Morgunblaðið - 06.02.2005, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigurgeir Jóns-son fæddist á
Ísafirði 11. apríl
1921. Hann lést á
LSH í Fossvogi 26.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Jón Arinbjörnsson,
f. 29. okt. 1891, d.
21. nóv. 1974, og
Hrefna Sigurgeirs-
dóttir, f. 19. júlí
1892, d. 2. júní 1956.
Systir Sigurgeirs er
Steinunn Jónsdóttir,
f. 27. des. 1923 á Ísa-
firði. Eiginmaður
hennar var Sigfús Halldórsson, f.
7. sept. 1920, d. 1996.
Sigurgeir kvæntist 9. nóv. 1946
Hrafnhildi Kjartansdóttur Thors,
f. 30. sept. 1919. Foreldrar henn-
ar voru Kjartan Thors, f. 26. apríl
1890, d. 4. ágúst 1971, og k.h.
Ágústa Björnsdóttir Thors, f. 14.
febr. 1894, d. 17. des. 1977. Börn
þeirra eru: 1) Hrefna, 1947, maki:
Guðjón Jónsson, f. 1944. Þeirra
börn: a) Jón, f. 1965, d. 1966. b)
Snorri, f. 1967, maki: Ingibjörg
Sandholt, f. 1970. Þeirra börn eru
Sæunn, f. 1992, Baldur, f. 1996, d.
1996, og Lovísa, f. 1997. c) Alma,
f. 1972, maki: Gunnar Hreinsson,
f. 1972. Þeirra synir eru Davíð, f.
1996, og Arnór, f. 2000. d) Har-
ars Páls eru: a) Jónas Haukur, f.
1980, sambýliskona Laufey Karit-
as Einarsdóttir, f. 1982. Þeirra
dætur eru Silvana Ósk, f. 2003, og
Camilla Rún, f. 2004. b) Hrafn-
hildur, f. 1984. c) Helgi, f. 1993.
Synir Friðriks eru: a) Svavar, f.
1973, sambýliskona Sólveig G.
Sigurðardóttir, f. 1983. Þeirra
dóttir er Sigríður Birna, f. 2004.
Sonur Svavars er Viðar Snær, f.
1995. b) Sigurjón Viðar, f. 1984,
sambýliskona Tinna Rögnvalds-
dóttir, f. 1985.
Sigurgeir varð stúdent frá MR
1939. Hann stundaði nám í við-
skiptafræði við Viðskiptaháskóla
Íslands 1939–40 og lögfræði við
Háskóla Íslands 1940–45, cand.
juris þaðan 30. maí 1945. Hann
var hjá lögreglu New York-borg-
ar fyrri hluta ársins 1949 til að
kynna sér lögreglurannsóknir.
Hann varð hdl. 15. sept. 1948,
hlaut löggildingu til saksóknar í
opinberum málum 14. des. 1951,
og varð hrl. 1. júlí 1986. Sigurgeir
var fulltrúi í dóms- og kirkju-
málaráðuneytinu frá 1. sept. 1945
til 10. ágúst 1955. Hann var skip-
aður bæjarfógeti í Kópavogi frá
10. ágúst 1955 til 31. júlí 1979, og
hæstaréttardómari 9. júlí 1979
frá 1. ágúst s.á. Hann var kjörinn
varaforseti Hæstaréttar 27. des.
1984 frá 1. jan. 1985 til 30. júní
1986. Honum var veitt lausn frá
embætti að eigin ósk 15. maí 1986
frá 30. júní s.á.
Útför Sigurgeirs var gerð frá
Kópavogskirkju 4. febrúar sl. í
kyrrþey að hans ósk.
aldur, f. 1973, maki
Sigríður Jónsdóttir, f.
1973. Þeirra dóttir er
Hrefna Magndís, f.
2003. Börn Sigríðar
eru: Sunna Guðrún, f.
1993, og Jón Flosi, f.
1997. 2) Kjartan, f.
1948, maki Þórdís
Guðrún Bjarnadóttir,
f. 1950. Þeirra börn
eru: a) Margrét, f.
1970. b) Kjartan Þór,
f. 1975. c) Bjarni, f.
1976, sambýliskona
Ástríður Elsa Þor-
valdsdóttir, f. 1978.
