Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2005 23 DAGBÓK www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Til mín hefur leitað traustur og fjársterkur byggingaverktaki sem óskar eftir að kaupa lóðir fyrir íbúðar eða atvinnuhúsnæði. Eignir sem þarfnast niðurrifs koma einnig til greina. Staðgreiðsla í boði, Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Um aðalritara KOLLEGA minn einn fyrrverandi úr alþjóðaþjónustu ritar allhvassan pistil um ofanskráð í Velvakanda sunnudaginn 30. janúar og fárast yfir því að „einhver fávís eða fá- kunnandi fjölmiðlungur“ hafi tekið upp á að kalla æðsta embættismann Sameinuðu þjóðanna „fram- kvæmdastjóra“ í stað hinnar „ágætu íslensku þýðingar“ aðalrit- ari, svo sem pistilskrifari tiltekur. Og ekki nóg með það heldur hafa „hámenntaðir menn“ og einhver „margreyndasti blaðamaður lands- ins“ fallið í þessa gryfju og ekki „farið rétt með starfsheitið“. Vinur minn og lærisveinn, Geir Haarde, hlýtur hins vegar þann heiður hjá pistilshöfundi að vera talinn „eina staðfasta undantekningin frá þess- ari ambögu“. Hér sýnist mér þó gæta nokkurs misskilnings. „Aðalritari“ er engin þýðing, hvað þá „ágæt þýðing“ á „Secretary General“, heldur er hér um að ræða hráa orðabókartuggu sem að sínu leyti er ekkert skárri en hið góðkunna „hot spring river this book“. Aðalframkvæmdastjóri Sþ. er enginn ritari (með allri virð- ingu þó fyrir einkariturum, banka- riturum og læknariturum þessa heims), og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem í Washington ber titilinn „Secretary of State“, er heldur enginn ritari. Orðið „secretary“ í ensku og svip- uð orðmynd í fjölda mála er vissu- lega notað um ritara nú á tímum, aðallega þó „einkaritara“. Merk- ingin er hins vegar önnur í starfs- heitunum sem nefnd eru hér að of- an. Orðið er komið í ensku úr frönsku nokkuð snemma á öldum, en þangað er það komið úr latínu, reyndar sem beygingarmynd af klassísku sögninni „secerno“ sem merkti „að aðgreina, hafa til hliðar, afsíðis“. Svo snemma sem á of- anverðri 1. öld e. Kr. (hjá Tacitusi) er beygingarmyndin „secretum“ farin að merkja „leynilegt, með leynd“, sbr. e. secret. Á miðöldum kom fram starfsheitið „secretarius“ um trúnaðarstarfsmann fursta og valdamanna af því tagi. Það var svo á sínum tíma þýtt á þýsku sem „Ge- heimra“, leyndarráð, titill sem mér skilst að enn sé notaður í kansellíinu í Austurríki, en Austurríkismenn eru sagðir hafa mætur á ábúð- armiklum nafnbótum. En til er enn fremur gamalt orð í þýsku af þess- um toga, „Geheimschreiber“, um einkaritara (sjá Jón Ófeigsson: Þýsk-íslensk orðabók, Reykjavík 1935), en það hefur svo snúið aftur til stofnsins „Sekretär“ um (hand- genginn) einkaritara. Ekki vil ég halda því fram að langlokan „aðalframkvæmdastjóri“ um „Secretary General“ sé heillandi á nokkurn hátt, öðru nær. Það er þó heiðarleg tilraun til þýðingar og ekki langt frá lagi. Gömul orð eru þó til svo sem „ármaður“, jafnvel „ráðsmaður“, en þau eru, held ég, ekki harla líkleg til vinsælda í þessu samhengi. Hér má alveg fljóta með að ég tel ýmislegt athugavert við orðið „ráðherra“ sem kom fyrir hér á undan. Það er einstaklega óheppi- legt starfsheiti, ekki síst nú í seinni tíð, en verður líklega varla breytt úr þessu. Óþarft ætti að vera að taka fram að latneska orðið „minister“ þýðir „þjónn“ en ekki „herra“. Þessa mættum við minnast við og við. En það er önnur saga. Þórður Örn Sigurðsson, fyrrverandi starfsmaður Evrópuráðs, nú fram- kvæmdastjóri alþjóðamála hjá Flugmálastjórn Íslands. 70 ÁRA afmæli. Í dag, 7. febrúar,verður sjötugur Hjalti Hjalta- son, Melateig 39, Akureyri. 70 ÁRA afmæli. Í dag, 7. febrúar,er sjötugur Þorsteinn Vigfús- son, Húsatóftum 1a, Selfossi. