Morgunblaðið - 06.02.2005, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 39
MINNINGAR
rök þeirra sem voru annarrar
skoðunar. Hann hafði mjög
ákveðnar skoðanir á þjóðmálum og
lét ekki flokkslínur ráða för. Hann
var vel menntaður maður og víðles-
inn einkum í sögu og þjóðlegum
fræðum. Afbragðsgóður lögfræð-
ingur, fljótur að átta sig á aðal-
atriðum máls og leitandi að réttri
lausn að lögum og réttlátri, en með
góðum vilja fer þetta oft saman
sem betur fer. Skapgerðin var
traust, en helstu einkenni hennar
voru heiðarleiki og hreinskiptni,
skyldurækni og trygglyndi samfara
sterkri réttlætiskennd. Hann var
minnisstæður maður.
Að leiðarlokum vil ég þakka
samfylgdina, vináttu hans og
trygglyndi og bið honum blessunar
á Guðs vegum.
Hrafnhildi og öllum ástvinum
færi ég mínar samúðarkveðjur.
Ólafur Stefán Sigurðsson.
Kvöld eitt í septembermánuði
1973 hringdi Ólafur Jóhannesson
til mín og sagði mér að hann hefði
ákveðið að skipa Harald Henrys-
son sakadómara í Reykjavík og þar
með losnaði staða fulltúa við bæj-
arfógetaembættið í Kópavogi. Ólaf-
ur vissi sem var, að ég hafði ekki
markað lífi mínu stefnu að loknu
laganámi þá um vorið og taldi þann
unga lögfræðing í góðum höndum
sem Sigurgeir Jónsson bæjarfógeti
tæki að sér. Hvatti hann mig þess
vegna til að sækja um starfið.
Sigurgeir réð mig strax og þar
með hófst samstarf okkar sem stóð
þar til Sigurgeir varð hæstarétt-
ardómari 1979.
Líklega má segja að slíkt sam-
starf sé ígildi framhaldsnáms, að
minnsta kosti framan af, enda hef
ég oft sagt að fyrstu árin í embætt-
ismennsku hjá Sigurgeiri hafi ég
lært meira en í sjálfu laganáminu.
Strax eftir að ég hóf störf hjá
Sigurgeiri hófst framhaldsnámið,
sem ég kalla svo. Það fyrsta sem
ég man eftir að hafa lært var ann-
ars vegar að í bréfum til ráðuneyta
skyldi alltaf standa að breyttu
breytanda: „Hér með leyfi ég mér
allra virðingarfyllst að senda hinu
háa ráðuneyti til þóknanlegrar
meðferðar …“ og hins vegar að
embættisstimpil ætti að nota hóf-
lega og til dæmis aldrei stimpla við
undirskrift á bréf með bréfhausi.
Það væri hreinlega vitnisburður
um hugsunarleysi bréfritarans.
Að einum fyrsta vinnudegi mín-
um liðnum áttum við samleið út úr
húsinu og þegar við kvöddumst
sagði ég eitthvað á þá leið að við
sæjumst á morgun.
„Já, vonandi,“ sagði hann.
Ég varð hissa á svarinu, en fékk
skýringuna strax: Maður fullyrðir
ekki nema það sem maður er alveg
viss um. Þarna gerði ég mér grein
fyrir að í allri sinni hugsun og við-
móti var Sigurgeir lögfræðingur.
Fljótlega gerði hann mig að að-
alfulltrúa sínum og staðgengli. Oft
bað hann mig um að vera við-
staddur þegar hann vildi geta
sannað það sem fram færi á fundi
með einhverjum þeirra fjölmörgu
borgara sem leituðu til hans sem
fulltrúa ríkisvaldsins í Kópavogi.
Ef við þurftum að bíða eftir við-
mælandanum tókum við spjall sam-
an, oftast á léttum nótum, en þegar
viðmælandinn kom til fundarins
var eins og Sigurgeir breytti um
ham og ég dáðist oft að því hvað
hann gat tjáð mikið með viðmótinu
einu saman. Þegar viðmælandinn
var farinn var eins og bæjarfóg-
etinn yrði aftur annar maður, hann
kastaði embættismannagervinu og
breyttist í viðmótsþýða og glað-
lynda félagann.
Þegar eldgosi var lokið í Vest-
mannaeyjum fór samstarfsfólk
okkar þangað í kynnisferð. Krist-
ján Torfason var þá bæjarfógeti
þar og fórum við nokkrir í heim-
sókn til hans og fræddumst nokkuð
um embættið. Þar sá ég í fyrsta
skipti forláta skjalakassa, sem
hægt er að kaupa frá Litla-Hrauni.
Skjöl sem geymd eru í kössum eins
og þessum eru aðgengileg og þægi-
legt er að sækja eða ganga frá
skjölum ef kassarnir eru notaðir í
stað þess að hafa þau í pökkum
eins og við höfðum gert í Kópavog-
inum. Ég lét það því verða mitt
fyrsta verk eftir að við komum
heim að panta 100 skjalakassa. Bíll
kom með kassana í stórum plast-
pokum og reikningur með. Enginn
kannaðist við kassana þar til bönd-
in bárust að mér. Fór ég til gjald-
kera embættisins. Það var Katrín
Guðmundsdóttir, sem enn starfar
þar, en Sigurgeir, eða SJ, eins og
við samstarfsmennirnir kölluðum
hann okkar á milli, hafði ráðið hana
til embættisins 17 ára gamla. „Það
þarf að skrifa upp á reikninginn,“
sagði Kata. „Geturðu ekki bara
borgað hann?“ spurði ég. „Nei, það
þarf að skrifa upp á hann,“ sagði
Kata með sinni stóísku ró. „Ég
skal þá skrifa upp á hann,“ sagði
ég. „Nei, Sigurgeir þarf að sam-
þykkja hann.“ Kata var föst fyrir.
