Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 36. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Snart og spurði Við erum öll Marlene Dietrich FOR hreif Lilju Ívarsdóttur | Menning 25 Fasteignir og Íþróttir í dag Fasteignablað | Þingahverfi í Kópavogi tekur mið af útsýninu yfir Elliða- vatn og til fjalla  Oftast má spara með endurfjármögnun Íþróttir | Spánverjar heimsmeistarar í handknattleik  Patrekur á batavegi CONDOLEEZZA Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, flutti ísraelskum ráðamönnum þau skilaboð í gær að þeir yrðu að vera reiðubúnir að taka „erfiðar ákvarðanir“ í þágu friðar við Palestínu- menn. Rice kom í gær til Mið-Aust- urlanda og hitti þá m.a. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, en í dag fer hún til fundar við Mahmoud Ab- bas, nýjan leiðtoga Palestínumanna. „Það er tæki- færi fyrir hendi og við verðum að grípa þetta tæki- færi,“ sagði Rice áður en hún hitti Sharon. „Við [Bandaríkjamenn] munum fara fram á það við bandamenn okkar og vini í Ísrael að þeir haldi áfram að taka þær erfiðu ákvarðanir sem þarf að taka til að stuðla að friði og [...] því að til verði lýðræðislegt pal- estínskt ríki,“ sagði hún. Sharon og Abbas hittast í Egyptalandi á morgun, þriðjudag. Hrósaði Abbas Fyrr í gær hafði Rice hrósað Abbas. Sagði hún að kosning hans sem forseta palestínsku þjóðarinnar hefði haft jákvæð áhrif, Abbas hefði sýnt að hann vildi breyt- ingar. „Hann hefur sagt að vopnuð upp- reisn Palestínumanna hafi mistekist, að nú sé kominn tími til að reyna samningavið- ræður,“ sagði Rice í viðtali við BBC. Hún sagði að Abbas ætti vitaskuld mikið verk óunnið, binda þyrfti enda á hryðju- verk öfgahópa Palestínumanna í eitt skipti fyrir öll. „En okkur líst vel á frammistöðu hans til þessa og vonum að hann haldi áfram á sömu braut,“ sagði Rice. „Verðum að grípa þetta tækifæri“ Condoleezza Rice ásamt Ariel Sharon Jerúsalem. AFP. EÞÍÓPÍSKUR „rastafari“ veifar málverki af Haile heitnum Selassie, keisara í Eþíópíu 1930- 1974, við Meskel-torgið í Addis Ababa, höf- uðborg Eþíópíu, í gær. Þar var mikið um dýrðir í tilefni þess að í gær hefði reggí-tónlistarmað- urinn Bob Marley orðið sextugur. Er talið að um þrjú hundruð þúsund manns hafi komið saman á torginu til að skemmta sér. Meðal þeirra sem tróðu upp í gær var hljómsveitin The Marleys en hún er skipuð fimm sonum meist- arans. Þetta var í fyrsta skipti sem minningarhátíð um Marley var haldin utan heimalands hans, Jamaíku, en Marley leit á Eþíópíu sem andlega ættjörð svonefndrar rastafara-trúar sinnar og Selassie sem sérlegan leiðtoga lífs síns; en Selassie gekk einmitt einnig undir nafninu Ras Tafari./29 Reuters Minningahátíð um Marley LÍK átján spænskra ung- menna fundust í gær á far- fuglaheimili í litlu fjallaþorpi, Todolella, austarlega á Spáni, en svo virðist sem fólkið hafi látist í svefni af völdum gas- eitrunar. Fólkið var á aldrinum 20 til 40 ára og var í hópi um fimm- tíu ungmenna sem söfnuðust saman í Todolella til að halda upp á afmæli á laugardags- kvöld. Hafði fólkið leigt far- fuglaheimilið undir afmælis- veisluna og nokkrir ætluðu svo að sofa þar um nóttina. Dóu allir sem það gerðu nema tvær manneskjur, sem sváfu í öðru herbergi á far- fuglaheimilinu. Fulltrúar yfirvalda sögðu að fólkið hefði kveikt á gas- hitara áður en lagst var til svefns og virðist sem hann hafi lekið, með fyrrgreindum afleiðingum. Átján fórust af völdum gasleka Todolella. AP.DANSKA stjórnin mun halda velli í kosn- ingunum á morgun, þriðjudag, samkvæmt