Morgunblaðið - 07.02.2005, Page 8

Morgunblaðið - 07.02.2005, Page 8
8 MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR            ! "#$ %& &'&( ) & *  '&+)       Faðir, fyrirgef henni, hún man ekki lengur hvað hún gerir. Ungt fólk á Norður-löndum sem lend-ir í neysluskuld- um vegna kostnaðarsams lífsstíls virðist ekki skilja til fullnustu þær fjárhags- legu skuldbindingar sem fyrirgreiðslur hjá lána- stofnunum fela í sér að mati skýrslu sérfræðinga á vegum norræna ráð- herraráðsins um fjárhags- vandræði ungs fólks með dýran lífsstíl. Unga fólkið hafði hreinlega ekki áhuga á slíkum atriðum og vissi heldur ekki hvar átti að leita upplýsinga um þessi mál. Aðeins hluti þess hóps sem rannsakaður var gerði sér grein fyrir því að hann hafði tekið fjárhagslega áhættu sem gæti haft einhverjar afleið- ingar. Rannsóknin fór fram árið 2003 með því að tekin voru viðtöl við 28 ungmenni á aldrinum 18–30 ára í Danmörku, Noregi, Finnlandi og Íslandi. Athygli vakti að flestir þátttakendur buðu sig fram á Ís- landi eða 40 og var talað við tólf þeirra. Mun erfiðar gekk að fá ungmenni á hinum Norðurlönd- unum til samstarfs og var því tal- að við 5–6 manns frá hverju landi. Svíþjóð tók ekki þátt í þessu. Þess má geta að SÍNE, Samband ís- lenskra námsmanna erlendis, annaðist vinnu við íslenska hluta rannsóknarinnar. Eyðir í merkjafatnað og skemmtanir Í rannsókninni töluðu ung- mennin um lífsstíl sinn og neyslu. Fólkinu var skipt í þrjá hópa eftir lífsstíl þess. Í fyrsta hópnum var fólk á aldrinum 19–27 ára sem eyddi t.d. í merkjafatnað, ferða- lög, skemmtanir, GSM-síma og góðan mat og lenti í skuldabasli. Þessir skuldarar tóku mikið mið af neyslumynstri vina sinna, öfugt við það sem var uppi á teningnum við fólkið í næsta hópi. Þar var um að ræða einstaklinga á aldrinum 22–29 ára sem var ekki mikið und- ir áhrifum frá vinunum þegar eytt var í enn dýrari hluti s.s. í tölvur, síma, húsbúnað og fleira. Það spáði samt meira í hlutina heldur en fólkið í fyrsta hópnum og tók tillit til vaxta og verðs hlutanna. Í þriðja hópnum var fólk á aldr- inum 22–30 ára og hafði verið hvað lengst í skuldum. Einkenn- andi fyrir þennan hóp var hve heimskulegar fjárfestingar fólkið taldi sig hafa gert og það lagði ekki eins mikla áherslu á munað og hinir. Stefnuleysi einkenndi þennan hóp og einnig hafði hann minni tekjur en hinir hóparnir tveir auk þess sem skuldarar inn- an hans gátu ekki reitt sig á fjár- hagsaðstoð foreldra. Fjárhags- staðan hafði ennfremur haft þyngri sálræn áhrif á þessa skuld- ara en hina. Skýrsluhöfundar segja í niður- stöðum sínum að þótt skuldararn- ir ungu kenni sjálfum sér um, finnist þeim einnig að aðrir beri nokkra ábyrgð, sérstaklega lán- veitendurnir. Þá væri ábyrgð fjöl- miðla nokkur með auglýsingum um sínum auk þess sem nútíma- samfélög á Norðurlöndum væru mjög neysluvæn. Unga fólkið reyndist ekki leita sér aðstoðar fyrr en seint og um síðir og vissi ekki af þeirri hjálp sem í boði var í samfélaginu. Skuldastaða þeirra var eigi að síð- ur ekki talin nógu alvarleg til að kalla á formlegt skuldauppgjör og því var þeim oftast neitað um ráð- gjöf ef eftir henni var leitað, segir í skýrslunni. Varð þetta til þess að fólkinu fannst því hafa mistekist. Skýrsluhöfundar leggja mesta áherslu á nokkur atriði til að stemma stigu við skuldasöfnun ungs fólks í því samhengi sem hér um ræðir og telur þörf á ná til fólksins með fræðslu m.a. í gegn- um menntakerfið. Ná þurfi til þeirra sem eru í áhættuhópi hvað skuldasöfnun snertir og ná saman varanlegri samninganefnd lykil- aðila á þessu sviði s.s. löggjafann, bankamenn, kaupmenn, neyt- endasamtök, kennara, ráðgjafa og stjórnmálamenn. Þá þurfi að efna til opinberrar umræðu um hvað teljist vera „viðunandi“ skuldastig í samfélaginu og hvernig megi efla eðlilega neyslu og lántöku. Þá er talið mikilvægt hvernig eigi að deila ábyrgðinni eða sýna ábyrgð- arfulla hegðun á hinum frjálsa markaði. Mikill áhugi á fjármálafræðslu Ásta S. Helgadóttir, forstöðu- maður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, segir mikinn áhuga vera fyrir fjármálafræðslu fyrir ungmenni og einnig sé ljóst að Ís- lendingar þurfi að taka enn betur á sínum málum. Meðal þess sem Starfsmenn Ráðgjafarstofu hafa gert er að fara í 10. bekk grunn- skóla og 1. bekk framhaldsskóla til að ræða við nemendur um af- leiðingar þess að lenda í vanskil- um. Ásta segir að nemendurnir hafi tekið þessari fræðslu mjög vel og verið áhugasamir um málefnið. Um leið hafi ákveðin vanþekking komið í ljós en klárlega sé mikil þörf á enn frekari fræðslu. Þessu til viðbótar hafi Ráðgjafarstofa aðstoðað nemendur í ritgerða- skrifum sem hafi valið sér fjármál unglinga að viðfangsefni. Fréttaskýring | Skuldsett ungmenni með dýran lífsstíl Áttar sig ekki á afleiðingum Ungmenni taka fjármálafræðslu vel en þörf er á enn meiri fræðslu Ungmenni versla talsvert á Norðurlöndum. GSM-símar, tölvur og skemmtanir tekin á kredit  Það kostar sitt að vera með dýran lífsstíl, sérstaklega þegar maður hefur ekki efni á honum. Þetta er reyndin með ófá ung- menni sem fjármagna lífsstílinn með lánum og yfirdrætti. Efla þarf fjármálafræðslu til að fyr- irbyggja skuldsetningu ungs fólks og taka til umræðu hvað teljist vera eðlilegt að skulda mikið. Ný skýrsla norræna ráð- herraráðsins fjallar um þennan samfélagsvanda. orsi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.