„Biddu hann þá um að skrifa upp
á,“ sagði ég. „Nei, ger þú það,“
sagði Kata, svo ég fór með reikn-
inginn og einn kassa til SJ. Ég
skýrði út fyrir honum hvað málið
snerist um og hvað kassarnir
myndu létta starfsfólkinu skjala-
vörslu í framtíðinni. SJ hlustaði á
mig, en sagði svo: „Leó, ég vil að
þú vitir það, að við þetta embætti
er einn maður sem ber ábyrgð á
fjármunum ríkissjóðs og það er ég.
Og ég er sá eini sem hefur heimild
til að ráðstafa fjármunum ríkis-
sjóðs fyrir embættið. Þetta vil ég
að sé alveg klárt.“
Ég var því fegnastur að ekki
sást í gegnum síðbuxurnar hvað ég
skalf. Um hugann flaug að ég yrði
þá bara að kaupa kassana sjálfur,
því ef mér gæfist löng ævi myndu
þeir sjálfsagt koma sér vel.
SJ hafði ekki fleiri orð um hegð-
un mína, en svipti reikningnum að
sér, skrifaði samþykki sitt á hann
og rétti mér með þessum orðum:
„Og pantaðu svo 100 kassa í við-
bót.“
Enn undirstrikaði hann hversu
mikilhæfur embættismaður hann
var. Fyrst hugsaði hann um form-
hlið málsins, sem hafði verið röng
af minni hálfu, en svo var það efn-
ishliðin og hún var rétt. Af þessu
lærði ég merkilega lexíu.
SJ hafði þann hæfileika sem
bestan getur prýtt yfirmann, þann
að ráða til sín hæfileikafólk sem
var hægt að treysta til þeirra verk-
efna sem því voru falin. Eins skipti
ekki máli hvort hann var á staðn-
um, embættið gekk í hans anda og
allt eins og smurt.
SJ var samstarfsfólkinu betri en
enginn. Ef einhver þurfti lán vegna
íbúðar- eða bílakaupa lét hann ekki
sitt eftir liggja, setti jafnvel sjálfur
tryggingu og útvegaði lánið, sem
ekki var eins auðvelt þá og nú.
Eins hjálpaði hann öllum þeim
eftir megni sem eftir því leituðu.
Þannig var hann mér til ómetan-
legrar hjálpar löngu síðar þegar ég
var að öðlast réttindi sem hæsta-
réttarlögmaður. Kann ég honum
bestu þakkir fyrir það.
Um jafn merkan mann og SJ
væri hægt að skrifa þykka bók og
að hann skyldi biðja mig um að
minnast sín eins og hér hefur verið
gert með fátæklegum orðum er
mér meiri heiður en ég get lýst.
Ég sakna bæjarfógetans míns,
mannsins sem hafði án efa meiri
áhrif á lífshlaup mitt en nokkur
annar vandalaus. Um leið og ég
þakka liðnar stundir votta ég ást-
vinum Sigurgeirs Jónssonar inni-
lega samúð.
Leó E. Löve.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANNES KR. GUÐMUNDSSON,
Reyrengi 4,
lést á Landspítalanum Landakoti fimmtu-
daginn 3. febrúar.
Jarðaförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðlaug Guðlaugsdóttir.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KRISTÍN ÁSMUNDSDÓTTIR,
fyrrum verslunarmaður,
áður til heimilis á Baldursgötu 16,
Reykjavík,
lést á Dvalarheimilinu Hrafnistu miðvikudaginn
2. febrúar.
Útför hennar verður gerð í kyrrþey að ósk hinn-
ar látnu.
Kristinn H. Þorbergsson,
Einar S.H. Þorbergsson, Stefanía Ásgeirsdóttir,
Stefán P. Þorbergsson, Hulda Svavarsdóttir,
og barnabörn.
Okkar ástkæra,
GUÐBJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR,
Hrafnistu, Reykjavík,
áður til heimilis Jaðri, Hellissandi,
lést á Landspítalanum í Reykjavík föstudaginn
4. febrúar síðastliðinn.
Þórir Ágúst Þorvarðarson, Hjördís Harðardóttir,
Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, Sigurbjörn Ásgeirsson,
Eggert Þorvarðarson, Vilborg Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sími 551 3485 • Fax 551 3645
Áratuga reynsla í umsjón útfara
Önnumst alla þætti
Davíð Osvaldsson
útfararstjóri
Sími 896 8284
Eyþór Eðvarðsson
útfararstjóri
Sími 892 5057
Vaktsími allan sólarhringinn
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj,
s. 691 0919
Vönduð og persónuleg þjónusta
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5A, sími 565 5892
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Sverrir
Einarsson
Sverrir
Olsen
Bryndís
Valbjarnardóttir
Oddur
Bragason
Guðmundur
Þór Gíslason
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Ástkær eiginkona mín, dóttir okkar og systir,
ÓLÍNA BEN KJARTANSDÓTTIR,
Langholtsvegi 196,
lést laugardaginn 29. janúar.
Útför hennar verður gerð frá Langholtskirkju
fimmtudaginn 10. febrúar kl. 15.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Guðjón Ben Sigurðsson,
Kjartan Helgason, Ingibjörg Einarsdóttir,
Kristín, Björg og Einar Helgi.