gera kröfu til að skili sér til að bæta lífskjör og velferð í landinu. Það eru fyrst og fremst ein- staklingar sem bera meginþungann af skattgreiðslum til ríkisins eða um 90%. Hlutur fyrirtækja er því ekki mikill fyrir, þó ekki bætist við að þau hafi óeðlilegar undankomuleiðir til að færa hagnað sinn úr landi til að komast hjá skattgreiðslum. Falið fé Jóhanna Sigurðardóttir fjallar um skattsvik ’Í húfi eru tugir millj-arða króna sem skatt- greiðendur hljóta að gera kröfu til að skili sér til að bæta lífskjör og velferð í landinu.‘ Jóhanna Sigurðardóttir Höfundur er alþingismaður. Úrslitin í ítalska boltanum beint í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.