Hennar sonur er Þorvaldur, f.
1999. 3) Jón, f. 1951, maki 1: Her-
borg Auðunsdóttir, f. 1952, þau
slitu samvistir. Maki 2: Sigríður
Harðardóttir, f. 1950. Synir Jóns
og Herborgar eru: a) Sigurgeir
Örn, f. 1974, maki Elín Marta Pét-
ursdóttir, f. 1963. Þeirra dætur
eru Unnur Ósk, f. 1996, og
Sandra Dögg, f. 1999. Sonur El-
ínar er Pétur Þór, f. 1991. b) Auð-
unn, f. 1982, sambýliskona Sús-
anna Kristín Knútsdóttir, f. 1981.
Fóstursonur Sigríðar er Kristján
Einar Guðmundsson, f. 1983. 4)
Hrafnhildur, f. 1956, maki: Einar
Páll Jónasson, f. 1954, d. 1999.
Sambýlismaður: Friðrik Hafberg,
f. 1954. Börn Hrafnhildar og Ein-
Sigurgeir Jónsson.
Hann var heiðursmaður.
Hans er saknað.
Sólveig og Þráinn.
Yfirleitt er andlátsfrétt óvænt,
þótt vitað sé, að hún sé á næsta
leiti. Þannig varð mér alltént við,
þegar frétt barst af láti kærs vinar
um áratuga skeið.
Sigurgeir Jónsson lögfræðingur
lést 26. janúar síðastliðinn nær
áttatíu og fjögurra ára að aldri.
Eftir störf í dómsmálaráðuneytinu
og um skeið í Framkvæmdabanka
Íslands var hann skipaður bæjar-
fógeti við nýstofnað embætti í
Kópavogi í ágúst 1955. Því starfi
gegndi hann þar til sumarið 1979,
er hann var skipaður dómari við
Hæstarétt Íslands. Við fráfall hans
leita á ýmsar minningar. Reikar
hugurinn víða um liðna tíð og
staldrar svo við upphaf sjöunda
áratugar síðustu aldar. Sá sem
þetta ritar var í ársbyrjun 1961
ráðinn fulltrúi við bæjarfógetaemb-
ættið í Kópavogi. Stendur mér enn
ljóslifandi fyrir hugskotssjónum
fyrsti fundur með bæjarfógetanum.
Sigurgeir var þá í blóma lífsins, á
fertugasta aldursári, hávaxinn og
grannur, einarðlegur og bar sig
vel. Hann var hressilegur í fasi og
af honum stafaði bæði öryggi og
festa. Samvinna okkar næstu nærri
19 ár var náin og góð alla tíð. Oft
hef ég hugleitt síðar á lífsleiðinni,
hve mikil gæfa það var fyrir ungan
lögfræðing, að byrja starfsferilinn
undir stjórn og leiðsögn Sigur-
geirs, en hann var af mörgum tal-
inn með allra bestu embættismönn-
um landsins á sinni tíð. Á ég
honum mest að þakka allra minna
lærifeðra. Hafði ég hann ætíð sem
fyrirmynd í öllu sem að embætt-
isstörfum laut.
Í störfum sínum var Sigurgeir
afar farsæll. Treysti samstarfs-
mönnum sínum fyrir verkefnum,
fylgdist vel með, hafði góða yfirsýn
og var ávallt tilbúinn að hlusta og
veita ráð, ef til hans var leitað.
Hann bar ríka réttlætiskennd í
brjósti og hafði mikla samúð með
þeim sem stóðu höllum fæti. Hrein-
skiptinn var hann og talaði tæpi-
tungulaust. Allir fengu þá úrlausn
sinna mála sem hæfði. Hann stóð
þétt að baki sínum starfsmönnum í
öllum málum, en brýndi þá til góðs
verklags, jafnframt því að gangast
við ábyrgð, ef eitthvað færi úr-
skeiðis. Minnisstæð er sú regla,
sem hann orðaði eitthvað á þessa
leið: „Við erum ekki að leita eftir
vinsældum í þessu starfi, heldur að
vinna skyldustörf.“ Fullyrða má, að
Sigurgeir var bæði vinsæll og mjög
vel virtur í embætti og margir sáu
eftir honum, er hann lauk störfum í
Kópavogi, eftir nær aldarfjórðung.
