Morgunblaðið - 06.02.2005, Page 37

Morgunblaðið - 06.02.2005, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 37 MINNINGAR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 1. febrúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánu- daginn 7. febrúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Hrafnistu í Hafnarfirði. Elínborg Margrét Sigurbjörnsdóttir, Reynir Kristjánsson, Elías Már Sigurbjörnsson, Jónína Gyða Ólafsdóttir, Anna Björg Sigurbjörnsdóttir, Björn Þ. Björgvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við fráfall elskulegrar eiginkonu minnar, móður, systur, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR INGIMARSDÓTTUR, áður Hátúni 12, Safamýri 53. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Hátúni 12 fyrir góða umönnun. Örn Daníelsson, Eiríkur Ingi Eiríksson, Guðrún Jónsdóttir, Jóhann Sigurðsson, Svanfríður Jónasdóttir, Þórður Eiríksson, Margrét Eiríksdóttir og fjölskylda Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, VALGERÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR, Funalind 13, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð miðviku- daginn 2. febrúar. Útförin verður gerð frá Kópavogskirkju föstu- daginn 11. febrúar kl. 13:00. Guðni B. Guðnason, Gunnar Guðnason, Erna Olsen, Þórólfur Guðnason, Sara Hafsteinsdóttir, Guðni B. Guðnason, Ásta Björnsdóttir og barnabörn. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, BERTHA KONRÁÐSDÓTTIR, Rofabæ 31, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli, Reykjavík, þriðjudaginn 1. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 10. febrúar kl. 15.00. Jón Bragi Eysteinsson og fjölskylda. ✝ Þuríður Sigurð-ardóttir fæddist í Stykkishólmi 13. október 1942. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 19. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Soffía Sigfinns- dóttir húsmóðir, f. 30. maí 1917, d. 11. mars 1998, og Sig- urður Skúlason kaupmaður, f. 12. nóv. 1905, d. 14. jan. 1972. Systkini Þuríð- ar eru Sigfinnur, f. 16.2. 1937, d. ar og Berta. 2) Úlla, f. 29. maí 1968, gift Benedikt Bogasyni, börn þeirra eru Þuríður, Bogi, Kári Steinn og Sigrún. 3) Tyrfingur, f. 22. apríl 1974. Þuríður útskrifaðist fóstra frá Fóstruskóla Íslands árið 1966 og stundaði framhaldsnám í uppeld- isfræðum í Kaupmannahöfn 1978 til 1981. Hún var fyrsta forstöðu- kona dagheimilis Landspítalans, sem rekinn var við Engihlíð. Á átt- unda áratugnum stofnaði Þuríður einkarekinn leikskóla, sem hún rak fyrst í Fossvogi og síðar á Freyjugötu 37. Hún hætti rekstri leikskólans vorið 2003 vegna veik- inda. Hún tók þátt í félagsstarfi og var meðal annars sjálfboðaliði hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins, á Landspítalanum fjölmörg ár. Útför Þuríðar fór fram í kyrr- þey frá Fossvogskapellu 31. jan- úar. 20.12. 2003, Lovísa, f. 2.6. 1938, Magnús, f. 18.12. 1939, Ingibjörg, f. 13.3. 1941, d. 18.12. 2004, Skúli, f. 12.12. 1943, d. 25.10. 1996, Soffía, f. 5.4. 1946, Ágúst, f. 19.9. 1947, og Sigurður, f. 25.4. 