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. Senn líður að áramótum í kínversku tíma-tali, en á miðvikudaginn hefst ár hanans,sem er eitt af tólf árum í dýrahring Kín-verja. Kínverjar á Íslandi fagna þessum tímamótum með ýmsum hætti, en í Kínversku heilsustöðinni Heilsudrekanum verður kynning á ýmiss konar heilsueflandi starfi, m.a. leikfimi eins og Tai Chi og Kung Fu, hugrænni teygjuleikfimi, heilsuráðgjöf, nuddmeðferð og fleiru. Þá verður einnig sölusýning á kínverskri list og ýmissi handavinnu. Guan Dong Qing, eigandi Heilsudrekans, segir áramót Kínverja á margan hátt lík hefðbundum íslenskum áramótum. „Á morgun verður t.d. gamlárskvöld hjá okkur og þá hittist öll fjöl- skyldan og borðar saman og nýtur kvöldsins. Unga fólkið skemmtir sér og fólk hugsar um hvað það ætlar að gera á næsta ári og hvað liggur að baki,“ segir Qing, en nú er að ljúka ári apans. „Haninn er eina dýrið í dýrahringnum sem er með vængi. Það þýðir að hann hefur bæði samband við jörðina og himininn. Haninn er mjög duglegur og bjartsýnn. Fólk sem fæðist á ári hanans er mjög duglegt og passar upp á útlitið. Apinn er hins veg- ar mjög virkur og er dýr mikilla breytinga. Hann er mjög gáfaður og um leið mjög stríðinn.“ Hvað blasir við á nýju ári? „Við ætlum að reyna að gera okkar besta og hjálpa fólki að vinna betur að heilsunni á kín- verskan hátt. Kínversk leikfimi og heilsufræði eiga sér fimm þúsund ára sögu og þetta er afar dýrmæt gjöf. Við viljum að fólk fái að njóta þess- arar gjafar frá Kína til að bæta líf sitt og heilsu.“ Hver eru helstu einkenni kínverskra heilsu- fræða? „Þau snúast mikið um að koma á jafnvægi á bæði líkama og anda og eru ekki síður fyr- irbyggjandi. Það er gert bæði með heilsumeðferð og leikfimi. Leikfimin notar æfingar sem opna fyrir orkuflæði líkamans og æfir ekki bara vöðv- ana heldur líka innri orku og heilann, einbeitingu, jafnvægi og slökun. Þetta eru allt atriði sem skipta máli gagnvart nútíma vandamálum. Tai Chi er t.d. róleg bardagalist sem er í raun list hinnar hreyfanlegu hugleiðslu. Það er mikill lækningamáttur í Tai Chi og þrátt fyrir að það sé mjög hægt er það mjög góð líkamsrækt. Það þarf ekki að lyfta þungum lóðum til að ná árangri, við notum öðruvísi leiðir til að æfa okkur.“ Finnurðu fyrir breyttu hugarfari hjá Íslend- ingum? „Já, Íslendingar hafa opnast mjög fyrir hefð- bundinni kínverskri meðferð, en hún getur gert kraftaverk í baráttu við ýmiss konar mein, hvort sem um er að ræða bakmeiðsl, höfuðverki og vöðvabólgu, sem eru mjög algeng nútímavanda- mál, sem tengjast álagi, eða flóknari sjúkdóma og vandamál sem liggja djúpt í andanum. Fólki líður oft miklu betur eftir að hafa hlotið kínverska með- ferð.“ Heilsurækt | Heilsudrekinn kynnir heilsurækt vegna kínverskra áramóta Stuðla að jafnvægi líkama og anda  Guan Dong Qing fæddist í Taiyuan í Kína árið 1965. Hún nam íþrótta- og heilsufræði í háskóla í Beijing og lauk það- an prófi árið 1988. Qing hefur kennt íþróttatengd fög í kennaraháskóla í Kína en flutti til Ís- lands árið 1991. Hún kenndi kínverska leikfimi í nokkur ár en stofn- aði Heilsudrekann árið 1999. Þar er kennd kín- versk leikfimi og boðið upp á heilsumeðferð auk þess sem þar er kínversk heilsulind. Þá kennir hún kínversku og kynnir kínverska menningu. Sagnæfing. Norður ♠3 ♥Á932 ♦Á10654 ♣K96 Lesandinn er með hönd norðurs hér að ofan og vekur á einum tígli í þriðju hendi eftir að suður og vestur hafa passað. Enginn er á hættu. Mótherj- arnir blanda sér ekkert í sagnir, en makker svarar með einum spaða. Hver er þín næsta sögn? Þetta dæmi er úr tímaritinu The Bridge World, þar sem 30 spekingar leggja lóð sitt á vogarskálarnar. Ber- sýnilega er engin sögn góð eða rétt – og það vekur þá spurningu hvort norð- ur eigi yfirhöfuð að opna – en ef norður opnar, hvað á hann að gera næst? Yfirgnæfandi meirihluti spekinga vill segja eitt grand næst (19 af 30). Rökin eru á þessum nótum: Andrew Robson: Eitt grand. Aug- ljóslega eru allar sagnir gallaðar, en með grandinu er ég þó að sýna tak- markaða opnun. Marshall Miles: Bæði eitt grand og tvö lauf gefa ranga mynd af skipting- unni, en með grandinu er ég þó að tak- marka styrkinn. Svör hinna spekinganna eru á svip- uðum nótum; menn eru á því að tígull- inn sé ekki endurmeldanlegur og betra sé að takmarka höndina við 11-14 HP. En... Anders Wirgren: Tveir tíglar. Ég vildi auðvitað eiga sjötta tígulinn, en allir aðrir kostir virðast verri. Joey Silver: Tvö lauf. Í sjálfu sér hef ég ekkert á móti því að segja grand með einspil í svarlit makkers, en spil mín eru þess eðlis að betra virðist að spila tromp. Ég lýg því um eitt lauf. Stigagjöfin í TBW er þessi: 1 grand=100, 2 lauf=70, 2 tíglar=50, pass=20. