Morgunblaðið - 06.02.2005, Qupperneq 46
46 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Samtökin Heimili og skóli (H&S) fengunýlega styrk frá Evrópusambandinu tilað vinna að útbreiðslu öruggrar notk-unar Netsins og nýrra miðla meðal
barna og unglinga á Íslandi. Árin 2002–2004 voru
samtökin aðilar að forvera þessa verkefnis,
SAFT, sem var samstarfsverkefni sjö aðila í
fimm löndum. Þar voru gerðar kannanir á net-
notkun barna og útbúið kennsluefni um örugga
netnotkun fyrir 4.–6. bekk grunnskóla. Þessu
verkefni lauk sl. vor.
„Nýja verkefnið er einnig kallað SAFT enda
byggist það að hluta til á fyrra verkefninu,“ segir
Anna Margrét Sigurðardóttir, verkefnisstjóri
netöryggisverkefnisins hjá H&S. „SAFT stendur
fyrir Samfélag, fjölskylda og tækni og er tveggja
ára vakningarátak um öryggi barna og unglinga í
notkun Netsins og nýrra miðla sem er unnið inn-
an aðgerðaáætlunar Evrópusambandsins um
örugga netnotkun. Samningsaðili við Evrópu-
sambandið er menntamálaráðuneytið sem hefur
falið H&S að annast útfærslu og framkvæmd
verkefnisins að öllu leyti fyrir Íslands hönd.“
Hvaða verkefni eru framundan?
„Það má segja að þátttaka í alþjóðlega net-
öryggisdeginum þriðjudaginn 8. febrúar sé
fyrsta skrefið í verkefninu okkar. Um þrjátíu
þjóðir standa fyrir viðburðum af einhverju tagi
þennan dag og við verðum með dagskrá í Hlíða-
skóla kl. 15, þar sem Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir menntamálaráðherra mun fyrir hönd
grunnskóla landsins veita viðtöku námsefni um
örugga netnotkun sem til varð í SAFT-
verkefninu sem lauk sl. vor. Námsefninu verður
síðan dreift í alla grunnskóla landsins auk þess
sem það er að finna á netsíðu verkefnisins,
www.saft.is. Þennan dag verður einnig hleypt af
stokkunum sögusamkeppni fyrir grunnskólanem-
endur sem sautján Evrópulönd taka þátt í. Auk
þess munum við kynna SAFT-verkefnið og Stef-
án Jökulsson, lektor í upplýsingatækni og miðl-
un, ætlar að gefa okkur innlit í sýn sína á skóla-
stofu framtíðarinnar.“
Þarf að bæta samskipti foreldra og barna?
„SAFT-könnun um netnotkun barna sýndi að
foreldrar telja sig fylgjast vel með netnotkun
barna sinna, 87% þeirra sögðust vita hvað börnin
væru að gera á Netinu. Annað kom í ljós þegar
börnin voru spurð en aðeins 22% þeirra sögðu
foreldra sína vita hvað þau væru að gera á Net-
inu. Þarna er mikið bil sem þarf að brúa og að
því munum við vinna með upplýsingaöflun og
fræðslu í samstarfi við helst alla þá aðila sem
koma að þessum málum hér á landi, skólakerfið,
börn og unglinga, foreldra, stjórnvöld og ekki
síst netþjónustuaðila.“
Netið | Alþjóðlegur netöryggisdagur þriðjudaginn 8. febrúar næstkomandi
Bæta þarf samskipti foreldra og barna
Anna Margrét Sigurð-
ardóttir fæddist á Ísa-
firði árið 1957. Hún lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í
Kópavogi og nam síðan
bókmenntafræði við HÍ.
Anna lauk BA-prófi í
fjölmiðlafræði frá Poly-
technic of Central Lond-
on (University of West-
minster) 1991.
Anna hefur starfað við dagskrárgerð, blaða-
mennsku og kynningarmál. Hún er nú verkefn-
isstjóri hjá Heimili og skóla.
Anna er gift Agli Aðalsteinssyni, myndatöku-
manni á Stöð 2, og á þrjú börn.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 vera fær um, 4
helmingur, 7 andlegt at-
gervi, 8 afkvæmum, 9
elska, 11 skarn, 13 ilma,
14 yfirhafnir, 15 trjá-
mylsna, 17 grófgerður, 20
sterk löngun, 22 rekur í,
23 poka, 24 gyðju, 25 lof-
ar.
