Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2005 13 ERLENT THAKSIN Shinawatra, forsætis- ráðherra Taílands, vann stórsigur í þingkosningum sem haldnar voru í Taílandi í gær. Benti flest til að flokkur hans, Thai Rak Thai, næði hreinum meirihluta á þingi sem gera myndi Thaksin kleift að mynda stjórn sem ekki yrði háð stuðningi annarra flokka. Thaksin hefur verið forsætisráð- herra frá árinu 2001. Birtar voru útgönguspár skömmu eftir að kjör- stöðum var lokað í gær og sýndu þær að flokkur Thaksins hefði tryggt sér 399 þingsæti af 500. Thaksin þakkaði landsmönnum stuðninginn er hann kom í bæki- stöðvar Thai Rak Thai í gærkvöldi að taílenskum tíma. „Thai Rak Thai sigraði vegna þess að við höfum lagt hart að okkur í ríkisstjórn und- anfarin fjögur ár og náðum mörg- um þeirra markmiða sem við sett- um okkur í upphafi, einkum hvað varðar baráttuna gegn fátækt en hún hlaut góðan hljómgrunn hjá al- menningi,“ sagði Thaksin. Stjórnarandstaðan á Taílandi hafði fyrir kosningar sakað Thaks- in, sem er einn ríkasti maður Taí- lands, um að sýna einræðistilburði í embætti og lýst áhyggjum sínum af þróun mála ef flokkur hans næði hreinum meirihluta á þingi. Stórsigur hjá Thaksin Reuters Bangkok. AFP. JÓHANNES Páll II páfi blessaði í gær lýðinn úr glugganum á Gem- elli-sjúkrahúsinu í Róm þar sem hann dvelst nú vegna veikinda. Flutti hann lokaorðin í sunnudags- blessun sinni en hjálparmaður hans las aðra hluta blessunarinnar. Þótti rödd páfa rám og mjög veikburða. Mikill mannfjöldi hafði safnast sam- an við sjúkrahúsið en páfinn hefur ekki sést opinberlega síðan hann var fluttur á sjúkrahús í skyndingu sl. miðvikudagskvöld vegna öndunarerfiðleika sem hann átti við að stríða, en Jóhannes Páll mun hafa verið veikur af flensu. Reuters Páfi blessaði lýðinn vinnu í gærmorgun. Ekki er vitað hvort mannræningjarnir eru hinir sömu og rændu ítölsku blaðakon- unni Giuliana Sgrena fyrir helgi en þeir hafa hótað að taka hana af lífi í dag ef ítölsk stjórnvöld tilkynna ekki að þau hyggist kalla herlið sitt frá Írak. Fulltrúar kosningabandalags sjíta, Bandalags sameinaðra Íraka, sögðu í gær að þeir gerðu kröfu til forsætisráðherraembættisins í þeirri ríkisstjórn sem skipuð verður SKÆRULIÐAR í Írak héldu blóð- ugri herferð sinni gegn bandaríska hernámsliðinu í landinu og íröskum öryggissveitum áfram í gær en að a.m.k. tíu manns biðu þá bana í nokkrum árásum. Seint í gærkvöldi bárust svo fréttir um að 22 liðsmenn írösku öryggissveitanna og lögregl- unnar hefðu fallið í klukkustundar- löngum skotbardaga við skæruliða í Mahawil, 80 km suður af Bagdad. Fjórtán skæruliðar voru sagðir hafa fallið í bardaganum. Fyrr um daginn hafði fjórum Egyptum verið rænt í Bagdad en mennirnir störfuðu fyrir íraskt far- símafyrirtæki í landinu sem er í eigu egypska fyrirtækisins Oras- com. Embættismenn sögðu að vopnað- ir menn hefðu stöðvað bifreið Egyptanna er þeir hugðust halda til eftir að úrslit í kosningunum um síð- ustu helgi eru ljós. Áður hafði Jalal Talabani, einn leiðtoga Kúrda, lýst því yfir að hann sæktist eftir emb- ætti forseta landsins. Stjórnarskrá byggð á íslam Athygli vakti í gær að einn af trúarleiðtogum sjíta í Írak, Moh- ammad Ishaq al-Fayad, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem þess er krafist að ný stjórnarskrá landsins byggist eingöngu á íslam. Mun kraf- an hafa stuðning Alis al-Sistani, erkiklerks og andlegs leiðtoga sjíta, að því er AFP hafði eftir heimildar- manni er sagður var standa nærri