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa og leik- fimi kl. 9, boccia kl. 10, félagsvist kl. 14. Ath. vinningsupphæð ræðst af fjölda spilagesta. Árskógar 4 | Handavinna kl. 9–16, smiði, útskurður kl. 13–16, félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Ásgarður | Þorrablót SÁÁ verður haldið laugardaginn 12. febrúar í Ás- garði, Glæsibæ. Húsið opnað kl. 19 Miðasala á skrifstofu SÁÁ í Síðumúla 3–5. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, bútasaumur, samverustund, línudans, fótaaðgerð. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, mánu- dagur 7. febrúar, kl. 13–16, spiladagur í boði sveitarfélagsins. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan er opin í dag kl. 10 til 11.30. Félagsvist verður spiluð í kvöld kl. 20.30 í Gullsmára. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13, kaffitár með ívafi kl. 13.30, línudanskennsla byrjendur kl. 18, samkvæmisdans framhald kl. 19 og byrjendur kl. 20. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Bridsdeild FEBK, Gullsmára 13, spilar mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45 á hádegi. Eldri borgarar vel- komnir. Þátttökugjald 200 kr. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, kl. 10 og kl. 11, bókband kl. 10, pílukast og spilað í Garðabergi kl. 13, tölvur í Garðaskóla kl. 17. Hraunbær 105 | Kl. 9 postulíns- málun, keramik, perlusaumur, korta- gerð og nýtt, t.d. dúkasaumur, dúka- málun, saumað í plast, kl. 10 fótaað- gerð og bænastund, kl. 12 hádegis- matur, kl. 13.30 skrautskrift. Kl. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi frá kl. 9. Pútt og ganga kl. 10. Miðar í leik- húsið seldir kl. 11.30. Félagsvist kl. 13. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–16 glermálun o.fl., jóga kl. 9–11, frjáls spilamennska kl. 13–16, kaffi og meðlæti. Böðun virka daga fyrir há- degi. Fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Frjálst handverk í Betri stofu. Framsögn og framkoma í Lista- smiðju. Félagsvist kl. 13.30. Lands- bankinn kl. 10–10.30. Hárgreiðslu- stofa 568-3139. Fótaaðgerðarstofa 897-9801. Allir velkomnir. Upplýs- ingar í s. 568-3132. Korpúlfar Grafarvogi | Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á morgun, þriðjudag, kl. 9.30. Laugardalshópurinn í Þróttarheim- ilinu | Leikfimi fyrir eldri borgara í dag kl. 12.15. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 hann- yrðir, kl. 9–10 boccia, kl. 11–12 leikfimi, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13– 16 kóræfing, kl. 14.30–15.45 kaffiveit- ingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, bókband, myndlist og hár- greiðsla kl. 9, morgunstund og fóta- aðgerðir kl. 9.30, boccia kl. 10, hand- mennt, glerbræðsla og frjáls spil kl. 13. Félagsstarfið er opið fyrir alla ald- urshópa. Þórðarsveigur 3 | Félagsvist kl. 13.30. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | TTT-starf (5.–7. bekkur) kl. 15–16. Árbæjarkirkja. | Starf með 10–12 ára börnum í Ártúnsskóla kl. 15. Starf með 7–9 ár börnum á sama stað kl. 15.35. Allir velkomnir. Söngur, leikir, ferðalög o.fl. Fella- og Hólakirkja | Æskulýðsstarf fyrir 8.–10. bekk alla mánudaga kl. 20–22. Stelpustarf 6.–7. bekkur í kirkjunni mánudaga kl. 16.30–17.30. Grafarvogskirkja | Aðalfundur Safn- aðarfélags Grafarvogskirkju verður haldinn mánudaginn 7. febrúar kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar, endurskoðaðir reikningar, kosning stjórnar og önnur mál. Fund- arefni: Kristniboðar segja frá stafi í Eþíópíu. Bollukaffi. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Alfa 2 kl. 19. Ath. nýr þáttur frá Fíladelfíu sýndur á Omega kl. 20. www.go- spel.is. Laugarneskirkja | Kl. 18 opinn 12 sporafundur í safnaðarheimilinu. Vin- ir í bata. Kl. 20 Kvenfélag Laugarnes- kirkju fundar. Allar konur velkomnar í góðan félagsskap. www.laug- arneskirkja.is. Brúðkaup | Gefin voru saman 21. ágúst sl. í Dómkirkjunni í Reykjavík af sr. Pálma Matthíassyni þau Gunnþór- unn Einarsdóttir og Guðjón Gunn- arsson. Skugginn/ Barbara Birgis. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.