Morgunblaðið - 07.02.2005, Síða 9

Morgunblaðið - 07.02.2005, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2005 9 MINNSTAÐUR 60% afsláttur eða meira Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Lagersala 1. - 12. febrúar 40-70% afsláttur Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Stykkishólmur | Í Stykkishólmi hef- ur verið rekið bakarí frá því árið 1904, þegar innréttað var bakarí í Svarta pakkhúsinu. Í 100 ár hafa Hólmarar vanist því að geta farið út í bakarí og keypt glóðvolgt bakkelsi. Það voru vonbrigði í haust þegar bak- aríinu var lokað og KB banki keypti eignir þess og kveið fólk fyrir því að þessum kafla í verslunarsögu Stykk- ishólms væri lokið. Í miðjum jólaundirbúningi og með bjartsýni í poka ákváðu hjónin Arnar Hreiðarsson og Hrefna Gissurar- dóttir að kaupa bakaríið og hefja þar rekstur að nýju. Þau opnuðu laugar- daginn 5. febrúar breytt og mikið endurbætt bakarí og fengu þau strax hlýjar móttökur bæjarbúa. „Mig langaði til að breyta til. Ég hef verið sjómaður í 19 ár og þar af kokkur á Ársæli SH 88 í 18 ár og fannst vera komið nóg af sjó- mennsku,“ segir Arnar er hann var spurður um ástæðu þess að hefja eig- in atvinnurekstur. „Ég ætlaði mér aldrei að vera sjó- maður, en árin hafa liðið ansi fljótt. Ég sagði í gríni við Hrefnu konu mína hvort við ættum ekki að kaupa bak- aríið þegar það fréttist að það væri komið í eigu bankans. Svo gerðist ekkert fyrr en Hrefna hringdi í mig út á sjó og spurði hvort ég hefði verið að meina eitthvað með þessum orð- um, því hún hafði frétt að tilboð væru farin að koma í bakaríið. Við náðum samningum um kaupin og tókum við húsinu um áramót. Það sannast að öllu gríni fylgir einhver alvara.“ Arnar segir að það hafi ekki verið nóg að taka við lyklunum og byrja rekstur. „Bakaríið var mjög illa farið og ég hef smíðað nánast allt nýtt inn- andyra. Það má heita að aðeins út- hliðin hafi sloppið. Frá áramótum hef ég hef unnið alla daga vikunnar fram að miðnætti eða lengur, því markmið- ið var að opna fyrir bolludaginn og það tókst. Hrefna hefur haft nóg að gera við að þrífa húsið og foreldrar Arnars frá Tálknafirði hafa lagt þeim mikið lið við að koma rekstrinum af stað.“ Þau hjón voru spurð hvort ekki væri erfitt að ætla sér að reka bakarí við hliðina á Bónusverslun í ekki stærra bæjarfélagi. Þau sögðust eng- ar áhyggjur hafa af Bónusi. „Með Bónusversluninni kemur fleira fólk í bæinn og fleiri líta inn hjá okkur. Ef til vill verður eitthvert samstarf, en þeir hafa ekki talað við okkur og við ekki við þá, enn sem komið er,“ segir Arnar. Bakaríið heitir Nesbrauð og verð- ur sambland af bakaríi og kaffihúsi. Boðið verður upp á súpu og brauð, pasta og salöt og kökur. Þau hafa ráðið til sín bakara. Hann er ekki af verri endanum því um er að ræða Guðmund Teitsson sem rak hér bak- arí í áratugi. Hann er kominn aftur á sinn gamla stað og tekinn við að baka eftir nokkurra ára frí. Bakarí hefur verið opnað á nýjan leik í Stykkishólmi Það sannast að öllu gamni fylgir nokkur alvara Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Nýir eigendur Hrefna Gissurardóttir og Arnar Hreiðarsson eru hér ásamt Guðmundi Teitssyni bakara, sem er aftur byrjaður af baka af kappi. Akranes | Margrét Gunnarsdóttir er fædd og uppalin á Akranesi og sem lítil stúlka gekk hún í hús í bænum og safnaði servíettum. Einnig áskotnuðust henni servíettur með ýmsum öðrum hætti. Hún safnar enn og nú er hluti safnsins sýnd- ur í Bókasafni Akra- ness. „Margar stelpur söfnuðu servíettum á þessum árum, en fáar hafa enst í þessu jafn- lengi og ég,“ segir Margrét. Hún geymdi uppáhalds- servíetturnar í fallegum konfekt- kössum, en ekki skókössum eins og algengt var. „Ég geymdi bara servíetturnar sem ég vildi skipta í skókössum. Ennþá geymi ég serví- etturnar í konfektkössum. Ég vinn á Sjúkrahúsi Akraness og þar eru margir sem hugsa til mín. Sjúkling- arnir fá gjarnan konfekt og starfs- fólkið veit hvert kassarnir eiga að fara þegar konfektið er búið.“ Gamlar servíettur í miklu uppáhaldi En það eru margir sem hugsa til Margrétar og gefa henni servíett- ur. Hún hefur tvisvar fengið gefna bunka af gömlum servíettum, en þær eru í mestu uppáhaldi hjá henni. „Þessar gömlu voru úr harð- ara efni og ég held að manni þætti ekki gott að þurrka sér með þeim núna. En þær eru miklu fallegri en þær nýju. Gamlar barnaservíett- urnar eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Þessar með myndum til dæm- is af Ferdinand og Plútó og Andr- ési önd. Annars er mest gaman að eiga servíettur sem eru til í mis- munandi litum og eiga þá helst stóra og litla í hverjum lit. Hring- servíetturnar þóttu líka alltaf flott- ar.“ Gömlu servíetturnar eru ótrú- lega vel farnar og segist Margrét strauja þær ef á þarf að halda. Hún straujaði til dæmis servíetturnar sem eru á sýningunni. Hún segist ekki safna öll- um servíettum, en á síðari árum hafi hún farið að kaupa serví- ettur. Hún hefur þó minnkað það mikið vegna þess hversu mikið pláss safnið tekur. „Mér þykir líka skemmtilegra að skipta við aðra safn- ara. Ég komst í sam- band við konur á svip- uðum aldri sem enn safna og skipti svolítið við þær. Ég tími þó alls ekki að skipta flottum servíettum ef ég á ekki aðrar eins, nema helst ef ég fæ ennþá flottari í staðinn.“ Safnari af lífi og sál Margrét safnar ekki bara serví- ettum. Hún á líka safn af pennum, spilum, macintoshdósum, glans- myndum og teskeiðum. Hún tók þátt í safnaradegi í Kolaportinu fyrir nokkrum árum þar sem fólk gat komið og skipt á ýmsum hlut- um við aðra safnara. „Ég hef alltaf verið safnari og gamlir hlutir höfða mjög sterkt til mín. Ég á fullt af alls konar dóti, en auðvitað er vandamál hvað þetta tekur mikið pláss. Það er alltaf gaman að skoða söfnin og fletta til dæmis í gegnum servíettusafnið, en ég geri það ekki nógu oft lengur. Nú á ég tæplega 7000 servíettur, svo það tekur tíma.“ Halldóra Jónsdóttir bæjarbók- arvörður er með Margréti í sauma- klúbb og hafði lengi reynt að fá hana til að sýna servíettusafnið sitt. Það tókst að lokum og er nú hluti þess til sýnis í anddyri Bókasafns Akraness. Halldóra segir að af miklu sé að taka og líklegt að skipt verði út servíettum á meðan á sýn- ingunni stendur. Morgunblaðið/Ásdís Safnari Gamlar barnaservíettur eru í miklu uppáhaldi hjá Margréti. Hefur safnað hlutum svo lengi sem hún man Margrét Gunnarsdóttir asdish@mbl.is VESTURLAND

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.