Morgunblaðið - 06.02.2005, Side 50

Morgunblaðið - 06.02.2005, Side 50
50 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 ÍSLANDSBANKI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. kl. 1.30 og 3.45 B.i. 10 ára VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í L F 20 F L F I I SIDEWAYS WWW.BORGARBIO.IS   Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.á.m. besta mynd, leikstjóri og handrit il f i r til . . . t , l i tj ri rit Óskarsverðlauna „Fullkomlega ómissandi mynd“ S.V. MBL. 5 T.V. Kvikmyndir.is tilnefningar til óskarsverðlauna þ.á.m. Besta mynd, besti leikstjóri, besti leikari-Leonardo Dicaprio, bestu aukaleikarar-Cate Blanchett og Alan Alda. 11 7 Sýnd kl. 2, 5, og 8. Sýnd kl. 2 og 4. ÍSL TAL.Sýnd kl. 11. B.i. 14 ára Áður en hún finnur frið verður hún að heyja stríð Svakalega flott ævintýraspennumynd með hinni sjóðheitu og sexý Jennifer Garner l fl tt i t r i i j it if r r r Fædd til að berjast þjálfuð til að drepa  MMJ kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.50 LEONARDO DiCAPRIO  Ó.H.T. Rás 2 Frá framleiðanda Training Day Þeir þur fa a ð st and a sa man til a ð ha lda lífi! Fráb ær s pen nutr yllir! tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.á.m. besta mynd, leikari og handrit „Ein snjallasta mynd ársins... Ógleymanleg...ljúf kvikmyndaperla“  Ó.Ö.H. DV SV Mbl.     Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 14 ára Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. ATH! VERÐ KR. 500 Áður en hún finnur frið verður hún að heyja stríð Fædd til að berjast þjálfuð til að drepa Frá þeim sem færðu okkur X- Men kemur fyrsta stórmynd ársins i f - f i Svakalega flott ævintýraspen numynd með hinni sjóðheitu og sexý Jennifer Garner Frumsýnd 11. FebrúarFrumsýnd 11. Febrúar Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. kl.3, 5.30, 8 og 10.30. Ein vinsælasta grínmynd allra tíma þrjár vikur á toppnum í USA! EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINSI I I Frumsýning H.L. Mbl. Kvikmyndir.is Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 14 ára Sýnd kl. 2. KR 400, isl tal. BALDUR popptíví  Ó.H.T rás 2 Frumsýning Yfir 30.000 manns i . the SEA INSIDE JAVIER BARDEM FRÁ ALEJANDRO AMENÁBAR, LEIKSTJÓRA THE OTHERS TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA, þ.á.m.besta erlenda myndin Stórkostleg sannsöguleg mynd um baráttu upp á líf og dauða. Golden Globe sem besta erlenda myndin KOMIN Í BÍÓ 2 Rapparinn Puff Daddy er tilbú-inn til að koma fram í auglýs- ingum fyrir krem sem á að vinna gegn bólóttri húð. Hann er frægur fyrir að passa vel upp á útlitið og mun koma fram í nokkrum auglýs- ingum fyrir kremtegund. Puffy, sem hefur verið í tygj- um við nokkrar af fegurstu kon- um heims, eins og Jennifer Lop- ez og Naomi Campell, mun þar viðurkenna að hann hafi ver- ið með miklar bólur þegar hann var unglingur og þurfi að gera mikið til að líta vel út. Fólk folk@mbl.is Íslensku tónlistarverðlaunin hafalöngum verið umdeild þó aðvegur þeirra sé meiri nú en ver-ið hefur áður. Mest ræður þar um framtak og atorka Einars Bárð- arsonar sem reist hefur verðlaunin úr öskustó og gert að sannkallaðri uppskeruhátíð tónlistarlífs á Íslandi. Framkvæmdin er semsé orðin til fyr- irmyndar, en aftur á móti vekja verð- launin sjálf spurningar, hvernig stað- ið er að þeim og hvort þau ná að spegla íslenskt tónlistarlíf. Lumen eða sievert? Það er erfitt að verðlauna list, tón- list ekki síður en aðra