1956. Þuríður giftist 19. maí 1962 Kára Tyrf- ingssyni, rafvirkja, f. 25. júní 1933. Þau eiga þrjú börn, þau eru: 1) Soffía, f. 7. október 1962, gift Gunnlaugi Snædal, börn þeirra eru Kári, Arn- Líklega heldur lífið áfram, jörðin snýst, nýr dagur rís, eftir vetur kemur vor og sagt er að maður komi í manns stað. En er það svo þegar allt kemur til alls? Hvað verður við fráfall manns? Hægir jörðin ekki ör- lítið snúning sinn? Rís sólin ekki að- eins síðar hinn næsta dag? Tefst ekki vorkoman um nokkra daga? Tómt rugl segir skynsamt fólk. Má vera, samt held ég hafið yfir allan vafa að enginn kemur í stað hennar Þuru systur minnar. Hún var alla tíð lífsglöð og kát. Sagðist hafa fengið mig í ferming- argjöf og hefði því leyfi til að ráðsk- ast með mig alla mína ævi. Hún mátti það alveg. Taldi jafnvel börn mín hluta af gjöfinni. Hún leyfði sér að stjórna þeim og skipa til á ýmsa lund. Þeim þótti það alls ekki verra, elskuðu bara hana Þuru skilyrðis- laust. Raunar þrifust allir vel í pils- faldi hinnar ráðríku húsmóður. Foreldrar okkar áttu níu börn og var Þura miðjubarnið. Þrátt fyrir fjölda eldri og yngri systkina varð hún strax mjög stjórnsöm. Hjarta hennar var stórt og þótti fátt betra en eða veita og gefa, var minna fyrir að þiggja. Hún gaf af þörf og þannig kippti henni í kynið. Nafnið er æva- fornt í móðurætt okkar, má rekja í beinan legg allt til átjándu aldar. Hún fékk það frá Þuríði ömmu okk- ar í móðurætt sem fædd var í lok nítjándu aldar og þótti einstök gæðakona rétt eins og foreldrar hennar og áar. Systur minni kippti líka í föðurættina, forfeður og -mæð- ur sem voru æði stjórnsamir ein- staklingar, víluðu ekki fyrir sér að ráðast gegn straumröstum og stórsjóum eða stjórna stórum heim- ilum og sífelldri gestanauð. Þura menntaði sig sem fóstra og starfaði sem slík alla sína tíð, lengst af rak hún eigin leikskóla. Þrjár kynslóðir fengu að lúta handleiðslu hennar. Hún þekkti svipinn á barna- barninu og mundi eftir ömmunni sem hún hafði fóstrað einhvern tím- an í árdaga. Hún kunni að umgang- ast börn, þau virtu hana og skildu, lærðu og höfðu gott af. Þannig var með mín börn og þó að ekki væri fyrir annað er er skuld mín og þakk- læti óendanleg. Þura systir var ekki ein, klett- urinn í lífi hennar var Kári Tyrfings- son. Saman voru þau eitt, nöfn þeirra svo samtvinnuð að vart var hægt að nefna annað svo hitt fylgdi ekki ósjálfrátt á eftir. Þau bjuggu sér stórt og fallegt heimili, tóku að því er virtist fyrirhafnarlaust á móti gestum og gangandi. Til þeirra var gott að koma. Hverri heimsókn fylgdi ólýsanleg hlýja og gleði. Stór- fjölskyldan hittist oft á heimili þeirra. Þá gustaði af húsfreyju sem kunni sér vart læti er hún bar veisluföng í gesti sína, trekkti upp fjörið í börnunum, sendi systkinum sínum glósur og sinnti eldri kynslóð- inni. Af þessu skapaðist hávaði mik- ill enda þarf í svona fjölmenni að brýna raustina þegar koma þarf skoðunum í stjórnmálum til skila eða segja lygisögur af uppvextinum í Stykkishólmi. Alla yfirgnæfði Þura, lá sjaldnast lægri rómur en sá sem hæst talaði og sögurnar hennar voru stundum ólíklegastar af öllum. Svo kemur dómurinn og það líður að því óhjákvæmilega. Stundum virðist manni grandvart og gott líf launað með illu eða hverju sætir að launin sé mein sem kvelur í langan tíma þar til loks öllu er lokið. Skiptir breytni engu máli? Er allt tilvilj- unum háð? Á rúmu ári hafa þrjú systkini og mágur okkar látist, eru þá fjögur farin og öll löngu fyrir þann tíma sem flestum hefði þótt eðlilegri. Enginn er spurður, tíminn er óræður þó ljóst sé að fyrr eða síð- ar stoppar lífsklukka allra. Maður leyfir sér samt að vera reiður eitt augnablik frammi fyrir ósanngjörnu almættinu og krefjast reikningsskila rétt eins og verið sé að sækja leið- réttingu mála fyrir veraldlegu