Morgunblaðið - 06.02.2005, Síða 56

Morgunblaðið - 06.02.2005, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna BOLLUDAGURINN er á morgun og bakarar víðs- vegar um land eru þegar farnir að baka. Óttar Sveinsson, bakari í Bakarameistaranum í Suð- urveri, segist baka á bilinu 32–35 þúsund bollur frá fimmtudegi fram á mánudag. Mest er keypt á mánudeginum, og virðist þorri landsmanna kjósa helst hefðbundnar vatnsdeigs- bollur með rjóma. Óttar segir þó suma meira fyrir tilraunastarfsemi, og í ár verður boðið upp á nýjar tegundir fyrir ævintýragjarna, svo sem danskar vínarbollur með núggati, sólberjasultu og vanillu- rjóma. Ruth Ingólfsdóttir, starfsmaður Bakarameist- arans, naut góðs af því að starfa í bakaríi þegar ljós- myndari leit inn í heimsókn í gær og úðaði í sig rjómabollu með bestu lyst. Morgunblaðið/Þorkell Flestir vilja vatnsdeigsbollur Fernt handtekið vegna fíkniefna LÖGREGLAN á Selfossi hand- tók í gær þrjá karlmenn og konu eftir að fíkniefni fundust í bíl og við húsleit. Lagt var hald á nokkra tugi gramma af efni sem talið er vera amfetamín eða kókaín, og nokkra skammta af ætluðu LSD. Tildrög málsins voru þau að lögreglan stöðvaði ökumann bifreiðar vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkni- efna. Fíkniefni fundust í bíln- um, og voru maðurinn og kona sem var með honum í bílnum handtekin. Í kjölfarið var gerð húsleit þar sem meira af fíkni- efnum fannst, og voru tveir menn handteknir í húsinu. Reiknað með fleiri húsleitum Fólkið sem var handtekið var á milli tvítugs og þrítugs, og er allt þekktir fíkniefnaneytend- ur, að sögn lögreglu. Lögreglan á Selfossi var enn að rannsaka málið þegar blaðið fór í prent- un, og var reiknað með að fleiri húsleitir yrðu gerðar síðdegis í gær í tengslum við rannsókn málsins. FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar í Reykjavík kom upp um fjórtán fíkniefnamál í fyrrinótt í þriggja klukkustunda aðgerð sem beindist gegn fíkniefnaneyslu á skemmti- stöðum í borginni. Til samanburðar má geta þess að um síðustu versl- unarmannahelgi, þ.e. frá fimmtu- degi til mánudags, komu upp um 100 fíkniefnamál á landinu öllu og var þá um mikla aukningu að ræða. Ein af skýringunum á málafjöld- anum um verslunarmannahelgina er sú að viðbúnaður var með mesta móti, m.a. voru fíkniefnaleitar- hundar á stærstu samkomunum. Engir hundar voru lögreglunni til aðstoðar í fyrrinótt heldur fólst að- gerðin einfaldlega í því að níu fíkni- efnalögreglumenn fóru á milli tíu skemmtistaða og leituðu á mönnum sem þeir töldu grunsamlega. Í einu tilviki var lagt hald á fíkniefni sem verið var að höndla með í Tryggva- götu, alls sjö til átta grömm af am- fetamíni. Í öðrum tilvikum var um neysluskammta að ræða, ýmist af amfetamíni, kannabisefnum eða kókaíni. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkni- efnadeildarinnar, segir það grafal- varlegt mál að svo mörg mál skuli hafa komið upp á svo skömmum tíma og þetta staðfesti að neysla sé að aukast inni á skemmtistöðunum og sé orðin hluti af skemmtana- mynstri margra. Aðgerðin í fyrri- nótt er sú umfangsmesta af þessu tagi hingað til. Alls tóku tólf fíkni- efnalögreglumenn þátt í henni eða þrír af hverjum fjórum starfsmönn- um deildarinnar. Ásgeir segir að ákveðið hafi verið að leita að fíkni- efnum á skemmtistöðum borgarinn- ar m.a. vegna upplýsinga sem hafi komið fram um að fíkniefnaneysla hafi aukist í tengslum við skemmt- analíf. Fíkniefnadeildin hefur haft í mörg horn að líta undanfarna daga. Á fimmtudag og föstudag var lagt hald á samtals um hálft kíló af hassi eftir að leitað var á heimilum þriggja manna, annars vegar í Reykjavík og hins vegar í Mos- fellsbæ. Lögreglan leitar