Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA JÚLÍA VALSTEINSDÓTTIR, sem lést á Sólvangi að morgni laugardagsins 29. janúar, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju þriðjudaginn 8. febrúar klukkan 13.00. Henning Þorvaldsson, J. Steinunn Alfreðsdóttir, Birna Friðrika Þorvaldsdóttir, Jón Ragnar Jónsson, Valdís Ólöf Þorvaldsdóttir, Steinar Harðarson, Sigurbjartur Á. Þorvaldsson, Sveinsína Björg Jónsdóttir, Guðmundur Páll Þorvaldsson, Helga Aðalbjörg Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar og tengdamóðir, UNNUR GUÐBJARTSDÓTTIR, lést á Sólvangi í Hafnarfirði miðvikudaginn 2. febrúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 8. febrúar kl. 15.00. Svala Brjánsdóttir, Henrý Kristjánsson, Jónas Brjánsson, Snjólaug Sveinsdóttir, Brynjar Brjánsson, Stefanía S. Bjarnadóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi, bróðir og mágur HARALDUR GUÐMUNDSSON flugumferðarstjóri, Háholti 23, Hafnarfirði, andaðist á heimili sínu laugardaginn 5. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Áslaug Guðmundsdóttir, Emil Guðmundsson, Sigurbjört Gústafsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Bára Ásbjörnsdóttir, Þorgeir Haraldsson, Kolbrún Jónsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Haraldur Þorgeirsson, Haukur Haraldsson, Herdís Jóna Guðjónsdóttir, afa- og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fóst- urfaðir og tengdafaðir, GRÍMÓLFUR ANDRÉSSON skipstjóri frá Stykkishólmi, Laugarnesvegi 112, lést föstudaginn 4. febrúar. Þuríður Valgerður Björnsdóttir, Alda Hanna Grímólfsdóttir, Valdimar Guðlaugsson, Andrés H. Grímólfsson, Guðrún Grímólfsdóttir, Jón Steinar Snorrason, Anna Birna Grímólfsdóttir, Eiríkur Steinþórsson, Hjördís Björg Andrésdóttir, Sverrir Örn Hermannsson og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir HALLDÓR MARÍAS ÓLAFSSON múrarameistari, Brekkugötu 12, Hafnarfirði lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 4. febrúar. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Halldórs er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Eygló Hjaltadóttir, Rebekka Halldórsdóttir, Sturla Þór Björnsson, Lilja Ýr Halldórsdóttir, Magnús Stefán Skúlason, Ólafur Garðar Halldórsson, Emma Dröfn Víkingsdóttir, Alexander, Erlingur Örn og Arnar Ingi, Björg Ólafsdóttir, Guðbjörg Ólafsdóttir og fjölskyldur. ✝ Guðbjörg Guð-mundsdóttir fæddist á Stóru- Drageyri í Skorradal 7. október 1929. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli að morgni 1. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Guð- mundur Guðbrands- son bóndi á Stóru-Drageyri, f. 20. júní 1889, d. 29. september 1975, og Guðrún Vernharðs- dóttir, f. 15. desem- ber 1893, d. 15. júní 1981. Systkini Guðbjargar eru Þuríður, f. 2. september 1919, Guðrún, f. 23. júní 1923, d. 18. september 1948, Halldóra, f. 8. apríl 1927, Vern- harður, f. 23. september 1932, Guðbrandur, f. 22. október 1934, d. 4. júní 2001, og Krist- ófer, f. 20. nóvember 1937. Guðbjörg giftist ekki og átti engin börn. Lengst af starfaði hún við heimilis- og af- greiðslustörf í Versl- uninni Grettisgötu 26 og voru þeir margir viðskiptavin- ir hennar, sem keyptu miða og end- urnýjuðu reglulega í umboði SÍBS, umboði sem kennt var við Halldóru Ólafsdóttur og var með stærri umboðum SÍBS. Útför Guðbjargar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Með þessum fáu línum langar mig til þess að minnast Guðbjargar, Guddu, móðursystur minnar, nokkr- um orðum. Hún var ekki heilsu- hraust um