Sistani. Fyrir kosningar höfðu helstu sjíta-klerkar gefið til kynna að þeir fylgdu hófsamri stefnu í þessum efnum og kom yfirlýsing al- Fayads af þeim sökum á óvart. Skæruliðar felldu 22 íraska lögreglumenn Kosningabanda- lag sjíta gerir kröfu til forsætis- ráðherraembætt- isins í nýrri stjórn Bagdad. AFP, AP. NORSKI njósnarinn Arne Treholt miðlaði til Sovétmanna upplýsingum varðandi íslensk öryggis- og varnar- mál. Dómurinn yfir Treholt hefur nú verið birtur rúmum 20 árum eftir að hann var dæmdur fyrir njósnir í þágu Sovétmanna. Í dómnum kemur fram að Treholt afhenti fulltrúum sovésku leyniþjón- ustunnar, KGB, m.a. minnisblað um hernaðarlegt mikilvægi Íslands og stöðu Noregs. Minnisblað þetta var frá varnarmálaráðherra Noregs til annarra ráðherra í ríkisstjórninni og er dagsett 1. mars 1976. Minnisblaðið sem er merkt „leynd- armál“, er í raun yfirlit yfir hernaðar- legt mikilvægi Íslands á friðar- sem spennutímum. Þá er fjallað um hver áhrif þess yrðu fyrir Norðmenn ef breyting yrði á stefnu Íslands á vett- vangi öryggismála. Þar er og að finna yfirlit yfir herafla og herstöðvar Bandaríkjamanna á Íslandi. Mat ráðherrans er að Ísland gegni lykilhlutverki í öryggismálum norð- urslóða. Sérstaklega er minnst á kaf- bátaeftirlit frá Íslandi og SOSUS- hlustunarkerfið. Þá er þar að finna það herfræðilega mat sem viðtekið var á árum kalda stríðsins að lífsnauðsynlegt verði fyr- ir lýðræðisríkin að verja siglingaleið- ina yfir Atlants- hafið á spennu- og ófriðartímum. Hið sama gildi um Keflavíkurflug- völl. Rakið er hver áhrifin yrðu fyrir Noreg ef Íslend- ingar hættu varnarsamstarfinu við Bandaríkjamenn og Keflavíkurstöð- inni yrði lokað. Segir þar m.a. að Bandaríkjamenn myndu neyðast til að sætta sig við sovésk yfirráð á Nor- egshafi yrði stöðinni í Keflavík lokað. Í pólitísku tilliti gæti staða Norð- manna í viðræðum við Sovétmenn um Barentshaf og Svalbarða veikst. Í hernaðarlegu tilliti kynnu Norðmenn að þurfa að taka að sér hluta eftirlits- ins yrði aðstaða ekki lengur fyrir hendi á Íslandi. Sat í fangelsi í sjö ár Arne Treholt var dæmdur til þyngstu refsingar, 20 ára fangelsis, árið 1985 fyrir njósnir í þágu sovésku leyniþjónustunnar KGB. Treholt var handtekinn á Fornebu- flugvelli í Ósló í janúar 1984 á leið til fundar við háttsettan mann úr KGB með tösku fulla af skjölum merktum sem ríkisleyndarmál. Treholt hafði meðal annars verið einn helsti aðstoð- armaður Jens Evensens sjávarút- vegsráðherra og þeir tveir voru í for- svari norsku sendinefndarinnar sem samdi um skiptingu Barents-hafsins við Sovétmenn. Þeir samningar voru mjög umdeildir og í réttarhöldunum yfir Treholt var talað um að Rússar hefðu setið báðum megin við samn- ingaborðið. Eftir hrun Sovétríkjanna hafa nokkrir KGB-menn staðfest að Treholt hafi verið á mála hjá þeim og að hann hafi verið talinn Sovétmönn- um mjög gagnlegur. Treholt var látinn laus í júlímánuði árið 1992. Hann hélt jafnan fram sak- leysi sínu. Á undanliðnum árum hefur nokkuð verið um það rætt að taka beri mál hans upp á nýtt. Lögmaður Treholts telur að stórbrotin mistök hafi verið gerð og að hann hafi verið dæmdur saklaus. Sjálfur hefur Tre- holt sagt að hann íhugi að fara fram á upptöku málsins. Knut Storberget, talsmaður norska Verkamanna- flokksins á sviði dómsmála, sagði í nóvember í fyrra að hann væri ekki í vafa um réttmæti þess að málið yrði tekið upp á ný. Treholt afhenti KGB skjöl varðandi Ísland Arne Treholt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.