að fíkniefnum á skemmtistöðum í Reykjavík Fjórtán fíkniefnamál á þremur klukkustundum Morgunblaðið/Júlíus  Leitað að/6 ÞAÐ skipulag sem þyrfti til þess að bregðast kerfisbundið við þörf fyrir áfallahjálp sem kemur upp ef alvarlegt slys eða náttúruham- farir verða er ekki fyrir hendi hér á landi. Brýnt er að bætt verði úr því sem fyrst og skipulagður viðbragðshópur aðila þjálfaðra í áfallahjálp í líkingu við hefðbundnar björg- unarsveitir. Þetta er mat Ágústs Oddssonar, heilsu- gæslulæknis á Hvammstanga, en hann sat í nefnd sem skipuð var eftir snjóflóðið á Súða- vík árið 1995. Hann rekur í grein í Lækna- blaðinu hvernig staða áfallahjálpar er á Ís- landi í dag. Í samtali við Morgunblaðið segir Ágúst að heildarskipulag á landsvísu skorti til þess að viðbrögð við áföllum verði kerf- isbundin og örugg. Ágúst segir miðstöð áfallahjálpar á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi ekki hafa undir sinni stjórn skipulagðan útkallshóp af þeirri stærðargráðu sem þyrfti til. Æskilegt væri að til væri hópur skipulagður með svipuðum hætti og björgunarsveitir, þar sem alltaf er nokkur hópur sem er tilbúinn til að leggja allt frá sér og fara af stað eftir ákveðnu skipulagi ef neyð kemur upp. Ágúst segir að þótt þáverandi heilbrigð- isráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, hafi tekið fagnandi hugmyndum nefndarinnar sem skilaði tillögum sínum árið 1996 og gert til- lögur hennar að sínum hafi í raun ekkert ver- ið gert í málinu. Kennir hann peningaleysi einkum um. Ekkert sem pískar menn áfram „Það er eins og oft er, það verða stórslys og hamfarir, það ríkir ákveðið viðbúnaðar- stig og reynt er að hlaupa til og gera það sem hægt er. Svo fara menn að skoða hlutina á eftir, og svo einhvern veginn sofnar allt aftur vegna þess að þörfin er ekki fyrir hendi í nokkur ár og þá dofnar áhuginn og menn gleyma þessu. Það er ekkert sem pískar menn áfram í að gera hlutina,“ segir Ágúst. Hann segist hafa bundið vonir við framtak Landlæknisembættisins, sem í október 2003 sendi út bréf þar sem fram kemur að nauð- synlegt sé að efla þjónustu á sviði áfallahjálp- ar á landsvísu. Rætt hafi verið um að emb- ættið myndi boða til funda þá um veturinn, en ekkert hafi orðið úr því. Erum ekki búin undir alvarlegt áfall Segir heildarskipulagi áfallahjálpar ábótavant SÍFELLT verður algengara að fólk noti Netið til að hringja sín á milli, ýmist með aðstoð tölvu eða með svokölluðum netsímum. Með því móti má hringja ýmist fyrir nánast ekkert eða á innanlands- taxta þó talað sé milli landa. Í Tímariti Morgunblaðsins í dag lýsir Árni Matthíasson þessari þróun sem er svo ör að hún er til þess fallin að kollvarpa símafyr- irtækjunum ef þau gæta ekki að sér, gerbreyta tekjustreymi þeirra og spilla arðbærum rekstri. Þau ráða enn yfir leiðslunum sem not- aðar eru til gagnaflutninganna, en með netsímatækni getur til að mynda hver sem er stofnað síma- fyrirtæki með tiltölulega litlum til- kostnaði. Alltaf með sama símanúmerið Mun ódýrara er að flytja símtal um Netið en í gegnum símkerfi símafyrirtækja vegna uppbygging- ar Netsins og tækninnar sem not- uð er. Einnig gefur netsímatæknin kost á mörgum nýjungum, t.d. er fólk alltaf með sama númerið, flyt- ur það jafnvel á milli landa, ekkert kostar aukalega að hafa fjölmörg símanúmer á sama heimilinu og svo má telja, en einnig er fram- undan ýmis tækni eins og radd- stýring, hægt verður að láta sím- ann þýða fyrir sig jafnharðan og talað er í hann, gefa má skipanir um hvaðeina, kveikja á ofninum, lækka hita, slökkva útiljós og svo má lengi telja. Netsíminn ógnar hefð- bundnum símarekstri  Tímarit Morgunblaðsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.