Lóðrétt | 1 massa, 2 spak-
ur, 3 nytjalanda, 4 fall, 5
ósannsögul, 6 þjálfa, 10
kaldur, 12 strit, 13 rölt, 15
málmur, 16 illkvittin, 18
læsum, 19 blóms, 20
þrjóskur, 21 hæðir.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 braglínan, 8 eimur, 9 ylinn, 10 lán, 11 glata, 13
dunar, 15 skæða, 18 gassi, 21 ull, 22 stirð, 23 æskan, 24
gapuxanna.
Lóðrétt | 2 remma, 3 gerla, 4 ímynd, 5 arinn, 6 berg, 7
snýr, 12 tíð, 14 una, 15 sess, 16 ævina, 17 auðnu, 18 glæða,
19 sökin, 20 inna.
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 c5 4. exd5 exd5
5. Rgf3 c4 6. b3 cxb3 7. axb3 Bb4 8. Re5
Re7 9. Bd3 Rbc6 10. O-O Bc3 11. Ha4
Bxd4 12. Rxc6 Rxc6 13. Ba3 Be6 14.
Rf3 Bb6 15. Da1 Dc7 16. b4 f6 17. He1
Kf7 18. b5 Ra5 19. Dd1 Hae8
Staðan kom upp í B-flokki Corus
skákhátíðarinnar sem er nýlokið í sjáv-
arbænum Wijk aan Zee í Hollandi.
Magnus Carlsen (2553) hafði hvítt
gegn Predrag Nikolic (2676). 20.
Rg5+! fxg5 21. Df3+ Kg8 22. Hxe6! og
svartur gafst upp enda yrði hann mát
eftir 22... Hxe6 23. Df8#.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Brúðkaup | Gefin voru saman 30.
október 2004 í Santa Maria Magda-
lena-kirkjunni í Stokkhólmi af sr. Bo
Nordquist þau Maria Sundling og
Markus Grundtman (sonur Hafdísar
Lúthersdóttur). Brúðhjónin þakka
ættingjum á Íslandi fyrir hlýhug og
gjafir á brúðkaupsdaginn.
70ÁRA afmæli. Á morgun, 7. febr-úar, verður sjötugur Einar Þór-
arinsson, Eyjavöllum 1, Reykjanesbæ.
Heitt verður á könnunni á heimili hans
eftir kl. 15 á afmælisdaginn.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Hvers eigum við að gjalda?
ÞVÍ ástandi sem lýst var með smá-
dæmi frá einni manneskju varðandi
hálkuvarnir við Kleppsspítalann,
sem eru nákvæmlega engar, er
miklu alvarlegra en orðum taki. Þeg-
ar verst lætur erur bílarnir eins og
tækin í klessubíladeild í tívolí. Þeir
renna bara eins og á skautum þann-
ig að maður veit varla hvort þeir eru
að koma eða fara.
Flestum ökumönnum tekst þó
með mikilli lagni að hemja ástandið
og læða bílnum í stæði en þá tekur
ekki betra við því allir þurfa að
reyna að fóta sig eftir þessari þykku
ísglæru.
Vistmenn og starfsmenn allir eru
hreinlega í lífshættu, a.m.k. í mikilli
slysahættu þar sem hvorki er salt-
né sandborið.
Sem dæmi um mismunun þá er vel
séð um bílastæði Landspítala há-
skóla – sjúkrahúss við Hringbraut
og Fossvog. En hvers eigum við að
gjalda hér við Kleppsspítala, er það
staðsetningin? Allt er þetta ein og
sama stofnunin þó allt annað virðist
koma á daginn. Hvort hægt sé að
breyta þessu er mjög stór spurning
því svo mikið hefur verið kvartað
sem samt engu virðist áorka. Ekki
veit ég hver ber ábyrgð á því að
hreinsa planið hér við Kleppsspít-
alann en sá sami hlýtur að sjá sóma
sinn í því að gera betur næst þegar
myndast þykkur klaki.
Virðingarfyllst,
Starfsmaður Landspítala –
háskólasjúkrahúss,
geðdeild, Kleppi.