Og margir stóðu í þakkarskuld við
hann.
Sigurgeir Jónsson var gæfumað-
ur í einkalífi sínu, það fór ekki
framhjá kunnugum, hve kærleiks-
ríkt var milli þeirra Hrafnhildar
konu hans. Börnin fjögur og heim-
ilið hafði alltaf forgang og segja
má, að hann hafi vakinn og sofinn
hugað að velferð Hrafnhildar og
barnanna til hinstu stundar.
Skapmaður var Sigurgeir og
stóð fast á sínu, en hlustaði alltaf á
SIGURGEIR
JÓNSSON
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hýhug vegna andláts
EINARS HANSEN
frá Hólmavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
Hrafnistu í Hafnarfirði.
Guðmunda Guðmundsdóttir,
Sigurður Einarsson, Ásta Kristjánsdóttir,
Kristín Einarsdóttir, Tómas Sigurbjörnsson,
Elsa Hansen, Torsten Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HILDUR B. KÆRNESTED,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2 mánu-
daginn 31. janúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 8. febrúar kl. 13.00.
Anton Örn Kærnested, Ágústa Bjarnadóttir,
Ásthildur Birna Kærnested,
Sigrún Gróa Kærnested, Grétar Mar Hjaltested,
Sigríður G. Kærnested,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓNA JÚLÍA VALSTEINSDÓTTIR,
sem lést á Sólvangi að morgni laugardagsins
29. janúar, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar-
kirkju þriðjudaginn 8. febrúar klukkan 13.00.
Henning Þorvaldsson, J. Steinunn Alfreðsdóttir,
Birna Friðrika Þorvaldsdóttir, Jón Ragnar Jónsson,
Valdís Ólöf Þorvaldsdóttir, Steinar Harðarson,
Sigurbjartur Á. Þorvaldsson, Sveinsína Björg Jónsdóttir,
Guðmundur Páll Þorvaldsson, Helga Aðalbjörg Þórðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri,
ODDUR HALLDÓRSSON,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
áður Smyrlahrauni 7,
sem andaðist föstudaginn 28. janúar, verður
jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju á morgun,
mánudaginn 7. febrúar kl. 13.00.
Þorlákur Oddsson, Jóna Birna Harðardóttir,
Rafn Svanur Oddsson, Gerður Jóelsdóttir,
Halldór Örn Oddsson
og afabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSGERÐUR SVEINSDÓTTIR,
Þrastarási 1,
Hafnarfirði,
lést miðvikudaginn 26. janúar.
Jarðsett hefur verið í kyrrþey.
Einar Sigurjónsson, Margrét Halldórsdóttir,
Dóra Sigurjónsdóttir, Kristján Helgason,
Hrefna Sigurjónsdóttir, Hafþór Þorbergsson,
Kolbeinn Sigurjónsson, Kristín Lúðvíksdóttir,
Halla Sigurjónsdóttir, Vilhjálmur Agnarsson,
barnabörn og langömmubarn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SÓLVEIG EYJÓLFSDÓTTIR,
Brekkugötu 5,
Hafnarfirði,
sem lést mánudaginn 31. janúar, verður
jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn
8. febrúar kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Slysavarnadeildina Hraunprýði og Slysavarnafélagið Landsbjörgu.
Kristín V. Haraldsdóttir,
Eyjólfur Þ. Haraldsson, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir,
Eggert Eyjólfsson,
Haraldur Sveinn Eyjólfsson.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
SIGURÐUR BALDURSSON
hæstaréttarlögmaður,
Meistaravöllum 11,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðviku-
daginn 9. febrúar kl. 15.00.
Lilja Bernhöft,
Baldur Sigurðsson, Eva Benediktsdóttir,
Gísli Sigurðsson, Guðrún Hólmgeirsdóttir,
Brynja Baldursdóttir,
Hólmfríður Anna Baldursdóttir,
Sigurður Baldursson,
Jónína Þorbjörg Saswati Gísladóttir,
Anna Pratichi Gísladóttir.
Ástkær faðir okkar,
GUÐMUNDUR TRYGGVASON,
áður til heimilis
á Miklubraut 60,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn
3. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Börn hins látna.