list. Ekki er hægt að telja nótur á mínútu, mæla raddstyrk í börum eða listfengið í lu- menum (eða sievertum). Á því hafa menn og gætt sín, farið þá leið að tala um söngvara ársins, ekki besta söngvara ársins, og opna þá fyrir það að þó að sá sem verður fyrir valinu sé ekki endilega besti söngvari ársins, jafnvel ekkert sérstakur söngvari, þá getur hann hafa unnið einhver þau af- rek að hann standi undir því að vera söngvari ársins. Þetta kallar aftur á móti á það að þeir sem velja viðkom- andi verðlaun, og ég geri ráð fyrir að um valið að þessu sinni hafi séð nokkrir hópar líkt og áður, fylgist með því sem er að gerast í íslenskri tónlist, þekki ekki bara til þeirrar tónlistar sem gefin hefur verið út heldur hafi einnig nasasjón af því sem gerst hefur, sem viðkomandi lista- menn hafa verið að gera á árinu. Ekki vil ég halda því fram hér að dómnefndarmenn vegna verð- launanna sem veitt voru um daginn séu ekki vandanum vaxnir, brestur þekkingu til þess, en óneitanlega kemur sitthvað á óvart í valinu að þessu sinni. (Tek það fram að ég vil alls ekki kasta rýrð á þá tónlist- armenn sem fengu verðlaun að þessu sinni, þeir eru allir vel að sínum við- urkenningum komnir og hefðu mátt fá fleiri verðlaun.) Ástandið var slæmt hvað þetta varðaði á árum áð- ur þegar sömu tónlistarmennirnir fengu verðlaunin ár eftir ár – kom meira að segja fyrir að tónlist- armaður hafi verið verðlaunaður sem þó hafði sig lítið frammi það árið og spilaði ekki á neinni plötu til að mynda. Þessi skortur á fagmennsku þeirra sem að valinu standa er sem betur fer á undanhaldi en enn eimir eftir af honum. Gömul tónlist og ný Einnig spegla íslensku tónlist- arverðlaunin ekki nema að litlu leyti það sem er nýjast að gerast og fersk- ast í íslenskri tónlist, eins og sést á því að af sex plötum sem verðlauna- ðar eru eru þrjár með gamalli tónlist, þótt í nýjum búningi sé. Sem dæmi má taka að þrátt fyrir mikla og fjöl- breytta útgáfu af íslenskri sígildri tónlist verður diskur með gömlum verkum erlendra tónskálda fyrir val- inu. Af hverju ekki stórmerkileg heildarútgáfa á gítarverkum Gunn- ars Reynis Sveinssonar eða Virðu- legu forsetar Jóhanns Jóhannssonar? Vekur einnig athygli að þó að af- skaplega vel heppnuð plata Ellenar Kristjánsdóttur sé að mörgu leyti vel að verðlaunum sínum komin sem hljómplata ársins í flokknum ýmis tónlist þá skuli hún vera tekin fram yfir Silfurplötur Iðunnar, eitt mesta þrekvirki í íslenskri útgáfusögu síð- ustu ára. Reggí er ekki rokk Verðlaunin fyrir rokkplötu ársins eru svo kapítuli út af fyrir sig. Hvern- ig stendur á því að reggíplata Hjálma var valin rokkplata ársins? Hver vissi ekki að reggí er ekki rokk? (Minnir óneitanlega á það er Jethro Tull fékk Grammy-verðlaun fyrir þungarokks- plötu ársins vestan hafs en Metallica sat eftir með sárt ennið.) Ýmsar frá- bærar rokkplötur komu út á árinu, til að mynda Electric Fungus með Brain Police, og þó að kalla megi Quarashi hiphopsveit stendur hún talsvert nær rokkinu en Hjálmar. Víst áttu Hjálm- ar, sú frábæra hljómsveit, skilið að fá verðlaun, og ekki bara sem bjartasta vonin, en var ekki hægt að hafa það í öðrum flokki en rokkinu? Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Hugleiðingar um uppskeru- hátíðina miklu AP Ekki hefur það gerst áður að Björk fari nær tómhent frá Íslensku tón- listarverðlaunahátíðinni þrátt fyrir að út hafi komið ný plata frá henni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.