bjú- rókratíi eða kvarta við yfir hroka- fullri bónusbúð. Umbjóðendur almættisins eru svo sem ekki orð- lausir en þeir vita bara því miður ekkert meira en við hinir. Svo róast maður í sorginni og baslið dreifir huganum. Þura systir var gæfukona. Hún eignaðist einstaklega góðan eigin- mann, þrjú börn og sex mannvænleg barnabörn. Fátt annað skiptir máli þegar upp er staðið. Sjálf vissi hún til hvers dró og leit sátt yfir liðna ævi. Kára, börnum, tengdasonum og barnabörnum sendum við Heiðrún Sjöfn, Grétar Sigfinnur og Bjarki Rúnar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Sigurður Sigurðarson. Andlát Þuru mágkonu minnar kom ekki á óvart. Ótrúlega lengi barðist hún gegn krabbameininu, sem hafði heltekið hana. Hún náði því að sjá fjórða barn Úllu, dóttur sinnar, Sigrúnu, sem fæddist 20. desember sl. Það er gott til þess að vita, því börn voru henni allt, ekki bara börnin hennar, barnabörnin og frændsystkini, heldur öll börn, enda hefir sjálfsagt enginn tölu á þeim börnum, sem voru hjá henni í fóstri gegnum tíðina. Eiginmaður Þuru er Kári Tyrfingsson rafvirki. Þau eign- uðust þrjú börn, Soffíu, Úllu og Tyrfing. Árið 1978 fór fjölskyldan til Kaupmannahafnar, þar sem Þura var við framhaldsnám til ársins 1981. Kári vann þar við iðn sína og börnin gengu í skóla. Vissulega var þetta stórt skref að taka en árang- urinn lét ekki á sér standa. Ég kynntist Þuru árið 1960, þegar ég kom inn í stórfjölskyldu eigin- manns míns, Sigfinns Sigurðssonar, elsta bróður Þuru. Það var skemmtilegur tími. Tengdaforeldrar mínir, Soffía Sigfinnsdóttir og Sig- urður Skúlason, tóku mér opnum örmum, þangað var gott að koma, gestrisni mikil og móttökur ætíð höfðinglegar, hver sem í hlut átti. Þannig var Þura, gestrisin svo af bar; í minningunni bera þó jóladags- boðin hennar hæst, þar sem fjö- skyldan og vinir komu saman og þáðu stórkostlegar veitingar. Þau eru mörg minningarbrotin, sem koma upp í hugann eftir rúm- lega 40 ára kynni. Ég man okkur hjónin taka Strætó á Vífilsgötuna fyrstu árin, til þess að spila bridge við Þuru og Kára á laugardags- kvöldum, það voru skemmtilegar stundir og margt þurfti að ræða samhliða spilamennskunni. Ég man hvað henni þótti vænt um börnin okkar og vildi allt fyrir þau gera. Ég man, að hún var vön að hringja í mig á afmælisdaginn minn og tilkynna mér, að nú væri ég orðin tveim árum eldri en hún, en raunar skildi okkur aðeins eitt ár að, önnur bara fædd snemma á árinu en hin seint. Ég man, þegar hún sagði mér að vera ekki með þessa fýlu og brosa oftar, ég hefndi mín og sagði hana vera of stjórnsama, hún hélt nú ekki og svo hlógum við saman að þessum meintu göllum okkar. Ég man sól- ríka daginn sl. sumar, sem var síð- asti dagurinn sem við áttum saman, og hvað okkur fór þá á milli. Ég man stóra hjartað hennar og gjafmildina, alltaf var stuðningur hennar vís, annað kom aldrei til greina. Þura mágkona mín lifði ekki í kvíða og vonleysi. Hún bar höfuðið hátt, hafði snör handtök og stjórnaði leikskólanum sínum og heimilishald- inu af röggsemi. Við Þura eignuðumst báðar þrjú börn, þau eru öll á svipuðum aldri og milli þeirra ríkir gagnkvæm vænt- umþykja og elskusemi. Það er gott til þess að vita. Ég þakka Þuru mágkonu minni fyrir samferðina og bið Guð að blessa minningu hennar, eiginmann og afkomendur alla. Helga. Elskuleg föðursystir mín er látin eftir æðrulausa baráttu við illvígan sjúkdóm. Þura var engum lík. Ég