Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Verð kr. 69.990* Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Netverð. Verð kr. 89.990* Innifalið í verði: Flug, gisting á Hotel Arenas Doradas, morgunverðarhlaðborð, skattar, fararstjórn, ferðir til og frá flugvelli. Netverð. * Ekki innifalið í verði: Vegabréfsáritun og brottfararskattur á Kúbu. Úrval hótela í boði Munið Mastercard ferðaávísunina Kúbuveisla 6. - 13. mars frá 69.990 Sérflug Heimsferða 7 nætur – Varadero - Havana Ótrúlegt tækifæri til að kynnast þessari stórkostlegu eyju Karíbahafsins. Þú velur hvort þú vilt dvelja viku í Havana, viku á Varadero ströndinni eða skipta dvölinni á milli beggja staða. Þú velur milli góðra hótela hvort sem er í Havana eða í Varadero. Ferð til Kúbu er ævintýri sem lætur engan ósnortinn, því ekki aðeins kynnist maður stórkostlegri náttúrufeg- urð eyjunnar, heldur einnig þjóð sem er einstök í mörgu tilliti. Gamla Havana er ein fegursta borg nýlendutímans, lífsgleði eyjaskeggja er ein- stök og viðmótið heillandi. Að upplifa Kúbu nú er einstakt tækifæri, því það er ljóst að breytingar munu verða í náinni framtíð. UNA María Óskarsdóttir, varafor- maður Freyju, félags framsókn- arkvenna í Kópavogi, segist fagna niðurstöðu laganefndar Framsókn- arflokksins um að aðalfundur félagsins í lok janúar hafi ver- ið ólöglegur. „Við Freyju- konur erum auðvitað mjög ánægðar með þennan úrskurð laganefndar, því þar með hefur tekist að afstýra valdaráni sem var mjög al- varlegt, en í því fólust bein af- skipti þingmanns úr öðru kjör- dæmi af flokksstarfi Freyjukvenna í Kópavogi. Slík vinnubrögð hafa, að því er ég best veit, ekki tíðkast áður í mínum ágæta flokki og telja margir að þau séu ekki líðandi og forsvar- anleg,“ sagði Una María í samtali við fréttavef Morgunblaðsins í gær. Fagnar nið- urstöðunni Una María Óskarsdóttir „MÉR finnst úr- skurðurinn vera áfellisdómur yfir stjórn Freyju,“ segir Aðalheiður Sigursveinsdóttir um þá niðurstöðu laganefndar Framsóknar- flokksins að aðal- fundur Freyju, félags framsókn- arkvenna í Kópavogi, sem haldinn var 27. janúar sl., hafi verið ólögleg- ur. Aðalheiður er ein þeirra 43 kvenna sem skráðu sig í félagið, hjá skrif- stofu flokksins, sama dag og aðal- fundurinn var haldinn. Hún ásamt tveimur öðrum af nýju konunum var síðan kjörin í stjórn Freyju á um- ræddum fundi. Laganefnd flokksins hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að fundurinn hafi verið ólöglegur, eins og áður sagði, vegna þess að breyt- ingar á lögum félagsins, sem sam- þykktar voru á aðalfundi í október sl. voru ekki sendar kjördæmasam- bandi flokksins til staðfestingar fyrr en eftir aðalfundinn nú í lok janúar. Aðalheiður segir niðurstöðuna sýna almenna vankunnáttu stjórnar- innar á lögum flokksins. „Í ljós kem- ur að fundurinn er ógildur; ekki út af okkar framgöngu, heldur út af því sem fyrri stjórn gerði. Sú sem kærir fundinn [María Marta Einarsdóttir, formaður Freyju] fær á sig dóminn. Við erum hins vegar látnar gjalda fyrir það með einum eða öðrum hætti,“ segir Aðalheiður og vísar til kvennanna 43. „Ég velti því einnig fyrir mér hvað hefði gerst ef þetta hefði verið tólf manna aðalfundur og fyrri stjórn endurkjörin. Hefði formaðurinn kært sjálfan sig fyrir afglöp í starfi?“ Aðalheiður segir að boða þurfi til nýs aðalfundar í Freyju í ljósi nið- urstöðu laganefndarinnar. Hún seg- ist eiga von á því að sami hópur og síðast bjóði sig aftur fram í stjórn, þ.e. hún sjálf, Sigurbjörg Vilmund- ardóttir og Björg Jónsdóttir. „Við, sem vorum í meirihluta á fundinum, höfum þó ekki hist formlega til að ræða niðurstöðu laganefndarinnar,“ segir hún, en að þær hyggist ráða ráðum sínum í vikunni. Hún útilokar heldur ekki að þær bjóði fram á móti Maríu Mörtu í formannsembættið. „Konur, sem hafa starfað innan Freyju í fleiri ár, hafa sagt okkur að sumar þeirra hafi óskað eftir því að komast í stjórn, en það hafi aldrei verið samþykkt. Þær hafa spurt okk- ur hvort möguleiki sé á því að þær fái að taka meiri þátt í starfinu, ef við fáum fleiri inn í stjórnina.“ Aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi Útiloka ekki mót- framboð til formanns Aðalheiður Sigursveinsdóttir „VIÐ ákváðum að prófa nokkrar mismunandi leiðir um helgina, sem eru fullkomlega löglegar samkvæmt laganna hljóðan og sjá til hvernig áhorfendur myndu meta það,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Skjás eins um útsendingar stöðvarinnar á leikjum ensku úr- valdsdeildarinnar í knattspyrnu. „Við sendum út einn leik á laugar- dag, sem var hljóðlaus, og annan leik, með íslenskum texta, þar sem verið var að endursegja það sem ensku þulirnir voru að segja.“ Í gær var síðan sendur út leikur frá ensku úrvalsdeildinni með ís- lenskum þul „sem kom inn með ágrip annað slagið af því sem var að gerast eins og menn þekkja úr Júróvisjón,“ segir hann. Magnús segir í raun um ákveðnar tilraunir að ræða. „Þessi tilraunastarfsemi bendir kannski að einhverju leyti á það hvað laganna bókstafur er sérkennilegur.“ Útvarpsréttarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að beinar útsend- ingar Skjás eins á knattspyrnuleikj- um með lýsingu á ensku bryti í bága við útvarpslög. Beindi nefndin því til sjónvarpsstöðvarinnar að taka leik- ina af dagskrá, ef þeim fylgdi ekki tal eða texti á íslensku. Magnús sagði í samtali við Morg- unblaðið á föstudag að Skjár einn myndi hlíta niðurstöðu nefndarinnar en jafnframt óska eftir fundi með henni í þessari viku. Er stefnt að því að sá fundur verði haldinn á morgun, þriðjudag. „Við munum fara fram á að málið verði tekið upp að nýju hjá nefndinni. Við teljum að útvarpslög stangist á við Evrópulög.“ Tekur hann fram að forsvarsmenn Skjás eins hafi talið að útsendingarnar brytu ekki í bága við útvarpslög. Leikir sendir út með íslenskum texta „EF ÉG tala fyrir sjálfan mig og þá klúbbfélaga sem ég hef heyrt viðra skoðun sína á þessu þá tökum við nú enska þuli fram yfir þá íslensku, með fullri virðingu fyrir þeim íslensku,“ segir Karl H. Hillers, formaður Ís- lenska Chelsea klúbbsins, er hann er spurður um viðbrögð klúbbsins við þeirri niðurstöðu útvarpsrétt- arnefndar að enskar íþróttalýs- ingar á Skjá einum samræmist ekki út- varps- lögum. Hann segir það því ljóst að ætti hann um það að velja að hlusta á enska þuli eða ís- lenska lýsa leikjum hefðu þeir ensku ávallt vinn- inginn. „Ég fer eins oft og ég get á fótboltakrána okkar sem er Ölver og hlusta á þetta á enskum stöðvum.“ Hann segir að krárnar séu vel sóttar þegar íþróttaleikir séu í sjónvarpinu, en margir kvarti yfir reykingum á stöðunum. „Þetta eru miklu færari þulir og skemmtilegri, þessir ensku.“ Hann segir að það sé því langt í frá að klúbbfélagar séu sáttir við niðurstöðu útvarpsrétt- arnefndar. „Okkur hefur fundist mikið vanta upp á hlutlausa umfjöll- un þessara þula, sérstaklega á Stöð 2 og Sýn.“ Karl segir það skjóta skökku við að íþróttafréttamaður af Stöð 2, sem er hluti af 365 samsteypunni, kæri málið vegna umhyggju fyrir ís- lenskri tungu, á meðan 365 bjóði upp á fjölda stöðva sem eingöngu eru á ensku og alltaf ótextaðar. „Það eru engir fremri í því að skila inn í stofu til landsmanna erlendum stöðvum, ótextuðum, án íslenskra þula, en hans vinnuveitendur.“ Myndi alltaf taka enska þuli fram yfir þá íslensku SAMBAND ungra sjálfstæð- ismanna hefur samið laga- frumvarp til breytingar á út- varpslögum sem felur í sér að heimilað verði að senda út íþróttaviðburði á öðrum tungu- málum en íslensku. Mælist sam- bandið til þess að þingmenn Sjálf- stæðisflokksins leggi það fram svo fljótt sem auðið er. Í frétt frá SUS segir að frum- varpið sé samið í tilefni af þeirri niðurstöðu útvarpsréttarnefndar vegna máls Íslenska útvarps- félagsins að útsendingar á knatt- spyrnuleikjum í ensku úrvals- deildinni með lýsingu á ensku samrýmdust ekki lögunum. Von- ast þeir eftir að frumvarpið verði flutt í þessari eða breyttri mynd. Vilja breyta útvarpslögum ÞAÐ var engu líkara en æðarfuglarnir í Reykjavík- urhöfn hefðu efnt til keppni um það hver yrði fyrstur til að hefja sig á loft í rigningarsuddanum í gær. Það er líka hugsanlegt að snurða hafi hlaupið á þráðinn í tilhugalífinu. Meðan á því stendur eru blik- arnir afar hændir að kollunum en hafa hvorki áhuga á því að liggja á eggjunum né á uppeldi unga og eru fljótir að hverfa úr varpinu. Kannski voru þeir að æfa sig í að láta sig hverfa og kollurnar að elta. Morgunblaðið/Ómar Keppni í flugtökum hjá æðarfuglinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.