þremur skoðanakönnunum sem birtar voru í gær. Jafnaðarmannaflokkurinn, sem fer fyrir stjórnarandstöðunni á þingi, gæti fengið sína verstu útreið í kosningum um áratuga skeið ef eitthvað er að marka kannanirnar. Venstre, flokkur Anders Fogh Rasmus- sen forsætisráðherra, hefur ásamt Íhalds- flokknum verið við stjórn síðan í nóvember 2001 en ríkisstjórnin nýtur einnig stuðn- ings Danska þjóðarflokksins á þingi. Og skoðanakönnun Gallup, sem birt var í Berlingske Tidende í gær, bendir til að þessir flokkar þrír fái 52% atkvæða og 92 menn kjörna en 90 þarf til að tryggja sér meirihluta. Stjórnarandstaðan fengi aftur á móti samanlagt 45% og 79 þingmenn kjörna. Önnur skoðanakönnun, sem gerð var fyrir Ritzau-fréttastofuna, sýndi að ríkis- stjórnin og Danski þjóðarflokkurinn fengju 92 þingmenn kjörna af 179 en stjórnarandstaðan einungis 83 þingmenn kjörna. Samkvæmt þriðju könnuninni fengi stjórnin 53% atkvæða og 95 þing- sæti. Fogh með sterka stöðu Kaupmannahöfn. AFP, AP. ♦♦♦ MARGIR af æðstu stjórnendum P. Samúelssonar, umboðs Toyota á Íslandi, hafa sagt upp störfum frá og með 1. mars vegna óánægju með að Emil Gríms- son lætur af störfum sem forstjóri P. Samúelssonar í dag. Í yfirlýsingu sem einn stjórnendanna lét Morgunblaðinu í té í gærkvöldi segir: „Djúpstæður ágreiningur innan fjölskyldu og meirihlutaeig- enda P. Samúelssonar ehf. hefur nú leitt til þess að Emil Grímsson hefur þurft að láta af störfum hjá fyrirtækinu. Undir hans stjórn hefur fyrirtækið náð framúrskar- andi árangri á undanförnum árum, og skilaði fyrirtækið meðal annars mesta hagnaði í sögu fyrirtækisins á síðasta ári. Undirritaðir stjórn- endur hafa í kjölfar starfsloka Emils Grímssonar sagt starfi sínu lausu frá og með 1. mars næst- komandi.“ Undir yfirlýsinguna rita níu yf- irmenn hjá P. Samúelssyni: Sævar Guðbergsson, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs; Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs; Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs; Skúli K. Skúlason, framkvæmda- stjóri sölusviðs; Loftur Ágústsson, framkvæmdastjóri Arctic Trucks; Valdís Eggertsdóttir, deildarstjóri hagdeildar; Hrafnhildur Hauks- dóttir, deildarstjóri þjónustuvers; Dagur Jónasson, deildarstjóri not- aðra bíla; og Hallveig Andrésdótt- ir, ritari yfirstjórnar. Kaupir Arctic Trucks Emil Grímsson, sem verið hefur forstjóri P. Samúelssonar, lætur af störfum í dag og hefur hann fengið tilboð um starf hjá Toyota í Evr- ópu. Hann hefur auk þess selt hlut sinn í P. Samúelssyni og í Eign- arhaldsfélaginu Stofni. Hópur stjórnenda P. Samúelssonar hefur einnig selt stærstan hlut eignar sinnar í fyrirtækinu og Stofni. Á sama tíma hefur Emil keypt meirihluta í Arctic Trucks, sem sérhæfir sig í breytingum á jepp- um. Emil keypti allan hlut Eign- arhaldsfélagsins Stofns og Páls Samúelssonar, og á því um 87,5% hlut í Arctic Trucks, en tveir aðrir eigendur eiga samtals 12,5%. Arc- tic Trucks verður aðskilið frá P. Samúelssyni innan 6 mánaða, seg- ir Emil. „Ég tel ákveðin tækifæri felast í Arctic Trucks, ekki síst erlendis, sem gerir þetta meira spennandi fyrir mig heldur en fyrir aðra eig- endur. Ég hef ekki ákveðið hvað ég ætla að gera, ég mun auðvitað sinna þessu [Arctic Trucks] eitt- hvað. Mér stendur til boða starf eða störf hjá Toyota í Evrópu, en til að byrja með ætla ég að ein- beita mér að þessu,“ segir Emil. Óánægja innan P. Samúelssonar með forstjóraskipti Níu lykilstjórnendur segja upp störfum Emil Grímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.