man hvernig hún tók á móti mér þegar ég kom í heimsókn sem barn. Alltaf opnum örmum og alltaf eins og mikilvægan gest bæri að garði. Enda áttum við nafnið saman og vorum báðar stoltar af, skírðar í höf- uð á ömmu hennar og langömmu minni. Þura tók vel á móti öllum börnum. Hún var fóstra af lífi og sál og því kynntist ég þegar dóttir mín var á leikskólanum hennar fyrir fáeinum árum. Henni leið vel hjá Þuru, enda kunni Þura vel að hugsa um leik- skólabörnin sín. Þar var regla á öll- um hlutum, hún talaði mikið við börnin og bar hag þeirra fyrir brjósti. Mér er enn í huga þakklæti fyrir þennan tíma. Gaman var að sjá föðursystur mínar allar saman síðastliðið sumar, allar skörungar hver á sinn hátt. Þær nutu þess að vera saman, not- uðu tækifærið og heimsóttu heima- slóðir í Stykkishólmi. Ingibjörg varð bráðkvödd 18. des sl. á heimili sínu á Gotlandi í Svíþjóð. Nú er Þura einn- ig horfin á braut, en minning hennar mun lifa áfram. Við fjölskyldan sendum Kára, Soffíu, Úllu, Tyrfingi og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Björg Þuríður. Börn voru alltaf í fyrsta sæti hjá Þuru. Í meira en fjóra áratugi vann hún með börnum. Hún varð aldrei þreytt á þeim og á mannamótum, í fullorðinsboðum, löðuðust börnin að henni, því hún hlustaði, var skemmtileg og tók sig ekki hátíð- lega. Sjálfur tók maður eftir því í bernsku að Þura var skemmtileg og til í að sprella með krökkunum, eins og pabbi hennar, Sigurður afi, en maður tók líka eftir því að Þura móðursystir var fremur ákveðin. Í Þuruskóla var einmitt þetta að vera skemmtilegur og ákveðinn hennar og skólans aðalsmerki. Arn- ljótur og Hrólfur, synir mínir, voru svo heppnir að vera í hópi nemenda og sá fyrrnefndi í síðasta hópnum, sem Þura fylgdi alla leið í grunn- skólann. Hjá Þuru og Stebbu, Stef- aníu Jóhannsdóttur, voru börnin höfð í hávegum. Lausatök? Nei, agi, fastar skorður, en aðalatriði leikur, söngur, sögur og að taka tillit til hinna. Ódælustu börn, sem byrjuðu í Þuruskóla, voru ekki lengi að taka stakkaskiptum hjá Þuru og þau blómstruðu öll. Ekki gagnrýndi Þura börnin, en þótti, þó ekki væri það oft, að foreldrarnir mættu stundum taka sig á. Mikið úthald þarf til að reka einkaleikskóla í þrjá áratugi og Þuru varð heldur ekki misdægurt. Þegar fyrstu börnin mættu kl. 7.30 var hún búin að fara í sund. Örlæti Þuru voru ekki takmörk sett og um gestrisni hennar og Kára geta margir vitnað. Hún vissi að hverju stefndi í tvö ár en þá fékk hún greiningu um krabbamein. Tím- ann nýtti hún af kostgæfni í hví- vetna. Hún lét sem vind um eyrun þjóta fortölur um að leigja stórt sveitasetur í Toscana á Ítalíu fyrir fjölskylduna síðasta sumar. Þau voru þar fjórtán alls og þótt hún þyrfti að ferðast um í hjólastól var það ekkert mál eins og allt hjá Þuru. Á 62ja ára afmælinu í október var hún í essinu sínu og snerist kringum börnin og dekraði þótt sjúk væri. Þegar Addi, sonur minn, gekk inn í svefnherbergið hennar á aðfanga- dag að óska gleðilegra jóla vaknaði hún af blundi; glettnin hennar skein úr augum og opinn faðmurinn eins og þegar hún tók á móti honum og öllum börnunum í Þuruskóla. Þau búa að virðingu hennar. Innilegar samúðarkveðjur til Kára, barna hennar, tengdabarna og barna- barna. Þura kvaddi fullorðna og börn með því að segja: „Guð geymi þig.“ Við kveðjum og vitum að hann geymir Þuru nú. Þórdís Arnljótsdóttir. ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.