Um verð á bakarísbrauði
ÉG HEF vanið mig á það að fara á
kaffi/bakaríhús á morgnana, en nú
gat ég ekki orða bundist. Ég hef
vanið komu mína á kaffi/bakarí
Roma við Rauðarárstíg 8 og fæ mér
vanalega eitt rúnstykki m/osti + vín-
arbrauð. Þetta kostar yfirleitt 570
kr. og á flestum öðrum stöðum svip-
að, en nú ber svo við að slíkur
skammtur hefur hækkað í 720 kr.
hjá Kaffi Roma og þegar ég leitaði
skýringa var mér tjáð að þeir sem
bæðu um sérálegg þyrftu að borga
eitthvert sérgjald. Svo ég skýri
þetta nánar þá eru tilbúin rúnstykki
m/osti og skinku í borði og kosta þá
250 kr. en þar sem hitt er ódýrara þá
kaupi ég rúnstykki m/osti sem
starfsfólk þarf þá að útbúa. Hvers
vegna manni er ekki gefinn kostur á
því að velja um rúnstykki m/osti í
borði er vegna þess að hinu græða
þeir meira á, og til að forða fyrirtæk-
inu frá stórtapi hafa þeir ákveðið að
leggja sérgjald á þá kúnna sem voga
sér að biðja um annað. Nú hefur
fækkað um einn kúnna hjá þeim en
það verður kannski bætt upp með
„sérgjaldi“ á næsta.
Konráð Ragnarsson,
Leirubakka 24, Reykjavík.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Metnaður þinn fer vaxandi. Á næstu vik-
um má búast við því að hann nái slíku há-
marki að þú reynir af öllum mætti að öðl-
ast það sem þú þráir.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Ferðaáætlanir og hvaðeina sem tengist
útgáfu og æðri menntun ætti að ganga
vel þessa dagana. Það er engu líkara en
að þú sért á uppleið.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Líklega hitnar talsvert í kolunum í róm-
antískum samböndum á næstu vikum. Á
hinn bóginn er sennilegt að þú viljir
hnýta lausa enda í fjár- og erfðamálum
og o.þ.h.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Eldhuginn Mars er beint á móti krabba-
merkinu núna. Það þýðir að þú þarft að
sýna mökum og nánum vinum meiri þol-
inmæði á næstunni. Ágreiningur er lík-
legri en ekki.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ert til í að gera nánast hvað sem er. Á
næstu mánuðum finnur þú hjá þér hvöt
til þess að auka skipulagið í vinnu og á
heimilinu. Það tekst, því þú hefur meiri
orku.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Ef þú kemur því við á næstu mánuðum
ættir þú að reyna að komast í frí. Þig
langar til þess að skemmta þér, svo mik-
ið er víst. Þig langar líka til þess að vera
á eigin vegum.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Búast má við umtalsverðum breytingum
á heimili eða í nánasta umhverfi. Aukið
annríki og óreiða halda voginni við efnið.
Kannski færðu gesti?
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú ert viljasterk persóna, því verður
ekki neitað. Á næstu mánuðum verður
þú enn meira sannfærandi og ákveðnari
en þú átt að þér.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú ert staðráðinn í að leggja mikið á þig
til þess að auka tekjurnar núna. Innst
inni langar þig mikið til þess að verða
ríkur á einni nóttu.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Reyndu að fá eins mikla líkamlega útrás
og þér er unnt. Þú gætir til að mynda
skellt þér í líkamsrækt. Mars er í þínu
merki og eykur orku þína og þrek.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú kemur miklu í verk á næstunni ef þú
gætir þess að draga þig í hlé. Þú vilt
auka tekjurnar núna.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Ekki vera reiður við vin, ef þú getur
stillt þig. Vinátta er mikilvæg, þess
vegna þarftu að læra að fyrirgefa þeim
sem gera á þinn hlut. Er það ekki?
Stjörnuspá
Frances Drake
Vatnsberi
Afmælisbarn dagsins:
Fólki þykir þú þægileg og aðlaðandi
manneskja. Einnig þykir þú að jafnaði
heppin. Því verður heldur ekki neitað að
þú ert myndarleg og hrífandi, ef því er að
skipta. En það er ekki það eina, þú kannt
að ná sambandi við fólk.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
❖ Opið virka daga 10-18
❖ Laugardaga 10-16
Nýbýlavegi 12
Kópavogi
s. 554 4433
Útsala
aukaafsláttur