ævina, en bjó yfir mikilli seiglu, hún var ekki fyrir það að trana sér fram, en náði samt tiltrú og vináttu fólks með hægðinni einni saman. En það voru ekki síst börnin, sem löðuðust að henni, hún skildi þau vel og kunni að hlusta á þau mörgu vandamál, sem voru að plaga þau og naut ég þeirrar hlustunar líka og er það mér í fersku minni að prjónarnir gengu mishratt eftir efni málsins, en ekki var samt gripið fram í fyrir mér, en að loknu samtal- inu þurfti ef til vill ekkert að segja, það þurfti einfaldlega að segja það sem inni fyrir bjó. Gudda var afar trúrækin og sótti oft samkomur hjá KFUM og K og einnig dvaldi hún stundum í Vatna- skógi og Vindáshlíð. Hún naut ekki mikillar skólagöngu, en lauk farskóla í sveit sinni og hóf nám í Gagnfræða- skóla Austurbæjar, en varð að hætta því vegna veikinda. En þrátt fyrir litla skólagöngu þá hjálpaði hún stundum krökkum í götunni við heimanámið sitt og voru þá lesnir fyrir stílar og nemandinn skrifaði stílinn eftir henni. Sumum hjálpaði hún að stauta og virtist hafa ótrúlega natni og þolinmæði til að bera. Börn- unum okkar Helgu reyndist hún sem besta amma. Að leiðarlokum, hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðmundur Kristjánsson. Nú er hún Guðbjörg frænka okkar búin að fá hvíldina sína. Guðbjörg var einstök kona, hún hafði alltaf tíma til að tala við okkur. Allt hennar viðmót einkenndist af hlýju og vænt- umþykju og hún laðaði að sér börn hvar sem hún kom. Það gilti jafnt um okkur frændsystkinin og krakkana á Grettisgötu sem komu í búðina til hennar. Margar góðar stundir áttum við í búðinni hjá Guðbjörgu. Okkur systr- unum þótti mjög gaman að fara með strætó einar ofan úr Breiðholti og niður á Hlemm þaðan sem við geng- um upp á Grettó og þar vorum við hjá Guðbjörgu í besta yfirrlæti. Þegar við gistum á Grettó sem var ósjaldan þótti okkur alltaf jafn merkilegt að á kvöldin þegar hún fór að ganga frá í búðinni hafði hún með sér kvöldsnarl í formi stórrar Coke í gleri og prins póló. Þetta kætti okk- ur mjög, að fá að taka nammi í rúmið. Guðbjörg var trúnaðarvinkona okkar og var henni treystandi fyrir öllu. Þegar við komum heim úr skól- anum hringdum við í hana og spjöll- uðum um heima og geima því hún var alltaf til í að gefa sér tíma með okkur. Þegar Parkinson-sjúkdómurinn fór að gera vart við sig vissum við ekki hvernig við áttum að bregðast við, enda vorum við bara átta og tíu ára gamlar. Við tókum í hendur hennar og gátum stoppað skjálftann að okkur fannst. Þrátt fyrir langvinn veikindi breyttist hún ekkert, hjarta hennar var alltaf á réttum stað og var henni mjög umhugað um náungann. Til dæmis mundi hún alla afmælisdaga í fjölskyldunni. Hún hringdi líka alltaf þegar einhver átti afmæli til þess að óska honum til hamingju. Kynni okkar af Guðbjörgu hafa auðgað líf okkar og erum við innilega þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Á þessari stundu eru margar góð- ar minningar sem leita á hugann og gleðja okkur. Minningin um þessa einstöku konu lifir með okkur um ókoma tíð. Kristín Edda Guðmunds- dóttir, Guðrún Halldóra Guðmundsdóttir. Ég á endalausar minningar þegar ég með foreldrum og síðar með systrum mínum heimsótti æsku- heimili pabba á Grettisgötu, eða Grettó eins og við kölluðum það. Það var alltaf gaman að koma á Grettó, en þar bjuggu lengst af Halldóra Ólafsdóttir, Edda Alexandersdóttir og ömmusystir mín Guðbjörg Guð- mundsdóttir (Gudda). Gudda tók alltaf vel á móti okkur og sýndi mikinn áhuga öllu því sem við vorum að fást við. Hún gat sagt