Morgunblaðið - 07.02.2005, Page 22

Morgunblaðið - 07.02.2005, Page 22
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes SJÁÐU GRETTIR! ERTU HRÆDDUR? VIÐ HVAÐ? ÞÚ ERT BARA MEÐ INNKAUPAPOKA Á HAUSNUM ÉG ER TÓMUR INNKAUPA- POKI! TÓMUR? ÞAÐ VAR BÚIÐ AÐ DÆMA RANGSTÖÐU VILTU SJÁ SVOLÍTIÐ SKRÍTIÐ? ÉG SET BRAUÐIÐ Í RAUFINA OG ÝTI SÍÐAN ÞESSUM TAKKA NIÐUR... OG EFTIR ÖRFÁAR MÍNÚTUR KEMUR ÚT RISTAÐ BRAUÐ! HVERT FÓR EIGINLEGA ALLT BRAUÐIÐ? HVER VEIT? ÞETTA ER SVO SKRÍTIÐ Svínið mitt JÚ HÚ! ÉG SEGI SATT! HANN KANN AÐ TELJA! © DARGAUD SJÁIÐ ÞIÐ! RÚNAR HVAÐ ER 2X2 JÆJA!! ÉG SÉ BARA AÐ HANN RÝTIR EINS OG ÖLL SVÍN ... NEI, NEI HANN KANN VÍST AÐ TELJA! HANN KANN VÍST AÐ TELJA! AF HVERJU FENGUM VIÐ OKKUR EKKI GULLFISK EINS OG ALLIR VILTU LÁTA HANN ÞEGJA!!! RUNAR HVAÐ ERU 500X1000? ÉG GET EKKI STOPPAÐ HANN. HANN HÆTTIR EKKI FYRR EN HANN ER BÚINN AÐ TELJA Dagbók Í dag er mánudagur 7. febrúar, 38. dagur ársins 2005 Frétt sem birtist íMorgunblaðinu 17. janúar sl. vakti athygli Víkverja. Þar kom fram að rúmlega 41% allra einstaklinga sem töldu fram til skatts á árinu 2003 var ekki í sambúð og ekki með börn á framfæri sínu. Voru þessir framtelj- endur alls tæplega 96.000 talsins en fram- teljendur á landinu voru þá 230 þúsund. Kom fram í frétt Morgunblaðsins að stór hluti hópsins væri ungt fólk. 55.000 af þessum 96.000 voru þó 25 ára og eldri og segir sú tala okkur að það hlutskipti að vera einhleypur er ekki bara örstutt tímabil í lífi fólks, eitthvað sem menn gera framan af ævinni en festa síðan ráð sitt með öllu sem því tilheyrir (barneignir o.s. frv.). Segir þessi staðreynd okkur að kominn er tími til að huga sér- staklega að hlutskipti einhleypra, ein- stæðinga eða hvað menn vilja kalla þá sem þessum hópi tilheyra, t.a.m. með því að skoða hvernig skattkerfinu, fé- lagslega kerfinu – öllu kerfinu í heild sinni – er beitt; en Víkverji hefur lengi verið þeirrar skoðunar að held- ur lendi einhleypir nú utan garðs í þeim efnum. Kerfinu er jafnan beitt í þágu hagsmuna fjöl- skyldufólks með skattaívilnunum, barnabótum og öðru þess háttar; einhleypir mega hins vegar una því að fá enga slíka að- stoð frá hinu opinbera. Þurfa þó að standa skil á sömu reikningum og allir aðrir – og gera það einir og sér (njóta sem- sagt ekki þess augljósa peningalega hagræðis sem hlýst af stærðinni). Íbúða- og námslánin, fasteigna- og bifreiðagjöldin, tryggingarnar; allt verður þetta auðvitað erfiðara við- ureignar einhleypingi heldur en hjón- um eða sambúðarfólki, sem deilt get- ur kostnaðinum. Hvers vegna huga þingmenn og ráðherrar ekki að þessu? Af hverju njóta einhleypir ekki jafnræðis á við aðra borgara? Hitt er svo kapítuli út af fyrir sig hvernig öll þjónusta einkafyrirtækja – nefna má tilboð í auglýsingabækl- ingum frá ferðaskrifstofum landsins sem nú berast inn um lúguna – mið- ast alltaf við að fólk sé hluti af stærri einingu. Hvenær ætla slíkir aðilar að átta sig á þeim breytingum sem hafa átt sér stað á fjölskyldumynstrinu? Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is    Klapparstígur | Hin árlega kílóaútsala verslunarinnar Spúútnik hófst á föstudag, en þar geta unnendur notaðra fata og litríkra og óvenjulegra mún- deringa án efa fundið fjársjóðskistu á viðráðanlegu verði. Kílóið af klæðum kostar 3000 krónur og ætti því alklæðnaður að geta fengist fyrir slikk, en út- salan stendur til 14. febrúar. Það er óhætt að segja að vinkonurnar Hanna Kristín Birgisdóttir og Hrefna Hagalín hafi vegið og metið af mikilli nákvæmni kosti og galla inn- kaupanna, en þær fóru að öllum líkindum sáttar heim. Morgunblaðið/Þorkell Kílóaútsala Spúútnik hafin MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með end- urnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna. (Rómv. 12, 2.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.