Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2005 5 FRÉTTIR Flex-T vinnustöðvar 30% TTT auglýsingastofa/Ljósm .S S J Skrifstofuhúsgögn á frábæruverði! Flex-T vinnustöðvar (180x180cm) frá Kr.46.270 Bæjarlind 8-10 • Sími 510 7300 • www.ag.isHeildarlausnir í skrifstofuhúsgögnum Mark30 skrifstofustólar Kr.40.900 kynningarafsláttur Flex-T er ný lína vinnustöðva sem Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson hafa hannað. Vinnustöðvarnar eru með þægilegri handvirkri hæðarstillingu, 0-20 cm en fást einnig með rafknúinni, stig- lausri hæðarstillingu þannig að ýmist er hægt að sitja eða standa við vinnu. Nú býðst Flex-T á sérstöku kynning- artilboði. Hæðarstilling á baki Pumpa til að stilla stuðning við mjóhrygg Hæðarstillanlegir armar Hallastilling á baki Sleði til að færa setu fram og aftur Mjúk hjól Hæðarstilling á setu og baki Hægt er að stilla stífleika setu og baks eftir þyngd notanda Veltustilling á setu og baki Mark er glæsileg lína skrifstofustóla fyrir vinnustaði og heimili. Hönnuður stólanna er Pétur B. Lúthersson. Hægt er að velja um fjölda lita á áklæði. Nú bjóðum við þessa stóla á frábæru verði. RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur ákært fyrrverandi stjórn- arformann útgerðarfélags fyrir skilasvik með því að hafa selt alla aflahlutdeild skips til annars út- gerðarfélags án samþykkis og andstætt veðrétti Sparisjóðs Kefla- víkur sem átti fjögur skuldabréf sem hvíldu á skipinu og aflakvóta skipsins og veiðiheimildum. Upp- hæðin nam rúmum 112 milljónum kr. samkvæmt ákæruskjali og er krafist refsingar yfir ákærða. Skaðabótakrafa upp á 43 millj- ónir er uppi í málinu. Það var þingfest á þriðjudag og hefur ákærði tekið sér frest til að taka afstöðu til sakarefnisins. Ákærður fyrir skilasvik RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar í Reykjavík mun taka til athugunar skemmdarverk við hús verslunarinnar við Kringluna þar sem börn eru talin hafa verið með prakkaraskap á 14. hæð hússins með því að varpa hlutum niður á bílaplanið, málningu eða öðru slíku. Vitað er að í gegnum tíðina hafa börn farið upp á hæð- ir hússins án þess að eiga sér- stakt erindi þangað og verður nú farið í að finna út hverjir þar hafa verið. Prakkaraskapur við Hús versl- unarinnar UMFERÐARSTOFA hefur aft- urkallað sjónvarpsauglýsingar vegna tilmæla Samkeppnisstofn- unar á grundvelli kvörtunar um- boðsmanns barna yfir efni aug- lýsinganna. Umræddar auglýsingar eru afturkallaðar tímabundið á meðan Samkeppn- isstofnun metur kvörtunina en skorið verður úr um það hvort þær brjóti gegn 22. gr. sam- keppnislaga þar sem segir m.a að komi börn fram í auglýsingum skuli þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvik- um er leitt geti til þess að þau eða önnur börn komist í hættu eða geri það sem óheimilt er. Alls eru fjórar auglýsingar í herferð Umferðarstofu undir heitinu Umferðin snýst um líf og verða þrjár þeirra afturkallaðar en sú fjórða verður sýnd áfram. Í auglýsingunum sést m.a. þeg- ar barn dettur fram af svölum þar sem ekkert handrið er og þegar maður sveiflar barni í hringi sem svo dettur niður stiga. Að sögn Birgis Hákonarsonar, framkvæmdastjóra umferðarör- yggissviðs Umferðarstofu, voru auglýsingarnar gerðar til að vekja athygli á ákveðinni áhættu- hegðun í daglegu lífi, sem heim- færð er til hegðunar í bifreiðum. Segir hann sjálfsagt mál að verða við tilmælum Samkeppnisstofn- unar. Auglýsingar Umferðarstofu afturkallaðar DÓMNEFND Blaðamannaverð- launa Blaðamannafélags Íslands hefur komist að niðurstöðu um til- nefningar til verðlaunanna fyrir árið 2004. Þrjár tilnefningar eru í hverj- um flokki fyrir sig. Tilkynnt verður um sigurvegara í hverjum flokki á pressuballinu, hátíð Blaðamanna- félagsins á Hótel Borg laugardaginn 12. febrúar 2005. Rannsóknarblaða- mennska ársins 2004 Kristinn Hrafnsson, DV. Fyrir upplýsandi fréttir af örlögum ís- lensks drengs, Arons Pálma Ágústs- sonar, í fangelsi í Texas. Ómar Þ. Ragnarsson, RÚV – Fréttastofu Sjónvarps. Fyrir að draga fram ný og óvænt sjónarhorn um umhverfis- áhrif stórvirkjunar við Kárahnjúka. Páll Benediktsson, RÚV – Í brenni- depli. Fyrir umfjöllun um samfélag dósasafnara í Reykjavík. Besta umfjöllun ársins 2004 Bergljót Baldursdóttir, RÚV – Fréttastofu útvarpsins, Morgun- vaktinni. Fyrir ítarlega og fróðlega úttekt á stöðu og velferð aldraðra. Davíð Logi Sigurðsson, Morgun- blaðinu. Fyrir skrif sín af vettvangi stríðsátaka í Írak og innsýn í daglegt líf fólksins þar. Þórhallur Jósepsson, RÚV – Fréttastofu útvarpsins. Fyrir um- fjöllun um Impregilo og starfs- mannamál þess við Kárahnjúka. Blaðamannaverðlaun ársins 2004 Árni Þórarinsson, Morgunblaðinu. Fyrir ítarlega og greinargóða frétta- skýringu um forsetatíð Ólafs Ragn- ars Grímssonar í aðdraganda for- setakosninganna sl. sumar. Gunnar Hersveinn, Morgunblaðinu/19. júní. Fyrir athyglisverð skrif um mannlíf á sviði jafnréttis-, uppeldis- og menntamála. Sigríður D. Auðuns- dóttir, Fréttablaðinu. Fyrir vandað- ar og ítarlegar úttektir sem settar eru fram á myndrænan og skýran hátt. Í dómnefnd sátu Birgir Guð- mundsson, sem er formaður nefnd- arinnar, Elín Albertsdóttir, Lúðvík Geirsson og Jóhannes Tómasson. Nefndin fjallaði á fundum sínum um ábendingar um tilnefningar og fór yfir efni blaða og ljósvakamiðla. Sem fyrr segir verða niðurstöður kynntar á pressuballi félagsins á laugardag. Þar verður Karl Blöndal, aðstoðar- ritstjóri Morgunblaðsins, aðalræðu- maður og Vax leikur fyrir dansi. Níu tilnefnd til blaða- mannaverðlauna Dómnefnd um verðlaun Blaðamannafélags Íslands hefur lokið störfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.