sögur af sér og fjöldskyldu sinni bæði úr sveit og borg en það var gaman að hlusta á þessi litlu ævin- týri sem fólkið hafði lent í. Það varð svo að Grettó varð að reglulegum viðkomustað mínum þegar ég fór í bæinn á eigin vegum seinna á lífs- leiðinni. Þá tókum við samræður um lífsins gagn og nauðsynjar en Gudda fylgd- ist alltaf vel með því, sem var að ger- ast í samfélaginu á hverjum tíma. Ég naut þess einnig að fá að vera í pössun á Grettó part úr degi eða yfir nótt þegar svo stóð á. Þá var ég í góðu yfirlæti jafnvel svo að hægt sé að segja að ég hafi verið á fimm stjörnu hóteli á mælikvarða lítils stráks. Ég get ekki nefnt hversu mikið magn af grjóna- eða berjagraut ég hef borðað á Grettó eða hversu mikið af súkkulaði ég hef fengið úr búðinni sem rekin var í kjallaranum en ég man ekki eftir öðru en því að ef strákinn langaði í meira þá var meira til. Síðar þegar ég fór í sveit yfir sum- armánuðina í nokkur ár þá fékk ég stundum sendingar úr bænum. Er mér sérstaklega minnisstætt eitt skipti þegar ég fékk heilan kassa af síríuslengjum sendan frá Guddu. En að búa yfir slíkum auði uppi í sveit, þar sem engin sjoppa var í nánd og sælgæti ekki eins hversdaglegt og í dag var einfaldlega ólýsanlegt. Bless, Gudda mín, og þakka þér fyrir allar minningarnar sem þú hef- ur gefið mér. Ég segi krökkunum mínum stund- um sögurnar, sem þú sagðir mér af sjálfri þér eða fjölskyldunni okkar en þeim finnst fátt skemmtilegra en að heyra draugasöguna úr sveitinni þegar þú fékkst hest í fangið en hélst að það væri draugur. Alexander K. Guðmundsson. GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Jósefína Val-björg Benja- mínsdóttir fæddist í Reykjavík 19. jan- úar 1911. Hún lést 25. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Benjamín Einarsson skósmiður, f. 1.3. 1866, d. 25.2. 1952 og Jónía Björg Jó- hannesdóttir, f. 5.8. 1882, d. 17.10. 1965. Alsystkini Jósefínu voru Óskar, f. 31.1. 1913, d. 29.4. 1988, Bentína, f. 22.2. 1914, d. 14.2.1988 og Berg- ljót, f. 8.7. 1916, d. 15.9. 1999. Hálf- systkini Jósefínu voru, sammæðra, Hrefna Guðjóns- dóttir, f. 25.6. 1903, d. 26.2. 1988 og samfeðra Inga, f. 12.10. 1906, d. 30.9. 1982 Jósefína ólst upp í Reykavík og bjó þar alla tíð. Jósefína verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Nú ert þú farin af þessari jarðvist, elsku Fína. Okkur langar aðeins að minnast þín. Skemmtilegri og betri konu var erfitt að finna. Létt varst þú á fæti og hafðir gaman af því að grín- ast og ekki síst að sjálfri þér. Lífshlaup þitt var langt og oft á tíð- um mikið að gerast. Þú bjóst með systkinum þínum alla tíð, bróður og tveimur systrum. Á heimilinu varst þú húsmóðirin sem hélst heimilinu saman. Alltaf var gestkvæmt á heimili ykkar, sumir stöldruðu við en aðrir dvöldu um langan tíma. Skúlagata 66 var miðstöð ættarinnar. Á jólum og páskum var alltaf boð fyrir ættingja og vini, þess á milli voru allir vel- komnir hvort sem var í kaffi eða mat. Í eldhúsinu varst þú alltaf í essinu þínu, annaðhvort að elda mat eða baka. Þú vannst mikið alla tíð, lengst- um hjá Mjólkursamsölunni. Þú helg- aðir líf þitt systkinum þínum og öðr- um fjölskyldumeðlimum. Fyrir okkur varst þú eins og besta amma. Við kveðjum þig og biðjum algóðan guð að geyma þig. Valur, Kristján, Bessý, Óskar og Svanhvít. JÓSEFÍNA VALBJÖRG BENJA- MÍNSDÓTTIR Félagslíf  MÍMIR 6005020719 I  HEKLA 6005020719 IV  Hamar 6005020719 III Rvk. I.O.O.F. 19  185278  XX I.O.O.F. 10  18502078  Fr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.