Morgunblaðið - 06.02.2005, Page 44

Morgunblaðið - 06.02.2005, Page 44
Mímí og Máni Kalvin & Hobbes ÞAÐ ER ALVEG ÓTRÚLEGA HLJÓTT HÉRNA. ÆTLI ÞEIR ÞAÐ ER ENNÞÁ KVEIKT LJÓS INNI HJÁ KALVIN KALVIN!! VARSTU AÐ HORFA Á HRYLLINGSMYND!?! NEI! EKKI TAKA LAKIÐ, ÞAÐ ER GILDRA ÞAR LÍKA HAFI FARIÐ AÐ SOFA? Svínið mitt TVISVAR SINNUM ÞRÍR ERU? © DARGAUD GROIN GROIN GROIN GROIN GROIN GROIN ADDA, ÞÚ ÁTT AÐ VERA AÐ LÆRA EN EKKI LEIKA ÞÉR VIÐ RÚNAR RÚNAR ER AÐ HJÁLPA MÉR MEÐ MARG- FÖLDUNAR- TÖFLUNA EF ÞÚ KANNT EKKI MARGFÖLDUNAR- TÖFLUNA ÞÍNA VERÐUR KENNARINN REIÐUR! JÁ, JÁ ... 3X3 ERU ... GROIN GROIN GROIN GROIN GROIN GROIN GROIN GROIN GROIN NÆSTA MORGUN JÆJA, NÚ SKULUM SJÁ HVORT ÞIÐ SÉUÐ BÚIN AÐ LÆRA MARGFÖLDUNAR- TÖFLUNA ADDA HVAÐ ER 3X4 GROIN GROIN GROIN GROIN GROIN GROIN GROIN ...... ÚPS! HÚN VARÐ EKKERT SMÁ REIÐ OG ÉG FÉKK AUKA HEIMAVERKEFNI GROIN GROIN GROIN GROIN GROIN GROIN GROIN OOO ... HÆTTU NÚ ... Dagbók Í dag er sunnudagur 6. febrúar, 37. dagur ársins 2005 Það lítur út fyrir aðjafnrétti kynjanna sé ekki meira en það að kon- ur, eða mæður réttar sagt, eru í meirihluta foreldra sem sækja foreldrafundi og aðrar samkomur í grunn- skólum. Víkverji veit að hann ætti nú ekki að slá þessu fram öðruvísi en að kanna þetta vísindalega en hann telur sig hafa nokkuð öruggar heim- ildir, þrjár vinkonur sem eiga börn í þrem- ur ólíkum grunnskólum. Víkverji á bágt með að finna skýringar á þessu. Ekki er skýringin sú að karlar séu að vinna, frekar en konur, þegar for- eldrafundir eru, þeir standa yfirleitt aðeins í nokkrar mínútur. Eina skýr- ingin sem Víkverji sér í stöðunni er að hefð hafi skapast um þessi mál. Að mæður sinni því að mæta á bekkjarskemmtanir og á foreldra- fundi, vera virkar í bekkjarráðunum o.s.frv. Víkverja þykir nauðsynlegt að taka hér fram að vissulega eru alltaf nokkrir karlmenn sem mæta á hvað eina sem til stendur, sér- staklega leikrit og aðra viðburði. Víkverji veit að margar mæð- urnar sem sækja fundi og uppákomur eru ein- stæðar, en eiga þær ekki sumar hverjar menn og börnin þá fósturfeður sem láta sig þessi mál varða? Og hvar eru feðurnir sem börnin búa ekki hjá? Ættu þeir ekki að nota tækifærið og sækja fundi og skemmtanir til að kynnast börnum sín- um betur, alltaf þegar tækifæri gefst til? Víkverji vill svo sem ekki vera að messa yf- ir fólki. Hann hefur sjálfur ekki allt- af mætt t.d. í bekkjarferðir. En hann reynir. Alltaf eru það sömu foreldr- arnir sem mæta. Er fjarvera feðra úr skólum landsins ekki mál sem stjórnvöld og þó aðallega foreldrar sjálfir ættu að taka til alvarlegrar skoðunar? x x x Heimildarmyndin Dauðinn á Gaza,sem sýnd var í RÚV á mið- vikudagskvöld, er ein sú magnaðasta sem Víkverji hefur séð. RÚV fær prik fyrir að sýna myndina og skor- ar Víkverji á Sjónvarpið að gera meira af þessu. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is           Seltjarnarneskirkja | Á tónleikum sínum í dag kl. 17 kynnir Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna ungan einleikara á fiðlu, Elfu Rún Kristinsdóttur, en hún mun leika einleik í fiðlukonsert eftir Mendelssohn, einum vinsælasta og þekktasta fiðlukonsert sem saminn hefur verið. „Fiðlukonsertinn er mjög fallegur og með grípandi laglínur og ljóðræn stef. Hann er líka léttur inn á milli,“ segir Elfa, sem kveðst afar ánægð að fá tækifæri til að spila með sveit- inni. Á tónleikunum verða einnig flutt Tilbrigði við rímnastef eftir Árna Björns- son og Sinfónía nr. 104 eftir Josef Haydn. Stjórnandi er Oliver Kentish. Morgunblaðið/Þorkell Góður gestur áhugamanna MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Faðir, ef þú vilt, þá tak þennan kaleik frá mér! En verði þó ekki minn heldur þinn vilji. (Lúk. 22, 42.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.